Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 1
BLAÐIÐ: Vöm fyi'ir börn er umfjöllunarefni leióara dagsins... - Blaösída 2. „Flugan“ í dag veltir fyrir sér aflabrögóum í ám landsins... - Blaösíöa 2. Regnboginn, samtök um Reykjavíkurlista, veróa stofnuó á morgun á Sögu... - Blaósíöa 3. Stúdentaráó segir 2,5 milljaróa vanta uppá fjárveitingu... - Blaösiöa 4. Þorskveióar í Ijósi umhverfis- áhrifa er áhyggjuefni Greenpeace... - Blaósíöa 5. Um þaó bil fjorir kúka í laug á ári hverju... = Blaösiöa 7, Stjörn og kjararáö Kennara^ sambandsins eru reiöubúin aö semja um kennsludacja.. = Blaösiöa §. Nýr bæklingur frá GREENPEACE flallar um umhverfisáhrif þorskveiða: A að friða þorskinn? - og leggja togurunum líkt og hvalbátunum? Nei! segir ÁRNIRNNSSON, talsmaður Greenpeace, sem fundaði með fulltrúum umhverfisráðuneytis um bæklinginn - starfsmenn sjávarútvegsráðuneytis neituðu að koma Grœnfriðungar buðu fulltrúum umhverfis- og sjávarútvegsráðu- neytis til fundar í byrjun vik- unnar þar sem þeir kynntu meðal annars nýjan bækling, á íslensku, um áhrif ofveiða og mengunar sjávar á fiskistofna. Fulltrúar umhverfisráðuneytis- ins mættu á fundinn, en fulltrú- ar sjávarútvegsráðuneytis neit- uðu að koma. „Okkur var mjög vel tekið af fulltrúum umhverfisráðuneytis- ins og mér sýnist að ráðuneytið sé að vinna mjög gott starf á þessu sviði“, sagði Arni Finns- son talsmaður Greenpeace, sem segist ekki hafa fengið neinar skýringar á því af hverju fulltrúar sjávarútvegsráðuneyts- ins neituðu að koma. Hann sagði að samtökin ættu augljós- ÁRNI FINNSSON. lega samleið með umhverfis- ráðuneytinu hvað varðar barátt- una gegn mengun sjávar. Fram til þessa höfum við Is- lendingar aðallega orðið varir við aðgerðir Grænfriðunga hvað varðar vemdun sjávar- spendýra, en nú í vikunni gáfu samtökin út nýjan bækling á ís- lensku um þorskveiðar í ljósi umhverfisáhrifa. Þetta vekur upp þá spurningu hvort nú sé komið að friðun þorskstofns- ins? Eru Grænfriðungar að fara fram á það að togaraflotanum verði lagt líkt og hvalbátunum? Ámi Finnsson talsmaður Greenpeace vill ekki taka svo djúpt í árinni og sagði í samtali við Alþýðublaðið að það sé alls ekki verið að leggja til að þorskveiðar verði stöðvaðar. Samtökin séu hins vegar að leggja áherslu á það að stjórn- völd fiskveiðiþjóða framfylgi ábyrgri fiskveiðistefnu, að fisk- veiðum sé stjómað af ítmstu varúð og í samræmi við vís- indalega ráðgjöf fiskifræðinga. Eru GRÆNFRIÐUNGAR að fara fram á það að togaraflotan- um verði lagt líkt og hvalbátunum sem hér sjást dormandi við Reykjavíkurhöfn? Arni Finnsson talsmaður Greenpeace vill ekki taka svo djúpt í árinni. Hann segir nei! Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Tjón fyrstu sex mánuði þessa árs hjá SJÓVÁ-ALMENNUM minnkuðu um 100 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra. Verð á hlutabréfum í félaginu á hlutabréfamarkaði hefur farið hækkandi það sem af er árinu. í ársbyijun var gengi bréfanna 4,0 en var talið vera 4,9 í júnílok: Hagnaður er 103 milljónir króna - á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við 71 milljón á sama tímabili í fyrra agnaður af starfsemi Sjóvár-Almennra trygginga hf fyrstu sex mánuði ársins nam 103 millj- ónum króna. A sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn hins veg- ar 71 milljón króna. Tjón fyrstu sex mánuði þessa árs minnk- uðu um 100 milljónir króna miðað við sama tíma í fyrra. í árshlutauppgjöri frá Sjóvá- Almennum má sjá að eigin tjón félagsins lækkuðu um 7% á fyrri hluta ársins eða úr 1.442 milljónum króna í 1.341 millj- ón. Jafnframt fækkaði tjónum hjá félaginu um 10%. Eigin ið- gjöld stóðu nokkum veginn í stað en bókfærð iðgjöld hækk- uðu um 7%. Enn tókst að lækka rekstrarkostnað og nam lækkunin 1%. Fengin umboðs- laun að frádregnum greiddum umboðslaunum hækkuðu um 21% milli tímabila. Gjaldfærð- ar afskriftir krafna námu 9% lægri upphæð en á sama tíma í fyrra. Hreinar fjármunatekjur lækkuðu hins vegar úr 350 milljónum króna í 316 milljónir eða um 12%. Ástæðan er lægri vextir á markaðnum og gengis- breytingar. Þessi lækkun gerir ríkari kröfur til betri afkomu af sjálfum vátryggingarekstrinum. Framkvæmdastjórar félags- ins, Einar Sveinsson og Ólaf- ur B. Thors, segja að megin áhersla sé lögð á að nýta góða afkomu til að styrkja eiginfjár- stöðu félagsins. Á tímum mik- illa breytinga, meðal annars með samningnum um Evr- ópska efnahagssvæðið, verði eiginfjárstaðan að vera sterk til þess að félagið sé sem best í stakk búið til að takast á við aukna samkeppni sem vænta má erlendis ffá. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur tekist að auka eigið fé um 10% og nem- ur það nú 951 milljón króna. Eiginfjárhlutfall er 8,6%. Tryggingasjóður (vátrygginga- skuld) hefur einnig verið efld- ur. Efnahagur félagsins er því traustur. Verð á hlutabréfum í Sjóvá-Almennum á hlutabréfa- markaði hefur farið hækkandi það sem af er árinu. I ársbyrjun var gengi bréfanna 4,0 en var talið vera 4,9 í júnílok. SAMKEPPNISRÁÐ um fyrirkomulag BIFREHÐASKOÐUNAR ÍSLANDS HF: Tryggir ekki jafna samkeppni að er mat Samkeppnis- ráðs að breytingin á samningi Bifreiðaskoð- unar íslands hf og dóms- málaráðuneytis, sem gerð var árið 1992, hafi stuðlað að því að koma á samkeppni um skoðun bifreiða. Ráðið telur hins vegar að þrátt fyrir þessar ráðstafanir skorti enn nokkuð á að mögulegum samkeppnis- aðilurn Bifreiðaskoðunar ís- lands í skoðun bifreiða séu sköpuð þau samkeppnisskil- yrði að fyrirtækin geti keppt við Bifreiðaskoðun íslands á jafnræðisgrundvelli. Samkeppnisráð hefur fjallað um samkeppnisaðstæður við skoðun ökutækja og komist að fyrmefndri niðurstöðu. Hefur dómsmálaráðherra ver- ið sent álit ráðsins. Til skýr- ingar á þessu mati nefnir Samkeppnisráð nokkur atriði. í rekstrarreikningi Bifreiða- skoðunar íslands hf. fyrir árið 1993 kernur fram að eigið fé hafi nurnið um 300 milljónum króna. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlunin í upphafi að efna til samkeppni á þessu sviði verður ekki fram hjá því litið að þessi eiginfjármyndun, sem varð að stómm hluta til í skjóli einkaleyfis, raskar stöðu ntögulegra samkeppnisaðila og styrkir enn frekar yfir- burðastöðu Bifreiðaskoðunar íslands hf. Ráðuneytisstjóri stjórnarformaður Það vekur athygli að ráðu- neytisstjóri dómsmálaráðu- neytisins skuli vera fomiaður stjórnar Bifreiðaskoðunar ís- lands hf. Eftir breytingarnar sem gerðar vom árið 1992 á samn- ingi dómsmálaráðuneytisins og Bifreiðaskoðunar Islands hf. frá árinu 1988, hljóta þessi tengsl ráðuneytisins og fyrir- tækisins að orka tvímælis og skapa tortryggni hjá möguleg- um samkeppnisaðilum og ef til vill rýra samkeppnisstöðu þeiira. í tengslum við þetta vekur einnig athygli að eignaraðild að Bifreiðaskoðun Islands hf. skiptist þannig að ríkisvaldið á 50% hlut, tryggingafélög 25% hlut, Bflgreinasambandið 20% hlut og aðrir 5% hlut. Frá sjónarhóli mögulegra samkeppnisaðila hljóta þessi eignartengsl að skapa spum- ingar um hvort ekki sé hætt við að eigendur fyrirtækisins beini viðskiptum til Biffeiða- skoðunar íslands hf. fremur en til mögulegra samkeppnis- aðila. Niðurstöður ráðsins Niðurstaða Samkeppnisráðs er að þær breytingar sem gerðar hafa verið af hálfu dómsmálaráðuneytis til þess að opna fyrir samkeppni við skoðun bifreiða og það fyrir- komulag sem ríkir varðandi skráningu ökutækja tryggir ekki að fullti mögulegum samkeppnisaðilum Bifreið- skoðunar íslands hf. jöfn sam- keppnisskilyrði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.