Alþýðublaðið - 26.08.1994, Page 4

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MENNTAMÁL STÚDENTARÁÐ um fjárveitingar til HÁSKÓLA ÍSLANDS: Föstudagur 26. ágúst 1994 Framlög þyrftu aö hækka um 2,5 milHaröa króna - ef fjárveitingar til skólans eiga að miðast við staðla samnorræna menntamarkaðarins X f amlag til Háskóla Is- lands ætti að vera rúmir fjórir milljarðar króna á ári ef miðað væri við staðla samnorræna menntamarkaðar- ins. Á síðasta ári var Qárveiting til Háskólans hins vegar aðeins 1.565 milljónir króna. Meðalút- gjöld íslenska ríkisins á hvem háskólastúdent vom um 304 þúsund krónur á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá Stúdentaráði Háskóla Islands. Samnorrænn mennta- markaður er samningur sem jafnar möguleika Norðurlanda- búa til menntunar hvar sem er í löndunum fimm. Kosmaðar- hluti samningsins tekur gildi eftir tvö ár. Hann kveður á um að hvert landi greiði kosmað við nám sinna stúdenta, einnig ef þeir sæki skóla annars staðar en í heimalandi. íslendingar verða þó undanþegnir þessum ákvæðum að eigin ósk. Vatnsveita Reykjavíbur býður landsmenn velkomna til Gvendarbrunna Sunnudaginn 28. ágúst milli klukkan 10 og 16, er almenningi boðið að kynnast Vatnsveitu Reykjavíkur og vatnstöku kalda vatnsins í Heiðmörk. Til sýnis verður dælustöðin í Gvendarbrunnum ásamt ýmsum munum sem tengjast störfum og sögu vatnsveitunnar. Meðal annars má nefna tölvuvætt landupplýsingakerfi, hönnun unna í tölvu, vaktkerfi vatnsveitunnar o.fl. Verk lista- manna sem þátt tóku í samkeppni um vatnslistaverk sem reisa á í Laugardalnum verða einnig til sýnis. Gestum gefst kostur á að ganga frá Gvendarbrunnahúsi að Jaðri. Á þeirri leið er einn af vatnsgeymum vatnsveitunnar og má sjá vatnið í honum tært og hreint, auk þess eru dælustöðvar á Jaðar- og Gvendarbrunnasvæði. I Jaðri bíða gesta veitingar. Gestir eru beðnir um að leggja bifreiðum sínum á merkt bílastæði í Rauðhólum. Tíðar strætisvagnaferðir verða frá bifreiðastæðunum að Gvendarbrunnahúsi, að Jaðri og aftur að bifreiðastæðunum. Vatnsveita Reykjavíkur Þrír verðflokkar Meðalútgjöld ís- lenska ríkisins á hvem háskólastúdent vom 304 þúsund krónur á síðasta ári. Norrænum stúdentum verður hins vegar skipt í þijá verð- flokka ef fer sem horfir. Þeir verðlægstu verða metnir á um 500 þús- und íslenskar krónur, miðlungsdýrir stúdentar kosta eina milljón króna og þeir þurfta- ffekustu 1,5 milljón. Allar tölur em miðað við eitt námsár. Utreikningur sem unnir hafa verið á veg- um Stúdentaráðs Há- skóla íslands sýna að sá fjöldi sem skráður er til náms við Háskólann næsta vetur, 1994 til 1995, samsvarar rúm- lega fjögurra milljarða króna fjárveitingu á mælikvarða samnor- ræna menntamarkaðar- ins. Framlag ríkissjóðs til Háskóla Islands árið 1994 var 1.565 milljón- ir króna. Hinn samnor- ræni samreikningur sýnir því 159,5% hærri fjárveitingu, alls 2.496 milljóna króna hærra ffamlag. SÍSeiang í fjárveitingabeiðni Háskóla íslands fyrir næsta fjárlagaár er bent á að fjárveitingar til kennslu við Háskólann eru 300 milljónum króna of lágar miðað við lágmarksfram- boð námskeiða og lágmarks- kostnað innan hverrar náms- leiðar. Þessi niðurstaða fæst þegar tekið hefur verið tillit til íslenskrar launavísitölu, kennsluskyldu og svo framveg- is. Fjárveitingar til kennslu við Háskóla íslands voru 980 millj- ónir á síðasta ári eða um 75% af því sem talið er algjört lág- mark annars staðar í Vestur- Evrópu. í fjárveitingabeiðni Háskól- ans er lagt til að þetta bil verði brúað í skrefum og farið fram á 95 milljóna króna hækkun á þessum lið. Fjárveitingar til Háskóla íslands hafa verið skomar niður og ffystar síðustu þtjú ár. Á sama tíma hefur fjöldi nemenda við Háskólann aukist um 10%. Tannlæknadeild dýrust í ffétt Stúdentaráðs er að finna yfirlit yfir fjárveitinpar til einstakra deilda Háskóla Is- lands 1994 og fjölda stúdenta. Þar kemur fram að hver nem- andi tannlæknadeildar kostar mest eða tæplega 708 þúsund krónur. Deildin fær 44,6 millj- ónir króna fjárveitingu en stúd- entar þar em 63. Hver stúdent í raunvísindadeild kostar 394 þúsund krónur. Deildin fær 214 milljón króna fjárveitingu og stúdentar em 545 talsins. Verk- fræðideild fær 87,4 milljóna króna ljárveitingu. Stúdentar em 240 talsins og fara því 364 þúsundir króna á hvem stúdent. Lagastúdentar kosta minnst. Lagadeild fær 31,4 milljónir króna. Þar em stúdentar 467 talsins eða 67 þúsund krónur á stúdent. Hver stúdent í félags- vísindadeild er næst ódýrastur eða leggur sig á 95 þúsund krónur. Félagsvísindadeild fær eitt hundrað milljóna króna fjárveitingu en nemendur em 1.049 talsins. Ein önnur deild er með yfir eitt þúsund nem- endur en það er heimspekideild með 1.063 nemendur. Heim- spekideild fær 148,5 milljónir í framlag og hver nemandi kost- ar 140 þúsund krónur. Beint til deilda Þessar tölur em beinar fjár- veitingartil deilda 1994 sem em um það bil 62,7% af heild- arfjárveitingum til Háskólans, alls um 980 milljónir króna. Ef upphæð fjárveitinga til deilda, 981,4 milljónum er skipt jafnt niður á hina 5.115 stúdenta við skólann fæst 191,8 þúsund króna meðalframlag. Þegar heildarframlagi til Há- skólans er skipt niður á fjölda háskólastúdenta er útkoman hins vegar sú að fjárveiting á hvem stúdent er tæpar 306 þús- und krónur á ári. Sé öðmm út- gjöldum, fjárveitingu til yfir- stjómar, sameiginlegra út- gjalda, reksturs fasteigna og svo framvegis deilt jafnt á stúd- enta í ólíkum deildum er sá kostnaður alls um 114.2 þús- und krónur á ári á hvem nem- anda. Verðflokkun náms Stúdentaráð hefur einnig tek- ið saman lista yfir líklega verð- flokkun náms í sameiginlegum menntamarkaði Norðurlanda. í 1. flokki sem mundi kosta 500 þúsund krónur á hvem nem- anda em nemar úr guðfræði- deild, lögfræðideild, heim- Spekideild, félagsvísindadeild, viðskipta- og hagfræðideild. Kostnaður yrði alls 1.664 millj- ónir kipna miðað við núverandi nemendafjölda. 12. flokki þar sem hver nem- andi kostaði eina milljón króna á ári yrðu nemendur úr hjúkr- unarfræði. sjúkraþjálfun, lyfja- fræði lyfsala og verkfræðideild. Kostnaður alls 929 milljónir króna miðað við núverandi nemendafjölda. I hæsta flokknum kostaði hver nemandi 1,5 milljónir króna á ári. Þar em nemendur í raunvísindadeild, læknadeild og tannlæknadeild. Kostnaður samtals 1.468,5 milljónir króna miðað við núverandi nemenda- fjölda. Samreiknaðir kosta þessir þrír verðflokkar því 4.061,5 milljónir króna miðað við skráðan nemendafjölda. Alþýðublaðsmynd /Einar Ólason

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.