Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ
UMFERÐ
Föstudagur 26. ágúst 1994
Jafíiaðarmenn:
KRATAGOLFMÓTH)
Hið árlega golfmót jafnaðarmanna verður
haldið á golfvelli Grindavíkur laugardag-
inn 10. september næstkomandi. Ræst
verður út á milli klukkan 11 og 13.
Farið verður í sund í Biáa Lóninu við
Svartsengi að lokinni keppni. Sameiginleg
kvöldmáltíð verður síðan snædd þar um
slóðir.
Umboðsmaður og skipuleggjandi keppn-
innar er Kristmundur Asmundsson í
Grindavík. Hann tekur við skráningum í
mótið og veitir nánari upplýsingar á
kvöldin í síma 92-68766.
ATHUGH) BREYTTA DAGSETNINGU!
Undirbúningsnefndin.
Jafhaðannannafélag íslands:
AÐALFUNDUR
Mánudaginn 5. september næstkomandi
verður gengið til aðalfundar og stjórnar-
kjörs í Jafnaðarmannafélagi Islands.
Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðu-
loftinu við Bankastræti í Reykjavík og
hefst klukkan 20:30.
DAGSKRÁ:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Stjórnarkjör.
3. Kosning kjörnefndar.
4. Kynning á starfi málefnahópa.
5. Lagabreytingar.
6. Önnur mál.
Kjörgögn vegna allsherjaratkvæða-
greiðslu hafa verið send félagsmönnum.
Þau þurfa að hafa borist kjörnefnd fyrir
31. ágúst.
Stjórn og kjörstjórn JFÍ.
PALLBORÐ: Ómar Smári Ármannsson
Bömin og umferðin
í byrjun skólaárs
Anæstu dögum hefja
skólar landsins starf-
semi sína að loknu sum-
arfríi. Þá fjölgar mjög ungum
gangandi vegfarendum í um-
ferðinni. Það skapar aukna
hættu.
Flest bömin þurfa að fara fót-
gangandi yfir akbrautir á leið
sinni að og frá skóla. Mörg
þeirra eru byijendur. Bömin
þurfa því á ailri athygli sinni og
varkárni að halda á leiðinni.
Það á ekki síður við um öku-
mennina. Þeim ber og að taka
sérstakt tiliit til hinna gangandi
vegfarenda og haga akstri sín-
um þannig að sem minnstar lík-
ur verði á slysum. Ökumenn
em skyldugir til þess að aka
varlega í nágrenni við skóla eða
annars staðar sem vænta má
gangandi vegfarenda. Ábyrgð
þeirra er mikil.
Á haustin er orðið dimmt á
morgnana. Ökumenn geta
komið að ökutækjum sínum
með hélaðar rúður, veðurfar
Atvinnumálanefnd
Reykjavíkur
Atvinnumálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir tveimur ráð-
gjöfum til starfa á vegum nefndarinnar við ýmis verkefni á
sviði atvinnumála. Ráðningartími erfrá miðjum september
til áramóta.
Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf í verkfræði,
viðskiptafræði eða skyldum greinum og reynslu af störfum
á þessu sviði. Laun fara eftir ákvæðum kjarasamninga op-
inberra starfsmanna og starfsmenn þurfa að reikna með
umtalsverðri yfirvinnu.
Umsóknarfrestur er til 6. september nk.
Umsóknir skulu berast borgarhagfræðingi, sem veitir allar
nánari upplýsingar.
Atvinnumálanefnd Reykjavíkur,
Ráðhúsi Reykjavíkur.
Lóðir við Logafold
Leitað er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á lóðunum nr.
60 og 67 við Logafold. Á lóðunum má byggja einbýlishús
með aukaíbúð. Tilboð geta tekið til annarrar lóðarinnar
eða beggja.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarverkfræð-
ings, Skúlatúni 2, III. hæð, sími 632310. Þarfást einnig af-
hent gögn sem varða lóðirnar, svo sem skipulagsskilmál-
ar og söluskilmálar.
Tilboðum skal skila til skrifstofustjóra borgarverkfræðings í
síðasta lagi 9. september nk. kl. 16:00. Askilinn er rétturtil
að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Borgarverkfræðingurinn
í Reykjavík.
„Þegar ökumenn setjast undir
stýri á næstu dögum verða þeir
að gera sér grein fyrir því að
skólabörnin eru nú óum-
flýjanlegur hluti af umferðinni,
vegfarendur sem taka verður
sérstakt tillit til, staðreynd sem
ökumenn verða að horfast í
augu við. Nú reynir á að þeir fari
varlega.“
getur breyst skyndilega og
hálka myndast á akbrautunum
eftir næturfrost. Sólin lækkar
enn á lofti og getur hindrað út-
sýni við tiltekin skilyrði. Öku-
menn þurfa því stöðugt að vera
að aðlaga sig breyttum aðstæð-
um. Það dregur athygli þeirra
frá öðru, sem einnig þarf að
gefa gaum, til dæmis gangandi
vegfarendum. Slysahættan
margfaldast.
Mikil breyting verður á um-
ferðinni á höfuðborgarsvæðinu
á haustin. Sumarfríum er að
mestu lokið og börnin verða
miklu virkari þátttakendur í
umferðinni en mánuðina þar á
undan. Þúsundir jæirra fara fót-
gangandi á vinnustaði sína,
mörg í fyrsta skipti. Þau bera
sjálf mikla ábyrgð, en eru illa
varin fyrir hættunum í umferð-
inni.
Ábyrgð foreldra
Á foreldrum skólabama hvfi-
ir og mikil ábyrgð. Þeim ber að
fræða böm sín um þær hættur,
sem fyrir hendi em, leiðbeina
jæim um val á ömggustu leið-
inni á milli heimili og skóla,
hvetja þau til að nota undirgöng
eða merktar gangbrautir þar
sem slíkt er fyrir hendi og sjá
til þess að endurskinsmerki séu
á sínum stað. Nauðsynlegt er
að foreldrar fylgi yngstu börn-
unum í skólann fyrstu dagana.
Sérstaklega á þetta við þegar
böm þurfa að fara yfir hættu-
lega og ijölfamar umferðargöt-
ur.
Þegar ökumenn setjast undir
stýri á næstu dögum verða þeir
að gera sér grein fyrir því að
skólabömin em nú óumflýjan-
legur hluti af umferðinni, veg-
farendur sem taka verður sér-
stakt tillit til, staðreynd sem
ökumenn verða að horfast í
augu við. Nú reynir á að þeir
fari varlega.
Lögreglan mun halda uppi
eftirliti í nágrenni við skóla á
næstu dögum. Það er eindregin
von hennar að allir geri sitt til
jtess að draga úr likum á slys-
um. Eitt slys er einu slysi of
mikið.
Höfundurer
aðstoðaryfirlögregluþjónn
ÍReykjavík.