Alþýðublaðið - 26.08.1994, Side 2

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Side 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 26. ágúst 1994 MÞBUBLMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Vöm fyrir böm I Reykjavík eru nú hátt á þriðja hundruð leikvallarsvæða, sem hafa verið sérhönnuð fyrir böm, og að líkindum er að finna svipaðan fjölda úti á landsbyggðinni. Á þessum svæðum dvelja bömin okkar stóran hluta af sínu bams- lega lífí, og því ríður á miklu að þau séu vel úr garði gerð; allt sé gert til að öryggi bamanna sé tryggt. Slysavarnafélagið hefur haft lofsvert fmmkvæði að því að efla forvamir til að koma í veg fyrir slys á bömum á leikvallarsvæðum. Árið 1991 hóf félagið sérstakt átak í þessum efnum, fyrst og fremst fyrir tilstilli eldhugans Herdísar Storgaard, sem hefur verið óþreytandi að vekja athygli á nauðsyn þess að efla slysavamir með tilliti til bama. Skömmu síðar gekk Rauði krossinn til liðs, og sameiginlega hmndu þessi ágætu félög úr vör átakinu „Vörn fyrir böm“. Við athugun á tölulegum upplýsingum frá Slysadeild Borgarspítalans kom í ljós, að talsvert var um að böm kæmu til meðferðar vegna slysa sem urðu á leikskólum, gæsluvöllum og leiksvæðum við skóla. Þegar forráða- menn verkefnisins athuguðu orsakir slysanna var það nið- urstaða þeirra, að í mjög mörgum tilvikum hefði mátt koma í veg fyrir þau. s I framhaldi af þessu leituðu forráðamenn verksins eftir samstarfí við Fóstmfélag Islands, Dagvistun bama í Kópavogi og í Reykjavík um að skrá slys sem urðu á bömum á tíu völdum stöðum. Niðurstaðan var ekki glæsi- leg; í ljós kom, að 54,7 af hundraði bama verða að jafnaði fyrir óhöppum einhvem tímann meðan þau dvelja í „ör- yggi“ hinna sérhönnuðu leiksvæða. Þar af vom meiðsl 15,7 af hundraði svo alvarleg, að lækni þurfti til að gera að áverkunum. Staðreyndin er sú, að þrátt fyrir að flestir foreldrar líti á leikvallarsvæði, einkum þar sem gæsla er, sem ömgg svæði, þar sem bömin em óhult fyrir aðsteðjandi vá, þá sýna þessar tölur að reyndin er önnur. Börn em ekki búin að þróa með sér jafnvægisskyn jafn vel og þeir sem eldri em, og til dæmis börn undir sjö ára aldri hafa ekki enn lært til fullnustu að bera hönd fyrir höfuð sér í falli. Til- tölulega lítið fall getur því leitt til slysa hjá litlum bömum. Enda sýnir fyrrgreind úttekt, að fall er langalgengasta or- sök meiðsla á bömum. Þá skiptir öllu, úr hverju undirlag- ið er; - getur reyndar skipt sköpum. Þá má nefna að hjá eldri bömum eiga laus fótboltamörk, sem geta oltið, sök á alvarlegum áverkum hjá bömum á síðustu ámm. Reglur um byggingar, sem meðal annars taka yfír leik- svæði, falla undir umhverfísráðherra. Nú hefur hann upp- lýst í fréttum, að í þessum reglum em böm svo gersam- lega afrækt, að þar er ekki að fínna eitt einasta ákvæði, sem tekur með afgerandi hætti á öryggi bama. Úr þessum miklu vanköntum verður að bæta, og það sem fyrst. Það er því fagnaðarerindi, að umhverfisráðherra hefur nú látið hendur standa fram úr ermum, og hvatt til liðs við sig hóp sérfróðra manna og kvenna, sem hann hefur falið að fín- kemba reglugerð um byggingar með það fyrir augum, að breyta þeim eins og þarf, til að auka öryggi bama. Breytingamar, sem væntanlega verða gerðar í framhaldi af þessari vinnu, munu að dómi þeirra sem til þekkja, geta stórfækkað slysum á bömum. Þessa þörfu vinnu ber að þakka fmmkvæði og árvekni Slysavamafélagsins. Þetta sýnir, að þegar frjáls félagasamtök láta til sín taka, þá munar um. Samstarf þeirra og yfirvalda á þessu sviði er til fyrirmyndar. Nú er orðið skammt stórra laxa á milli eins og oft vill verða þegar líða tekur á sumarið. Framund- an er að auki Höfuðdags- straumurinn sem að öllu jöfnu skilar eitthvað af stórlaxi til viðbótar þeim sem fýrir eru. Þann 21. ágúst síðastliðinn hljóp á snærið hjá bandarískum veiðimanni sem var staddur á sömu slóðum og ítalinn sem slæddi upp 26 pundarann fyrir örfáum dögum í Presthyl í Laxá íAðaldal. Stórlaxamessa í Presthylnum Bandaríkjamaðurinn, Haid Broneil, sem var hér í sinni fyrstu veiðiferð gerði sér lítið fyrir í sama hylnum og Italinn lukkulegi fékk sinn 26 punda lax fyrir stuttu. Sá bandaríski veiddi þar kolleginn 27 punda hæng á fluguna, Hairy Mary. Hylurinn er auðvitað Presthylur í Neslandi við Laxá í Aðaldal, en svo virðist vera sem mikil stórlaxamessa standi þar yfir. Stuttu eftir að boltanum var landað fór aðstoðarmaður Broneils, Hermóður Hilmars- son, í hylinn og önglaði þar upp 22 pundara og daginn eftir veiddist í hylnum 24 punda fiskur. Laxá í Aðaldal hefur heldur tekið við sér og er nú komin í hóp þeirra áa sem rofið hafa 1000 laxa múrinn og þótti mönnum svo sannarlega tími til kominn Húseyjarkvísl í Skagafírði nánast físklaus Húseyjarkvísl, litla áin sem rennur rétt austan við Varma- hlíð, hefur staðið sig vel undan- farin ár og virtist til að byrja með í sumar ætla að halda því áfram, þrátt fyrir dauflegar fréttir úr fallvötnunum í kring. Reytingsveiði var frá opnun í júní og fram eftir júlímánuði, en siðan hvarf botninn úr veið- inni svo gersamlega að þeir sem nú leggja leið sína á bakka Húseyjarkvíslar vita vart sitt ijúkandi ráð. LFm miðja vikuna voni komnir 70 laxar á land og hafði þá talan sama og ekkert hækk- að í þrjár vikur. Stærsti fiskur- inn í Húseyjarkvísl í sumar er 19 punda hængur veiddur í Gullhyl af Júlíusi Björnssyni fr áAkureyri. Af ummerkjum við ána má sjá að gauragangurinn í ánni í síðustu vorleysingum hefur verið með ólíkindum. Margir hyljir árinnar eru mikið breyttir frá fyrra ári og grjóthrúgur og breiður þar sem áður voru djúp- ir og veiðilegir strengir og gjár. Hætt er við að seiðin hafi ekki átt góða vist við slíkar kring- umstæður og slök veiði, í það minnsta á næsta ári, orðið fylgi- tiskurinn. Hofsá með reytingsveiði Ámar í Vopnafirði standa þokkalega fyrir sínu og Hofsá gæti jafnvel hoppað upp fyrir meðalveiði síðustu ára. Komnir em á land á áttunda hundrað laxa sem telja verður bærilegt í því árferði sem ríkir í veiðinni almennt á svæðinu. Hún er þó langt frá því sem verið hefur tvö síðustu ár. Árið 1992 veidd- ust þar 2238 laxar og 2028 fisk- ar í fyrra. Eingöngu er leyft að veiða með flugu, spón og de- von í Hofsá og hefur svo verið um langa tíð. Selá er heldur rólegri í tíð- inni, en niðursveiflan er þó ekkert í líkingu við hrunið miklaáárunum 1981 til 1984. Norðuráin í forystunni Um 1500 laxar hafa veiðst í Norðurá það sem af er og er hún í efsta sætinu yfir landið. Menn sjá mikið af fiski í ánni, en aðstæðumar undanfarið, vatnsleysi, skær birta og logn gera það erfitt að eiga við fisk- ana. Einn veiðimaður sem ný- lega var þar á bökkunum sagði að vart mætti opna flugubox öðravísi en að rákir og öldur út um alla hylji eftir margstyggða fiskana eyddu allri veiðilöngun. Norðuráin opnar fyrst allra áa og því era ekki margir dagar eftir á aðalsvæðunum. í fyrra var framlengt tímabilið í uppánni og eins gæti farið í ár. Hvað er til ráða þegar fiskurinn \illalls ekki taka? Það getur verið hrikaleg þol- raun fyrir taugakerfi veiði- manna að vita af mörgum löx- um í hyljunum sem þeir era að kasta á, en verða ekki varir jafnvel tímunum saman. Til hvaða ráða á að grípa? Elstu og reyndustu veiði- mennimir eiga eðlilega auð- veldast með að glíma við þess- ar aðstæður - það er sætta sig við þær. Aðrir leggja sellurnar í bleyti og beita hugmyndaflug- inu til hins ítrasta. Þeir era svo einnig til sem sætta sig einfald- lega ekkert við þetta áhugaleysi vatnabúanna og leiðast til mið- ur huggulegra tilrauna til að hafa hendur í hreistri þeirra. Ekki verður vikið nánar að þeim, enda ekki hægt að telja þá í hópi raunverulegra stanga- veiðimanna. Atferli miðhópsins í upptaln- ingunni era oft á tíðum athygl- isvert. Taumar eru lengdir og hafðir grennri, flugumar smækkaðar niður úr öllu valdi, staðið lengra frá við að kasta og svo framvegis. Þá era sumir sem kasta ein- faldlega í þaula - setjast að við góðan hyl og kasta öllu því sem þeir hafa meðferðis þannig að fiskurinn fái engan frið. Gjam- an er þá skipt ört um ílugur og engin regla höfð þar á; stærstu túbum og minnstu einkrækjum kastað til skiptis þannig að lax- amir fái hreinlega nóg af hama- ganginum og ráðist á eitthvað af öllu þessu. Ein er sú aðferð, sem skal ekki mælt með hér þó sagt sé frá henni, en hana hafa margir frægir veiðimenn notað, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún er sú, að eftir að hafa kast- að linnulaust án árangurs á sama hylinn hafa þeir tekið sig til að tínt nokkra væna grjót- hnullunga og kastað í hylinn vítt og dreift. Síðan hafa þeir yfirgefið staðinn í einn til tvo klukkutíma. Þá hafa þeir komið aftur, hafið að kasta og viti menn; sögumar segja að oft hafi þeir fengið rokna tökur eft- ir þessar æfingar! hdai!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.