Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 26. ágúst 1994 Kynning Tii íbúa í Rimahverfi Borgarskipulag Reykjavíkur kynnir hugmynd að nýrri götu í Rimahverfi milli Rimaflatar, Smára- rima og Langarima (sjá kort). Tillagan er til sýnis hjá Borgarskipulagi, Borgar- túni 3, frá 29. ágúst til 30. september. Athugasemdir og ábendingar, ef einhverjar eru, þurfa að berast til Borgarskipulags fyrir 7. október 1994. Til sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum, sem ætla að sameinast Á grundvelli laga nr. 96 frá 24. maí 1994 um ráðstafanir til að stuðla að stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vest- fjörðum í kjölfar samdráttar í þorskafla, er hér með aug- lýst eftir umsóknum sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörð- um, sem óska eftir að koma til umfjöllunar. 2. gr. laganna er svohljóðandi: „Þar sem sveitarfélög verða sameinuð á Vestfjörðum, er Byggðastofnun heimilt að veita sjávarútvegsfyrirtækjum, sem ætla að sameinast, víkjandi lán. Sama gildir um þau sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum sem hafa sameinast á síðustu þremur árum.“ í upphafi 3. gr. laganna segir: „Forsenda fyrir lánveitingu samkvæmt lögum þessum er að sérstakur starfshópur, sem forsætisráðherra skipar, hafi gert tillögu um afgreiðslu á lánsumsóknum viðkom- andi fyrirtækja. “ Síðar í 3. gr. laganna segir: „Starfshópurinn skal við umfjöllun um lánsumsóknir hafa náið samráð við eigendur fyrirtækja og stærstu kröfuhafa þeirra. Starfshópurinn skal stuðla að samkomulagi þess- ara aðila um nauðsynlega endurskipulagningu á rekstri hins sameinaða fyrirtækis." Með umsóknum fyrirtækja skulu fylgja ársreikningar ár- anna 1992 og 1993. Jafnframt verður óskað eftir endur- skoðuðu sex mánaða milliuppgjöri fyrir árið 1994. Um- sækjendur skulu gefa greinargóða lýsingu á þeirri sam- einingu fyrirtækja, sem fyrirhuguð er eða hefur þegar far- ið fram. Starfshópurinn áskilur sér rétt til að taka til athug- unar aðra sameiningarvalkosti en getið er í umsóknum. Umsóknir merktar „Ráðstafanir vegna Vestfjarða" skulu berast í pósthólf 955, 121 Reykjavík, fyrir föstudaginn 9. september. Nánari upplýsingar gefur Guðmundur Jóns- son í síma 609200. Starfshópur um stækkun atvinnu- og þjónustusvæða á Vestfjörðum. MMDUBIMD Stjóm og kjararáð KENNARASAMBANDS ÍSLANDS: Reiðubúin að semja um fjölgun kennsludaga LAXVEiÐIN í sumar hefur víðast hvar verið heldur dræm: Norðurá ennþá í efsta sæti Stjóm og kjararáð Kennara- sambands Islands hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni um- mæla Olafs Garðars Einars- sonar menntamálaráðherra þess efnis að hann væri áhuga- samur um að íjölga kennslu- dögum. Stjómin telur að þenn- an áhuga hafi skort til þessa en segir það fagnaðarefni hafi ráð- herra skipt um skoðun. Kenn- arasambandið sé reiðubúið að ganga til samninga um fjölgun kennsludaga. I yfirlýsingunni segir að í sjónvarpsþætti í fyrrakvöld hafí Olafur Garðar sagt að hann undraðist fullyrðingu formanns Kennarasambands Islands, þess efnis að menntamálaráðherra hefði ekki viljað íjölga kennsludögum á skólaárinu frá því sem nú er. Þvert á móti væri hann áhugasamur um að fjölga kennsludögum. Síðan segir í yfirlýsingunni: I viðræðum um nýja kjara- samninga vorið 1993 lét samn- inganefnd Kennarasambands- ins í ljós vilja til að semja um fjölgun kennsludaga innan 9 mánaða skólaársins, meðal annars með því að flytja starfs- daga kennara í upphafi og lok skólaárs út fyrir skólaárið, þannig að þeir yrðu í ágúst og júní. Ennfremur lýsti Kennara- sambandið sig reiðubúið að flytja til aðra samstarfsdaga í þeim tilgangi að íjölga kennsludögum nemenda á skólaárinu. Með þessu móti átti að vera unnt að ijölga kennslu- dögum um 12 og voru samn- inganefndir Kennarasambands- ins og ríkisins í meginatriðum sammála um kjaralega meðferð þessarar kennsluaukningar. Á hinn bóginn taldi samn- inganefnd ríkisins sér ekki fært að semja um þessa kennslu- dagafjölgun nema fram kæmi þrýstingur eða viljayftrlýsing þar að lútandi frá viðkomandi fagráðuneyti, það er mennta- málaráðuneyti. Samninganefnd ríkisins kvaðst hafa leitað eftir slíkum vilja frá menntamála- ráðuneytinu en ekki fengið. Þau viðbrögð var ekki unnt að skilja á annan veg en þann að menntamálaráðherra skorti vilja til að fjölga kennsludög- um á skólaárinu og það var ástæða þess að ekki náðust samningar um slíka fjölgun. Hafí menntamálaráðherra nú skipt um skoðun ber að fagna því og enn sem fyrr er Kenn- arasamband íslands reiðubúið að semja um fjölgun kennslu- daga og ætti yfirlýsing mennta- málaráðherra í áðumefndum sjónavarpsþætti að auðvelda mjög slíka samninga. Minnt er á að kjarasamningar eru lausir um næstu áramót og það er von stjómar og kjararáðs Kennara- sambands íslands að mennta- málaráðherra verði enn sama sinnis þegar kemur að viðræð- um um nýjan kjarasamning. þegar líða tekur á sumarið. Veiðin á Alviðmsvæðinu virð- ist ætla að verða svipuð og síð- asta ár sem var í slakara lægi. Bfldfellssvæðið var slakt framan af en samkvæmt venj- unni ætti besti tíminn þar að byija um þetta leyti, segir í Veiðifréttum. Langá hefur gefið eitthvað minna nú í sumar en oft áður. Leiga á henni hefur verið boðin út í heild og hefur Stangveiði- félag Reykjavíkur óskað eftir viðræðum við leigusala um samstarf. LAXVEIÐAR: Um 1.480 laxar höfðu veiðst í Norðurú sunnudag- inn 21. dgúst og er hún enn í efsta sætiyfir laxveiðiúr landsins í sumar. Veiði hefur þó verið drœm að undanförnu. Alþýðublaðsmynd Um 1.480 laxar höfðu veiðst í Norðurá sunnu- daginn 21. ágúst og er hún enn í efsta sæti yfir lax- veiðiár landsins í sumar. Veiði hefur þó verið dræm að undan- fömu enda áin mjög vatnslítil. Þann 21. ágúst höfðu 839 laxar veiðst í Elliðaánum en 1.105 á sama tíma í fyrra. Þessar upplýsingar koma fram í Veiðifréttum Stang- veiðifélags Reykjavíkur. Af Sogssvæðinu er það að frétta að vel veiddist í Ásgarðinum framan af sumri en veiði hefur minnkað undanfarið, enda segja kunnugir að fiskurinn haldi sig meira Grafningsmegin Ltn« Vinningstölur ,------:------- miðvikudaginn:) 24. ágúst 1994 a VINNINGAR 6 af 6 , 5 af 6 l+bónus 5 af 6 4 af 6 0 , 3 af 6 kbónus FJÖLOI VINNINGA 320 1.312 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 114.799.000 870.217 58.015 2.018 -mmw—*———'inz— ^jfjuinningur i fór tii Danmerkur. Aðaltölur: (34) (35) (42) BÓNUSTÖLUR (§)(§)(§) Heildarupphæð þessa viku; 116.997.914 á Isl.: 2.198.914 , sfMSVARI 91* 68 15 11 ^ 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYfimVARA UM PRENTVILLUR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.