Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Föstudagur 26. ágúst 1994 UMHVERFI Nýr bæklingur GREENPEACE um framtíðaröryggi lífríkis sjávar: Þorskveiðar í Ijósi umhverfisáhrifa - Við erum ekki að leggja til að þorskveiðar verði stöðvaðar, segir ÁRNIFINNSSON, talsmaður Greenpeace „OFVEIÐAR eiga án efa stóran þátt í minnkandi þorskveiðum. Sumstaðar við strendur Kanada hafa þorskstofnar hrunið gjörsamlega með hörmulegum afleið- ingum fyrir afkomu íbúa þessara svœða“, segir í bœklingi Greenpeace. A mynd- inni má sjá tvo togara sem hafa stundað veiðar í Barentshafi og á fleiri alþjóðleg- um hafsvœðum undir svokölluðum „hentifána“. Umhverfisvemdarsamtök- in Greenpeace hafa mikið verið til umræðu hér á landi á undanfömum ár- um. Samtökin hafa verið þymir í augum margra Islendinga vegna andstöðunnar við hval- veiðar og aðgerðir þar að lút- andi. Þó er almenningsálitið hér á landi allt að því, jákvætt“ miðað við það sem gerist til dæmis hjá ífændum okkar í Noregi, þar sem nánast ríkir hatur á Greenpeace. Á að friða þorskinn? Fram til þessa höfum við Is- lendingar aðallega orðið varir við aðgerðir Grænfriðunga hvað varðar vemdun sjávar- spendýra, en nú í vikunni gáfu samtökin út nýjan bækling á ís- lensku um þorskveiðar í ljósi umhverfisáhrifa. Þetta vekur upp þá spumingu hvort nú sé komið að friðun þorskstofns- ins? Em Grænifiðungar að fara fram á það að togaraflotanum verði langt líkt og hvalbátun- um? Árni Finnsson, talsmaður Greenpeace, vill ekki taka svo djúpt í árinni og sagði í samtali við Alþýðublaðið, að það sé alls ekki verið að leggja það til að þorskveiðar verði stöðvaðar. Samtökin séu hins vegar að leggja áherslu á það að stjóm- völd fiskveiðiþjóða framfylgi ábyrgri fiskveiðistefnu, að fisk- veiðum sé stjómað af ítrustu varúð og í samræmi við vís- indalega ráðgjöf fiskiffæðinga. Það er því ekki úr vegi að glugga í bækling Greenpeace um þorskveiðar í ljósi umhverf- isáhrifa. Ofveiðar í bæklingi Greenpeace segir meðal annars um ofveiðar: „Þorskveiðar hafa um langan aldur verið mikilvægur þáttur í lífi þjóða við Norður-Atlants- haf. Af margvíslegum orsökum em þessar veiðar nú í hættu. Aukin ásókn í að nýta stofnana er aðeins ein hlið vandamáls- ins. Á þessari öld hafa orðið umtalsverðar breytingar á um- hverfisþáttum ákveðinna svæða sem og á vistkerfi alls heims- ins. Þessar breytingar eiga sér enga hliðstæðu í sögunni. Áhrif eiturefnamengunar em víða sýnileg og vísbendingar um aðrar breytingar á umhverfis- þáttum eru viðurkenndar þó svo áhrifin séu ekki eins greini- leg. Vísindamenn em í óvissu og skortir þekkingu á hugsan- legum afleiðingum þessara breytinga á umhverfisþætti jarðar. Ofveiðar eiga án efa stóran þátt í minnkandi þorskveiðum. Sumstaðar við strendur Kanada hafa þorskstofnar hmnið gjör- samlega með hörmulegum af- leiðingum fyrir afkomu íbúa þessara svæða. Svipuð þróun á sér stað víða annars staðar við Norður- Atlantshaf. Opinberir vísinda- ráðgj afar telj a j afn vel að stærð þorskstofna á Norður- sjávarsvæðinu sé aðeins einn þríðji þess sem þarf til að tryggja viðgang þeirra í fram- tíðinni.“ Mengun En það em ekki aðeins of- veiðar sem ógna þorskstofnin- um, að mati Greenpeace, því á sama tíma hefur mengun frá verksmiðjuiðnaði stóraukist: „Magn lífrænna kórefna í æxlunarfæmm Norðursjávar- fisks er nógu hátt til að draga fari úr fijósemi þeirra. Fiskseiði í vexti em aukin- heldur sérlega viðkvæm fyrir mengun. Þar sem hún er hvað mest, verða tvöfalt fleiri seiði vansköpuð en eðlilegt getur tal- ist. Sum þeirra lifa af en önnur deyja. Þetta dregur enn úr möguleikum stofnanna til að endumýja sig úr því lágmarki sem þeir era í. Mengunarefnin berast í fisk- inn úr þeirri fæðu sem hann ét- ur. Ef ekki tekst að stöðva los- un eiturefna í andrúmsloft og haf eða takmarka hana, gæti fólki sem neytir fisks einnig verið hætta búin. Á sumum svæðum Norðursjávar hefur viðkoma dýra sem lifa á fiski, svo sem sela og fugla, minnkað og ónæmiskerfi þeirra tmflast. Niðursoðin þorsklifur frá viss- um svæðum Eystrasalts og Norðursjávar er talin óhæf til manneldis vegna klórefnainni- halds. Losun lífrænna áburðarefna svo sem fosfats og nítrats tmfl- ar einnig vistkerfi jarðarinnar. Þetta er hvað greinilegast í Norðursjó og Eystrasalti. Breytingar á magni og jafn- vægi þessara mikilvægu nær- ingarefna fyrir þömngagróður gæti leitt af sér hættulega fjölg- un eiturþömnga. Þörungamir sem dafna við þessu breyttu skilyrði em hugsanlega ekki heppilegt fæði fyrir þær lífver- ur sem þorskur í vexti étur. Með tímanum gæti stór hluti þorskstofnsins einnig orðið fyr- ir áhrifum." Leiðir til úrbóta Greenpeace lætur sér ekki nægja að gagnrýna þá sem bera ábyrgð á ofveiði fiskistofna og mengun sjávar, heldur bendir einnig á leiðir til úrlausna. Hvað varðar stjómun fisk- veiða telja þeir að það þurfi að setja skýr markmið til að tryggja endurvöxt fiski- stofna, bæði þeirra er sóst er eftir og þeirra sem ekki em nýttir í dag og að vemda upp- vaxtarsvæði. „Einnig að fiskveiðistjómun sé byggð á vísindalegum að- ferðum, sem meðal annars felur í sér stöðugt mat á ástandi fisk- stofna, að sóknarþungi valdi ekki breytingu á vistkerfinu. Að auki ber að grípa til aðgerða til að stærð fiskiskipaflotans miðist við mögulegan afla, að takmarka meðafla eins og kost- ur er og að afla sé ekki hent fyrir borð. Einnig að metin séu áhrif fiskveiða á lífrrki sjávar áður en veiðar á nýjum tegundum em leyfðar eða ný veiðarfæri leyfð.“ Grænfriðungar telja að ráðherrafundur Norðursjávar- ríkja, á næsta ári, og ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna um úthafsveiðar séu vett- vangur til að leysa þessi vanda- mál. Hvað varðar mengun vegna losunar geislavirkra efna þá leggja Grænfríðungar til að unnið verði gegn endurvinnslu á geislavirkum úrgangi og þess í stað verði útbmnnum kjama- úrgangi komið fyrirí öruggri geymslu, svokallaðri þurr- geymslu. Þannig telja þeir að koma megi í veg fyrir helstu upptök geislavirkrar mengunar í Norð- ur-Atlantshafi. Á þessu korti af Norður-Atlantshafi má sjá hvemig HAFSTRA UMARNIR flytja geislavirk efni, meðal annars frá endurvinnslustöðvunum í Sellafield og Do- unrey, til mikilvœgra fiskimiða. Talið er að þessi geisíavirka mengun geti borist til Islands á um 10 ár- um. í bœklingi Greenpeace er að finna þessa mynd af VANSKÖPUÐUM ÞORSKÍ Þar kemurfram að þar sem mengun sjávar er hvað mest verði tvöfaltfleiri seiði vansköpuð en eðlilegt getur talist.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.