Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. ágúst 1994 MOLAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Fjórir kúka í Vesturbæ Ojbjakk! Þetta voru viðbrögð sundfólks í Vest- urbœjarlaug uppúr klukkan níu síðastliðið þriðjudagskvöld þegar uppgötvaðist að kúkur var í lauginni. Samstundis og kúkurinn fannst voru allir reknir í sturtu og laugin hreinsuð. Ólafur Gunnarsson sundlaugarstjóri segir í DV í gær að svonalagað gerist um það bil fjórum sinnum á ári og börn séu yfirleitt sökudólgamir. Sú var að minnsta kosti raunin í þetta skiptið... Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Óbreyttir, særðir, fangar Yfir eitt þúsund hermenn í Azerbadjan sóttu nýlega námskeið um mannréttindi og alþjóðlega sáttmála þar að lútandi sem Alþjóða rauði kross- inn skipulagði á fremstu vígstöðvum í lok júlí og byrjun ágúst. Tilgangur námskeiðanna var að út- skýra fyrir hermönnunum hversu mikilvægt er að vemda og virða óbreytta borgara, hina særðu og stríðsfanga. Einsog kunnugt er ríkir mikil ógnar- öld á þessum slóðum og berast þar stríðsmenn Azerbadjan, Armeníu og Nagomo-Karabakh á banaspjót. „Það er gífurlega mikilvægt að veita tilsögn sem þessa þar sem meirihluti þeirra sem skráðir em hermenn í Azerbadjan hefur enga hugmynd um eitthvað einsog Genfarsáttmálann,“ sagði Robin de Baere, einn skipuleggjenda nám- skeiðsins. De Baere og aðrir starfsmenn Rauða krossins fóm frá einum hermannabragganum til annars og afhentu bæklinga og myndir til að útskýra gmnd- vallaratriði alþjóðlegra mannréttindasáttmála. Einnig var rætt við hermennina um hvemig þess- ir sáttmála og lög virka í framkvæmd. „Margir hermannanna sjá hversu líkar þeirra eigin venjur og mannréttindalögin þannig að við ræddum þau mál einnig. En það sem hermenn- imir hafa langmestar áhyggjumar af, er hvort námskeið sem þessi verði haldin hjá andstæðing- um þeirra. Þetta em óþarfar því Rauði krossinn gerir það“... Vanmáttugir og stressaðir Danir Þóra Elfa Björnsson skrifar nokkuð fróðlega grein í síðasta Kennara- blað. Greinin ber fyrir- sögnina „Streita algeng meðal danskra kennara“ og fjallar um viðamikla rannsókn sem Danir gerðu á ástandi kennara í iðn- og tækniskólum. í grein Þóm Elfu em tald- ir upp þrír punktar úr rannsókninni: # Meira en helmingur kennaranna hefur á síð- asta ári leitað læknis vegna meðferðar eins eða fleiri sjúkdóma og tíundi hver kennari hefur þurft meðferð vegna þrauta af völdum streitu. Þetta er hærra hlutfall en í nokkurri annarri könnun á þessum þáttum sem stofnunin hefur gert. # Þriðji hver kennari er haldinn vanmáttartil- finningu sem kemur meðal annars fram í mjög dalandi vinnugleði og viðvarandi áhyggjum af að lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. # Um helmingur kennaranna íhugar af alvöm að skipta um vinnu og til viðbótar hafa margir skoðað möguleika á að komast á eftirlaun... Ljósmynd: Kennarablaðið Schlegelmilch i Nýlistasafninu í Nýlistasafninu næstkomandi sunnudag, 28. ágúst, klukkan 20:30, verða sýndar nokkrar kvik- myndir eftir Karolu Schlegelmilch. Karola er myndlistar- og kvikmyndagerðarkona frá Berlín. Jafnhliða öðmm listmiðlum hefur hún um fimm ára skeið unnið að gerð kvikmynda; stuttra til- raunamyndverka á 16 millimetra filmu sem falla undir flokk kvikmynda sem lítið hefur sést til hér á landi - „experimental film“. Stuttmyndir hennar hafa verið sýndar á fjöl- mörgum kvikmyndahátíðum og nýjasta mynd hennar, „Vom Stemechneutzen“, vann tvö al- þjóðleg verðlaun. í Nýlistasafninu mun Karola sýna íjórar af sínum þekktari kvikmyndum og með sýningunni vonast hún til að vekja umræður um þennan lítt þekkta listmiðil sem er íslending- um svo framandi. Karola Schlegelmilch hefur dvalið sem gesta- listamaður í Listamiðstöðinni í Straumi síðast- liðna fjóra mánuði en hún er einnig með sýningu á ljósmyndaverkum sínum í sýningarsalnum Portinu í Hafnarfirði. Sýningin sú stendur ffam á sunnudag og er opin alla daga frá klukkan 14:00 til 18:00. Ljósmyndimar - sem em allar af landslagi - em teknar í heimsókn listakonunnar til Islands í fyrra og einnig í Þýskalandi og Sviss. Karola bregður hér á leik með landslagið og hvemig það fellur að okkur... Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Yfirmannaskipti hjá Varnarliðinu Nýr yfirmaður Varnarliðsins mun taka við embætti við hátíðlega athöfn á Keflavíkurflug- velli í dag, föstudaginn 26. ágúst. Það er Stanley W. Briant flotaforingi sem leysir Michael D. Haskins flotaforingja af hólmi eftir tveggja ára starf. Auk starfs síns sem yfirmaður Vamarliðsins undanfarin tvö ár starfaði Michael D. Haskins í eftirlitsflugsveit Bandaitkjaflota á íslandi í tví- gang á öndverðum áttunda áratugnum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sæmdi Haskins flotaforingja stórriddarakrossi með stjömu hinnar íslensku fálkaorðu í júlí síðastliðnum. Hann tekur nú við stjóm allra eftirlitsflugsveita bandaríska flotans á Atlantshafi og hefur aðsetur í Norfolk í Virginfufylki. Stanley W. Briant útskrifaðist frá Háskóla Bandaríkjaflota - U.S. Naval Academy - árið 1969 og hlaut þjálfun sem flugliðsforingi. Ferill hans hefur að mestu verið á vettvangi sprengju- flugsveita flotans á flugmóðurskipum og síðast- liðin tvö ár var hann skipherra á flugmóðurskip- inu Theodore Roosevelt... 175 þúsund hraðbankar Hraðbankar VISA em nú um 175 þúsund í yfir 70 þjóðlöndum og er það víðfeðmasta hrað- bankanet sem nokkurt kortafyrirtæki býður við- skiptavinum sínum aðgang að. Handhafar allra VISA korta - þar meðtaldir handhafar VISA Electron korta - eiga vísan aðgang að þessurn hraðbönkunt til að taka út reiðufé á kort sín. Til að auðvelda upplýsingagjöf til korthafa um stað- setningu hraðbanka í þeim löndum og borgum sem þeir eiga leið til, hefur nú verið sett upp full- komin beinlínuskrá í tölvuneti VISA með ná- kvæmum nöfnum og heimilisföngum þessara 175 þúsund hraðbanka. VISA fulltrúar banka og sparisjóða geta leitað í þessari skrá samkvæmt óskum korthafa og af- hent þeim útprentaðan lista yfir hraðbanka í þeim löndum eða borgum sem þeir æskja upplýsinga urn. Þjónustumiðstöð VISA að Álfabakka 16, sími 91-671700 eða grænt númer 996717, veitir einnig sömu upplýsingar. Korthafar á ferðalög- um erlendis geta yfirleitt fengið upplýsingar á hótelum hvar næsti hraðbanki er, en ef eitthvað ber útaf þá gefst jafnan kostur á að hringja „- collect“ í Vaktþjónustu VISA íslands sem opin er allan sólarhringinn... — Margt á seyði í Viðey I tilefni þess að nú er síðasta helgi ljósmynda- sýningarinnar í Viðeyjarskóla, verður efnt til Sundbakkadaga á laugardag og sunnudag. Á laugardag taka Viðeyingar á móti fólki sem kemur með bátsferðunum klukkan 13:00, 14:00 og 15:00 og ganga með þeim sem þess óska aust- ur í skólann þai' sem Örlygur Hálfdánarson út- skýrir sýninguna og gengur með fólki um Sund- bakkann. Að lokum geta þeir sem vilja notið kaffiveitinga í Tankinum, vatnsgeymi Milljóna- félagsins, sem nú er félagsheimili Viðeyinga. Á sunnudag verður sami hafður á og daginn tyrir klukkan 13:00 og svo eftir messuna sem lýkur um klukkan 15:00. Það er séra Hjalti Guð- mundsson sem messar klukkan 14:00 með að- stoð organista og kórs Dómkirkjunnar. Sérstök bátsferð verður með kirkjugesti klukkan 13:30. Veitingar eru á boðstólum í Viðeyjarstofu alla daga og hestaleigan starfrækt. Ljósmyndasýning- in er opin þessa daga klukkan 13:20 til 17:00. Bátsferðir eru á heila tímanum frá klukkan 13:00 en á hálfa tímanum í land. Síðasta eftirmiðdags- ferðin í land er klukkan 18:00 og kvöldferðir hefjast klukkan 19:00... Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Mogginn tekur Díönu á beinið Alveg hreint kostuleg frétt vakti mesta athygli á síðum erlendra frétta í Morgunblaðinu í gær. Umfjöllunarefnið var engin önnur en Díana prinsessa og annar eins palladómur og þar gaf á að líta er sjaldgæf sjón í svokölluðum „hörðum fréttum“ íslenskra ljölmiðla - meira að segja í - Alþýðublaðinu. Díana fær hér góða hirtingu. Lítum á skrifin: stljósinu enn einu sinni beint að Diönu Bretaprinsel ijgð ein- tgruð o g vinafá Btulrr. Tt» D&ily TclíjrTipli.' JH sljórnmáiaincnn rM- ;r híirkalegft «ð lOgreglu > upplýba ekkl hvaðan Ijöl- fenjfu ujiplýKÍnjfar um nð isar upjihrinjfinpartil ip^ i'j' „ Sú Díana sem birtist almenningi er hálfgrát- andi og samanbitin, full tortryggni og sífellt í baráttu við þá sem hafa virt óskir hennar um — einkalífað vettugi. Hún virðist einangruð, vinafá og í vamarstöðu, og því hefur verið haldið fram að hún sé fómarlamb í samsæris, sem óvinir hennar í konungshöllinni standi að til að grafa undan vinsœldum hennar og stöðu. “ Og svo hefur Mogginn eftir dálkahöfundinum Elizabeth Grice að svör Díönu í tilteknu viðtali „beri vott um taugaveiklun og afsakanirnar af- hjúpi innihaldslaust líf...Hún hafi brennt brýrnar að baki sér, hún geti ekki snúið aftur". Ja, héma, það væri munur ef við skrifuðum á svipaðan hátt um íslenskar sviðsljósspersónur og við gerum um útlenskar; þá væri nú íjör - eða þannig... Arkitektar fá ekki undanþágu Arkitektum hefur verið bannað að gefa út sam- eiginlega gjaldskrá, en erindi þar að lútandi var tekið fyrir hjá Santkeppnisráði á dögunum. Ráð- ið taldi að arkitektar hefðu ekki sýnt fram á að sameiginleg gjaldskrá væri nauðsynleg til að vemda neytendur, lækka verð og bæta þjónust- una. I ákvörðunarorðum Samkeppnisráðs segir að „ Arkitektafélag Islands hafi ekki sýnt fram á að erindi félagsins uppfylli skilyrði 16. greinar sam- keppnislaga sem sett em fyrir undanþágu frá bannákvæðum 10., 11. og 12. greina laganna. „Ekki hefur verið sýnt fram á að hún sé nauð- synleg til að vemda neytendur, lækka verð eða auka gæði þeirrar þjónustu sein um er að ræða.. .Samkeppnisráð telur að undanþága til út- gáfu á Reglum um störf arkitekta, að því leyti sem þær em til leiðbeiningar við verðlagningu á þóknun þeirra, dragi lfemur úr möguleikum á samkeppni milli arkitekta.. .Samkeppnisráð telur ekki efni til að veita Arkitektafélagi Islands und- anþágu frá 10. grein samkeppnislaga. Samkvæmt því verður hvergi fjallað um þóknun í Reglum um störf arkitekta, hvorki upphæð þóknunar né form hennar, segir í úrskurði Samkeppnisráðs. Reglur um störf arkitekta, sem Arkitektafélag Islands sótti um undanþágu fyrir, em byggðar á gjaldskrá félagsins frá 1985 og endurskoðuðum útgáfum á gjaldskránni. Reglumar em nú, að sögn Arkitektafélagsins, aðeins hjálpargagn við að ákvarða endurgjald fyrir arkitektastöif. Reglur um störf arkitekta tjalla því um mun víðtækara svið en þóknun arkitekta og em samofnar siða- reglum félagsins og kveða ekki sfður á um skyld- ur og ábyrgð arkitekta en réttindi þeirra. I rökstuðningi Arkitektafélagsins segir að Reglur um störf arkitekta séu byggðar á áralangri reynslu af því hvert sé nauðsynlegt starfsframlag arkitekts við mismunandi verk og hver sé eðlileg þóknun í samræmi við það. I erindinu segir að reglumar séu nauðsynleg hjálpartæki til að gera áætlun sem hægt sé að leggja til gmndvallar við samningagerð verkkaupa og arkitekts og þjóni hagsmunum beggja. Arkitektafélagið telur að arkitektar eigi í ntik- illi samkeppni bæði innbyrðis og við aðrar stéttir. Þá telur félagið að aukin samkeppni um verð á hönnun geti leitt til lakari hönnunarvinnu af hálfu arkitekta. Þeir hagsmunaaðilar sem tóku efnislega af- stöðu til erindisins mæltu með því að erindinu yrði hafnað

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.