Alþýðublaðið - 13.09.1994, Qupperneq 1
GUÐMUNDUR ODDSSON, formaður framkvæmdastjómar
Alþýðuflokksins, um „úrsögrí1 Jafnaðarmannafélags íslands
úr Alþýðuflokknum, sem félagið hafði þó í raun aldrei átt aðild að:
Félagið stóð alls
ekki við gefin loforð
BLAÐIÐ:
Mogginn
hrósar
Halldóri...
- Blaósíóa 2
Óli Bjarnason
aflahæstur í
Grímsey...
- Blaósíóa 2
Vindhögg
Jens
Stoltenberg...
- Blaósíóa 3
Þversögn Ólafs
og útúrsnúningur
Ólínu...
- Blaósíóa 4
Syfjaóir og
ölvaöir í
umferóinni...
Eg vil bara árétta það að
hér er um að ræða leik
að orðum. Félagið í heild
var tekið inn í flokkinn á
flokksþinginu með því skilyrði
að nafni þess yrði breytt. Þetta
hefur ekki gengið eftir og er
það miður“, sagði Guðmund-
ur Oddsson, formaður fram-
kvæmdastjómar Alþýðuflokks-
ins í samtali við Alþýðublaðið
vegna „úrsagnar“ Jafnaðar-
mannafélags Islands úr Al-
þýðuflokknum. í raun var Jafn-
aðarmannafélag íslands aldrei
innan flokksins að sögn Guð-
mundar, einfaldlega vegna þess
að félagið uppfyllti ekki þau
einföldu skilyrði sem því voru
sett. Hann segir það því út af
fyrir sig skondið að félag sem í
raun var ekki innan flokksins
skuli samþykkja að ganga úr
flokknum.
„Það að maður eins og Njáll
Harðarson skuli fenginn til að
koma með svona tillögu á fund
félagsins segir sína sögu. Það
er staðreynd að stjóm félagsins
lagði aldrei fram tillögu um að
nafninu skyldi breytt. Manni
sýnist á öllu að hana hafi aldrei
átt að leggja fyrir fundinrí',
sagði Guðmundur. Hann sagð-
ist harma það að svona hefði
farið. Menn hefðu ekki átt von
á þessum leik. I viðtali við Al-
þýðublaðið á föstudag hélt
Olína Þorvarðardóttir öðm
fram, - það er að Jafnaðar-
mannafélagið haft ekkert svik-
ið.
Guðmundur sagði að hann
og Sigurður Árnórsson, gjald-
keri Alþýðuflokksins, hefðu
unnið ötullega að því að leysa
hnútana. Þeir hefðu farið heim
til Ólínu Þorvarðardóttir til við-
ræðna við hana og farið þaðan
fullvissir þess að öllum ágrein-
ingi hefði verið eytt. Flokks-
þingið í sumar hefði boðið fé-
lagið velkomið í flokkinn, að-
eins eitt tæknilegt atriði var eft-
ir, - að breyta nafni félagsins.
„Þetta virðist ekki flókið mál.
Mér sýnist alla vega að Jafnað-
armannafélagið hafi aðeins
viljað komast inn á flokksþing-
ið með fulltrúa sína til að styðja
við bakið á Jóhönnu Sigurð-
ardóttur í formannsslagnum.
Það tókst félaginu, en það stóð
síðan ekki við gefín fyrirheit og
er það miður. Það var aldrei
ætlun okkar að standa í neinu
stríði við Ólínu Þorvarðardóttur
eða félaga hennar", sagði Guð-
mundur.
Guðmundur Oddsson sagði
að eftir sem áður yrði Alþýðu-
flokkurinn vettvangur jafnaðar-
manna á íslandi og að í þeim
flokki ættu þeir að safnast sam-
an. Það væri vissulega harms-
efni ef gott fólk hyrfi úr flokkn-
um, en fram til þessa hefði ekki
orðið vart við neinn flótta úr
röðum Alþýðuflokksmanna.
Það væri þó undarlegt að sumt
af því fólki sem nú vill yfirgefa
flokk sinn, reyndi eftir megni
að komast í valdastöður innan
Alþýðuflokksins á flokksþing-
inu fyrir ekki svo löngu síðan,
sumt af því hafi meðal annars
verið í kjöri til flokksstjómar.
„Ég vil taka það skút ffam að
við höfum ekki gert nokkum
skapaðan hlut til að gera þess-
um hópi fólks lífið óbærilegt
innan flokksins. Þar er ekki við
flokksforystuna að sakast. Það
er hreinn tilbúningur að flokk-
urinn hafi skipt um stefnu í
neinum málum. Stefna Alþýðu-
GUÐMUNDUR
ODDSSON segir Jafnaðar-
mannafélag Islands ekki hafa
staðið við loforð sín. Tillagan
um nafnbreytingu var aldrei
borin fram, - og líklega hafi
það aldrei staðið tiL Jafnaðar-
mannafélag Islands hafi því
aldrei verið innan Alþýðu-
flokksins.
Alþýðublaðsmynd
flokksins var samþykkt á síð-
asta flokksþingi í sumar og þá
stefnu samþykkti jtetta fólk í
einu hljóði. Flokkurinn mun að
sjálfsögðu vinna eftir þessari
stefnu í framtxðinni, hinni einu
sönnu jafnaðarstefnu", sagði
Guðmundur Oddsson að lok-
um.
- Biaósíóa 5
Standpína
Sveins
leióir til
snilidartilþrifa...
- Blaósíóa 5
Athafnakonur,
Kvennalistinn og
saga lesbía...
- Blaósíóa 7
Flestir meó
hjálm í
Garóabæ...
- Blaósíóa 7
Óvæntar álögur á NEYTENDUR:
10 til 12 prósenta
hækkun á nautakjöti
- segir JÓNAS ÞÓR kjötverkandi, sem telur að
íslenskir neytendur séu látnir greiða markaðs-
setningu nautakjöts í Bandaríkjunum
Eg hef áþreifanlega orðið
var við verðhækkanir á
nautakjöti síðustu daga
og mér reiknast svo til að
hækkurún geti verið á bilinu 10
til 12 prósent á þeim tegundum
sem ég hef verið að kaupa“,
segir Jónas Þór hjá Kjöti hf.
Fregnir um vemlegar hækkarúr
á nautakjöti hafa verið að áger-
ast að undanfömu og segist
Jónas Þór fúslega vilja staðfesta
það.
Hann segir að það hafi reynd-
ar gengið mjög illa að fá ein-
hveija verðlista út úr landbún-
aðarkerfinu því þar séu menn
greinilega tregir til þess að við-
urkenna hækkanir. Jónas Þór
segist ekki hafa fengið neina
skýringu á hækkunum núna,
því ekki sé um að ræða hækk-
anir á ffamleiðslukostnaði hjá
bændum.
„Við höfum hins vegar öll
fylgst með markaðstilraunum
kúabænda í Ameríku, þar sem á
að selja allt besta kjötið á niður-
JONAS ÞOR:.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
greiddu verði. Það er greimlegt
að íslenskir neytendur eiga að
greiða herkostnaðinn af þessum
tilraunum Landssambands kúa-
bænda“, sagði Jónas.
Alþýðublaðið reyndi í gær að
ná tali af Guðmundi Lá-
russyni, formanni Félags kúa-
bænda, en tókst ekki.
Danir skattakóngar heimsins
- og Norðuiiöndin öll í efstu sætum (nema ísland sem er í 19. sæti),
segir í nýrri úttekt OECD á skattamálum víða um heim
Súlurit úr Dagens Nyheter á fimmtu-
daginn var.
Vinsældir fjármála-
ráðherra, Friðriks
Sophussonar, auk-
ast væntanlega senn. ís-
land er semsé „aðeins“ í
19. sæti á glænýjum lista
OECD - Efnahags- og
framfarastofnunarinnai- -
yfir skattgreiðslur í hinum
ýmsu löndum heims 1993.
Skattar á íslandi virðast
hreimi bamaleikur miðað
við nágrannaþjóðir okkar
á Norðurlöndum. Á lista
OECD eru Danir skatta-
kóngar heimsins með 50%
skatta sem prósentuhlutfall
af brúttó þjóðarfram-
leiðslu. Svíar sem löngum
hafa vermt skattakóngs-
sætið á þessum lista eru nú
í öðru sæti með 49,5%,
Lúxemborg í þriðja sæti
með 48,4%. Þá koma Hol-
lendingar, Finnar og Norð-
menn. Prósentuhlutfallið á ís-
landi er sagt vera 32,2% og
aðeins fimm þjóðir í úttekt-
inni hafa lægra skattahlutfall,
þar á meðal Bandaríkin og
Japan.
í Svíþjóð koma 39,5% af
heildarsköttum ffá beinum
sköttum á eignir og tekjur. í
Dagens Nyheter segir að á
þeim lista séu Svíar í 11. sæti
á lista OECD.
Danir em með hæsta skatta-
álagið í beinum sköttum,
59,7%.
Lágir beinir skattar þýða að
öllu jöfnu hærri óbeina skatta
sem fengnir era með álögum
á atvinnustarfsemina
og/eða gjöldum á vörar og
þjónustu, með virðisauka-
skatti eða söluskatti.
Danmörk sem er með
háa beina skatta og hátt
hlutfall virðisaukaskatts,
sækir aðeins 3,1% af
heildarsköttunum til at-
vinnurekstursins f landinu.
„Á íslandi, í Grikklandi
og á Irlandi þar sem í gildi
era lág gjöld á atvinnu-
rekstur og beinir skattar
lágir, er virðisaukaskattur-
inn á milli 40 og 50 pró-
sent“, segir í Dagens Ny-
heter á fimmtudaginn.
Eitthvað fer þar reyndar á
milli mála, því virðisauka-
skattsprósentan á íslandi
er almennt 24,5% og 14%
á matvöra.
í samantekt OECD gera töl-
ffæðingamir breytingar þar
sem skattaútkoman er hreins-
uð af kostnaði vegna al-
mannatrygginganna. Grann-
hugsunin er sú að sá kostnað-
ur sé ekki skattur í venjulegri
merkingu, nema fé sem kem-
ur til baka ffá ríki, til dæmis í
formi ellilífeyris.