Alþýðublaðið - 13.09.1994, Síða 7
Þriðjudagur 13. september 1994
MOLAR
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
Forsíða nýjustu VERU
erprýdd Ijósmyndaverki eftir
Diönu Blok.
VERA-Tímaritum
konur og kvenfrelsi:
Athafnakonur,
Kvennalistinn,
saga lesbía og
sögur frá Pakistan
Ný Vera er
komin út.
Þetta er
fjórða tölublað
ársins og tileink-
að athafnakonum
til sjávar og
sveita. Útgefandi
Veru eru Samtök
um kvennalista
og ritstýrumar
eru tvær; þær
Nína Helgadótt-
ir og Ragnhild-
ur Vigfúsdóttir.
Vera fæst á flest-
um blaðsölustöð-
um, eintakið
kostar 570 krón-
ur í lausasölu og áskriftasíminn er 91-22188. En lít-
um á efnið:
ATVINNA EÐA AFÞREYING? í greininni er
rætt um mismunandi viðhorf kvenna til vinnu sinn-
ar, hveijar aðstæður kvenna em til atvinnusköpunar
á íslandi í dag og hvernig hlúð er að nýsköpun
starfa. Rætt er við atvinnuráðgjafa og verkefnis-
stjóra átaksverkefna fyrir konur um land allt. Tekið
á þeirri margbreytilegu gagnrýni sem fram hefur
komið á aðstæðum kvenna til atvinnusköpunar.
Viðtal er við Hansínu B. Einarsdóttur, meðal
annars um námskeið fyrir athafnakonur, og sömu-
leiðis er þama að finna viðtal við Elínu Antons-
dóttur hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar um fram-
tíðarhorfur í atvinnumálum kvenna. Litið er inn til
ljölda athafnakvenna og sagt frá viðfangsefnum
þeirra í máli og myndum.
KVENNALISTINN, BREIÐFYLKING EÐA
ÞRÖNGUR HÓPUR? Viðtal við Guðnýju Guð-
björnsdóttur, varaþingkonu Kvennalistans, þar
sem hún ræðir framtíð Kvennalistans. Guðný telur
að Kvennalistinn verði að endurskoða hugmynda-
fræði sína ef hann á að lifa sem hreyftng. „.. .ég
held að það sé nokkuð almenn tilfinning í Kvenna-
listanum að það þurfi að stokka upp hugmynda-
ffæðina og að skoðanir séu skiptar í ýmsum mál-
um.. .Fyrir flmm ámm eða svo vakti hugmynda-
fræði Kvennalistans mikla athygli á erlendum
fræðiráðstefnum en nú yrði hún líklega gagnrýnd
fyrir að jaðra við eðlishyggju.. ,í dag á ég erfitt með
að rökstyðja réttmæti þessa þáttar í hugmynda-
fræðigrundvellinum,“ segir Guðný.
KONA ÁN KARLMANNS ER EINS OG FISK-
UR ÁN REIÐHJÓLS. Ragnhildur Helgadóttir
stiklar á stóm í sögu lesbía: „Hin síðari ár hafa er-
lendir fræðimenn gefið sögu samkynhneigðra nokk-
um gaum og í ljós hefur komið að saga lesbía er
harla fátækleg samanborið við sögu homma. Fræg
dæmi, eins og hvemig nafnið lesbía varð til vegna
kvennanna á grísku eyjunni Lesbos, er fátíð en
þeim mun frægari. Þessi þáttur kvennasögunnar á
það því sameiginlegt með hinum að vera gloppóttur
vegna skorts á heimildum,“ skrifar Ragnhildur í
inngangi.
SÖGUR FRÁ PAKISTAN. Viðtal við Shabönu
Zaman um æsku hennar í Pakistan - með matar-
miklum eftirmála: ,£g gerði yfirleitt það sem mig
sjálfa langaði til án þess að hugsa um hvort það
væri við hæfi stúlkna eða hvort það hæfði stúlkum
af minni stétt. Það var ekki alltaf tekið út með sæld-
inni þegar ég fór á skjön við hefðimar,“ segir Sha-
bana.
í þessa tölublaði Vem er einnig að finna pistil um
KJÖRDÆMASKIPAN með tilliti til möguleika
kvenna á að komast til áhrifa; hugleiðingu um
NORRÆNA SAMVINNU í KLÚÐRI, Nordisk
Fomm ’94; sagt frá baráttu læknisins og rithöfund-
arins TASLIMU NASRIN frá Bangladesh við karl-
rembu bókstafstrúarmanna þar í landi; á síðu Ad-
ams er að finna grein eftir BIRGIHERMANNS-
SON um hlutverk Kvennalistans við mótun nýs afls
í íslenskum stjómmálum og síðast en ekki síst má
nefna pistil AUÐAR HARALDS, Dagbók sturlaðr-
ar vélritunarstúlk
Könnun á hjálmanotkun
HJÓLREIÐAMANNA leiðir í Ijós
að í sumar notuðu 25,7% hjálm:
Flestir með hjálm í Garðabæ
Hjálmanotkun hjólreiða-
manna hefur aukist um
25% milli áranna 1993 og
1994. Þetta kentur fram í niður-
stöðum könnunar sem starfsfólk í
vinnuskólum í nokkmm sveitar-
félögum gerðu fyrir Umferðar-
ráð í júlí. I heild vom flestir með
hjálm í Garðabæ.
Á síðasta ári notuðu 20,6%
hjólreiðamanna hjálin, en þeir
vom 25,7% í sumar. Hjálma-
notkun er margfalt meiri meðal
bama yngri en 12 ára en eldri
hjólreiðamanna. Alls vom tæp-
Ij^önnun^áJ^álmanotítunGðhjóhd^r^étt^líJJfflMP^^I
Fjöldi á reiðhjóli: Þar af með hjálm:
Reykjavík: 565 117 20,7%
Seitjamarnes: 423 93 22,0%
Kópavogur: 473 ' 156 33,0%
GarðabEer; 153 66 43,1%
ísafjörður 293 92 31,4%
Akureyri 362 268 25,4%
Dalvík: 105 57 16,9%
Öll bæjarfélögin:
3.299
849 25,7%
lega 3.300 nianns í úrtakinu og
þar af vom 849 með hjálm.
Notkun hjólreiðahjálma er
mjög misjöfn eftir bæjarfélögum.
Þannig vom 41% bama yngri en
12 ára í Reykjavík með hjálm,
54,7% á Seltjamamesi, 61,3% á
Akureyri og 54,3% á Dalvík.
í heild voru flestir með hjálm í
Garðabæ eða 43,1% en ekki var
könnuð aldursskipting þar frekar
en í Kópavogi eða á Isafirði. At-
hygli vekur hve rnargir fullorðnir
vom á reiðhjólunt á þessum tíma.
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands
var stofnaður 1955. Fyrsta reglugerð sjóðsins var samþykkt 29. mars 1955.
Allir verkfræðingar geta orðið sjóðfélagar, og einnig er stjóminni heimilt að veita þeim, sem lokið hafa námi úr Háskóla
Islands með 90 eininga B.Sc. gráðu, eða sambærílegu námi, inngöngu í sjóðinn.
Með lögum nr. 55/1980 er mönnum gert skylt að eiga aðild að Iífeyrissjóði sinnar starfsstéttar eða starfshóps.
Nú eiga rúmlega 1400 sjóðfélagar réttindi í sjóðnum.
Meginniðurstöður ársreiknings lífeyríssjóðsins sbr. 7. mgr. 3.gr. laga nr. 27/1991.
Efnahagsreikningur 31. desember 1993:
í þús. kr.
Veltufjármunir 138.574
Skammtimaskuldir - 726
Hreint veltufé 137.848
Fastafjármunir
Langtímakröfúr 2.983.155
Áhættufjármunir 17.892
Eignarhlutir í sameignarfélögum 0
Varanlegir rekstrarfjármunir 48,800
3.049.847
Langtimaskuldir 0
Hrein eign til grciðslu lífeyris 3^187^695
Yfírlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 1993:
Fjármunatekjur, nettó 151.426
Iðgjöld 279.564
Lífeyrir - 25.842
Kostnaður (rekstrargjöld-rekstrartekjur) -21.503
Matsbreytingar 90,854
Hækkun á hreinni eign á árinu 474.499
Hrein eign frá fyrra ári 2.713.196
Hrein eign í árslok, til greiðslu lífeyris 3.187.695
Ýmsar kennitðlur:
Lífeyrir sem hlutfall af iðgjöldum 9,24%
Kostnaður í hlutfalli af iðgjöldum 7,69%
Kostnaður í hlutfalli af eignum (meðaltali hreinnar eignar í árslok og ársbyijun) 0,73%
StarfsmannaQöldi (slysatryggðar vinnuvikur / 52) 4,75
Tryggingafræðileg úttekt hefúr verið gerð árlega frá og með 1990.
Niðurstöður úttektarinnar pr. 31.12.1993 eru:
Skuldbindingar
Lífeyrisþegar 268,0 milljónir
Uppsöfnuð réttindi annarra 2.669,0 milljónir
Til upjáióta á lífeyri 117,0 milljónir
Vaiasjóður 22,4 milljónir
Hrein eign - útistandandi iðgjöld _______________
Samtals 3.076,4 milljónir
Eignir á móti skuldbindingum
3.148,1 milliónir
3.148,1 milljónir
Hagnaður til ráðstöfunar
71,7 milljónir
Aðalfúndur sjóðsins 30. maí 1994 ákvað að deila út 65 milljónum af hagnaði ársins til aukinna lífeyrisréttinda nú, og
setja 6,7 milljónir í varasjóð til næsta árs.
í stjóm Lífeyrissjóðs VFÍ
Jónas Bjamason Þórólfúr Ámason
Eysteinn Haraldsson Hafsteinn Pálsson
Hilmar Sigurðsson
Framkvæmdastjóri er Jón Hallsson