Alþýðublaðið - 16.11.1994, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 16.11.1994, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Dauðateygjur flokkakerfis Hatur og heimska tröllríður forystuklíku smáflokkannat Míkið hefiir verið nrti á uncJ.ui- íönium ánun uni sameiningu fébgv- hyggjumanna i íslenskum Mjömmúl- um. Alinokkuð hcfttr vcrið revm að sameina, jjví flestir eni somraála um að |>að sé eina raunÍKcfa leiðin til þess að hargt verðí að mynda Móni jafnaöarmaniiahrcyíingti á borð við jaihaðannannaflokk'.t Norðurlandn. K-tta helur þó ekki gengið nema f Keykjavíkufborg þar sem Rcykjav- íkurlistitm lcit dugsins Ijös ú þcssu ári og sigraði glarsilegu Itelsla vígi íltaldsíns. sjálfan höfuðsuiðinn. Keykjavrtiuriistiiin varö til fyrst og Pallborðið ipr i Ing\-ar Sverrlsson i,r§ ■ / skrílar KíJ frem.si fyrir tilstilli ungs fólks tír ung- liðahroyíingum ílokkajma Ijögurra; tings fóiks. scm með kjaiti og klóm náði uð dniga sainau flokkana licr í borginni. Sijnramálaíiil var tnymiað; afl scm fólkið víldi og sigraði því glæsilegít. Þítð heíur rcyndar alltaf vcríð þannig, að sainstarfið miili ungliðahreyfingunna á viastri- vmngnum hcfur verið mjög gotl: An unga fólksins heiði li.stinn eUci urðlð tU. jiifnaðarmanná- flokk“ vcrða að staöreymL En i hvað er það sem stertdur i vegin- ! um? Jú. enn sem | fyrr eru það stttá- kónfiar i farystu I ilokkanna sem vegna eínhvemt foníðardrnuga og eiginhiigsimma- gteslu smndii i vegi fyrir þvt að hinn stóri drnumiir fóiksins verði að veruleika. Hjú j þessum fory stu- í mönnum ncðúr j persómileg valtla- Iwrátta, hutur og heimsku - hvers j biningítrfnrm cr mi nnímáttttr- kcnndin - ferð- ínni. Þessar smán- i arlegu tílfinningar I irullríða forystu- | kliku .vmáflokk- anna. Ajmetin i líuntií'ðarsvn iiefur j vikið f>TÚ slundar- hagsmunum. Wnn'wmkfkj^ tíðardrauga og eiginhagsmunagaaslu standa í vegi fyrir því að hinn stóri draun rniii cim að bíða ur fólksins verði að veruleika.'* eftir því, að gcta haft raunluefa valkosii_ Jiegar hatut frá táðhemtm sem þeim iíknr ekki gómlcgt hjal íyrir okkur scm ein- taka soman höndum enn á n> „Enn sem fyrr eru það smákóngar í forystu flokkanna sem vegna einhverra for „Þessi könnun sýnir okkur flokkakerfi sem komið er að fótum fram; flokkakerfi í öndunarvélum smákónga sem ennþá nenna leggja sig í framkróka við að vega hver aðra á sínum litlu hólum og telja sig merkilega kalla. Á meðan horfum við á raunveruleg- an, risastóran og umburðarlyndan fjöldaflokk hægra megin við miðju þenjast út.” Félagi minn í hreyfingu ungra jafnaðarmanna, Ingvar Sverrisson, varaborgarfulltníi Reykjavíkurlist- ans, skrifar ágæta grein í Aiþýðu- blaðið síðastliðinn föstudag þar sem hann lýsir þeini skoðun sinni, að „hatur og heimska tröllríði forystu- klíkum smáflokkanna á Islandi.“ Ingvar skrifar í grein sinni, að þessar staðreyndir villi svo forystumönnuni þessara flokka sýn, að þeir þekki ekki sinn vitjunartíma í stjómmál- um: Að það sé engin málefnaleg ástæða sem veldur hinu geðklofa smáflokkakerft sem íslenskir kjós- endur þurfa að búa við. Gjaldþrota flokkakerfi I fyrradag birti Morgunpósturinn skoðanakönnun sem sýnir, að ef tek- ið er mark á þeim sem gefa upp af- stöðu sína til stjórnmálaflokka hlyti Sjálfstæðis- flokkurinn hreinan meirihluta þing- manna á Alþingi íslendinga. Aðrar stjórnmálahreyf- ingar sem spurt var um í þessari könnun voru með í kringum tíu prósent fylgi, (nema að vísu flokkurinn sem undirritaður hefur kosið að starfa með sína stuttu ævi, en hann náði að þessu sinni ekki yfír fímm prósenta þröskuldinn). Þetta eru vitaskuld stór tíðindi, en það merkilegasta við þessa könnun var þó það ótrúlega hlutfall að- spurðra sem ekki kaus að svara hvaða stjómmálaflokki það vildi ijá atkvæði sitt. Það var rétt tæpur helm- ingur; tæpur helmingur dömur mínar og herrar. Segir þetta okkur eitt- hvað? Sýnir þetta okkur eitthvað? í mínum huga einungis eitt: Þessi könnun sýnir okkur flokkakerfí sem komið er að fótum fram; flokkakerfí í öndunarvélum smákónga sem enn- þá nenna leggja sig í framkróka við að vega hver aðra á sínum litlu hól- um og telja sig merkilega kalla. Á meðan horfum við á raunverulegan, risastóran og umburðarlyndan fjöldaflokk hægra megin við miðju þenjast út. Og ekki út af sterkri mál- efnalegri stöðu sinni, heldur vegna þess, að leiðtogar hægri hreyfingar á Islandi bera gæfu til þess að hafa í heiðri hin fornu sannindi: Sameinað- ir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Davíd keisari Forystumenn smáflokkanna beina fyrst og fremst spjótum sínum að hver öðmm. Þeir gangast flestir mik- ið upp í því að fá myndir af sér í fjöl- miðlum og láta ekkert tækifæri ónot- að til að tjá sig hver um fólsku ann- ars. Þeir átta sig ekki á þeim íjöl- miðlaskrípaleik sem þeir búa við. Þessi skrípaleikur opinberaði sinn ijóta haus í kosn- ingabaráttunni í Reykjavík síðasta vor: Sterkustu fjölmiðlar landsins eru flestir á mála hjá fjöldahreyfíng- unni hægra megin við miðju. Smá- kóngamir (les: forystumenn smá- flokkanna) taka þátt í þeim dansi sem settur er á svið af hægri press- unni og láta sem þeir viti ekki, að Davíð Oddsson lærði hrafl í latínu á menntaskólaámm sfnum, (sem vom þau ár sem gerðu hann að því sem hann er). í latnesku æfingabókinni rakst Davíð á gömul sannindi sem reyndust Rómarkeisumm vel við að halda völdum í hinu víðfeðma ríki sínu. „Dividum et imperat", deildu og drottnaðu: Rómverjar lögðu sig í líma við að etja saman ættbálkahöfð- ingjum skattlenda sinna og á meðan ættbálkahöfðingjamir vógu hver aðra fóm Rómverjar sínu fram. Hatur og heimska Skoðun ungs fólks í dag er sú að vinstri flokkamir á íslandi séu hlægi- Iegir. Unga fólkið treystirekki stofn- unum flokkanna og það treystir ekki forystumönnum flokkanna, sem virðast leggja meira upp úr því að læra heilræði Machiavellis utan að, en að Ieggjast undir feld og endur- skoða gjaldþrota hugmyndafræði gamaldags vinstri mennsku. Þar er meiri orku eytt í, að upphugsa næsta rýtingslag í líkama félagshyggju- hreyfingarinnar en að líta í kringum sig og sjá að vinstri menn allsstaðar í kringum okkur eru að endurmeta hugmyndafræði sína með tilliti til nútímasamfélags, ríkjasammna og skorts á kjölfestu í lífí einstaklinga. Vinstri menn em að vinna sig upp úr þeirri hugmyndafræðilegu kreppu sem fall Berlínarmúrsins og glóm- laus útþensla vöggustofusamfélags- ins hefur leitt yfir hreytinguna. Vinstri menn em að skapa nýjan heim bræðralags og samvinnu með dreifræði og lýðræði að leiðarljósi. Hér kynda forystumenn vinstri smá- flokkanna undir bræðravígum og þjóðemishyggju, öðm nafni „hatri og heimsku". Eg ætla að gera lokaorð Ingvars að mínum: „Ég vil því hvetja ungt fólk til þess að taka höndum saman og beijast gegn afturhaldsdraugum þeim, sem hafa sligað þessa þjóð alítof lengi." Þeirra tími ntun ekki koma; þeirra tími er liðinn! Höfundur er heimspekinemi og sósíal- demókrati. Pallborðið Magnús Árni Magnússon skrilar Lesendaljóð dagsins Kristinn Magnússon, hagyrðingurog lesandi Aiþýðublaðsins, bað okkur að birta andsvar við vísuletri sem birtist í DV á dögunum. Vísan í DV var svona: Þó gamanið kárni, Guðmundur Arni, greyið þér sárni í hjarta úr járni, skjálfti í hrinum í skrokkinum linum. skortur á vinum en mikið af hinum, og margt sé til verra en vera ráðherra, viltu þig sperra og tárin að þerra, þó sáriega líðir, það lagast uni síðir, og rósin þig prýðir cf Jóni þú hlýðir. Þessum skringilega leirburði svarar Kristinn svo: Hættu að yrkja, en huga þinn virkja, heldur en styrkja þig sjálfan að kyrkja. Haltu þér saman, og horfðu scm daman, hvort það er gaman, að sjá þig í framan. Akureyringar búa sig nú undir að taka á móti sínum besta syni, Kristjáni Jóhannssyni, um páska á næsta ári. Til stóð hann héldi tónleika ásamt Diddú og Sinfóníuhljómsveit ís- lands í íþróttahúsi KA eða íþróttahöllinni. Nú eru vaknaðar miklar efasemdir um að þessar byggingar henti vegna afleits hljóm- burðar svo líklega verða tónleikarnir haldnir í íþróttaskemmunni. Mikill áhugi er á Kristjáni, hinum mikla „þokulúðri norðurs- ins“ og vísast færi hann létt með að fylla skemmunni nokkrum sinnum. Ekkert hefur kvisast út um hvað kappinn fær fyrir sinn snúð - hvort hann til dæmis fylg- ir hinu ágæta ráði sem eig- inkona hans gaf honum í sturtunni, og frægt varð: Næst þegar þú syngur fyrir þessa vanþakklátu íslend- inga, þá tekurðu ekki minna en eina og hálfa milljón... Litlu forlögin hafa mörg átt undir högg að sækja síðustu misserin en þau nú samt ekki öll geispað gol- unni, sem betur fer. Bókaút- gáfan Tindur á Ólafsfirði, sem Helgi Jónsson stendur að gefur út þrjár bækur. Tvær þeirra eru bama- og unglingabækur eftir Helga sjálfan og sú þriðja er Heims um ból eftir Björn Dúason... Bóksala er lítið farin af stað enn sem komið er, en mönnum gengur af- leitlega að spá fyrir um væntanlegar metsölubæk- ur. DV verður með met- sölulista einsog undanfarin ár, og líklegt er talið að Morgunpósturinn geri það líka. Einn útgefandi sem við heyrðum í spáði dálitlum samdrætti í bóksölu en að ævisaga Óla heitins í Olís og Sniglaveislan, ný skáld- saga Olafs Jóhanns Ólafs- sonar myndu ná sölu yfir tíuþúsund eintök... Eftirlætisframbjóðandi Alþýðublaðsins, Eggert Haukdal, lætur ekki deigan síga þótt hann hafí fallið í prófkjörinu um daginn. Eggert, sem er forspár mað- ur í pólitík, hafði löngu séð fall sitt fyrir og hóf þess- vegna undirbúning sérfram- boðs snemma í vor. Og nú er bóndinn á Bergþórshvoli kominn á skrið aftur. Hann á drjúgt per- sónufylgi, fékk 247 atkvæði í fyrsta sæt- ið í próf- kjörinu og 637 í annað sæti. Hann þarf að líkindum að tvöt'alda þessar tölur - og á alveg bærilega möguleika á því enda eru Sunnlendingar, að Eyjamönnum undanskild- um, ekki miklir stuðnings- menn Árna Johnsens. Við veðjum á Eggert... Hinumegin Gummi málaði þetta og hengdi það upp núna í dag... Hann kallar það: „Þetta er sófinn MIIMN! Sófinn MINN! Skilja þau það ekki?" Fimm á förnum vegi Hvað finnst þér um meðferð löggunnar á Lindu Pétursdóttur? Viti menn J- II Hopp og stökk laga misheppnað kynlíf. Michael Baughen, enskur biskup. DV í gær. Peningarnir, auglýsingasamningarnir, kon urnar - þetta hverfur allt. George Best fyrrum knattspyrnugoð; vamaðarorð til Ryans Giggs. Mogginn í gær. Liberace dó einn og yfirgefinn í örmum mér. Cary James, fyrrum ástmaður píanóleikarans víðfræga. Spegill Tímans í gær. Ég held að ástin sé unglingum mjög ofarlega í huga ásamt framtíðinni. Smári Freyr Jóhannsson 18 ára, annar höfundur nýrrar skáldsögu. Einu sinni var bókelskur karl og fátækur sem sagði eftirfarandi: „Ég vildi að ég ætti fullan skáp af bókum og attt væri það Valdimar munk- ur.“... Fylgjendum Jóhönnu er eitthvað svipað farið og að- dáanda Valdimars. Þeir vilja hafa hana eina á öllum listum í öllum kjördæmum, eða ganga út frá því sem vísu að þeir geti kosið Jóhönnu og annað ekki. Oddur Ólafsson, Tíminn í gær. Ég held að umræða um sameiginlegt framboð í lands- málum sé ekki tímabær. Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður Kvennalista. DV í gær. Einu prófkjörskandídatarnir sem sjá eitthvað lýðræðislegt við þetta fyrirkomulag (próf- kjörin), eru auðvitað þeir sem vinna í prótkjörunum. Jóhannes Sigurjónsson. Leiðari Víkurblaðsins 10. nóvember. Björn Önundarson...er nú búinn að fara úr frakkanum og hengja upp hattinn sinn einu sinni til tvisvar í hverjum einasta fréttatíma sjónvarps undanfarnar vikur. Garri Tímans. Sumir ræðumenn á ráðstefn- unni héldu því fram að ofbeldi væri minna á íslandi en í mörgum nágrannalöndum okkar og að vandamálið væri kannski viðráðanlegra hér vegna smæðar þjóðfélagsins. Því fer þó fjarri að það sé smávægilegt. Frétt Mogga í gær af ráðstefnunni „Karlar gegn ofbeldi". Bryndís B. Sigurjónsdóttir, söíumaður: Ég sé ekkert að þessu. Sjaldan á einn sök þá tveir deila. Lísa Hjaltested, afgreiðslu- maður: Hún segir eitt, löggan ann- að. Sannleikurinn mun koma í ljós. Þórdís Harpa Lárusdóttir, verslunarmaður: Mér fmnst að þetta eigi ekki að geta átt sér stað. Ég tel að þetta sé alltof algengt. Selrna Pétursdóttir, afgreiðslu- maður: Þetta er hræðilegt - en ekki eina dæmið, því miður. Sigrún Harðardóttir, kennari: Ég veit ekki hvort Linda gerði eitt- hvað sem réttlætti þessa handtöku. Ekki eru allir bjánar þótt þeir séu í boltanum. Guðbrandur Gíslason, leikdómur um Mark sem Skagaleikflokkurinn sýnir. Mogginn í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.