Alþýðublaðið - 15.12.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 15.12.1994, Síða 1
Jólabókaflóðið að ná hámarki Sniglaveisla Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Grandavegur 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur og íluktum heimi eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur verða að ölium líkindum metsöluhöf- undar jólabókaflóðsins í ár sé litið á flokk íslenskra skáldsagna. I kjölfar þeirra kemur Einar Kárason með Kvikasilfur. Af þeim sem nú klífa tinda vinsældalista íslenskra skáldsagna hefur Þetta er allt að koma eftir Hall- grím Helgason komið einna mest komið á óvart síðustu daga. Jólabóka- flóðið er nú að ná hámarki og hafði Alþýðublaðið af því tilefni samband við bóksala um land allt og spurðist fyrir um íslensku metsölubækurnar í ár. Meðfylgjandi mynd var tekin í bókabúð Máls og menningar við Lauga- veginn í gær. (- Sjá umfjöllun á blaðsíðu 5.) A-mynd: E.ÓI. „Nei-kostnaðurinn“ kemur í ljós hjá Norðmönnum: 1,2 milljarðar í nýja tolla af fiski Norðmenn eru þegar famir að hæðir það muni kosta atvinnulíf- reikna það út hversu háar upp- ið, að standa utan við Evrópu- sambandið. Þannig segir Aftenposten frá því í gær að nei-ið í þjóðaratkvæða- greiðslunni muni lík- lega kosta fiskiðnað- inn um 1,2 milljarða íslenskra króna í nýia tolla. Þetta kemur til af því, að frá og með áramótum þurfa Norðmenn að greiða tolla af útflutningi af fiski og fiskafurðum til Svfþjóðar, Finn- lands og Austurríkis. Tollamir verða þeir sömu og Norðmenn hafa verið að greiða vegna útflutnings til ESB- landanna hing- að til. Norðmenn hafa þess vegna sett sig í samband við forystu- menn Evrópusam- bandsins og ætla að fara fram á, að þessir tollar verði lækkaðir. Norsk stjómvöld bú- ast hins vegar við því, að Evrópusambandið komi með harðar kröfur á móti. 'S e// ? enyim Sími 53466 Kjarasamningar lausir eftir 16 daga: Þjóðfélagið rústast - ef eiginlegar samningaviðræður hefjast ekki milli jóla og nýárs segir Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar. Framsókn vill samflot með Dagsbrún. VMSÍ hefur ekki lagt fram kröfur um launin. Kjarasamningar í landinu eru lausir um áramót. Eiginlegar samn- ingaviðræður aðila vinnumarkaðar- ins eru ekki komnar í gang en ræðst er við um sérkröfur. Bjöm Grétar Sveinsson formaður Verkamanna- sambandsins segir atvinnurekendur koma þreytta inn í góðærið, en hann vilji klára sérmálin áður en lengra verði haldið. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar í Hafnarfirði vill að viðræður hefjist ekki seinna en milli jóla og nýárs. Hann leggur áherslu á kröfu urn að lægstu laun verði hækk- uð um tíu þúsund krónur, skattleysis- mörk verði hækkuð meira og dregið úr vægi launaliðar lánskjaravísitöl- unnar. Ragna Bergmann formaður Framsóknar vill hafa samllot við Dagsbrún í komandi samningum en segist lítil svör fá frá Dagsbrúnar- mönnum. Að hennar mati eru ráð- stafanir ríkisstjómarinnar til bóta en þyrftu að ná lengra. - Sjá umfjöllun á bladsíðu 5. Alþýðuflokkurinn á Vestfjörðum: Alþýðublaðið í dag m ^ m— m Sighvatur og Ægir í efstu sætunum m M Egill Helgason skrifar um forsetaembættið Silfur Egils 2 Hvíti risinn lagður að velli Bókadómur 3 Ólafur Thors: Annar hvor okkar verður að hætta að drekka! Palladómar 6 „Kjördæmisráðsþing var hald- ið síðastliðinn sunnudag á Isa- firði þar sem gengið var frá skip- an Hmm efstu sæta á lista flokks- ins við komandi kosningar. End- anlegur Iisti verður síðan tilbú- inn alveg á næstunni,“ sagði Kristín Jóhanna Björnsdóttir formaður kjördæmisráðs Al- Prófkjörsbarátta frádráttarbær Verslunarráð íslands hefur sent fjármálaráðherra bréf og óskað eftir því að í reglugerð verði tekin af öll tvímæli um það að framlög fyrir- tækja til prófkjörsbaráttu einstak- Iinga séu frádráttarbær. Samkvæmt skattalögum em framlög til stjórn- málaflokka frádráttarbær og telur Verslunarráðið að hið sama eigi að gilda um alla stjómmálastarfsemi. Annað stangast á við meginreglur stjómskipunarinnar um jafnræði, skoðanafrelsi og félagafrelsi að mati Verslunarráðs. Með þessu móti yrðu einnig gerðar kröfur til frambjóðenda í próikjömm um að bókhald sé hald- ið yfir prófkjörssjóð, fylgiskjöl upp- fylli settar reglur og uppgjöri sjóðsins verði skilað til skattyfirvalda. þýðuflokksins á Vestfjörðum í samtali við blaðið. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður og ráðherra skipar fyrsta sæti iist- ans eins og við síðustu þingkosn- ingar. Kristín Jóhanna sagði að Pétri Sigurðssyni hefði í haust verið boðið að skipa áfram 2. sæti en hann afþakkað. Ægir E. Haf- berg sparisjóðsstjóri á Flateyri skipar því annað sæti nú. í þriðja sæti er Kristín Jóhanna Björns- dóttir sjúkraliði í Vesturbyggð. Fjórða sæti skipar Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri á Isafirði og í fimmta sæti er Olaf- ur Benediktsson fyrrverandi bæjarfuiltrúi Bolungarvík. Upplestur Þorsteins Ö. Stehensen Þorsteinn Ö. Stephensen, hinn virti og ástsæli leikari og fyrrverandi leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins, hefði orðið 90 ára 21. desember næstkom- andi. í tilefni af því hefur Leiklistar- sjóður Þorsteins Ö. Stephensen í samvinnu við Ríkisútvarpið gefið út geisladisk og hljóðsnældu með upp- lestri Þorsteins sem ber heitið Ljóð og saga. Þar les hann ljóð eftir ýmis höfuðskáld þjóðarinnar, svo sem Jónas Hallgrímsson, Stephan G. Stephanson, Snorra Hjartarson, Jó- hannes úr Kötlum og Stein Steinarr. Auk þess brot úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson. Upptökumar em frá árinu 1947 til 1977. Leiklist- arsjóður Þorsteins Ö. Stephensen var stofnaður að fmmkvæði Félags íslenskra leikara til heiðurs Þorsteini í tilefni af fimmtíu ára afmæli Rikis- útvarpsins til eflingar íslenskrar leiklistar í útvarpi.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.