Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER
Palladómar um sjö forsætisráðherra:
Embœttismaður leysir frá skjóðunni
Birgir Thorlacius var áratugum saman einn af æðstu embættismönnum íslenska ríkisins. Nýverið gaf Almenna bókafélagið út
sjálfsævisögu Birgis, í þjónustu forseta og ráðherra. Þar kemur glöggt fram gjörþekking Birgis á innviðum stjórnkerfisins
- en ekki er síður fróðlegt og skemmtilegt að lesa frásagnir Birgis af kynnum hans við helstu valdamenn landsins.
Við lítum á kafla þarsem Birgir segir frá samskiptum sínum við sjö forsætisráðherra.
Stundum frýðu andstæðingar hans honum vits. En þar fóru þeir
villir vegar. Hermann var mjög vel gefinn, las mikið, einkum
þjóðleg fræði, ævisögur og ljóðmæli.
Hermann Jónasson:
Ljóðelskur og
litríkur
Hermann Jónasson vann oft í
skorpum. Hafði stundum safnast
saman hjá honum mikið af bréfum,
sem svara þurfti, og margs konttr er-
indi biðu úrlausnar. Tók hann sig þá
til, snaraðist úr jakkanum, gekk um
gólf og ýmist las mér fyrir bréf eða
sagði hvemig ég skyldi svara hinu og
þessu eða afgreiða á eigin hönd.
A Alþingi voru ýmsir, sem tóku í
nefið og buðu hver öðrum, þar á
meðal Hermanni, sem annars notaði
ekki neftóbak. En einn góðan veður-
dag, þegar mikið var að gera og hann
gekk um gólf í ráðherrafundarher-
berginu og ég sat þar með skjala-
bunkann og ræddi við hann, snarst-
ansaði hann allt í einu og sagði:
Skrepptu út í Bankastræti og kauptu
mér neftóbak. Þá var hann búinn að
venja sig á þennan munað í þinginu.
Ræður þær, sem hann samdi, las
hann mér oftast fyrir heima í Tjarn-
argötu 32 í skrifstofu sinni þar, sem
var til vinstri þegar komið var inn í
anddyrið. Oftast var þetta síðdegis
og kom frú Vigdís þá inn með te, en
hvarf svo á braut.
Þegar menn lesa fyrir ræður, eru
þær auðvitað ekki eins meitlaðar og
ef menn liggja yfir þeim og hand-
skrifa. Þingskrifarar voru vanir að
lagfæra ræður að þessu leyti og þeim
starfa hafði ég gegnt á nokkrum
þingum. Hermann tók þvíjafnan vel,
þótt orðfæri í ræðum hans væri
breytt. Hann vitnaði oft í ljóð í há-
tíðaræðum sínum og þurfti ég þá til
öryggis að kanna Ijóðabækur, því að
menn misminnir oft um Ijóð, en þar
má engu skeika. Þeir voru að því
leyti mjög ólíkir Hermann og Ey-
steinn, að Eysteinn féllst aldrei á
neinar breytingar á ræðum sínum og
aldrei held ég að hann hafi vitnað í
Ijóð. Ef ég breytti einhverju til betri
vegar málfarslega, að mér fannst, þá
breytti hann því óðara í fyrra horf,
svo að þýðingarlaust var að hugsa
um annað en að setja nákvæmlega á
blað það, sem hann hafði sjálfur
mælt. Um margt annað voru þeir
ólíkir Hermann og Eysteinn og stóð
það ekki í vegi fyrir nánu og góðu
samstarfi þeirra lengst af, þó að held-
ur kólnaði milli þeirra, þegar Her-
mann var utan stjómar, en dr. Krist-
inn Guðmundsson var svo að segja í
hans stað.
Laxveidar í
landhelgisdeilu
Hermann var ekki sívinnandi.
Hann tók sér iðulega frí til laxveiða í
Borgarfirði, einkum í Grímsá. Hann
fór einnig á rjúpnaveiðar og á ski'ði.
Meira að segja var hann allt í einu
horfinn upp í Borgarfjörð, þegar
mikið gekk á í landhelgisdeilunni.
Eysteinn var aftur á móti sívinnandi,
jafnt og þétt, og miklu meiri ílokks-
maður en Hermann. Að vísu fór
hann á skíði og í fjallgöngur, en það
var beinlínis samkvæmt læknisráði
til að vemda heilsuna, sem ekki var
alltaf góð. Hann þjáðist alllengi af
magasári og tók sér um tíma leyfi frá
ráðherrastörfum þess vegna og
gegndi þá Skúli Guðmundsson ráð-
herrastörfunum á meðan. En það var
mikilsvert fyrir þá báða, Eystein og
Hermann, að þeir vom reglumenn á
tóbak og áfengi. Eysteinn algerlega
og Hermann að mestu leyti.
Gódur pólitískur
vedurspámadur
Hermann Jónasson var ekki ein-
asta þrautþjálfaður íþróttamaður
(glímukóngur), hið mesta karlmenni
og geiglaus, heldur einnig mjög gæt-
inn og hugsaði sitt ráð vel, þegar
vanda bar að höndum. Hann var
góður pólitískur veðurspámaður.
Sumum gat virst hann latur hvers-
dagslega. Hann lét starfsmenn sfna
oft um daglega afgreiðslu mála, en
markaði auðvitað sjálfur stefnuna.
Hann var kappsfullur að hverju sem
hann gekk, leik eða starfi, og sýndi
sem lögreglustjóri í Reykjavík á
óróatímum og sem stjómmálamað-
ur, að hann hafði mikla forystuhæfi-
leika og var jafnan sjálfur í fremstu
víglínu í stórræðum. Hann var mest-
ur þegar mest reyndi á. Stundum
frýðu andstæðingar hans honum vits.
En þar fóru þeir villur vegar. Her-
mann var mjög vel gefinn, las mikið,
einkum þjóðleg fræði, ævisögur og
ljóðmæli. Eftirlætisskáld hans voru
Einar Benediktsson, Jónas Hall-
grímsson, Grímur Thomsen og
Stephan G. Stephansson og raunar
mörg fleiri. Sjálfur var Hermann
ágætlega hagmæltur þótt hann flík-
aði því ekki mjög. Eg minnist þess
þegar stjórn Hermanns fór frá völd-
um í maí 1942, að við höfðum lokið
við að hreinsa til á skrifborði hans
um það bil sem húm vomæturinnar
færðist yfir. Hermann
settist í djúpan stól,
þreyttur og eilítið von-
svikinn og hafði yfir
þessa vísu:
Ættjörð mín kœra, þér
anti ég,
og oddviti þinn hef ég
kallast,
en fljótt ýtci börtt þín,
þaðfann ég,
og fast á þann vagninn
sem hallast.
Ólafur Thors:
Réði sér ekki
fyrir fjjöri
Næst varð Olafur for-
sætisráðherra í Nýsköp-
unarstjóminni 21. októ-
ber 1944. Þá kynntist ég
honum allvel og mat
hann því meir sem þau
kynni urðu meiri. Hann
var skemmtilegur maður,
blátt áfram og hlýlegur og
vildi öllum vel. Margir
héldu að hann væri stór-
bokki óg yfirlætismaður,
en það var víðsfjarri að
svo væri. Hins vegar var
hann skapmikill og óá-
rennilegur fyrir ókunnuga
og stórlyndur var hann,
en ekki geðvondur. Ég
heyrði og sá hann hella
skömmum yfir menn f
síma og iitlu eftir að sam-
talinu var lokið hringja til
þeirra aftur og segja að
sér hefði runnið í skap og
að hann meinti ekki þau
orð sem féllu. Hann var
afar vinsæll, hafði mikil
völd í stórum flokki og
kunni manna best að tala
við hvem sem var. Hann
sagðist sjálfur ýmist hafa
verið milljónamæringur
eða öreigi. En ég held að
hann hafi í engu breytt
háttum sínum á hvorn
veginn sem var. Mörgum
fannst hann stundum
strákslegur og glannaleg-
ur. Ég held, að hann hafi
naumast ráðið við sig fyr-
ir starfsorku og fjöri.
Eitt sinn er Ölafur var nýorðinn forsætisráð-
herra, henti það bílstjóra hans að vera tekinn af
lögreglunni ölvaður við akstur ráðherrabílsins.
Strákurinn var settur inn í bili og Ólafi tilkynnt
hvernig komið væri. Þegar Ólafur var búinn að
bjarga piltinum úr steininum, þá segir hann við
hann ósköp rólega: Góði minn, nú er ég orðinn
forsætisráðherra. Nú verður annar hvor okkar
að hætta að drekka.
hefðu reynt að vinna gegn Halldóri Lax-
ness í málinu og viljað að Gunnar Gunn-
arsson hlyti verðlaunin eða að minnsta
kosti að þeim yrði skipt milli hans og
Halldórs.
Hann hafði fágaða framkomu og
hafði áreiðanlega mjög samið sig að
siðum Englendinga. Fundum ríkis-
stjómarinnar stýrði hann með lagni.
Eitt sinn sem oftar í Nýsköpunar-
stjóminni var mikill ágreiningur um
ákveðið atriði og var Aki Jakobsson
harður á sínu máli og horfði ekki
friðvænlega. Þá sagði Olafur kank-
vín og héldu smátölur. Ég þakkaði
fyrir hönd starfsfólksins og sagði
meðal annars að það væri jafnan svo
hjá okkur starfsmönnum við stjóm-
arskipti, að við vissum hveiju við
slepptum en ekki hvað við hreppt-
um, og fór svo einhveijum fögmm
orðum um þá báða. Þegar við starfs-
menn voram að fara, báðu ráðherrar
vís á svip: Áki, oft hefur mig langað
til að skoða inn í hausinn á þér og
vita hvað eiginlega fer þar fram. All-
ir fóra að hlæja og andrúmsloftið
mildaðist.
Eitt sinn er Olafur var nýorðinn
forsætisráðherra, henti það bfistjóra
hans að vera tekinn af lögreglunni
ölvaður við akstur ráðherrabflsins.
Strákurinn var settur inn í bili og Ól-
afi tilkynnt hvemig komið væri. Þeg-
ar Ólafur var búinn að bjarga piltin-
um úr steininum, þá segir hann við
hann ósköp rólega: Góði minn, nú er
ég orðinn forsætisráðherra. Nú verð-
ur annar hvor okkar að hætta að
drekka. Og bfistjórinn féllst á þessa
skoðun og steinhætti. Hann var besti
piltur, þótt þetta óhapp henti hann.
„Andskoti ertu
falskur! "
Eitt sinn kallaði Ólafur á mig og
las mér bréf, sem hann var þá nýbú-
inn að fá frá bónda austur á fjörðum,
þar sem hann þakkaði Ólafi innilega
fyrir að hafa útvegað sér gjafsókn í
máli, sem dómsmálaráðuneytið
hafði neitað um áður. Lýsti bréfritari,
hvernig aðstæður hefðu verið, þegar
honum barst fagnaðarboðskapurinn
um gjafsóknina. Ég lá uppi í sófa,
segir bréfritari, þegar pósturinn kom.
Ég las bréfið óðara fyrir heimilis-
fólkið og síðan fyrir nágrannana, -
annars verður farið með þetta sem al-
gert leyndarmál. En góði vinur, þetta
er ekki nóg, nú verður þú að segja
dómuranum fyrir verkum.
Þegar þeir skiptu um ráðherra-
stóla, Steingrímur Steinþórsson og
Ólafur Thors, Steingrímur lét af for-
sætisráðherraembætti 11. september
1953 og gerðist landbúnaðarráð-
herra, en Ólafur tók við, þá kölluðu
þeir á starfsfólk ráðuneytisins niður í
ráðherraherbergið og veittu kampa-
mig að verða eftir og sátum við þar
alllengi, enda óvenjulegt að stjórnar-
skipti færa þannig fram, að fráfar-
andi og viðtakandi forsætisráðherra
væru báðir ánægðir. Þegar annað
starfsfólk var farið, sagði Ólafur við
mig: Þetta var góð ræða hjá þér, and-
skoti ertu falskur, þú ert nærri því
eins falskur og ég sjálfur.
Laxness og
Nóbelsverdlaunin
Af einhverjum ástæðum frétti ég
einna fyrstur manna í Stjómarráðinu
að Halldór Laxness hefði fengið
Nóbelsverðlaunin 1955. Sennilega
hefur verið hringt til mín frá Svíþjóð,
þótt ég muni það ekki. En ég hafði
óðara samband við Ólaf Thors for-
sætisráðherra og sagði honum tíð-
indin og mér era í minni viðbrögð
hans. Hann spurði undrandi: Var
þeim ekki skipt? Það lá í loftinu að
einhverjir íslendingar hefðu reynt að
vinna gegn Halldóri Laxness í mál-
inu og viljað að Gunnar Gunnarsson
hlyti verðlaunin eða að minnsta kosti
að þeim yrði skipt milli hans og
Halldórs.
Það vakti og athygli þegar skáldið
kom heim, að meðal hins mikla
manntjölda sem fagnaði honum við
skipshlið var enginn af hálfu ríkis-
stjórnarinnar. Síðar var þó efnt til
ráðherraveislu honum til heiðurs,
enda hefur oft verið lagt á borð af
minna tilefni.
Sidferdiskenningar
Ólafs og Adenauers
Ég var í föraneyti Ólafs þegar
hann fór í opinbera heimsókn til
Sambandslýðveldisins Þýskalands í
maí 1956. Það leyndi sér ekki að fyr-
irmönnum Þjóðverja þótti sópa að
Ólafi, enda kom hann að sjálfsögðu
ágætlega fram. Dr. Konrad Adenau-