Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
Vití menn
Víkverji þekkir ekki boð-
skap bókarinnar „Heiða
fremur sjálfsmorð“, en
nafnið þykir honum ekki
smekklegt. Það er erfitt
að ímynda sér að nokkur
geti hugsað sér að setja
þessa bók í gjafapappír
undir jólatréð.
Víkverji Moggans í gær. Bókin, sem um
ræöir, er ný skáldsaga
Hafliða Vilhelmssonar.
Hermt er að Stúfur verði
á Ingólfstorgi í dag og á
morgun Þvörusleikir. Og
svo koll af kolli fram að
jólum.
Guðmundur Magnússon,
leiöari DV í gær.
Það er alltaf vel mætt í
messur í Selfosskirkju og
mér er sagt að aðsókn
hafí jafnvel aukist eftir
að nýi presturinn, Þórir
Jökull Þorsteinsson, var
kosinn síðastliðið haust.
Hann er glæsilegur
maður og því er fleygt að
margir foreldrar komi í
messurnar með heima-
sætur sínar ógiftar.
Regína Thorarensen, fréttapistill frá
Selfossi. DV í gær.
Mér finnst það ótrúlegt
að ég sé að verða
sjötugur.
Paul Newman í Spegli Tímans í gær.
Verðbólga hefur verið
mest í heiminum í Perú
og náði hún hámarki árið
1990 í 7.650%, en síðan
hefur ótrúlegur árangur
náðst og nú er verðbólg-
an aðeins 2% á mánuði.
Úr ferðagrein Hjartar Gíslasonar um
Perú. Mogginn í gær.
Þetta er argasta lygi.
Benedikt Davíðsson forseti ASÍ um þau
ummæli Sighvats Björgvinssonar að
vægi launa i lánskjaravísitölu hefðu
verið aukin á sínum tíma að beiðni full-
trúa samtaka launafólks. Tíminn i gær.
Rifjar Hannes Hólm-
steinn upp, að í umræð-
um um málið í borgar-
stjórn lagðist Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, borg-
arfulltrúi Kvennafram-
boðsins, gegn smíði
Kringlunnar. Taldi hún,
að þar væri um að ræða
„hrapallega mistök í
skipulagsmálum4 ‘.
Ritdómur Björns Bjarnasonar aiþingis-
manns um ævisögu Pálma í Hagkaup
eftir Hannes H. Gissurarson. Mogginn í
gær.
Deila hefur risið um það í
Bretlandi hversu mörg
eyðnipróf hertogaynjan
af York, Sara Ferguson,
hafi farið í.
DV í gær.
Atvinnumál og hlutverk
stj órnmálamanna
„Að loka úti erlendar fjárfestingar á íslandi er mol-
búahugsunarháttur og við komum okkur sjálfum í
koll með honum. Við eigum að feta í fótspor ná-
grannalanda og örva erlendar fjárfestingar með al-
mennum aðgerðum og upplýsingu.“
Ljóst er að atvinnumál verða með-
al helstu kosningamála næsta vor.
Allir flokkar og frambjóðendur segj-
ast leggja áherslu á atvinnumálin.
Hins vegar er veralegur munur á því
hvað að baki stendur þegar að er
gáð.
Atvinnumál era víðtækt hugtak.
Það innifelur meðal annars skamm-
tímaaðgerðir til að draga úr atvinnu-
leysi, langtíniauppbyggingu arðbærs
atvinnulífs, utanríkisverslun, erlend-
ar tjárfestingar, hvert hlutverk ríkis-
ins eigi að vera og margt fleira.
Alþýðuflokk-
urinn hefur haft
skýra og skyn-
samlega stefnu í
þessum mála-
flokki eins og
öðram. Flokkur-
inn hefur talið
nauðsynlegt að
taka á atvinnu-
leysi með
skammtímaaðgerðum á borð við
átaksverkefni og hefur beitt sér í því
efni. Hins vegar er ljóst að atvinnu-
leysi verður aðeins útrýmt til lengri
tíma litið á grandvelli heilbrigðs og
sjálfbærs atvinnulífs sem keppt get-
ur á jafnréttisgrandvelli við atvinnu-
líf annarra landa. Atvinnustefna Al-
þýðuflokksins miðar að uppbygg-
ingu íslensks atvinnulífs eftir þessari
framtfðarsýn.
Heilbrigt atvinnulíf þarf stöðugt
efnahagsumhverfi, lága verðbólgu
og hóflega vexti. Núverandi ríkis-
stjórn hefur tekist með varfærni og
hófsemi að stýra efnahagsmálum
þannig að þessi markmið hafa náðst.
Einhverjum hefði þótt það saga til
næsta bæjar fyrir 10 áram að Island
væri með lægstu verðbólgu í Evr-
ópu. Kollsteypustefna stjómarand-
stöðunnar, með gengisfellingum,
óraunhæfum kjarasamningum og
umframeyðslu úr ríkissjóði myndi
rasta þeim árangri sem náðst hefur.
Heilbrigt atvinnulíf þarf tolla- og
haftalaus tengsl við önnur lönd, þar
sem verslun og viðskipti geta gengið
fyrir sig á jafnréttisgrandvelli. Þetta
er smærri ríkjum sérstakt hagsmuna-
mál. Atvinnustefna Alþýðuflokksins
birtist meðal annars í tfmamóta-
samningum um EES og GATT sem
bjóða íslensku atvinnulífi ný tæki-
færi á erlendri grand. Stjómarand-
staðan er hrædd við allt sem útlenskt
er og vill helst loka fsland inni á bak
við tollmúra. Það er ekki stefna sem
skilar minna atvinnuleysi og aukn-
um hagvexti í framtíðinni.
Heilbrigt at-
vinnulíf þarf stöð-
ugt flæði þekkingar
og fjármagns milli
þeirra sem hafa
hugmyndir og
framkvæði og
þeirra sem vilja
fjárfesta í nýsköp-
un. Því fleiri teng-
ingar sem bjóðast
þarna á milli, því betra. Að loka úti
erlendar fjárfestingar á íslandi er
molbúahugsunarháttur og við kom-
um okkur sjálfum í koll með honum.
Við eigum að feta í fótspor ná-
grannalanda og örva erlendar fjár-
festingar með almennum aðgerðum
og upplýsingu. Alþýðuflokkurinn
áttar sig á þessu með Sighvat Björg-
vinsson iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra í broddi fylkingar. Stjómar-
andstöðuflokkarnir eru enn og aftur
fullir vanmetakenndar fyrir hönd ís-
lensku þjóðarinnar og telja að með
þessu sé verið að selja landið með
manni og mús. Sá málflutningur til-
heyrir annairí öld en þeirri sem við
nú lifum á. Raunar tel ég persónu-
lega það okkur í hag að leyfa útlend-
ingum að kaupa jarðir á Islandi og
óþarfi að setja öfgakenndar girðing-
ar við því eins og nú stendur til.
Heilbrigt atvinnulíf verður ekki
byggt upp með sjóðasukki og öðram
sértækum bjargráðum stjórnmála-
manna. Rikisstyrkir og niðurgreidd
lán era afar vandmeð-
farin tæki. Stjóm-
málamenn eiga ekki
að velja úr fyrirtæki
eða einstakar at-
vinnugreinar og ausa
í þau styrkjum og lán-
um eins og gert var í
fiskeldi og loðdýra-
rækt með hörmuleg-
um afleiðingum.
Besta form áhættu-
fjármagns er hlutafé
sem fjárfestar greiða
úr eigin vasa. Næst-
besta formið er hluta-
fé eða víkjandi lán frá
sjálfstæðum sjóðum
sem stjórnað er fag-
lega, hafa virkt eftirlit
með fjárfestingum
sínum og eiga að
skila arði af þeim.
Ókeypis eða ódýrt
fjármagn getur bein-
línis skaðað fyrirtæki
sem eiga að standa
sig í erlendri sam-
keppni, til lengri tíma
litið. Ekkert kemur í
staðinn fyrir eigendur
sem eru vakandi og
sofandi yfir rekstrin-
um, velta fyrir sér
hverri krónu. sníða sér stakk eftir
vexti og láta hlutina gerast með síg-
andi lukku. Hver er sá stjómmála-
maður sem getur séð fyrir sér næstu
útflutningsleið Islendinga? Hefði sá
maður komið auga á mögulegar
gjaldeyristekjur af Björk, Sigurjóni
Sighvatssyni, Kristjáni Jóhannssyni
og tölvuveirabananum Friðriki
Skúlasyni? Reyndar er umhugsunar-
efni að af þessu unga hæfileikafólki
er aðeins einn sem hefur sína starfs-
stöð á Islandi. Er það kannski af því
að hér snýst allt um fisk og landbún-
að?
Stjómarandstöðuflokkarnir með
Framsókn í broddi fylkingar líta svo
á, eins og raunar allt of margir kjós-
endur, að stjómmálamenn eigi með
beinum hætti að færa björg í bú og
atvinnu í hérað. Menn sitja jafnvel
með hendur í skauti og bíða eftir að
þingmennimir komi færandi hendi
með peninga úrríkissjóði, endurreisi
gjaldþrota útgerðir eða fiskvinnslu-
fyrirtæki í óbreyttri mynd svo blekk-
ingarleikurinn geti haldið áfram með
nokkur viðbótarfet í hengingaról-
inni. A meðan beðið er bölva menn
stjómmálamönnunum í sand og
ösku fyrir að vera ónýtir og svíkja
fögra loforðin.
Einhvem tíma kemur að því að
þessir ágætu kjósendur átta sig á því
að atvinnustefna andskotans skilar
minna en engu. Þegar sá efsti dagur
rennur upp mun Alþýðuflokkurinn
njóta góðs af sinni heilsteyptu raun-
sæisstefnu. Það kemur ekkert í stað-
inn fyrir fólkið sjálft og frumkvæði
þess. Stjómmálamennirnir eiga að
sjá um að umhverfið sé eins hagstætt
og unnt er miðað við ytri aðstæður
fyrir heilbrigð og sjálfbær fyrirtæki.
Af öðram atvinnumálum er farsælast
að þeir skipti sér sem minnst.
Höfundur er kerfisfræðingur og sit-
ur í stjórn Félags frjálslyndra jafn-
aðarmanna.
Pallborðið
Vilhjálmur
Þorsteinsson
skrifar
Hinumegin
Stöð 2 ætlar að efna til
mikillar skemmti- og
hátíðardagskrár á jóladag.
Þar verður spilað, sungið
og talað, en umsjón þátt-
arins verður í höndum
Kolfinnu Baldvinsdóttur
sem mun hafa verið valin
úr hópi fjölda umsækj-
enda til að gegna þessu
starfi. Ymsir gestir munu
koma þama við sögu, en
meðal annars hefur frést
að þeir Mörður Arnason
og Hannes Hólmsteinn
Gissurarson muni kasta
af sér
grím-
unni.
Sem
þýðir:
Að
þessu
sinni
munu
þeir
ekki
taka
einhvern vamarlausan
stjórnmálamann í bakarí-
ið, heldur ræða þeir um
fagnað-
arerindið
og jólin
kannski
jól
bernsku
sinnar...
Fullvíst er nú talið að
Stefán Guðmundsson
alþingismaður Framsókn-
ar á Norðurlandi vestra
freisti þess að fella Pál
Pétursson úr efsta sætinu
í galopnu prófkjöri flokks-
ins í byrjun janúar. Páll
hefur verið leiðtogi Fram-
sóknar á Norðurlandi
vestra undangengin kjör-
tfmabil, en vinsældir hans
hafa dvínað mjög. Stefán
stendur traustum fótum f
kjördæminu, og er veldi
hans sterkast á Sauðár-
króki sem er mikið Fram-
sóknarvfgi frá fornu fari.
Kunnugir telja þessvegna
að honum veitist létt verk
að ná oddvitasætinu ef
hann kærir sig um...
Meira um Norðurland
vestra. Talsvert er
bollalagt um væntanlegan
frambjóðanda Þjóðvaka í
kjördæminu. Ekki er talið
líklegt að nýi flokkurinn
komi manni að, enda
standa gömlu flokkamir
óvíða jafn fastir fyrir.
Engum frambjóðanda utan
gömlu flokkanna fjögurra
hefur tekist að vinna þar
sæti síðan núverandi kjör-
dæmaskipan var komið á
1959. Borgarallokkurinn
var hinsvegar ekki fjarri
takmarkinu 1987. Þá var
Andrés Magnússon, vin-
sæll læknir á Siglufirði, í
framboði en hafði ekki er-
indi sem erfiði. Menn
reikna helst með að
Sveinn Allan Morthens
verði frambjóðandi Þjóð-
vaka, og er ekki að efa að
hann gæti orðið Ragnari
Arnalds verulega skeinu-
hættur...
Prívatmaður
dagsins
Eftirfarandi dreifibréf
barst Alþýðublaðinu í gær,
til kynningar á splunku-
nýrri bók:
I skýrzlukladda þeim, er nú
lítur dagsins ljós er fyrsta
beina, eða opinbera og undan-
bragðalausa frásögn manns,
sem FRÍMÚRARAREGLAN
hefur beitt sér gegn/tekið fyrir.
I eitt og hálft ár hef ég, sem
prívatmaðurinn Eiríkur kann-
að EÐLI reglunnar, þau öfl,
sem að henni standa, ÞJÓNA
hennar og VERKLAG. Ég
vænti þess að hvort, sem ræð-
ur áhugi þinn á að vita tök
reglunnar á lýðveldinu, eða
viljir eigna þér mestu
SPENNUSÖGU þessarar
bókavertíðar, þá sé hún vel
þess virði... fæst í BÓKA-
BÚÐINNl BORG í Lækjar-
götu og
EYMUNDSON Hlemm.
EIRIKUR PRÍVAT-
M^ÐUR 070848-4499 FRÍ-
MURARA & VAMPYRU-
FRÆÐINGUR.
Fimm á förnum vegi Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf?
Guðbrandur Siglaugsson
smiður: íslenska stilfræði.
Erling Erlingsson aðstoðar-
verslunarstjóri: Óskars sögu Hall-
dórssonar.
Alexander Alexandersson
lögreglumaður: Góða sakamála-
sögu og HM-bókina.
Finnbogi Gunnlaugsson knatt-
spyrnumaður: Grandavegur 7 eft-
ir Vigdísi Grímsdóttur og Listin að
lifa, bókina um Gunnar Dal.
Þórður Geir Þorsteinsson
nemi: Bókina hans Guðbergs.