Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 3
1 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Bókadómur
Toppurinn á tilverunni
539,3 kílómetrar á Grænlandsjökli. Innfæddir furðuðu sig á Islendingunum sem ótilknúnir komu langan veg til
þess eins að takast á við Hvíta risann.
Ólafur Örn Haraldsson:
Hvíti risinn
Með köflum eftir Harald Örn
Ólafsson og Ingþór Bjarnason
Mál og menning 1994
Leyfið mér að gera dálitla játningu
í upphafi: Það var mjög með hálfum
huga sem ég byrjaði að lesa þessa
bók, og einungis fyrir eindregin
Hrafn
Jökulsson
skrifar
meðmæli sem ég hlaut að taka mark
á. Þessi for-dómur minn byggðist á
því, að ég hef aldrei stigið á skíði eða
haft áhuga á því sporti og ég vissi
ekki betur en bókin sú arna væri ein
allsherjar skíðaferð.
Lestur bókarinnar gerði mig að
sönnu margs vísari um skíðadellu.
Meiru varðar þó, að í bókinni er
dregin upp einkar heillandi mynd af
átökum manns og náttúruafla, svo
minnti helst á Jack London og fleiri
valinkunnar bernskuhetjur.
Ólafur Öm Haraldsson var 39 ára
þegar hann gafst uppá gh'mu við Ör-
æfajökul, fyrir mæði sakir og auka-
kílóa. Þá strengdi hann þess heit að
taka sjálfan sig í gegn fremur en
drabbast niður í andstuttan, beiskan
og sflspikaðan miðaldra karlhlunk.
Olafur Öm stóð við stóm orðin: Fá-
um ámm síðar gekk hann á skíðum
yfir Grænlandsjökul, einsog frægt
varð af fréttum í fyrravor.
Ólafur Öm lýsir því á sannfærandi
hátt hvemig hann varð háður nátt-
úmskoðun, sem síðan þróaðist í
ólæknandi þörf fyrir príl uppum fjöll
og fimdindi, og náði hámarki á
Grænlandsjökli. Ég hygg að þessi
fjallaárátta flokkist tvímælalaust
undir fíkn, og er svosem ekki ný af
nálinni. Sfðustu orð Höllu hans Ey-
vindar bera sömu fíkn vitni. Hún var
þá orðin gömul og lúin og einsömul í
veröldinni; sat undir húsvegg í Mos-
fellssveit einn blíðan veðurdag,
starði inná öræfin líkt og væri hún í
leiðslu og sagði: Fagurt er á fjöllum
núna. Daginn eftir var hún farin og
sást ekki framar.
Fleiri en undirritaður eiga erfitt
með að skilja hvað rekur menn að
ástæðulausu útí fimbulkulda og
háska. Ólafur Öm segir þannig frá
því, að Grænlendingar hafi ekki
botnað upp eða niður í mönnum sem
komnir vom alla leið frá íslandi til
þess að ganga ótilknúnir á hólm við
Hvíta risann - Grænlandsjökul.
Drjúgur hluti bókarinnar fjallar
um aðdragandann að Grænlandsæv-
intýrinu. Þar segir meðal annars frá
því þegar Ólafur og sonur hans, Har-
aldur, klifu Mont Blanc, mesta fjall
Evrópu: „Ijallanna hilmi" einsog það
var kallað í þýðingu Matthíasar Joc-
humssonar á ljóði Byrons. Þegar Ól-
afur stóð á tindi Mont Blanc var það
toppurinn á tilvemnni í orðsins
fyllstu merkingu.
Haraldur skrifar skemmtilega
kafla um klifur á Austur- Grænlandi,
þarsem hann var nærri því að hrata
fyrir ættemisstapa, og ferð á reið-
hjóli(l) yfir Vatnajökul.
Þeir feðgar fóm við þriðja mann,
Ingþór Bjamason, á fund Hvfta ris-
ans og undirbúningur tók tvö ár.
Hvert atriði var þaulhugsað, og fyrir
öllu séð af vísindalegri nákvæmni,
enda gat lífið legið við.
Ekki er hægt að segja annað en
Grænlandsjökull hafi reynt á þolrifin
í þeim félögum. Þeir lentu í hverjum
jökulstorminum á fætur öðmm - pit-
eraq er sú tegund fárviðris kölluð af
innfæddum og er ekkert lamb að
leika við.
Viðureign Ólafs Amar við Hvíta
risann var vitanlega framar öðm við-
ureign hans við sjálfan sig. Að því
leyti er hann á svipuðum slóðum og
áðumefndir mannraunahöfundar, og
fyrir vikið höfðar hann langt út fyrir
þröngan hóp ljallamanna.
Bókin er prýdd fjölda litmynda,
sem margar hveijar em undurfagrar í
hrikaleik sínum og segja meira en
mörg orð um þær þrekraunir sem
þeir félagar gengust sjálfviljugir
undir. I bókarauka er að finna marg-
víslegar tölulegar upplýsingar um
ferðina yfir Grænlandsjökul, útbún-
að og nesti: áreiðanlega mikill fróð-
leikur fyrir innvígða.
Ólafur Öm Haraldsson skrifar
lipran stfl og frásögn hans er hnökra-
laus; sama máli gegnir um framlag
sonar hans og Ingþórs Bjamasonar.
Þeim tekst að glæða efnið þesskonar
lffi að það höfðar ekki bara til for-
hertra íjallamanna heldur líka til
okkar hinna - sem finnst fjöllin best
þegar þau em hæfilega blá.
í bókinni er dreg-
in upp einkar
heillandi mynd af
átökum manns
og náttúruafla,
svo minnti helst
á Jack London og
fleiri valinkunnar
bernskuhetjur.
Gufubað á Vatnajökli! Haraldur Örn Haraldsson og félagar hjóluðu yfir
Vatnajökul. Þeir útbjuggu gufubað með því að tjalda yfir borholu á Svta-
hnjúk við Grímsvötn.
Bókin „Náttúru-
sýn“ hefur verið
gefin út á vegum
Rannsókna-
stofnunar í
siðfræði við
Háskóla íslands:
Safn
greina
um
siðfrædi
og
náttúru
Bókin Náttúrusýn,
safn greina um sið-
frœði og náttúru er
nú komin út á vegum
Rannsóknastofnunar
í siðfræði við Há-
skóla Islands. Rit-
stjórar em Róbert H.
Haraldsson heim-
spekingur og Þor-
varður Arnason líf-
fræðingur. I bókinni
em á þriðja tug
greina eftir jafn-
marga höfunda en
greinamar fjalla um
samskipti manns og
náttúru og falla í
fimm meginflokka:
Náttúra og trú, nátt-
úra og siðfræði, nátt-
úra og samfélag,
náttúra og listir og
náttúra og vfsindi.
Páll Skúlason pró-
fessor ritar inngang
bókarinnar og Vigdís
Finnbogadóttir for-
seti ritar lokaorð.
Vert er að geta þess,
að í tilefni af útkomu
bókarinnar Náttúm-
sýn gengst Siðfræði-
stofnun Háskóla Is-
lands fyrir málþingi í
stofu 101 í Odda
næstkomandi laugar-
dag, 17. desember,
klukkan 14 til 17.
f Mjóddinni
4 llt i
jólamatinn
sértilboð daglega
o o
KJÖT OG FISKUR
Sími 73900