Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Stefán Jóhann var ljúfmannlegur í um- gengni og velviljaður maður og ekki virt- ist mér hann bera þungan hug til pólit- ískra andstæðinga, en hann var mjög sár yfir framkomu þeirra flokksmanna sinna, sem hann taldi hafa brugðist sér. er, hinn aldni kanslari Þýskalands, varð mikill vinur hans, og áttu þeir löng samtöl, meðal annars kom þeim saman um, að það maetti ekki gera sömu siðferðiskröfur til stjómmála- manna og annarra manna og hlógu mikið að þessari ágætu kenningu. Kunningsskapur þeirra mun meðal annars hafa birst í því, að Stjóm Ol- afs átti kost á hagstæðu stórláni í Sambandslýðveldinu fyrir persónu- lega afskipti dr. Adenauers, en þegar næsta ríkisstjóm leitaði eftir þessu láni, lá það ekki á lausu. Biörn Þórðarson: Virdulegur og alvörugefinn Dr. Bjöm var virðulegur maður, yfirleitt nokkuð alvömgefinn, en þó glaðvær við nánari kynni, stórfróður um sögu lands og þjóðar, menn og málefni. Hann sagði vel ffá og hafði gaman af hinu kímilega. Orðtak hans var: stendur heima! Hann þótti ágæt- ur leikari, þegar hann var í Latínu- skólanum, og var sérstaklega frægur fyrir að leika gamlar kerlingar. Hann var formaður leikfélags skólans. Var oft haft á orði: Þetta er hann bjöm, sem lék kerlinguna! Ég kynntist dr. Bimi allvel og féll mætavel við hann, en mörgum þótti hann of formfastur og óaðgengileg- ur. Morguninn eftir að hann hafði haldið sína fyrstu ræðu í útvarp, eftir að hann varð ráðherra, bað hann mig að finna sig niður í skrifstofu sína og spurði formálalaust hvort ég hefði hlýtt á sig kvöldið áður. Játaði ég því. Fannst yður þetta líkjast minni rödd? spurði hann. Ég kvað já við þvt. Jæja, ekki þekkti ég röddina, sagði hann, og fór síðan að ræða verkefni dagsins. Dr. Bjöm var mikill eljumaður og samviskusamur. Sá ég á fundum, að honum leiddist stundum fávíst tal og málalengingar. Gat hann þá orðið dálítið uppstökkur og óþægilegur við þá sem vom langorðir og lögðu óviturlega til mála. Honum vom veisluhöld heldur hvimleið og kom flestu slíku yfir á utanríkisráðherra, Vilhjálm Þór. Dr. Bjöm bjó við heimilisörðugleika að þvf leyti, að kona hans og dóttir vom heilsuveil- ar, og mun það hafa átt sinn þátt í, hve lítið hann sinnti samkvæmislífi. Hann var góður húsbóndi, vitur maður, góðgjam og vammlaus. Stefán Jóhann: Hataður af kommúnistum Stefán Jóhann Stefánsson sætti löngum hörðum árásum kommún- ista, enda munu þeir hafa talið hann höfuðandstæðing sinn innan alþýðu- samtakanna. Stefán og Brynjólfur Bjamason vom bekkjarbræður í menntaskóla og tóku saman stúd- entspróf. Ekki er mér kunnugt um að þeim hafi farið neitt misjafnt á milli á þeim ámm. Ég hef ekki getað fúndið neina ástæðu til hins mikla haturs kommúnista á Stefáni aðra en þá, að þeir hafi óttast áhrif hans. Éinnig veittust nasistar að Stefáni. Stefán Jóhann var ljúfmannlegur í umgengni og velviljaður maður og ekki virtist mér hann bera þungan hug til pólitískra andstæðinga, en hann var mjög sár yfír framkomu þeirra flokksmanna sinna, sem hann taldi hafa bmgðist sér. Sem yfirmað- ur í Stjómarráðinu naut Stefán vin- sælda, enda var ánægjulegt að starfa fyrir hann. Steingrímur Steinþórsson: lllvígur og vingjarnlegur Steingrímur Steinþórsson var í hærra lagi og gildvaxinn. Hann var yfirlætislaus, blátt áfram og vin- gjamlegur. Hann var ágætur ræðu- maður og hafði þótt harðskeyttur og illvígur í stjórnmálaumræðum fyrr á ámm, og það sagði Ólafur Thors mér, að verst hefðu sér gengið rök- ræður á vissu skeiði á þingi við tvo andstæðinga, Steingrím og Svein- bjöm Högnason. Við Steingrím sætt- ist hann heilum sáttum, en ekki veit ég um viðskipti hans og sr. Svein- bjamar. Að sjálfsögðu var ekki auðvelt að halda saman og stýra ríkisstjóm, sem hafði innanborðs tvo fyrrverandi for- sætisráðherra, sem báðir vom flokksformenn. En þó held ég, að það hafi tekist vel þann tíma sem stjómin sat. Steingrímur var fámáll og fastur fyrir, drengskaparmaður og mikilúðlegur. Menn fóm ekki í skollaleik með hann. Á fúndi einum í ráðherrafundarsalnum, þar sem meðal annars var borgarstjórinn í var skýr ræðumaður, en þó ekki vel áheyrilegur. Talaði nokkuð fram í nefið og kryddaði sjaldan ræður sín- ar með gamansemi, þótt hann væri jafnan glaðlegur og viðræðugóður. Bjarni Benediktsson: Tortrygginn og flokksnollur Bjami Benediktsson tók við sem forsætisráðherra af Ólafi Thors 14. nóvember 1963, er Ólafur sagði af sér af heilsufarsástæðum. Bjami var um margt sérkennilegur maður. Hann var lágvaxinn, feitlaginn nokk- uð, með stórt höfuð, svipmikill og svipþungur. Hann var skrefstuttur og dálítið vaggandi í göngulagi. Þor- steinn Antonsson rithöfundur hefur lýst honum þannig, að það hafi verið eins og hann væri alltaf í of litlum skóm. Bjami var skapmikill, dugn- aðarmaður, nákvæmur í vinnubrögð- um og taldi ekkert lengur verið að gera hlutina rétt en vitlaust. Enginn efaðist um þekkingu hans og góðar gáfur, en ekki vom allir hrifnir af honum sem húsbónda. Það fór ekki milli mála, að hann var afar tortrygg- inn og flokkspólitískastur allra ráð- herra. Samskiptum okkar Bjama Bene- diktssonar lauk í árslok 1969. I árs- byijun 1970 tóku ný lög um Stjóm- arráð íslands gildi. Það var heimild til þess að aðgreina ráðuneyti, ef ver- ið höfðu fleiri en eitt undir stjóm sama ráðuneytisstjóra. Kvaddi Bjami mig á sinn fund föstudaginn 5. desember 1969 kl. 11.20 og sagð- ist ætla að nota þessa heimild og ráða sérstakan ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytið, þar sem menntamála- Bjarni var um margt sérkennilegur maður. Hann var lágvaxinn, feitlaginn nokkuð, með stórt höfuð, svipmikill og svipþungur. Hann var skrefstuttur og dálítið vaggandi í göngulagi. Þorsteinn Antonsson rithöfundur hefur lýst hon- um þannig, að það hafi verið eins og hann væri alltaf í of litlum skóm. Emil kom ávallt vel fyrir. Hann var skýr ræðumaður, en þó ekki vel áheyrilegur. Talaði nokkuð fram í nefið og kryddaði sjaldan ræður sínar með gamansemi, þótt hann væri jafnan glaðlegur og viðræðu- góður. ráðuneytið og ég væri flutt úr húsinu í Hverfisgötu 4-6, enda væri mennta- málaráðuneytið orðið mjög stórt. Tók hann ffam að betta væri ekki til að lítillækka mig, heldur vinnutil- högun. Benti ég á að ég myndi þá einnig eiga að láta af ríkisráðsritara- starfinu, því að nú væri það að lög- um tengt starfi ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneyti. Ræddum við síðan málið vinsamleea oe skildum kurt- eislega að sjálfsögðu, en hvomgur mun hafa saknað hins til muna. Gjalddögum fjölgar úr 4 í 12 Leið til að jafna greiðslubyrðina Húsnæðismálastjórn hefur samþykkt neðangreindar breytingar á gjalddögum húsnæðislána og húsbréfalána frá Húsnæðisstofnun ríkisins: ■ Gjalddagar á nýjum fasteignaveðbréfum húsbréfadeildar verða 15. dag hvers mánaðar frá og með 1. janúar 1995. | Frá og með gjalddaganum 1. febrúar 1995 verður greiðendum lána, sem útborguð hafa verið úr Byggingarsjóði ríkisins frá ogmeð 1. september 1986, gefinn kostur á mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi eftir breytingu verður 1. mars 1995. U Hið sama gildir um verðtryggð lán, sem útborguð hafa verið úr Byggingarsjóði verkamanna frá og með 1. júlí 1980. M Frá og með gjalddaganum 15. mars 1995 verður öllum greiðendum afborgana af fasteignaveðbréfum í eigu Byggingarsjóðs ríkisins, húsbréfadeildar, gefmn kostur á mánaðarlegum afborgunum. Fyrsti gjalddagi eftir breytingu verður 15. apríl 1995. Greiðendur eru um þessar mundir að fá tilkynningu um fjölgun gjalddaga ásamt eyðublaði þar sem þeir geta farið fram á fjölgun gjalddaga úr 4 á ári í 12. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS | | HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OPIÐKL. 8-16 VIRKA DA6A Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, urðu allháværar umræður, og tók Gunnar til máls án þess að forsætis- ráðherra hefði gefið honum orðið. Þyngdist þá brúnin á Steingrími, og allt í einu hóf hann hnefann á loft og barði bylmingshögg í borðið, svo að vatnsglösin dönsuðu, og sagði: Ég er fundarstjóri hér. Fór fundur- inn skipulega fram eftir það. Emil Jónsson: Vel gefið prúðmenni Emil Jónsson var vel gefinn maður, prúðmenni og naut mikils álits. Hann varð stúdent 17 ára og hafði lokið verkfræðinámi í Kaup- mannahöfn 23 ára. Emil var afar fljótur að átta sig á málum og hik- laus að taka ákvarðanir. Ég man eft- ir smáatviki. Við höfðum í ráðu- neytinu tekið saman yfirlit yfir allar nefndir á vegum hins opinbera, skráð nefndarmenn og laun þeirra, og vildum birta þetta til fróðleiks. Slíkar upplýsingar lágu þá ekki á lausu og nefndarskipanir og kostn- aður við þær, ferðakostnaður á veg- um ríkisins og risna voru þá eins og jafnan eftirlætisárásarefni stjómar- andstöðunnar á hverjum tíma. Dauflega hafði verið teicið í það af ráðamönnum að birta þessar nefndaupplýsingar, en þegar ég bar málið undir Emil samþykkti hann óðara birtingu. Benti ég honum þó rækilega á, að þetta plagg gæti orð- ið ádeiluefni á ýmsa. Þetta tæpa ár sem Emil sat sem forsætisráðherra fór að mestu í að undirbúa samstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, en stjóm þeirra tók við völdum í nóvember 1959 og sat með nokkmm mannaskiptum til 14. júlí 1971, í tólf ár. Emil kom ávallt vel fyrir. Hann

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.