Alþýðublaðið - 15.12.1994, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1994
tlíWBUÐID
20840. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Kosningarétturinn
er ekki
verslunarvara
Sameiginleg nefnd stjómmálaflokkanna um endurskoðun kosn-
ingalaga og stjómarskrár hefur loksins tekið til starfa. Mjög brýnt
er að niðurstaða fáist í málið fyrir lok janúar og stjómarskrár-
breyting verði samþykkt íyrir þinglok. Að öðmm kosti mun mál-
ið dragast fram á næstu öld, nema kosið verði tvisvar sama árið
einsog fordæmi em við breytingar af þessu tagi. Það má þó ekki
líta þannig á, að bara einhver breyting sé betri en engin. Núna
duga gömlu smáskammtalækningarnar ekki. Það yrði Alþingi til
minnkunar, og endanleg staðfesting þess að þingmenn séu óhæf-
ir til að véla um kosningalög, ef samþykkt verður breyting sem
verður orðin úrelt eftir fjögur ár þegar hún á að taka gildi.
Stefna Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - í mál-
inu er skýr: Að gera landið að einu kjördæmi. Fyrir liggur, að
þessi hugmynd á mikið og vaxandi íylgi í öllum stjómmálaflokk-
um. í raun og vem er þetta eina aðferðin sem völ er á sem trygg-
ir jafnan kosningarétt til frambúðar. Endalaust hringl með stjóm-
arskrána er óæskilegt, og því réttast að stíga stórt skref í þessu
mikla réttlætismáli. Það er þó ekki líklegt að þessi róttæka og
skynsamlega hugmynd nái fram að ganga í þetta skipti. Spum-
ingin er því sú, hvemig hægt sé að fá niðurstöðu í málið sem
meirihluti Alþingis getur sætt sig við.
Það er ljóst að Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti
geta ekki sætt sig við óbreytt kjördæmakerfi. Ástæðan íyrir þessu
er einföld. Verði kosningaréttur jafnaður - þótt sá
, jöfnuður" verði takmarkaður - hefur það í för með sér færri
þingmenn í hveiju kjördæmi landsbyggðarinnar en fleiri í
Reykjavík og á Reykjanesi. Sumir flokkar yrðu því flokkar á
landsvísu en aðrir fyrst og fremst höfúðborgarflokkar. Erfíðara
yrði einnig fyrir ungt fólk og konur að ná kjöri á
landsbyggðinni og er ekki á bætandi í þeim efnum.
Hefðbundinn réttur héraða til þingmanna hefur vegið mjög þungt
hér á landi. Þetta er ástæða þess að þingmönnum hefur ávallt ver-
ið ljölgað þegar jafna hefur þurft kosningarétt
landsmanna. Ekki er hægt að fara þessa leið núna, og ljóst að
þingmönnum landsbyggðar verður að fækka á kostnað
höfuðborgarinnar. Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta, er að
gera landið allt að einu kjördæmi, því þá fyrst em þingmenn full-
trúar allra landsmanna. Samfara fækkun þingmanna
landsbyggðar þarf að jafna kosningarétt landsbyggðarfólks
innbyrðis. Hvaða vit er í því að íbúar Norðurlands vestra hafi
meira vægi en íbúar á Norðuriandi eystra? Hvaða glóra er í því,
að einn þingmaður flyst við næstu kosningar frá Norðurlandi
eystra til Reykjaness? Það er auðvitað ekki heil brú í þeini
ákvörðun; kjósendur á Norðurlandi eystra hafa minnsta atkvæða-
vægið á landsbyggðinni og enn versnar staða þeirra við næstu
kosningar.
Krafa Alþýðuflokksins er sú, að kosningaréttur verði jafnaður að
fullu. Kosningarétturinn er mannréttindi, en ekki
verslunarvara í pólitískum hrossakaupum. Á þessu þingi á að
endurskoða mannréttindaákvæði stjómarskrárinnar, og ættu
þingmenn að sjá sóma sinn í því að jafna kosningaréttinn í
leiðinni. Annað er hræsni. Heykist þingmenn á því að jafna kosn-
ingaréttinn að fullu, en stíga í staðinn hænufet í rétta átt, verður að
gera þá lágmarkskröfu að viti verði komið í
kjördæmakerfið. Ákveða verður misvægi atkvæða milli Reykja-
víkur og landsbyggðarinnar og jafna síðan kosningaréttinn að
fullu milli landsbyggðarkjördæma. Sú fmmstæða héraðahugsun
sem nú ræður ríkjum gengur ekki lengur; þingmenn em fulltrúar
fólks en ekki tiltekins landflæmis. Verði þetta
niðurstaðan er óhjákvæmilegt annað en að endurskoða kjör-
dæmakerfið og stækka kjördæmin frá því sem nú er.
Varanlegt réttlæti verður hinsvegar ekki tryggt nema með því að
gera landið allt að einu kjördæmi.
Konungdæmi án kórónu
„Forseti Islands tákn frelsis og
þjóðareiningar” er heiti sýningar
sem nýskeð opnaði í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Þama eru margar fal-
legar ljósmyndir af forsetum Islands
með bömum, gamalmennum, sendi-
fulltrúum og erlendum þjóðhöfð-
ingjum. Ekki ætti það að koma á
óvart og allt er þetta með þeirri lit-
prentuðu glansmyndaráferð sem
einkennir þessa höfuðstofnun Is-
lands.
Einhvert einkennilegasta tabú í
íslensku þjóðfélagi er þetta forseta-
embætti. Um það má ekki tala nema
í afar hástemmdum tóni, helst með
lotningu. Ekki einung-
is að það séu óskráð
lög að ekki megi ræða
um forsetann sjálfan
nema í lofgjörðarstíl,
heldur er líka forboðið
að fjalla um embættið
sjálft, eðli þess, hlut-
verk og tilgang.
Undanfarin ár hafa
verið að koma út eins
konar ævisögur þriggja fyrri forseta
lýðveldisins. Þar er hátíðleikinn svo
afturvirkur að helst má ekki segja
neitt um þessa menn sem gæti nálg-
ast það að vera forvitnilegt eða haft
eitthvert gildi fyrir stjómmálasög-
una. I staðinn er klippt út úr heim-
ildum í upphafningu, meinleysi og
skoðanaleysi sem er fullkomlega
óintressant - nema kannski fyrir
nánustu ættingja sem geta omað sér
við minningar um góða menn.
Og jafnvel um sjálfar embættis-
færslur forsetans skal ríkja kurteis
þögn. Eg minnist þess að einn
morgun fyrir nokkrum ámm vom
tveir kollegar mínir úr blaðamanna-
stétt kallaðir á forsetafund í Stjóm-
arráðinu. Þar vom þeir ávítaðir fyrir
að hafa gert því skóna í blaðagrein
að forsetinn hefði fhugað alvarlega
að setja á laggimar utanþingsstjóm
eftir þingkosningar Ijómm ámm áð-
ur. Blaðamennimir fengu bágt fyrir
og það breytti engu þótt háttsettir
stjómmálamenn staðfestu frásögn
þeirra. Þetta var feimnismál, rétt
eins og það sé í hæsta máta eðlilegt
að pukrast með það fyrir þjóðinni
hvemig henni er stjórnað.
I einhverjum fyrri pistli mínum
skrifaði ég um áhuga Islendinga á
formi fremur en vitrænu innihaldi,
hvemig við emm hæstánægð með
að hafa hin ytri tákn menningarsam-
félags en fáumst síður um gagnsemi
þeirra; landlægan og innantóman
hátíðleika sem íslendingar virðast
halda að sé siðfágun en er máski
ekki til marks um annað en heimótt-
arskap smáþjóðar sem velkist milli
minnimáttarkenndar og mikillætis.
Satt að segja veit ég ekki annað
betra dæmi um þessa tilhneigingu
en forsetaembættið.
Nýútkomið rit eftir Jacques Mer,
fyrrverandi sendiherra Frakka á
íslandi, er einhver gleggsta umfjöll-
un útlendings um íslenskt stjóm-
mála- og efnahagslíf. í bókinni, sem
ber heitið L’Islande - Une ouvert-
ure obligée mais prudente, skrifar
Jacques Mer ítarlegar um forseta-
embættið en flestir Islendingar virð-
ast hafa áhuga á. Hann fer mörgum
lofsamlegum orðum um ræktarsemi
Vigdfsar Finnbogadóttur við tungu
og menningu og um framkomu
hennar á erlendri grund. En, segir
hann, alþjóðlegar vinsældir Vigdís-
ar hafa valdið margvíslegum mis-
skilningi í útlöndum. Þar virðist
mörgum eðlilegt að álykta að ís-
lenski forsetinn hafi mikil völd, að
hún sé eins konar drifljöður samfé-
lagsins og geti ráðið athöfnum ríkis-
stjóma. Af þessu ráði menn enn-
fremur að konur hafi komið sér vel
fyrir í íslensku stjómmálalífi og geti
þar farið sínu
fram að vild.
Þetta segir
Jacques Mer
að sé af og frá
- eins og við
vitum auðvit-
að öll Islend-
ingar. Staða
kvenna í ís-
1 e. n s k u m
stjómmálum sé þröng, sérstaklega í
samanburði við aðrar Norðurlanda-
þjóðir. Hann skrifar líka að reynslan
af valdaferli Vigdísar sýni að varla
sé hægt að tala um einhvem karl-
mannlegan eða kvenlegan stíl sem
hafi mótað forsetaembættið; sú
staðreynd að kona hafi setið á stóli
þjóðhöfðingja hafi í sjálfu sér ekki
leitt til batnandi stöðu kvenna svo
merkjanlegt sé.
Jacques Mer segir að við stofnun
lýðveldisins hafi orðið úr að koma
hér á fót „konungdæmi án kórónu”.
Þetta konunglega eðli (la nature qu-
asi monarchique) birtist ekki síst í
því að forsetar hér geti setið eins
lengi og þeir kæri sig um og í þeirri
óskráðu reglu að það sé ósæmilegt
að bjóða fram gegn sitjandi forseta.
Hann bendir réttilega á að eina
framboðið gegn forseta í sögu lýð-
veldisins, þegar Sigrún Þorsteins-
dóttir bauð sig fram gegn Vigdísi
1988, hafi verið álitið ókurteisi. Því-
næst rekur hann helstu gagnrýnisat-
riði Sigrúnar: að forsetinn notaði
ekki stjórnarskrárvald sitt en kysi
heldur að opna blómasýningar, að
henni væri ljúfara að tileinka sér
háttarlag Danadrottningar en að
beita sér fyrir umbótum í samfélag-
inu.
Jacques Mer segir í bók sinni að
þótt þessi gagnrýni hafi falskan
hljóm sé þama raunverulegt vanda-
mál; Staða forseta sem samkvæmt
hefð hafi í raun enn takmarkaðri
völd en stjómarskráin kveður á um.
Nú er ég ekki að beiðast þess að
forsetinn beiti neitunarvaldi
sínu til vinstri og hægri, feli pólit-
íkusum stjómarmyndunarvald eftir
geðþótta - eða gaspri í íjölmiðlum
um öll tækifærismál.
Hins vegar er ekki víst að það sé
heppilegt að forsetinn taki alltaf al-
mennustu afstöðu sem hægt er að
finna í hverju máli. Smátt og smátt
fer málskrúðið að líkjast jöfnum og
áreynslulitlum kliði; embættið hefur
likt og málað sig út í hom og við
stöndum frammi fyrir þeim orðna
Silfur Egjls
hlut að forset-
inn er alhliða
skrautpersóna
sem hefur það
hlutverk helst
að vera æðsti
tækifæris-
ræðumaður
þjóðarinnar.
Og í tæki-
færisræðum
vilja menn
ekki heyra
neitt ljótt eða
leiðinlegt,
enda hefur
forsetinn frek-
ar álitið það í
sínum verka-
hring að
skjalla íslend-
inga en vanda
um við þá eða
veita þeim
móralska til-
sögn. Ein-
hverjir myndu
kannski and-
mæla og segja
að með göfug-
um orðum um
tungu, þjóð og
bókmenntir sé
forsetinn að
stappa í ís-
lendinga stál-
inu eða hvetja
þá til dáða en
ég vil frekar
nota sögnina
að hrósa - að
hrósa sér og
öðmm í sjálfs-
ánægju sem
snýst í hringi
kringum sjálfa
sig.
Nú em til
forsetar sem
hafa ekki
meiri völd en
„Hins vegar er ekki víst að það
sé heppilegt að forsetinn taki
alltaf almennustu afstöðu sem
hægt er að finna í hverju máli.
Smátt og smátt fer málskrúðið
að líkjast jöfnum og áreynslulitl-
um kliði; embættið hefur líkt og
málað sig út í horn og við stönd-
um frammi fyrir þeim orðna hlut
að forsetinn er alhliða skrautper-
sóna sem hefur það hlutverk
helst að vera æðsti tækifæris-
ræðumaður þjóðarinnar.“
forseti íslands,
jafnvel ívið
minni, en hafa
þó áunnið sér virðingu heima og í
útlöndum með því beita þjóð sína
uppbyggilegri aðfmnslusemi. Ri-
chard von Weizsacker, fyrrverandi
forseti Þýskalands, var maður sem
vandaði orð sín og varð eins konar
samviska þjóðar sinnar, en áður
höfðu forverar hans í embætti varla
gegnt öðru hlutverki en að sitja í
veislum og éta á sig gat. Þótt Mary
Robinson, forseti Irlands, fari að
öllu með gát þykir hún boðberi nýrri
og frjálslyndari tíma á þessu eylandi
þar sem þar sem almenningur er
þjakaður af rammkaþólsku aftur-
haldi. Hún tók við sæti þar sem áður
höfðu lengi setið lftilsigldir flokk-
spótintátar.
Úr hálfgerðu tómarúmi hefur
báðum þessum forsetum tekist að
ljá embætti sínu eitthvert vitrænt
innihald og stærð svo hlustað er á.
Hér á landi hafa fjórir forsetar vélað
um, náttúrlega í samspili við pólitík-
usa og okkur þjóðina, og embættið
skroppið saman í að vera tákn sem
ekki er alltaf gott að segja hverrar
merkingar er.
Fyrir fáeinum árum kom Fran^ois
Mitterrand Frakklandsforseti í
opinbera heimsókn til fslands. Ég
fylgdist með heimsókninni fyrir rík-
isfjölmiðil og þóttist góður, enda
ekki oft að maður fær að elta heims-
leiðtoga af slíkri stærð. Mér fannst
maðurinn hafa yfir sér blæ mikil-
mennis, þótt hann væri smár, grár
og gugginn. Því veitti ég sérstaka at-
hygli þessa tvo daga að Mitterrand
virtist ekkert sérstaklega áhugasam-
ur um að tala við forseta Islands.
Mér sýndist hann hins vegar
skemmta sér hið besta í samræðum
við Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og Steingrím Her-
mannsson sem þá var forsætisráð-
herra. Valdamaðurinn Mitterrand
leitaði líkt og af eðlisávísun í félags-
skap annarra valdamanna, hversu
Iftilfjörlegir sem þeir kunna svo að
vera á hans mælikvarða.
I augum hans virtist forseti ís-
lands hins vegar fremur vera sam-
kvæmiskona en leiðtogi. Eða þá
drottning án kórónu.
Dagatal 15. desember
Atburdir dagsins
1840 Jarðneskar leifar Napóleons
lagðar til hvílu í Les Invalides í Par-
ís. 1890 Sitting Bull - Sitjandi tarfur
- höfðingi Siouxindíána skotinn til
bana, 69 ára að aldri. 1916 Orustunni
við Verdun lýkur: 700 þúsund liggja
valnum. 1966 Walt Disney deyr.
1989 Lögreglan í Kolumbíu drepur
Gonzalo Gacha, einn af leiðtogum
kókaínhringsins sem kenndur er við
Medeliin.
Afmælisbörn dagsins
Alexandre-Gustave Eiffel franskur
verkfræðingur sem hannaði tuminn
sem við hann er kenndur, 1832.
John Paul Getty bandarískur auð-
kýfingur og olíubarón, 1892. Alan
Freed bandarískur plötusnúður sem
fann upp hugtakið „rokk og ról“.
Málsháttur dagsins
Sjaldan er lymskur lundhastur.
Annálsbrot dagsins
Dó gift kona snögglega í Ölvesi í
Hjallakirkjusókn. Lét presturinn slá
upp kistuna, og virtist þeim hana
skoðuðu hennar háls og kverkar blá-
ar vera. Hennar maður hér við rykt-
aður og til eiðs dæmt.
Setbergsannáll, 1701.
Glámskyggni dagsins
Og það er haft síðan fyrir orðtæki að
þeim Ijái Glámur aguna eða gefi
glámsýni er mjög sýnist annan veg
en er.
Grettis saga.
Gledipinni dagsins
Sama mátti segja um síra Matthías
eins og Snorri um Ólaf Tryggvason:
Hann var allra manna glaðastur.
Þrátt fyrir margvíslegt mótlæti, sem
honum mætti á lífsleiðinni, virtist
hann alltaf vera í góðu skapi.
Einar H. Kvaran um Matthías Jochumsson.
Orð dagsins
Man ég okkar jyrri fund
fom þó ástin réni;
nú er eins og hundur hund
hitti á tófugreni.
Vatnsenda-Rósa.
Skák dagsins
Hvíta staðan í tafli dagsins er til
marks um, að ekki er ávallt einhlítt
að láta dólgslega. Purgin stýrir hvítu
mönnunum og hótar öllu illu, meðal
annars að drepa svörtu drottninguna.
Novoselov hefur svart og á leikinn
og lætur gaspur og vesen Purgins
sem vind um eyru þjóta - og mátar í
þremur leikjum. Hvað gerir svartur?
1. ... Hxe4!! 2. Heal 2. fxe4
Dxe4+ 3. Hxe4 Bxe4+ 4. Dg2 Hdl
mát. En nú kemur annar svartur
þrumuleikur: 2. ... Hel!! 3. Rxe8
Bxf3 mát.