Alþýðublaðið - 29.12.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 29.12.1994, Side 1
Jólapakki í lélegum umbúðum - segir Garðar Mýrdal formaður Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur um framboðsmálin. „Það var búið að segja að það yrði prófkjör. Þá kemur fólk sem hafði áður farið í prófkjör, fólk eins og Auður Sveinsdóttir og Guðmundur Þ. Jónsson, rýkur í fjölmiðla og seg- ist til í slaginn. Svo kemur bara yfír- lýsing um að það ætli að hætta við. Mér fannst það ekki smart. Mér fannst það illa innpakkaður jóla- pakki, umbúðimar lélegar,“ sagði Garðar Mýrdal formaður Alþýðu- bandalags Reykjavíkur í samtali við blaðið. Garðar beið ósigur þegar kjördæmisráð Alþýðubandalagsfé- laganna í Reykjavík samþykkti með 41 atkvæði gegn 22 að viðhafa ekki forval eða prófkjör við uppstillingu á lista flokksins í Reykjavík fyrir kom- andi þingkosningar. Ýmsir fulltrúar á fundinum brugðust illa við því að hætt var við prófkjör. Alfheiður Ingadóttir sagði leitun að öðm eins klúðri. Heimildir innan Alþýðu- bandalagsins herma að Garðar og fé- lagar hans sem stóðu fast við kröfu um prófkjör hafi fengið einhverja dúsu til að þeir sættu sig við niður- stöðuna. Garðar neitar þessu ákveð- ið. „Ég varð í minnihluta í þessari at- kvæðagreiðslu kjördæmisráðs þar sem kjömefnd fékk umboð ráðsins til að klára málið og stilla upp á list- ann. Hún klárar væntanlega það verk og ég hef ekki frekar blandað mér í þeirra störf. Þeir hafa ekki snúið sér til mín og ég hef ekki verið að leita þá uppi. En væntanlega reynir kjör- nefnd að leita sem víðtækastrar sam- stöðu um röðunina innan flokksins og meðal fylgismanna hans,“ sagði Garðar. Hann sagðist ekki hafa á móti framboði Ögmundar Jónasson- ar eða Bryndísar Hlöðversdóttur en vera á móti því að viðhafa ekki pról'- kjör. Vöruskipti við útlönd fyrstu 11 mánuði ársins: Hagstæð um 18 milljarða Fyrstu ellefu mánuði þessa árs vom fluttar út vörur fyrir 102,6 milljarða króna en inn fyrir 84,5 milljarða fob. Afgangur var þvf á vömskiplunum við útlönd sem nam 18,1 milljarði króna en á sama tíma í fyrra vora þau hag- stæð um tæpa 12 milljarða króna á föstu gengi. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni. Verðmæti vörainn- flutningsins fyrstu ellefu mánuði þessa árs var 8% rneira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Að frátöldum innflutningi sér- stakrar fjárfestingarvöru reyndist annar innflutningur hafa orðið 6% meiri á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Þar af jókst innflutningur á matvöra og drykkjarvöru um 10%, fólksbílainnflutningur dróst saman um 4%, innflutningur ann- arrar neysluvöra var 3% meiri en á sama tíma í fyrra en innflutning- ur annarrar vöru jókst um 8%. Alþýðuflokkurinn í Kópavogi: Vilja bjóða Kársnesið undir olíustöð Irwing Oil Guðmundur Oddsson: Á Kársnesi Myndi skapa mikla atvinnu. „Þessi tillaga okkar miðar að því að efla atvinnu í bænum. Kópavogur virðist því miður ekkert í umræðunni þegar atvinnuuppbygging er annars- vegar. Því viljum við breyta,“ sagði Guðmundur Óddsson bæjarfulltrúi í Kópavogi í samtali við Alþýðublað- ið. Guðmundur hefur ásamt Kristjáni Guðmundssyni, öðram bæjarfulltrúa flokksins í Kópavogi, lagt til að bæj- arstjórn hefji viðræður við Irwing Oil um hvort óbyggt landssvæði yst á Kársnesi komi til greina undir olíu- birgðastöð. í tillögu Guðmundar og Kristjáns er ennfremur sagt að auð- velt sé að byggja upp góða hafnarað- er hægt að útbúa besta viðlegukant á landinu. stöðu við Kársnes, þarsem mikið dýpi geri stóram skipum kleift að komast að nesinu. Irwing Oil ætlar að hefja staifsemi á íslandi og hefur leitað hófanna við Reykjavíkurborg vegna væntanlegr- ar uppbyggingar. Guðmundur Odds- son segir að Kópavogur eigi tví- mælalaust að freista þess að fá fyrir- tækið til sín. „Reykjavíkurborg er búin að bjóða þeim land sem er enn undir sjó. Það eina sem við þurfum að gera er að slá niður þili, og þá er kominn besti viðlegukantur á höfuð- Guðmundur: Vill bjóða Kársnesið undir olíustöð Irwing Oil. borgarsvæðinu. Við eram búin að sjá á eftir nógu mörgum fyrirtækjum til Reykjavíkur." I rökstuðningi með tillögu sinnt segja Guðmundur og Kristján meðal annars: „Ef samningar tækjust, þá eru þama miklir möguleikar á að landsmenn fengju ódýrari olíuvörar og raunveraleg samkeppni yrði í ol- tuversluninni. Það er einnig nokkuð Ijóst að þessi starfsemi myndi skapa mikla atvinnu við uppbyggingu og eins myndi bæjarfélagið vonandi hafa tekjur af þessu fyrirtæki." Bæjarráð Kópavogs fundar í dag. og er búist við að tillagan verði þá rædd til hlítar. Sportveiðiblaðið storkar áfengislöggjöfinni með Vodkaauglýsingu: Forboöin auglýsing I nýjasta tölublaði Sportveiðiblaðs- svo málamyndaumljöllun um vodka smugur sem menn gætu skýlt sér í. tækju ávallt vel í að færa hlutina til ins er heilsíða sem illmögulegt er að skilja öðravísi en sem áfengisauglýs- ingu fyrir Finlandia vodka, enda fylli- lega sambærileg við aðrar slíkar fyrir sömu áfengistegund sem birst hafa í blöðum og tímaritum erlendis. Þetta væri í sjálfu sér ekki frásagnarvert nema fyrir þær sakir að slíkar auglýs- ingar era bannaðar samkvæmt ís- lenskri löggjöf. A sfðunni á móti er þar sem verksmiðjunni sem framleið- ir þá áfengistegund, sem auglýsingin á við, er hælt á hvert reipi. Jón Guð- bergsson hjá áfengisvamarráði tjáði Alþýðublaðinu að að öllum líkindum yrði þetta tiltæki kært. Hann sagði jafnframt að áfengisvamaráð hefði einu sinni kært ákveðinn aðila fyrir sömu sakir, en þá hefði ekkert komið út úr kæranni. Það væra svo margar Jón tók það jafnframt fram að hann sæi ekki fyrir sér neina smugu fyrir þessa auglýsingu. Ómar Smári Ar- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn, sagði að lögreglan tæki svona mál fyrir ef kæra bærist og bæri sam- an auglýsinguna og löggjöfina. Hann sagði að talsvert væri um það að áfengisauglýsingar væra birtar vegna vanþekkingar á lögunum og að menn betri vegar. „En svo era til menn sem notfæra sér gráu svæðin vísvitandi." sagði Ómar Smári ennfremur. Börkur Amason hjá Globus, sem hefur með innflutning viðkomandi áfengisteg- undar að gera, neitaði allri aðild að rnálinu og vísaði alfarið á útgefenda Sportblaðsins. Hann kvaðst hins veg- ar ekki hanna umfjöllun um þá vöru- tegund sem væri hans lifibrauð að selja. Aðspurður um afstöðu sinnar til löggjafarinnar um bann við auglýs- ingum á áfengi, sagðist Börkur ekki leyna þeini skoðun sinni að hann teldi að áfengis- og tóbaksauglýsingar sem slíkar, hefðu engin áhrif á neyslu áfengis og tóbaks. Þær yrðu aðeins til þess að þeir sem neyttu þess þegar, færðu sig á milli tegunda. Ekki náðist í útgefanda og ábyrgð- Áfengisauglýsingin sem birtist á heilsíðu í nýjasta tölublaði Sport- blaðsins. Áfengisvarnaráð hyggst að öllum líkindum kæra tiltækið. armann Sportblaðsins, Gunnar Bend- er, þar sem hann er í jólafríi, fjarri skarkala höfuðborgarinnar. Stungið saman nefjum Þingmenn fengu rétt tækifæri til að taka utan af gjöfunum sínum og sporðrenna jólasteikinni áður en þeir voru kallaðir aftur til skyidustarfa við Austurvöll. Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra voru al- varlegir í bragði í gærdag enda sjálfsagt að ræða um einhver framfaramál í þágu lands og þjóðar - nema Halldór hafi verið að sýna Össuri nýjustu vísurnar sínar. A-mynd: E.ÓI. Landsmönnum fjölgaði um 0,70% Sjaldan jafn lítil fjölgun Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var mannljöldi á land- inu 1. desember 266.786. Á einu ári fjölgaði íbúum um 1.867 eða 0,70%. Fjölgun hefur sjaldan orðið minni hlutfallslega, en 1993 var ijölgunin 1,04%. Nákvæmar tölur um breyt- ingar manntjöldans árið 1994 liggja ekki fyrir, en svo virðist sem tala að- fluttra til landsins verði um 850 lægri en tala brottfluttra, en tala fæddra um 2.700 hæni en tala dáinna. Að lík- indum fæðast um 4.450 börn á árinu og 1.750 manns deyja. Til landsins flytjast um 2.700 manns en frá því um 3.550. Mannfjöldi óx um 1,5% á höfuð- borgarsvæðinu 1994, 0,7% á Suður- nesjum, 0,4% á Suðurlandi og 0,1% á Norðurlandi eystra. Á Austurlandi fækkaði fólki um 1,0%, á Norður- landi vestra um 1,4% og um 1,6% á Vestíjörðum og á Vesturlandi. Fækkunin á Vesturlandi, Norður- landi vestra og Austurlandi er hin mesta sem orðið hefur þar á liðnum áratug. I Reykjavik fjölgaði fólki um 1.212 eða 1,2%. Reykvíkingar era nú 103.036 talsins. I öðrum sveitar- félögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2,1 %, mest í Bessastaða- hreppi eða um 3,5%. Þann 1. desember vora karlar á landinu 133.784 en konur 133.002. NEISTI málgagn jafnaðarmanna á Norðurlandi vestra er samferða Alþýðublaðinu í dag og er dreift á öll heimili í kjördæminu. Alþýðublaðið í dag Gylfi Þ. Gíslason: Opið bréf til Jóns Baldvins Pallborð 3 Ellefubíómaður gerir upp sakir við listina Silfur Egils 2 Vilhjálmur Þorsteinsson um siðbót og stjórnmál Pallborð 4 Alger Fáviti: Arnór Benónýsson skrifar um Fávitann Leikhús 5 Lítill, feitur karl ríf- ur kjaft: Karl Th. skrifar um Krumma Bókarumfjöllun 5 Fortíðarþráin og

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.