Alþýðublaðið - 29.12.1994, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
Réttur til að myrða?
Abdullah, með stuðningi Lufti frænda síns, ákvað að taka til sinna ráða og
veita systur sinni ráðningu. Hún fólst í því að taka hana af lífi. Að foreldr-
unum viðstöddum. Þeir hreyfðu ekki litla fingur. Hún átti þetta víst skilið
stelpan fyrir óhlýðnina. Heiðri fjöiskyldunnar var bjargað...
Fjölskylda tyrk-
neskra innflytjenda í
Frakklandi stóð sam-
an að aftöku
Nazmiye. Hún var 15
ára. Málið hefur vak-
ið óhug og varpað
ljósi á vaxandi tog-
streitu þeirra sem al-
ast upp í tveimur
gerólíkum menning-
arheimum.
Tyrkneskir innflytjendur í Colmar
í Frakklandi eru reiðir. Þeir eru sann-
færðir um að dómarinn sem dæmdi
hjónin, Elife og Mustapha, sem em af
tyrkneskum uppmna, í ævilangt
fangelsi hafi verið of strangur. Þeim
linnst hann líka hafa verið of harður
við son þeina, Abdullah og frændann
Lufti, sem einnig fengu lífstíðardóm.
Þau vom öll dæmd fyrir sama glæp-
inn: morðið á hinni fimmtán ára
gömlu Nazmiye. Hún var dóttir hjón-
anna, systir Abdullah. Veitti það
þeim leyft til að fara með hana eins
og þeim þóknaðist? Jafnvel taka frá
henni líftð af því hún hlýddi þeim
ekki? Af því hún var þeim til skamm-
ar? Það er erfitt að skrifa undir slíka
röksemdafærslu. Erfitt að skilja með
hvaða rétti Ijölskylda getur dæmt
einn meðlim sinn til dauða, aðeins
vegna þess að hann óskar þess að lifa
lífinu á annan hátt en þeir sjálfir. En
líklega endurspeglar þessi glæpur
ástæðumar sem að baki honum liggja
og reiði tyrkneska samfélagsins í
Colmar, vandamál sem eru að verða
sífellt meira áberandi í Frakklandi.
Það er bilið á milli innflytjenda og
fransks þjóðfélags. Bilið sem mynd-
ast fyrst innan fjölskyldunnar, á milli
bama og foreldra, og síðan milli fjöl-
skyldunnar og umhverfisins, hefða
heimalandsins og nýja landsins.
Slædustríd í skólum
Þegar fréttir berast frá Frakklandi
af ungum arabastúlkum, sem trúa á
spámanninn Múhameð, og em rekn-
ar úr skóla af því þær neita að taka of-
an hina arabísku slæðu í tímum -
slæðu sem núorðið tengist fyrst og
fremst íslam - getur stundum verið
erfitt að skilja hörku franskra skóla-
yfirvalda. Hví í ósköpunum ættu
þessar stelpur ekki að mega hylja hár
sitt ef þær endilega vilja? Gerið það
einhveijum illt? Jú, það gerir það,
segir Francois Bayrou menntamála-
ráðherra. Það ýtir undir mismunun og
aðskilnað. Franskir ríkisskólar em
menntastofnanir, ekki trúarstofnanir.
Þar má virða trú hvers og eins, en það
á ekki að auglýsa hana, ekki að ýta
undir hana. (Það má auðvitað benda á
þverstæður í þessu einsog þær að
flest skólafrí vetrarins em í kringum
kaþólskar trúarhátíðir og það að
sunnudagur em almennur frídagur,
en hvorki laugardagur, helgidagur
gyðinga, né föstudagur, helgidagur
múslíma.) Þetta hefur reyndar gengið
svo langt, að trúarsaga hefur að
mestu farið fyrir ofan garð og neðan í
opinbera skólakerfinu. Takmarkið
með öllu saman, er að gera öllum jafn
hátt undir höfði og ekki síst að leyfa
bömum innflytjenda að aðlaga sig
frönsku þjóðfélagi. Ekki að láta þau
skera sig úr. Þannig hafa Frakkar
jafnan státað sig af því að í landinu
hafa aldrei myndast gettó, hvorki
svartra né araba - sem em tjölmenn-
astir innflytjenda - heldur hafi frönsk
menning orðið ríkari á áhrifum sem
ólíkar þjóðir hafa borið með sér til
landsins. Og það er einmitt af því að
þær hafa mnnið saman við franskt
þjóðfélag, en ekki lokast af. Að
mörgu leyti er þetta rétt.
Foreldrarnir gleymast
En kannski er þetta lfka að breyt-
ast. Það em að minnsta kosti mörg
merki þess. Og þó það eigi ekki að-
eins við um Frakkland, heldur öll
Vesturlönd (samanber nýsamþykkt
lög í Sviss sem heimila fangelsun
ólöglegra innflytjenda án réttar-
halda), þá breytir það engu. Frökkum
gengur sífellt verr að fylgja eftir
þeirri stefnu að stuðla að aðlögun
innflytjenda. Eða eigum við heldur
að segja að þeim hafi tekist að aðlaga
bömin en gleymt foreldmnum? For-
eldrum sem í sumum tilvikum hafa
aldrei lært að tala frönsku. Eins og
Elife og Mustapha.
Togstreita tveggja heima
Mustapha flutti til Frakklands fyrir
réttum tuttugu ámm í atvinnuleit.
Nokkmm ámm síðar komu konan
hans og bömin tvö. Hvers vegna
lærðu hjónin aldrei frönsku? Kannski
vildu þau það ekki. Kannski fengu
þau ekki tækifæri til þess. En bömin
em ung. Abdullah er fimm ára,
Nazmiye tveggja ára. Þau alast upp í
tveimur heimum. Annar er franskur,
hinn tyrkneskur. Úti ríkja frönsk lög
og reglur, franskur hugsunarháttur.
Franskt frelsi - og hættur. Hættur í
augum hinna mállausu tyrknesku
hjóna sem ekkert skilja. Vilja ekki
skilja. Inni á heimilinu ríkja hefðir lít-
ils sveitaþorps í Tyrklandi. Það er erf-
itt fyrir bömin að sætta þetta tvennt.
Skilningsleysið milli þeirra og for-
eldranna vex með árunum. Bömin
skilja ekki foreldrana og öfugt. I hug-
anum hafa foreldramir aldrei yfirgef-
ið heimalandið. En bömin þekkja
ekki þennan uppmna sinn, nema í
gegnum foreldrana. Uppmna sem
þau vilja jafnvel ekki kannast við, af
því hann heftir þeirra franska frelsi.
Og það skapar togstreitu. A milli for-
eldra og bama, en einnig hjá einstak-
lingunum. Þannig tókst Abdullah
hvorki að sætta þetta tvennt né að
velja á milli. Að heiman lifði hann
óreglusömu lífemi og hafði ósjaldan
komist í kast við lögin fyrir alls kyns
smáglæpi. Heima var hann sammála
foreldmm sínum, enda veitti það
honum ákveðið vald.
Foreldrarnir horfdu á
aftöku dóttur sinnar
I huga Nazmiye var valið öllu
skýrara. Hún vildi vera frönsk. Hún
vildi klæða sig eins og franskar
fimmtán ára jafnöldmr si'nar, í galla-
buxur og íþróttaskó. Hún vildi líka fá
að vera úti um helgar, fara á diskótek
og eiga stefnumót við stráka. Eins og
þær. Oskir sem í augum foreldranna
vom skammarlegar. Virðingarleysi
við fjölskylduna. Stúlkan átti að haga
sér sómasamlega. Sitja heima á
kvöldin, ekki að fara út með strákum
og helst að ganga í pilsum. Bróðirinn
var á bandi foreldranna. Hann fann
að valdið var hans megin. Til að
sleppa frá þrúguðu andrúmsloftinu
heima fyrir óskaði Nazmiye eftir að
fá að komast í heimavistarskóla. Það
var stærri skömm en foreldramir gátu
þolað. Og ekki bætti úr skák fullvissa
um að hún hefði farið út með jafn-
aldra sínum eitt kvöldið - og eflaust
ekki hagað sér sómasamlega. Ab-
dullah, með stuðningi Lufti frænda
sfns, ákvað að taka til sinna ráða og
veita systur sinni ráðningu. Hún fólst
í því að taka hana af lífi. Að foreldr-
unum viðstöddum. Þeir hreyfðu ekki
litla fingur. Hún átti þetta víst skilið
stelpan fyrir óhlýðnina. Heiðri fjöl-
skyldunnar var bjargað...
Barátta vid vindinn
Stelpumar sem bera slæður eiga
eflaust eftir að sleppa við örlög
Nazmiye. En hvaða örlög bíða þeirra
í staðinn? Líf án frelsis? Af því þær,
líkt og bræður þeirra, leita stuðnings í
trúnni - og trúarpólitíkinni - þar sem
franskt þjóðfélag hefur þrugðist
þeim. Brugðist þeim, afþvíþaðhefur
bmgðist foreldmm þeirra. Foreldrum
sem komu til Frakklands í von um
betra líf en hafa í staðinn þrælað sér
út fyrir lúsarlaun og því ekki getað
tryggt bömum sínum sömu framtíð
og innfæddir Frakkar hafa getað
tryggt sínum bömum. Og því sé nú
betra að halda sér í sínum hópi. Verja
gildi sinnar trúar og hafna allri aðlög-
un í landi sem gerir hvort eð er ekki
mikið fyrir mann.
Barátta Bayrou menntamálaráð-
herra við slæðumar gæti átt eftir að
reynast jafn árangurslítil og baráttan
við vindinn.
Snobbkennd, sænskættuð siðbótargrein
í Alþýðublaðinu 22. desember
síðastliðinn birtist „Síðbúin grein
um siðbót - nokkrar kámugar !ínur“
eftir Halldór E. Sigurbjömsson þjóð-
réttarfræðing sem samkvæmt kynn-
ingu neðanmáls nýtur þess trausts að
sitja í stjórn Alþýðuflokksfélags
Kópavogs. I greininni koma fram
ýmsir punktar sem mig langar að
ræða nánar. Aður en lengra er haldið
vil ég lýsa ánægju minni með það að
umræðan um siðferði stjómmála sé
enn með lífsmarki, enda er hún bæði
tímabær og holl.
Ástædur nýrrar sidbótar
Halldór nefnir í greininni nokkrar
ástæður sem hann telur geta legið að
baki hinnar „nýju siðbótar" í íslensk-
um stjórnmál-
um. Ég gef mér
að sú siðbót
innifeli meðal
annars mál
Guðmundar
Ama Stefáns-
sonar varafor-
manns Alþýðu-
flokksins, sem
mér er að
nokkm skylt. Meðal þess sem hann
nefnir í upptalningu sinni em pólit-
ískar ástæður, hagsmunalegar, per-
sónulegar og „akademískar" ástæð-
ur, auk afleiðinga nýlegra laga (tii
dæmis stjórnsýslulaga) og ritstjóm-
arstefnu dagblaðanna, sem sé sölu-
stefnan „án tillits til...“ eins og það
er orðað. Allar geta þessar ástæður
eflaust verið góðar og gildar í hugum
einhverra, þótt mig bresti reyndar
persónulega skilning á sumum þeirra
eins og þeim er lýst í greininni. En
Halldór minnist ekki á þá ástæðu
sem að mínu mati er augljósust og
veigamest: Einföld og auðskilin
hugsjón um heiðarlegri stjórnmála-
menn, skilvirkari stjómsýslu og
betra lýðræði.
Sidareglur og
sidferdisvitund
Halldór veltir fyrir sér nauðsyn
þess að setja stjómmálamönnum
skriflegar siðareglur og er það að
vonum. Æskilegast væri vitanlega
að til þess þyrfti ekki að koma. Ef
stjómmálamenn (og kjósendumir
sem velja þá) hafa nógu sterka sið-
ferðisvitund og tilfinningu fyrir hin-
um óskráðu leikreglum og gmnn-
gildum Iýðræðisins, væri óþarfi að
koma hinu sjálfsagða á blað. Því
miður sýnir reynslan að freistingar
valdsins em mönnum skeinuhættar,
og ef ekkert er að gert, kemur að því
að siðferðisvitundinni hrakar, al-
menningi og lýðræðinu til tjóns. Um
þetta má nefna dæmi á borð við Fær-
eyjar, Italíu og ýmis ríki þriðja
heimsins. Raunar fullyrði ég að spillt
valdakerfi, gegnsýrt af persónulegri
fyrirgreiðslu, greiða gegn greiða,
krókum í kring um
almennar leikreglur,
skattsvikum, leynd,
geðþóttaákvörðun-
um og undandrætti,
sé hin fullkomna
andstæða þess þjóð-
félags jöfnuðar sem
jafnaðarmenn
dreymir um. Það er
því heilagt hlutverk
okkar að berjast gegn einkennum
slíks þjóðfélags eftir mætti.
Saumad ad bladamönnum
Halldór ræðir nokkuð siðareglur
Blaðamannafélags Islands sem hon-
um þykja ekki nægilegar og nefnir
þar helst til að ekki sé í þeim kveðið
á um brottrekstur blaðamanns úr
starfi ef hann brýtur alvarlega af sér.
Halldór telur jafnvel nauðsynlegt að
binda í landslög það sem hann katlar
„lágmarksverklag blaðamanna.“ Hér
vil ég benda á að blaðamenn eru
meðal þeirra fáu stétta sem hafa sett
sér siðareglur og komið á siðanefnd
og er það til fyrirmyndar. Einnig má
nefna að almennri meiðyrðalöggjöf
hefur oftsinnis verið beitt til refsing-
ar blaðamönnum. Loks hefur Island
sérstöðu hvað varðar aðdróttanir að
opinberum starfsmönnum, sem
varða hér við hegningarlög, þótt
sannar séu, ef þær teljast bomar fram
á ótilhlýðilegan hátt. Mín skoðun er
sú að allvandlega sé að þessum
málaflokki staðið hér og jafnvel sé
of langt gengið á köflum gegn mál-
frelsinu. Hið einkennilega í mál-
flutningi Halldórs er að hann vill
sauma að blaðamönnum en hefur
hins vegar litla trú á siðareglum fyrir
stjórnmálamenn, skráðum eða
óskráðum, með formlegum refsing-
um eða án.
Ólíkt Halldóri hef ég ekki á til-
finningunni að blaðamenn hafi unn-
ið sér eitthvað sérstakt til saka upp á
síðkastið. Ekki finnst mér frétta-
flutningur ijölmiðla í kring um hina
„nýju siðbót" ámælisverður; síðuren
svo. Ef eitthvað er má nefna að
Morgunblaðið hefur verið gagnrýnt
opinberlega fyrir að hafa tekið seint
og illa við sér í málum Guðmundar
Ama Stefánssonar. Hvert einasta
mál sem fjölmiðlar fjölluðu um
varðandi embættisfærslur Guð-
mundar Ama átti fullt erindi við al-
menning í lýðræðisþjóðfélagi, og ég
man ekki eftir neinu rnáli þar sem
staðreyndum var hallað þannig að
nokkm skipti. Halldór getur kannski
leiðrétt mig þar. Það hafa aðrir ekki
gert hingað til. Mitt mat er að blaða-
menn hafi gegnt skyldu sinni vel í
málum Guðmundar Áma miðað við
málatjöldann og það að ráðherrann
og ráðuneytismenn neituðu þráfald-
lega réttmætum beiðnum fjölmiðla
um upplýsingar og skýringar.
Loftvog þjódarsálarinnar
Halldór segir að hin nýja siðbót sé
til muna minna umburðarlynd en ís-
lenska þjóðarsálin, sem yppi varla
öxlum yfir drykkjulátum, sjóðasukki
og fleim er siðbótin fari hamförum
yfir. Um þetta er ég ekki sammála
Halldóri. Reyndar er á stundum erfitt
að lesa á loftvog þjóðarsálarinnar,
einkum þegar hún líkist mest per-
sónugervingi sínum Ragnari Reyk-
ás, en yfirleitt er þjóðarsálin örg og
fúl út í stjómmálamennina vegna
þess að þeim sé ekki treystandi, þeir
brjóti loforð, þeir sólundi peningum
í ferðalög, veisluhöld og gæluverk-
efni, það sé sami rassinn undir þeim
öllum þegar þeir komist að kjötkötl-
unum og svo framvegis. Það er því
ekki að furða að stjómmálamenn
sem hafa yfir sér ám heiðarleika og
trúverðugleika njóta fylgis um þess-
ar mundir. Ég met það svo að kjós-
endur vilji mjög gjarnan geta treyst
þeim sem þeir velja til að fara með
umboð sitt á Alþingi.
Afstædi mannréttinda
Um miðbik greinarinnar fellur
Halldór í gildru siðferðilegrar af-
stæðishyggju þegar hann segir „...
má draga þá ályktun að sitt sýnist
hverjum um hvað sé siðbrot og eru
þau eins og siðareglurnar afstæð í
eðli sínu og breytanleg í tíma og
rúmi.“ Hér ætti Halldór að gæta orða
sinna, sérstaklega f Ijósi þess að hann
er þjóðréttarfræðingur. Mannrétt-
indabarátta undanfarinna áratuga
hefur ekki síst byggst á þeirri sann-
færingu að til séu altækar gmnnregl-
ur, siðareglur, um samskipti manna
sem öllum beri að virða, óháð að-
stæðum, tíma og rúmi. Á þessum
gmnni hafa flestar þjóðir heims sam-
einast um mannréttindasáttmála
Sameinuðu þjóðanna, sem er ekkert
annað en safn af siðareglum. Gmnd-
vallarreglurog mannréttindi em ekki
afstæð; brot á þeim má ekki afsaka
með kringumstæðum eða hefðum.
Gmndvallarreglur um hegðun góðra
stjómmálamanna em heldur ekki af-
stæðar. Það mun til dæmis alltaf
gilda að góður stjómmálamaður tek-
ur almannahag fram yfir eigin hag,
heildina fram yfir þrýstihópa og hug-
sjónir fram yfir hagsmuni.
Lokadómur
sidferdislegrar breytni
Undir lokin ræðir Halldór um
stjórnmálamanninn sem hann telur
að „hin nýja siðbót“ muni leiða yfir
þjóðina. Það kunni að vera „sú gerð
sem framleidd hefur verið af hefð-
bundnum og snobbkenndunt karla-
og kerlingaklúbbum, hrærð saman
við flaum af ræðu-, stjórnmála- eða
framkomunámskeiðum, og síðan
siðbætt af „sænskættuðurrí' siðbót-
arkenningum er framreiddar hafa
verið og kryddaðar „siðbótarelítu"
hvers flokks.“ Þessi kjammikla for-
dómasúpa hefur eflaust glatt hjarta
kokksins enda vel til þess fallin að
vekja hlátur. Kannski er skandína-
vísk jafnaðar- og velferðarstefna
ekkert annað en „sænskættuð siðbót-
arkenning?“ Og hvar stöndum vér
þá, Halldór vopnabróðir?
Halldór spyr að lokum hvort kjós-
endur velji slíka „klúbbframleidda"
stjórnmálamenn er þeir fella loka-
dóm allrar siðferðilegrar breytni,
hvorki meira né minna, í kosningum
hverjum, eins og hann orðar það.
Svarið er nei, kjósendur velja því
miður ekki alltaf siðprúða stjórn-
málamenn; það skortir stundum á
siðferðisþrekið. Sem betur fer líta
rnenn ekki á kjósendur í Þýskalandi
á ámnum 1932 til 1933 sem loka-
dóm allrar siðferðilegrar breytni,
enda væri þá Adolf Hitler mikill
siðapostuli í hlutfalli við þau 35 til
40% atkvæða er hann hlaut ítrekað í
frjálsum kosningum.
Islenskir jafnaðarmenn eiga til
allrar hamingju marga góða og
grandvara forystumenn. Meðal
þeirra er nágranni Halldórs í Kópa-
vogi, Rannveig Guðmundsdóttir fé-
lagsmálaráðherra, sem hefði betur
verið skipt inn á í hálfleik suntarið
1993. Nú er mér ekki kunnugt unt
hvort Rannveig er í kerlingaklúbbi
eða hvort hún hel'ur sér til saka unn-
ið að hafa sótt ræðu- eða stjómmála-
námskeið. Hitt veit ég að jafnaðar-
mönnum er mikill sómi af Rann-
veigu og ég vona að félagar Halldórs
í Reykjanesskjördæmi beri gæfu til
að meta hana að verðleikum í próf-
kjöri íjanúar.
Halldóri og öðrum jafnaðarmönn-
um óska ég árs og friðar.
Höfundur situr í stjórn Félags
frjálslyndra jafnaðarmanna, er ekki
í karlaklúbbi og ekki heldur í kerl-
ingaklúbbi, og hefur aldrei sótt
ræðu-, stjórnmála- eða framkomu-
námskeið. Hann hefur hins vegar
óbilandi áhuga á franskættuðum
siðbótarkenningum um frelsi, jafn-
rétti og bræðralag.
Pallborðið
Vilhjálmur
Þorsteinsson
skrifar
„Halldór nefnir í greininni nokkrar
ástæður sem hann telur geta legið að
baki hinnar „nýju siðbótar“ í íslenskum
stjórnmálum. ... Allar geta þessar ástæð-
ur eflaust verið góðar og gildar í hugum
einhverra, þótt mig bresti reyndar per-
sónulega skilning á sumum þeirra eins
og þeim er lýst í greininni. En Halldór
minnist ekki á þá ástæðu sem að mínu
mati er augljósust og veigamest: Einföld
og auðskilin hugsjón um heiðarlegri
stjórnmálamenn, skilvirkari stjórnsýslu
og betra lýðræði.14