Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.12.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Leiklist List eða leikfimi? Allir sem áttu að vera fallegir og góðir voru fallegir og góðir, og allir sem áttu að vera fallegir og vondir voru fallegir og vondir. En hvað verður um galdur leikhússins þegar list leikarans er þröngvað í spennitreyju hins steingelda forms, formsins vegna? Til hvers að nota leikara sem nokkurskonar „ofurleikbrúður“ leikstjóra? Þjóðleikhúsið: Fávitinn Höfundur: Fjodor Dostojevskí Leikgerð: Simon Grey - endurskoðuð af Seppo Parkkinen og Kaisu Korhonen Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Lýsing: Esa Kyllönen Leikmynd: Eeva Ijas Búningar: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Leikstjórn: Kaisa Korhonen Hinn margreyndi leikhúsmaður Eyvindur Erlendsson sagði við mig fyrir nokkrum árum að besta, og reyndar eina leiðin, til að sviðsetja skáldsögur væri að senda leikarana á svið með nokkra kassa af viðkom- andi bók og láta þá kasta henni til áhorfenda í salnum. Ég verð að játa að þetta samtal okkar Eyvindar rifjaðist upp fyrir niér er ég sat í sal Þjóðleikhússins að kvöldi annars dags jóla og horfði á niðurstöður glímu Kaisu Korhonen við meistara Do- stojevskí. Það vant- aði þó ekki að há- tíðarbragur væri á öllum, bæði á sviði og í sal, jafnvel ekki laust við eim af helgiblæ í loftinu. Enda birt- ist von bráðar á sviðinu einskonar finnsk-rússnesk útgáfa af mynd- skreyttum biblíusögum sem ég las í bernsku og hétu því ágæta nafni / fótspor meistarans. Gelding í midjum samförum Kaisa hefur valið þá aðferð, að í stað þess að leikararnir skapi per- sónur sínar og fylli þær holdi, til- finningu og blóði, þá er einsog þeir standi til hliðar við þær - og á milli þeitva veggur. Afleiðingin er sú að persónurnar öðlast ekki sjálfstætt líf heldur verða einskonar persónu- gervingar, leiddir fram á sviðið sem fulltrúar einsleitra mannlegra kennda. Þannig er vondi maðurinn vondi maðurinn allt frá byrjun og sá góði góður og svo framvegis. Þessi aðferð eða stíll, sem átti blómaskeið sitt í vestrunum gömlu, hefur reynd- ar gengið í nokkra endurnýjun líf- daga hin síðari ár, og risið í hæstar hæðir með félaga Clint Eastwood. Þessi frásagnaraðferð hentaði fá- breyttu innihaldi vestranna vel enda aldrei ætlan aðstandenda þeirra að brjóta til mergjar dýpstu rök mann- legrar hugsunar eða samfélags. En þegar sömu aðferð er beitt á ástríðu- fullt og krefjandi skáldverk einsog Fávitann verða áhrifin einsog ótímabær gelding í miðjum samför- um; mikið hnoð en lítil frjósemi. Það verður þó að segja leikstjór- anum til hróss að leið hennar geng- ur upp, leikararnir hlýða; sýn- ingin líður áfram án hraða- breytinga eða annarra upp- þota, ef undan eru skilin ein- stöku atriði sem leiðast út í til- gerð, og það sem einu sinni voru kallaðir stælar, svo sem síðasta atriði fyrri þáttar, þar sem skorti sjálfsagann. Semsagt stíl- hrein, hátimbruð og „öguð“ leik- sýning en skelfing náttúrulaus. Formið ber listina ofurliði. Það sama má raunar segja um velflestar fimleika- og hersýningar. Ofríki leikstjórans Um frammistöðu leikaranna er erfitt að tjalla, því rétt einsog gæð- ingur, sem vekur hrifningu og aðdá- un er hann sprettir úr spori undir hæfileikaríkum og gefandi knapa, missir ljómann þegar hann er bund- inn á bás í hesthúsinu, þannig vekur leikari sem hefur þurft að beygja sig undir ofríki leikstjóra fyrst og fremst vorkunn mína. Vissulega leysti hver einasti leikari, ungur sem aldinn, hlutverk sitt af hendi með fullkominni fagmennsku enda valinn maður í hverju rúmi. Allir sem áttu að vera fallegir og góðir voru fallegir og góðir, og aliir sent áttu að vera fallegir og Vondir voru fallegir og vondir. En hvað verður um galdur leikhússins þegar list leikarans er þröngvað í spennitreyju hins steingelda forms, formsins vegna? Til hvers að nota leikara sem nokkurskonar „ofurleikbrúður“ leikstjóra? Leikmynd Eevu Ijas er dökk, voldug og stflhrein og þjónar formi sýningarinnar vel, án þess þó að stela senunni; ef undan er skilin notkunin á Kristsmynd Holbeins, sem verður það atriði sýningarinnar er augað leitar aftur og aftur til þeg- ar síga tekur á seinni hlutann. Búningar Þórunnar S. Þorgríms- dóttur eru fallegir og „agaðir“ og féllu vel að forminu, nema hvað hermannabúningarnir verkuðu dá- lítið einsog eitthvað sem hafði verið til í búningasafninu. Hljóðmynd sýningarinnar er kap- ítuli útaf fyrir sig, og Iék stórt hlut- verk, enda verður að grípa til ein- hverra ráða þegar leikurum er ekki ætlað að vekja hughrif hjá áhorf- endum, og var hljóðið meðal annars notað til þess á skemmtilegan og smekklegan hátt. Ljós í adalhlutverki Ekki er hægt að skiljast við þessa sýningu án þess að fara nokkrum orðum um aðalleikarann - lýsingu Esu Kyllönen. Lýsingin fylgir þeirri stefnu, að f stað þess að lúta þeirri meginreglu að lýsa upp leikarann og skapa stemmningu og tímalega framvindu verksins, er hún notuð til að skapa og koma á framfæri til- finningum persónanna. Það er þannig lýsingin sem öðru fremur leiðir áhorfandann tilfinningalega gegnum verkið. Yfirleitt lukkaðist það vel, ef frá er talið atriði milli Fá- vitans og Aglaju, snemma í síðara þætti, en þá tóku seríur í trjáhríslum nokkrum skyndilega að ofleika svo ami var að. Ég verð að játa að ég er persónulega nokkuð hrifinn af þess- um skóla í lýsingu og hef oft saknað meiri dirfsku lýsingahönnuða leik- húsanna, þótt vissulega séu leik- stjórar komnir á villigötur ef form þeirra og stfll knýr lýsinguna í aðal- hlutverk. Niðurstaða: Viðamikil helgisýn- ing, sem vonandi er aðeins tíma- bundið afturhvarf frá leikhúsi leikarans til leikhúss leikstjórans. Arnór Benónýsson skrifar Upp með veskið, Hrafn ískum andstæð- ingum (einkum Vikublaðinu). Honum var per- sónuleg minnkun að því máli öllu; anarkistinn ætti að vita að æra manns er ekki eyðilögð eða endurreist með því sem stendur í dómabók Héraðsdóms Reykjavíkur. Éins og fyrri daginn gerir Hrafn deilumar um Sjón- varpið að hápólit- ísku máli: and- stæðingar hans og Davi'ðs notuðu tækifærið óspart og ódrengilega til að koma höggi á forsætisráðherra. Þetta er rétt, en þetta er ekki nema hálf sagan. Það var einfaldlega mat margra að Hrafn gæti ekki sinnt starfi dagskrár- stjóra Sjónvarps án þess að leggja stofnunina meira eða minna í rúst; ____ _______ hann væri ekki f „Hver er það sem lætur þetta hhsku™ h^ur syahjr frá sér á prenti? Er það litli, ganss /1Hrafn ætti r að þekkja þetta; feiti leikstjórinn, sem lét dæma hann viðurkennir .... ,ix.?í „ r-* i . • r . sjálfur að hann Vikublaðið í fjarsektir fyrir gæti aidrei venð í sambúð með manneskju eins og sjálfum sér.) Þess- arar skoðunar voru ekki bara pólit- munnsöfnuð?“ Árni Þórarinsson Krummi - Hrafns saga Gunnlaugssonar Fróði 1994 Bókin um Hrafn Gunnlaugsson er stórskemmtileg; það er eina niður- staðan sem hægt er að komast að eft- ir lestur Krumma, Hrafns sögu Gunnlaugssonar eftir Árna Þórarins- son. Og það er eitthvað allt annað en ég átti von á. Þegar ég heyrði fyrst af þessu ólíklega samstarfi þeirra Áma komu nokkrar spurningar upp í hugann. Hvað œtlar Hrafn að segja íþessari bók? Ekki segir hann neitt sem kemur Davíð Oddssyni illa, svo mikið er víst. Ætlar hann að birta einkabréfin frá Heimi? Varla. Ætlar hann að segja okkurfrá ásta- málum sínum? Enn síður. Og svo framvegis. Mín niðurstaða var ein- föld: þetta verður leiðinleg bók. Ég hafði rangt fyrir mér. Þessi bók er nefnilega hin bezta skemmtun. Raunar birtist ekkert af því sem að ofan greinir, en bókin er skemmtileg af því að það skín í gegn að viðfangs- efnið, Hrafn Gunnlaugsson, er stór- skemmtilegur maður. En það voru svosum ekki miklar fréttir. Bókin um Kmmma er um tvennt: listamanninn og villimanninn Hrafn Gunnlaugsson fyrst, og svo um átök- in á Sjónvarpinu síðastliðin tvö ár. Fyrri hlutinn er bráðskemmtileg og á köflum ótrúlega ósérhlífin sjálfslýs- ing, allt frá vonbrigðunum yfir að hátíðahöldin á 17. júní (afmælisdag Hrafns) væm ekki honum persónu- lega til heiðurs, til fyllerís og kvennafars með Vimma, upp í bíós- úksess og klúðrið með Hvíta víking- inn. Það verður ekki séð að Hrafn dragi neitt undan; hann er oft dóm- harður á sjálfan sig,' en það er líka stutt í takmarkalítið sjálfsálit („Sá sem er öfundsverður vekur upp öf- und.“). Hrafn var (og er?), eins og Vimmi, í uppreisn. I uppreisn gegn bara ein- hverju og helzt öllu. Hann kallar sjálfan sig anarkista og það má tii sanns vegar færa; hann hefur verið blessunarlega ófeiminn við að taka sér fyrir hendur flest það sem smá- borgaralegu þjóðfélagi þótti ótækt, dónaskapur og siðleysi. Hrafn er hins vegar svo barnslega stoltur af þessum uppátækjum sínum, og ár- angrinum sem hann hefur náð með þeim, að mann gæti grunað að hann stæði ekki í þessu ef hann ætti ekki einmitt von á viðurkenningu sam- ferðamanna. Að upphróp- unin Sjáiði hvað hann Hrafn er sniðugur! sé það sætasta sem hljómar í eyr- um hans. Kannske er þetta ósanngjamt - og þó: hver er ekki hégómlegur, hvetjum þykir ekki hrósið gott, hver vill ekki viðurkenningu, að aðrir skilji réttum skilningi það sem hann þykist gera af einlægni? Kafiamir unt Sjónvarpið eru nteira og minna sami áróðurinn og Hrafn hefur haldið uppi urn deilum- ar þar innan húss. Fátt nýtt, en oftast skemmtilegt. Forvitnilegasti kaflinn er um séra Heimi Steinsson; Hrafn kemst mjög nálægt því að segja, að Heimir hafi ekki verið medfulde fem þegar mest reyndi á hann. I það minnsta fer ekki framhjá lesandan- um að útvarpsstjóri var ekki í full- komnu jafnvægi þegar mest gekk á. Trúlega veigrar Hrafn sér við að höggva of nærri Heimi, en í Ijósi þess að Hrafnsmálið var ekki síður Heimismál held ég að öllum hefði verið greiði gerður með frekari út- skýringum á því hvernig fólið brauzt fram í Heimi. Það yrðu líklega einu trúverðugu skýringamar á ýmsu sem útvarpsstjóri tók sér fyrir hendur. Athygli mína vekur sú undarlega þversögn, hversu oft anarkistinn Hrafn grípur til lagabókstafs sér til varnar í áróðri sínum. Þegar honum var sagt upp var ótæpilega vísað í lög um réttindi opinberra starfsmanna og sjálfur vísar hann í lög og reglugerð- ir út og suður til að amast við starfs- heitum og setu einhverra á innan- hússfundum, svo dæmi séu tekin. Hrafn hljóp líka í faðm ríkisvaldsins (dómstóla) í leit að vernd gegn pólit- ískir hælbítar og keppinautar í kvik- myndagerð, heldur yfirvegaðir menn sem fyrst og fremst hugsuðu um hag Sjónvarpsins. Það vantar líka mikið inn í varnar- ræðu Hrafns: hann nefnir ekki sam- tal Davíðs Oddssonar og Péturs Guðfinnssonar, þar sem Davíð stakk upp á því að Pétur færi í frí svo Hrafn gæti orðið framkvæmdastjóri. í um- fjöllun um kaup RUV á Hinum helgu véum nefnir hann ekki hvernig reglur Kvikmyndasjóðs voru þver- brotnar. Hann segir einsdæmi hvern- ig Herbert Baldursson. deildarhag- fræðingur, hafi verið knúinn til að biðjast afsökunar á ruddalegri fram- komu í garð Sveins Einarssonar, en nefnir ekki að sjálfur var hann áminntur fyrir dónaskap í garð starfsfólks. Minnið er oft selektívt þegar mikið er í húfi. En Hrafn lætur sér ekki nægja að sleppa einu og öðru sem lesandanum er nauðsynlegt til að fá sæmilega heillega mynd af málinu. Hann segir líka stundum of mikið. Dæmi: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir var höfuðandstæðingur Hrafns í út- varpsráði, af sömu kynslóð og hann og í góðum tengslum við marga inn- an RÚV og listageirans sem stóð ekki á sama um ýmislegt í kringum Hrafn. Hann segir þetta um afskipti Ástu Ragnheiðar: „En ég tók þetta ekki nærri mér. Ég hef þekkt Ástu frá því við vorum í skóla og kannast við þessa ófullnægju; þá þótti hún snoppufríð stelpa. Ég hef tekið eftir því með fólk að eftir því sem það eldist er eins og innri maður þess komi fram í andlitinu. Ásta Ragn- heiður hefur breyst með árunum." Hver er það sem lætur þetta frá sér á prenti? Ér það litli, feiti Ieikstjór- inn, sem lét dæma Vikublaðið í fjár- sektir fyrir munnsöfnuð? Vonandi er Hrafn með lögmann- inn í stellingum og veskið á lofti. Höfundur er ritstjóri tímaritsins Heimsmyndar. Blindrafelagið SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI Jólahappdrætti Blirtdrafélagsins - dregið 20 desember 1994 Vinningsnúmer eru 9580 7813 8863 9947 3477 4618 9789 533 1079 1166 1194 6902 8741 8858 8904 12901 12979 14150 14878 9131 Blindrafélagid; samtök blindra og sjónskertra - Hamrahlíð 17. Karl Th. Birgisson skrifar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.