Alþýðublaðið - 29.12.1994, Page 8
MHMBIMD
Fimmtudagur 29. desember 1994 196.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Lítill samdráttur í bóksölu frá því í fyrra:
Hlutur Hagkaups jókst
á kostnað bókaverslana
Algeng ágiskun bókaútgefenda hljóðar uppá 10% samdrátt.
Einhver samdráttur virðist hafa
verið í bóksölu fyrir þessi jól miðað
við jólin í fyrra. Utgefendur telja að
verðhækkanir á bókum vegna auk-
inna áhrifa virðisaukaskatts hafa
dregið eitthvað úr sölu. Þá virðist
ljóst að veruleg tilfærsla hafi átt sér
stað í bóksölu frá hefðbundnum
bókabúðum yfir í verslanir Hag-
kaups.
Jóhann Páll Valdimarsson í For-
laginu sagðist hafa það á tilfinning-
unni að einhver samdráttur hafi orð-
ið í bóksölu í heild en sá samdráttur
væri vel innan við 10%. Þar hefði al-
mennt efnahagsástand mest að segja
auk neikvæðrar umræðu um að bæk-
ur hafi hækkað vegna áhrifa virðis-
aukaskatts á bækur. Staðreyndin
væri hins vegar sú að útgefendur
hefðu áfram að mestu tekið á sig
virðisaukaskattinn en ýmsar kostn-
aðarhækkanir hefðu hækkað bóka-
verð. Verð á pappír hefði til dæmis
rokið upp úr öllu valdi. „Það hefur
orðið mikil tilfærsla í bóksölu fyrir
jólin og ljóst að Hagkaup hefur stór-
aukið hlutdeild sína á kostnað bóka-
verslana. Hagkaup seldi óhemjumik-
ið á útsölunni og naut þeirrar sölu-
aukningar áfram eftir að útsölunni
lauk,“ sagði Jóhann Páll. Hann sagði
að af bókum Forlagsins hefði mest
selst af skáldsögu Fríðu A. Sigurðar-
dóttur, I luktum heimi, og síðan Æv-
inlega eftir Guðberg Bergsson.
„Salan gekk nokkuð vel en það er
samdráttur í bóksölu í heild og þar
kenni ég um áhrifum virðisauka-
skattsins. Bækur eru í samkeppni við
aðra gjafavöru og ef á að reyna að
tryggja stöðu bókarinnar verður að
afnema þennan skatt. Höfundar, út-
gefendur eða prentsmiðjur geta ekki
tekið á sig meiri klyfjar til að halda
verðinu niðri,“ sagði Steinar J. Lúð-
víksson hjá Fróða. Steinar sagði að
Fróði hefði ekki gefið út margar
bækur í ár en af þeim væri mest sala
í bók Omars Ragnarsson enda væri
hún í fyrsta eða öðru sæti yfir mestu
seldu bækurnar í heild. Síðan kæmi
Amo Amas eftir Þorgrím Þráinsson
og í þriðja sæti NBA-stjömurnar.
Aðspurður um sölu á bókum um
Hrafn Gunnlaugsson og Guðmund
Arna Stefánsson sagði Steinar að
þær bækur hefðu selst þokkalega en
þó minna en vonir stóðu til.
„Ef ekki verður mikið um skil á
bókum þá ætti útkoman að verða
svipuð og í fyrra. Eg hef það þó á til-
fmningunni að sala á bókum sé eitt-
hvað minni en í fyrra en held að sam-
drátturinn nái varla 10 prósentum,"
sagði Bjöm Eiríksson í Skjaldborg.
Hann sagði þessa söluvertíð hafa
verið óvenjulega vegna útsölunnar í
Hagkaup og það ruglaði menn svo-
lítið í ríminu þegar spáð væri í bók-
söluna. Bjöm sagði að af útgáfubók-
um Skjaldborgar hefði verið mest
sala í Enn fleiri athugunum Berts
sem hefði selst upp og ekki verið
hægt að anna eftirspurn. Síðan
kæmu Sidney Sheldon og Oli í Olís.
% -j jr—v. j» “— " '
WM ■■
R y .il f í
!»i r itiiffiif; mr dÉ.1
Sighvatur Bjarnason: Maður viðskiptalífsins 1994 Sérstök dómnefnd
Frjálsrar verslunar og Stöðvar 2 hefur útnefnt Sighvat Bjarnason framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum og stjórnarformann SÍF mann ársins í viðskiptalífinu 1994. Sighvatur, sem er 32 ára, hlaut út-
nefningu fyrir frábært starf fyrir Vinnslustöðina. Á myndinni er Sighvatur með viðurkenningarskjalið sem hon-
um var afhent í hófi í gær, en til hliðar er Magnús Hreggviðsson formaður dómnefndar. A-mynd: E.ÓI.
Hugsanlegt sérframboð Eggerts Haukdal á Suðurlandi:
Eggert meö helling affólki
- segir Georg Þór Kristjánsson í Vestmannaeyjum.
„Eg á síður von á því að fara á
lista með Eggerti Haukdal. Mað-
ur hefur nóg með sitt hér í Eyjum
eins og er, en við Eggert höfum
rætt þetta fram og til baka,“
sagði Georg Þór Kristjánsson
bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum
í samtali við blaðið.
Eggert Haukdal hefur boðið
Georg sæti á sérlista sem hann
hyggst bjóða fram við komandi
kosningar. Georg Þór klauf sig
frá Sjálfstæðisflokknum í Vest-
mannaeyjum fyrir síðustu bæjar-
stjórnarkosningar og náði kjöri
af óháðum lista.
„Eggert er með helling af fólki
á Suðurlandi á bak við sig og á
Iíka töluvert fylgi hér í Eyjum.
Ég stakk nú upp á því að ég færi í
1. sæti en hann sjálfur í baráttu-
sætið. Það hlaut engar undirtekt-
ir. En ég veit ekki hvað ég geri í
þessu. Það er nógur tími ennþá til
að ákveða sig,“ sagði Georg Þór
Kristjánsson.
Útflutningur sjávarafurða 1994:
Aldrei meira fyrir fiskinn
Fiskifélagið áætlar að andvirði út-
flutnings sjávarafurða verði um 86,6
milljarðar króna á árinu 1994. Arið
áður nam verðmætið liðlega 76
milljörðum. Það hefur því aukist um
13,8% milli ára og aldrei verið
hærra í krónum talið. Endanlegar
tölur um afla og verðmæti 1994
liggja ekki fyrir, en Fiskifélagið
áætlar heildaraflann um 1.490 þús-
und tonn og verðmæti hans um 46
milljarða miðað við óslægðan fisk
upp úr sjó. Árið 1993 var heildarafl-
inn 1.699 þúsund tonn og verðmæt-
ið 49,8 milljarðar. Aflamagn hefur
þvf dregist saman um 12,3% en
verðmæti upp úr sjó aðeins minnkað
um 7,6% milli ára. Botnfiskaflinn er
til muna minni nú en um árabil. Þó
er aukning á úthafskarfa og hafa Is-
lendingar aldrei veitt jafn mikið af
karfa og nú. Þorskaflinn dregst sam-
an um 81 þúsund tonn sem samsvar-
ar 32% milli ára. Þorskaflinn hefur
ekki verið svona lítill síðan um
1950. Ysuaflinn eykst og verður 58
þúsund tonn eða um 23,4% meiri en
í fyrra. Ufsaaflinn verður minni en
skelfiskaflinn eykst og munar þar
mestu að rækjuafii eykst um nær 18
þúsund tonn. Á þessu ári hafa ís-
lensk skip veitt um 35.350 tonn af
fiski í Barentshafi og Svalbarða-
svæðinu og mest af þeim afla er
þorskur. Verðmæti Smuguaflans er
áætlað tæplega 2,4 milljarðar.
Góður drengur og vafalaust góð stelpa
í Sjónvarpinu birtist fyrir
skömmu viðtal við íslenskan kari-
mann sem hefur látið breyta sér með
skurðaðgerð í konu. Það hefur að
vonum vakið athygli, því okkar litla
samfélag er ekki vant opinskárri
umfjöllun um persónuleg málefni af
þessu tagi. Vestmannaeyingar, sem
telja sig eiga nokkuð f manninum
þar sem hann bjó og starfaði í Eyjum
um nokkurra ára skeið, elta í hinu
þykka og vandaða héraðsfréttablaði
sínu „Frétturrí* uppi þá sem þekktu
hann á þeim árum. Gefum eyja-
mönnum orðið:
„Fátt hefur vakið meiri athygli en
viðtal við Önnu Kristjánsdóttur í
Nýju Lífi sem þangað til fyrir nokkr-
um árum var Kristján Kristjánsson.
Anna er fyrsti íslenski kynskipting-
urinn sem segir frá reynslu sinni af
því að ganga í gegnum kynskipti.
Með viðtalinu er mynd af Önnu f
vélarrúminu á togaranum Vest-
mannaey VE. Myndin var tekin árið
1975 en Kristján var vélstjóri á
Guðmundur Alfreðsson, viðmælandi Frétta, og Kristján Kristjánsson þeg-
ar þeir voru skipsfélagar á Vestmannaey VE. (Mynd: Fréttir)
Vestmannaey í fjögur ár og bjó með
fjölskyldu sinni í Vestmannaeyjum.
Þeir Vestmannaeyingar sem kynnt-
ust Kristjáni á þessum árurn bera
honum í alla staði vel söguna.
Magnús Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Bergs-Hugins sem
gerir út Vestmannaey, man vel eftir
Kristjáni og segir að hann hafi f alla
staði verið góður starfsmaður.
„Hann stóð sig vel í öllu sem hann
gerði og var í alla staði til fyrir-
myndar sem vélstjóri. Meðan Krist-
ján var hjá okkur bjó hann í Ráða-
gerði við Skólaveg ásamt eiginkonu
og þremur börnum þeirra,“ sagði
Magnús en aldrei hafði hvarflað að
honum að Kristján væri kona f karl-
mannslíkama. „Mig grunaði þetta
aldrei og varð aldrei var við neitt
sem benti til þess að hann ætti eftir
að fara í kynskiptingu."
Guðmundur Alfreðsson, ber
Kristjáni vel söguna. „Þetta var
sómadrengur, það er ekki hægt að
segja annað og það var í alla staði
gott að vinna með honum,“ sagði
Guðmundur.
Anna Kristjánsdóttir í dag. Hugrakkur kynskiptingur sem fyrstur slíkra é
(slandi hefur sagt sögu sína. (Mynd: Nýtt líf/Fréttir)
Eftir á að hyggja sagði Guðmund-
ur að eitt í fari Kristjáns hafi verið
svo lítið einkennilegt. „Þegar við
vorum erlendis fór hann aldrei út að
skemmta sér með okkur strákunum.
Hann fór alltaf einn í land en þá var
maður ekkert að velta þessu fyrir
sér, en Kristján var góður drengur
og ég er sannfærður um að hann er
líka ágætis stelpa," sagði Guðmund-
ur en hann hefur ekki hitt Kristján
eftir að hann varð Anna.“