Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 í* Samband ungra jafna er ekld samansafii frai JT Samband ungra jafnaðarmanna er ekki samansafhfranmgosa í leit aðfeitum sér- verkefnum í ráðuneytum og sendiráðum. Við viljum hafa áhrif innan og utan flokksins og það geriun við aðeins með því, að vera trá okkar skoðunum og láta flokkssvipuna ekki hafa áhrif á okkur. Alþýðuflokkurinn hefiir haft gœfu til að leyfa ungum jaftuiðarmönnum að halda sínu strikL ” segir Jón Þór Sturluson. ungur hagfrœðingur sem œttaður er frá Stykkishóhni. Á átmánuðum síðasta árs var hann kjörinn formaður Sambaiuls ungra jaftuiðarmanna eftir að hafa starfað þar innan framkvœmdastjómar í nokkur ár. Stefán Hrafii Hagalín settist niður með Jóni Þór í gœrdag og átti við hann samtal um landsins gagn og nauðsynjar — lífið og tilveruna: -Staða Alþýðuflokksins - Jafn- aðarmannaflokks Islands - er óneitanlega erfið ídag. Hverniglíð- ur ungu fólki í Alþýðuflokknum? „Vel, þakka þér fyrir. Að minnsta kosti hefur þetta unga fólk í Alþýðu- flokknum tekið þá ákvörðun, að halda áfram að vera ungt fólk í Al- þýðuflokknum. Talandi um vellíðan í Alþýðuflokknum, þá er það eftir- tektarvert að engin flótti er í okkar röðum til hennar Jóhönnu blessunar- innar, sem sést best á því að sfðasta sambandsþing okkar, sem haldið var í nóvember síðastliðnum, var það fjölmennasta á lýðveldistímanum." -Eg samgleðst ykkur. Hverjar sýnist þér vera helstu ástœðurnar fyrirþessari erfiðu stöðu flokksins? „Brotthvarf Jóhönnu Sigurðar- dóttur og umrótið í kringum Guð- mund Ama Stefánsson skýra að mestu lélegt gengi Alþýðuflokksins í vinsældakönnunum. Ég held þó, að til viðbótar liggi grundvallarskýring, sem er ríkisstjómarþátttaka Alþýðu- flokksins. Þessi skýring gleymist stundum í hamaganginum við að finna persónur til að skella sökinni á. Það er dagljóst, að þrátt fyrir gott starf í ríkisstjóm af hálfu Alþýðu- flokksins, hefur árangur Davíðs Oddssonar og félaga ekki orðið sem skyldi í veigamiklum málum. Aftur- hald og skammsýni virðast orðin homsteinninn að hinni mjög svo óljósu „sjálfstæðisstefnu", svosem í mennta-, landbúnaðar-, viðskipta-, og velferðarmálum. Þegar Alþýðu- flokkurinn þarf að skrifa undir slíkt er ég ekki hissa á, að kjósendur hans séu í vafa um áframhaldandi stuðn- ing sinn við flokkinn.“ -Þú ert lítt hrifinn af Sjálfstœðis- flokknum, heyri ég. En hvernig meturðu málefnastöðu flokksins og árangur undanfarinna ára? - Hverjar standa uppúr sem best heppnuðustu aðgerðirnar og hvað mœtti betur fara? „Það er auðvitað ótalmargt sem betur mætti fara. ísland er sem betur fer engin Utópía, en stefna Alþýðu- flokksins er bæði framsækin og sam- kvæm sjálfri sér. Ef litið er á störf hans sést hinsvegar glöggt hversu þrengt hefur verið að honum í þessu stjórnarsamstarfl. Þar hefur stundum ekki reynst mikið svigrúm til at- hafna. Ráðherrar og þingmenn Al- þýðuflokksins hafa hinsvegar með fádæma þrautseigju komið mörgum mjög mikilvægum málum í höfn, og ber þar hæst samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, raunhæfar aðhaldsaðgerðir - til að mynda í heilbrigðismálum - og lækkun vaxta. Þetta em stóru málin.“ -Hvaða aðgerðir vilja ungir jafn- aðarmenn til að bregðast við lakri stöðu flokksins í skoðanakönnun- um? Hvernig cetlið þið sjálf að láta til ykkar taka? „Alþýðuflokkurinn þarf að kom- ast sem allra fyrst úr þeirri vamar- stöðu sem hann er í. Það er lífsnauð- syn og atriði númer eitt, tvö og þrjú. Ef stefnu flokksins og árangurs hans í erfiðu stjómarsamstarfi er komið til skila mun fylgi við flokkinn aukast samstundis. En hvernig á að koma þessu í kring er erfiðara mál. Ungir jafnaðarmenn ætla að minnsta kosti ekki að láta sitt eftir liggja. Við ætl- um að vekja athygli á yfirburðar- stöðu flokksins, málefnalega séð, með skýrum og beittum málflutn- ingi. Ljóst er, að breyta þarf ásjónu flokksins og til þess þarf nýtt fólk framarlega í baráttusveitina. Þar skorast ungir jafnaðarmenn ekki undan ábyrgð.“ -Það er sívinsœlt að gagnrýna unga fólkið fyrir handahófskennd vinnubrögð - að það vaði úr einu í annað og sé ístöðulaust. Gildirþetta um SUJ eða eru vinnubrögð ykkar ef til vill markvissari en margir œtla? Er metnaðurinn að aukast? „Það er náttúrlega ekki hægt að bera málflutning Sambands ungra jafnaðarmanna eða annarra ungliða- hreyfinga saman við boðskap at- vinnupólitíkusa. Pólitfk er fyrst og fremst áhugamál hjá okkur félögum. Ég hef þó tekið eftir síauknum metn- aði í röðum ungra jafnaðarmanna og tel reyndar, að ungir jafnaðarmenn geti borið málflutning sinn saman við hvaða stjórnmálahreyfmgu sem er með reist höfuðið. Okkar stefna - markmið og leiðir - er skýr. Ég tek undir þau sjónarmið, að við unga fólkið eigum að kappkosta að vera trúverðug. Þannig næst hámarks ár- angur.“ -Hverjar eru persónulegar skoð- anirþínar á hugsanlegum breyting- um á forystusveit flokksins - eða áherslubreytingum á stefnu? Þú hefur við fleiri en eitt tœidfœri lýst þeirri skoðun, að forystan hafi van- rœkt fólkið í flokknum. Er fót- gönguliðið tekið að þreytast? „Ég fer ekkert ofan af því að mér finnst forystusveitin hafa vanrækt fótgönguliðið, nema ef til vill rétt fyrir kosningar. Ég tel nauðsynlegt að breyta starfsháttum flokksins í átt til aukins dreifræðis. Þingflokkalýð- ræði er því miður staðreynd á ís- landi, en við eigum ekki að sætta okkur við það. Einsog flokkurinn starfar í dag er forystan því ábyrg fyrir öllu, hvort heldur til góðs eða ills. Það væri hinsvegar óráð að skipta um forystu nú á aukaþinginu í febrúar, aðeins þremur mánuðum fyrir kosningar. Ef flokkurinn fær slæma útreið í kosningum er aftur á móti rétt að huga að nýrri foiystu. Það segir sig sjálft." -Hvað segja félagar þínir í SUJ um þessi mál? „Ég held að við séum allflest sam- mála um þetta." -Þegar þú tókst við formaður ungra jafnaðarmanna seint á síð- asta ári lýstirðu þvíyfir, að þú vœr- ir „ekki nýr Jón Baldvin“. Hvað varstu að meina? Varstu að gleðja félaga þína eða svekkja? „I þessari yfirlýsingu fólst loforð um að stunda aðra stjómunarhætti en viðgangast í Alþýðuflokknum. Ég vil gera allt sem í mfnu valdi stendur til að forystusveit ungra jafnaðar- manna sé breið og að fámenn valda- klíka einangrist ekki á toppi pýram- ídans.“ -Nú naut Jóhanna Sigurðardótt- ir nokkurs stuðnings meðal ungra jafnaðarmanna á flokksþinginu síðastliðið sumar og þú sjálfur varst í undirhúningshópi Jafnaðar- mannafélags Islands sem síðar sagði sig úr Alþýðuflokknum. Hafa Jóhanna og Þjóðvakinn einhver skörð höggvið í raðir ykkar? - Og afhverju gekkst þú ekki úr flokkn- um með svo mörgum öðrum með- limum Jafnaðarmannafélagsins ? „Úrsögn Jafnaðarmannafélags ís- lands úr Alþýðuflokknum var í hróp- legu ósamræmi við þau áform sem undirbúningshópurinn hafði sett sér. Markmið félagsins voru í upphafi tvö: Annarsvegar að breikka ásýnd flokksins og vekja aukna umræðu innan flokksins um verkalýðs-, neyt- enda- og velferðarmál. Hinsvegar að vinna að auknu lýðræði og valddreif- ingu í starfi flokksins. Eftir að Jó- hanna ákvað að kveðja flokkinn, breyttist tónninn í hluta bráðabirgða- stjómar félagsins, sem ég sat í. Nú voru markmiðin gleymd, aðeins fá- einum vikum eftir stofnunina og fé- lagið gafst upp á tilgangi sínum án þess að reyna hið minnsta til að bæta flokkinn. Þeir ungu jafnaðarmenn sem tóku þátt í stofnun félagsins fylgdu fyrmm foringja sínum, Sig- urði Péturssyni, ekki í faðm Jó- hönnu. Vissulega studdu margir úr röðum ungra jafnaðarmanna Jó- hönnu, en sá stuðningur var til for- mennsku í Alþýðuflokknum, ekki til einkalandvinninga að hætti popú- lista. Ég veit ekki um neinn ungan jafnaðarmann sem yfirgaf Alþýðu- flokkinn og gekk til liðs við Þjóð- vaka, þvert á móti hafa aðilar sem komu inn í flokkinn í gegnum Jafn- aðarmannafélagið gengið til liðs við Samband ungra jafnaðarmanna." -Nánar um Jafnaðarmannafé- lagið; hverjar voru fyrírœtlanirþín- ar ífélaginu - semsagt hvað varþað sem þú vildir sjá þar gerast og eygirðu nú tœkifœri til að vinna að þeim markmiðum sem formaður SUJ? „Ég var sammála upphaflegum markmiðum Jafnaðarmannafélags- ins um bætta starfshætti flokksins og mun, eins og ég gerði félögum mín- um grein fyrir, meðal annars vinna að þeim innan SUJ. Þessar áherslur eiga ríkan hljómgrunn innan SUJ eins og víðtækur stuðningur ungra jafnaðarmanna við Össur Skarphéð- insson á flokksþinginu í sumar bar vitni um. Það var einmitt Össur sem lagði áherslu á bætta starfshætti inn- an flokksins, enda innanflokksmál oft tengd varaformannsembættinu." -Samband ungra jafnaðarmanna virðist lifa nokkuð sjálfstœðu lífi innan Alþýðuflokksins - kannski ekki ósvipað Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna. Þið hafið sjálf- stœðu stefnu gagnvart mönnum og málefnum og eruð óhrœdd við að láta í ykkur heyra; samanber Evr- ópumálefnin þar sem þið voruð hrópandinn í eyðimörkinni árum saman. Nú eru teknar að heyrast raddir um að þið Ityggist reka ykkar „eigin kosningabaráttu“. Hvað er hœft íþeim orðrómi? „Ef einhver heldur, að ungt fólk sem er í stjómmálum af hugsjóna- ástæðum sætti sig við að ganga und- ir þrönga flokkslínu í öllum málum, þá hefur sá hinn sami rangt fyrir sér. Samband ungra jafnaðarmanna er ekki samansafn framagosa í leit að feitum sérverkefnum í ráðuneytum og sendiráðum. Við viljum hafa áhrif innan og utan flokksins og það ger- um við aðeins með því, að vera trú okkar skoðunum og láta flokkssvip- una ekki hafa áhrif á okkur. Alþýðu- tlokkurinn hefur haft gæfu til að leyfa ungum jafnaðarmönnum að halda sínu striki. Það erum við þakk- lát fyrir. Sá orðrómur, að SUJ ætli að reka eigin kosningabaráttu er þannig á rökum reistur. Við teljum að okkar kraftar nýtist best ef við fáum nokk- uð frjálsri hendur en áður. Engin þarf þó að óttast, að ósamræmi verði milli kosningabaráttu Alþýðuflokksins og SUJ. Við munum hins vegar leggja meiri áherslu á önnur mál en móður- flokkurinn." -Eiga sérstakar ungUðahreyfing- ar innan stjórnmálaflokkanna rétt á sér? Er þetta ekki úrelt fyrirbœri og aðeins til að ala á sundurlyndis- fjandanum; að menn loki sig af í „klíku“ - einhverskonar útungun- arstöð pólitíkusa eða geymslustöð œskunnar? „Sú hætta er vissulega fyrir hendi, að ungliðahreyfingar verði útungun- arstöðvar og sérstaklega ef ungt fólk lítur á slíkar stofnanir sem biðstöð í frekara pólitísku tafii. Hugsjónafólk í Sambandi ungra jafnaðarmanna er afar meðvitað um þessa einangrun- arhættu og hefur því reynt að efia tengsl sín við annað ungt fólk með svipaðar hugsjónir bæði innan ann- arra flokka og utanllokka." -Er Samband ungra jafnaðar- manna sterkt afl í Alþýðuflokkn- um? Hlustar forysta flokksins á ykkur œskufólkið? „Forysta ungra jafnaðarmanna hefur yfir litlu að kvarta í þeim efn- um. Þingmenn flokksins eru jafnan opnir fyrir hugmyndum og ábend- ingum okkar, þó svo að okkar tillög- ur séu oft einunt of róttækar fyrir fólk í real-pólitík. Gott dæmi um áhrif SUJ innan flokksins er skipun ungliðans Eiríks Bergmanns Einars- sonar í nefnd þingsins um jöfnun at- kvæðisréttar. Því má svo ekki gleyma að formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Grindavík, Petrína Baldursdóttir, situr nú á þingi. Fleira mætti tína til en ég læt þetta nægja." -Ungir jafnaðarmenn hafa tölu- vert látið í sér heyra um sameining- armál félagshyggjuaflanna. Eftir það sem á undan hefur gengið síð- astliðið ár, hverjar eru hugsanir þínar um málið á nýju ári? „Sigur Reykjavíkurlistans er stór- kostlegt dæmi um hvað sameinaðir vinstrimenn geta gert. Reynslan af samstarfinu fram að þessu afsannar glundroðakenningu Sjálfstæðis- manna. í landsmálum held ég, að við þurfum að bíða nokkuð til að vinna sambærilega sigra. Þar held ég raun- ar að samstarf allra þessara flokka komi aldrei til. Ungt fólk í Alþýðu- flokknum vill sjá sameinaðan jafn- aðarmannaflokk í framtíðinni og við munum vinna að þeim draumi okkar í samvinnu við hugsjónabræður og systur á öðrum vettvangi. Kosningar í vor hafa hinsvegar sett allt slíkt samstarf í biðstöðu." -Yfir í skylda sálma. Formanns- embœtti Sambands ungra jafnaðar- manna hefur stundum virkað sem stökkpallur yfir í aðrar og á stund- um meiri pólitískar vegtyllur. Hver er metnaður þinn í því sambandi? Blundar í þér þingmaður, ráð- herra..., hvað? „Engin veit sína ævina... Mínar framtíðaráætlanir miðast ekki við þingsetu. En úr því ég tróð mér í embætti formanns SUJ þá gæti ým- islegt breyst. Ég held þó að ég - líkt og fleslir forverar mínir - lendi frek- ar einhvers staðar á hliðarlínu stjórn- málanna. Ég held að það sé að mörgu leyti betra hlutskipti.“ -Þegar þú ert ekki upptekinn við A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.