Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Morgunblaðið og landbúnaðurinn „Af misskilinni flokkshollustu hefur Morgun- blaðið ekki stutt við bakið á viðleitni Alþýðu- flokksins til skynsamlegra breytinga. Það er ekki heiðarlegur málflutningur að gagnrýna kerfið án þess að gagnrýna þá sem á því bera ábyrgð. Sjálfstæðis- flokkurinn ber ábyrgð á kerfinu og hjá því verður ekki komist að Alþýðuflokkurinn láti svipuna dynja á frambjóðendum íhaldsins í Reykjavík í komandi kosningabaráttu. Mun Morgunblaðið þá verja flokkinn, en gagnrýna kerfið?“ Leiðari Morgunblaðsins síðastlið- inn föstudag var einhver mesta gusa sem landbúnaðarkerfið hefur fengið yfir sig lengi. Tilefnið var hækkun á verði nautakjöts. I raun var það ekki hækkun nautakjötsins sem veldur reiði Moggans, heldur sú heimsku- lega umgjörð sem þessum atvinnu- vegi hefur verið sköpuð af sljórn- völdum. „Hvað sitja þá íslenskir neytendur uppi með?“ spyr leiðarinn, „Verð- lagningarkerfi, sem virðist á víxl stuðla að offramboði og því, að ekki fæst almennilegt nautakjöt í búðum. Utflutningur á besta kjötinu, en inn- flutningsbann, sem útilokar að hægt sé að bjóða upp á sæmilega vöru ef íslenskir bændur geta ekki útvegað hana. Samkeppnisleysi. jafnt milli Pallborðið Birgir W'3 Hermannsson skrifar St | innlendra framleiðenda og frá út- löndum. Allt ber þetta vitni úreltu landbúnaðarkerfi, sem hefur fyrir löngu gengið sér til húðar.“ Gagnrýni Alþýðuflokks viðurkennd a f fíestum Sfðustu þrjá áratugi hefur Alþýðu- flokkurinn haldið því fram að núver- andi landbúnaðarkerfi stæðist ekki, það leiddi til óþolandi útgjalda fyrir skattgreiðendur, alltof hás vöruverðs og hneppti bændur í fjötra ífam- leiðslustjómunar. Nú viðurkenna flestir að þessi gagnrýni er á rökum reist. íslenskur landbúnaður er í mik- illi kreppu og ekki líklegt að hann rífi sig uppúr henni án kerfisbreytingar. Rekja má núverandi landbúnaðar- kerfi allt aftur til mjólkur- og kjöt- sölulaganna frá því á fjórða áratug aldarinnar. Kreppan lék bændurgrátt og féll verðlag á landbúnaðarvörum rnikið. Þetta var ekki séríslenskt fyr- irbæri og hliðstæðar aðgerðir til stjómunar á framleiðslu og verðlagi afurða má finna í flestum nágranna- ríkjum okkar. Þó nokkrar deilur hafi orðið um ffamkvæmd þessa kerfis í Reykjavík, ríkti um þær mikil sátt á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn sem var í stjómarandstöðu á þessum tíma lagðist ekki gegn lögunum og hefur stutt landbúnaðarkerfið dyggilega alla tíð síðan. Landbúnaðarkerfið hefur byggst upp á því að takmarka innlenda sam- keppni, útiloka erlenda samkeppni og miðstýra verði. I gegnum niður- greidd fjárfestingalán, styrki, niður- greiðslur og útflutningsbætur (sem komið var á á Viðreisnarámnum) var kerfið afar framleiðsluhvetjandi. Markaðshvatar, sem berast fr amleið- endum fyrst og ffemst í gegnum verð, vom í raun teknar úr sambandi. Upp úr 1970 var kerfið komið í al- gjörar ógöngur og ekki bætti úr skák sú stefna ríkisstjóma að auka ffam- leiðslu á búvömm til útflutnings. Fyrsti vísir að framleiðslustjómun var síðan komið á 1980 og kvóta- kerfi sett á laggimar 1985. Með síðasta búvörusamningi vom útflutningsbætur afnumdar og bein- greiðslur til bænda teknar upp í stað almennra niðurgreiðslna. Auk þess var stefnt að því að framleiðsla yrði löguð að innanlandsmarkaði með því að ríkið greiddi bændum einung- is sem svaraði til neyslu síðasta árs. Þetta er auðvitað afar ffumstæð markaðstenging. Beingreiðslur ríkis- ins í stað eðlilegrar verðmyndunar er látin stjóma framleiðslumagni. Op- inber nefnd, en ekki markaðurinn, ákveður verð til bænda. Stjórnmálafíokkar ættu að líta í eigin barm Alþýðuflokkurinn hefur ekki grætt ýkja mikið á andstöðu sinni við Iandbúnaðarbáknið, þó sjónarmið flokksins fái meira vægi með hverj- um deginum sem líður. Andstæðing- amir hafa sett málið upp sem vináttu eða andstöðu við bændastéttina og þar með tekist að láta málið snúast um eitthvað allt annað en það í raun- inni snýst um. Alþýðuflokkurinn má einnig líta með gagnrýnum augunt í eigin barm. Þó að flokkurinn hafi í öllum meginatriðum haft rétt fyrir sér um landbúnaðarkerfið, þá hefur honum ekki tekist að haga málflutn- ingi sínum þannig að kerfið sjálft, en ekki bændur landsins, væm skot- spónninn. Þetta hefur Jón Baldvin Hannibalsson reyndar viðurkennt sem stærstu mistök sín á formanns- ferlinum. Það em þó aðrir flokkar sem ættu frekar að líta í eigin barm þegar að landbúnaðarmálum kemur. Umræð- an um GATT-samninginn bendir ekki til mikils skilnings á því hversu djúpstæður vandi íslensks landbún- aðar er. Morgunblaðið verður því að horfast í augu við það, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur varið landbúnað- arkerfið með kjafti og klóm. Án sinnaskipta á þeim bænum em litlar líkur á því, að einhveijar vemlegar breytingar verði á landbúnaðarbákn- inu. Af misskilinni flokkshollustu hef- ur Morgunblaðið ekki stutt við bakið á viðleitni Alþýðuflokksins til skyn- samlegra breytinga. Það er ekki heiðarlegur málflutningur að gagn- rýna kerfið án þess að gagnrýna þá sem á þvf bera ábyrgð. Sjálfstæðis- flokkurinn ber ábyrgð á kerfinu og hjá því verður ekki komist að Al- þýðuflokkurinn láti svipuna dynja á frambjóðendum íhaldsins í Reykja- vík í komandi kosningabaráttu. Mun Morgunblaðið þá veija flokkinn, en gagnrýna kerfið? Höfundur er stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Fimm á förnum vegi Á að banna hundahald í borginni? Kremlólógía dagsins Júríj Reshetov sendiherra Rúss- lands á íslandi hefur greinilega húmorinn í lagi - einsog Rússar yfirleitt. Að loknum fyrirlestri hjá MÍR á laugardaginn, þarsem Res- hetov fjallaði um skelfingarástand- ið eystra, sló hann á létta strengi og sagði áheyrendum sínum brandara: Stúdent nokkur gekk til munnlegs prófs við háskólann i Novgorod. Prófessorinn spurði hvort hann vildi heldur eina þunga spurningu eða tvaerléttar. Stúdentinn hugsaði sig um, og sagðist svo kjósa eina erfiða spurningu. „Gott og vel," sagði prófessorinn, „hvaðan er fyrsti maðurinn7“ Stúdentinn svar- aði umsvifalaust: „Frá Novgorod auðvitað." Prófessorinn varð hissa á svip og spurði: „Hvað hefurðu fyrir þér í því?" Með sakleysissvip svaraði stúdentinn: „Nei, heyrðu mig nú, þú ert búinn að spyrja mig einnar spurningar - og ég þarf ekki að svara þessari." Einhverntíma hefði nú verið ástæða til að rýna í þennan brand- ara með Kremlólógíuna að vopni. Asunnudaginn var Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðu- flokksins gestur Árna Þórarinssonar og Ingólfs Margeirssonar í útvarps- þættinum Þriðji maðurinn. I viðtalinu var farið yfir víðan völl stjómmálanna einsog vera ber, en Jón Baldvin var líka spurður unt þann orðróm að hann hyggist verða eftirmaður Guðna Guðmundssonar, rektors Menntaskólans í Reykjavík. Guðni lætur af embætti á þessu ári eftir langan og farsælan feril, og Jón Baldvin, sem var skólameistari á Isafirði á áttunda áratugnum, hefur semsagt verið títtnefndur í sögusögnum sem arftaki. Jón Baldvin þvertók fyrir að hann væri á leið í stól rektors - enda ekki að hætta í pólitík... Kvennalistinn í Reykja- nesi logar nú stafha á milli af illdeilunt eftir þá ákvörðun að endurtaka forval flokksins. Helga Sigurjónsdóttir bæjarfull- trúi í Kópavogi lenti í efsta sæti og átti því þing- mennsku nokkuð vísa. Það féll hinsvegar ekki í kram- ið hjá forystunni, sem nú hefur ákveðið annað for- val. Þar á að kjósa Krist- ínu Halldórsdóttur fyrr- um þingkonu í fyrsta sæti. Helga ætlar ekki að korna nálægt kosningabaráttunni. Það rná rilja upp, að Helga var einu sinni forseti bæj- arstjómar Kópavogs, eftir að hafa verið kjörin bæjar- fulltrúi Alþýðubandalags- ins 1978. Eftir aðeins nokkra mánuði sagði hún sig úr bæjarstjóm til að mótmæla „ólýðræðisleg- um vinnubrögðum". Það er því spuming hvað Helga gerir núna... T andsfundur Þjóðvaka JL/verður haldinn í kring- unt mánaðamótin. Þar verður stefnuskrá lögð fram og nú er unnið í ýms- um málefnahópum að stefnumótun. Við heyrum að Ólína Þorvarðardóttir hafi umsjón með stefnu- mótun í velferðarmálum. I atvinnumálahópi eru liðs- menn úr ýmsum áttum: Ágúst Einarsson, Mörð- ur Árnason, Jón Sæ- mundur Sigurjónsson og Guðbjörn Jónsson. Sá síðastnefndi hefur viður- nefnið „félagaskelfir" - enda á hann skrautlegan feril að baki í ótölulegum fjölda stjómmálaflokka og félaga... Hinumegin Og mundu bara, herra Kamban, að þetta er einungis braða birgðaheili svo þú mátt ekki leggjast í þunga þanka. Brynja Davíðsdóttir bréfberi: Nei, alls ekki. Pétur Pétursson hárskeri: Nei, af hverju? Það ætti að banna manna- hald frekar, við emm mestu sóðamir. Heiðdís Hrafnkelsdóttir stöðu- vörður: Nei, hvert á fólkið að fara með hundana? Bjarnveig Eiríksdóttir lögfræð- ingur: Já, hundar eiga frekar heima í sveitum, það er þeirra eðlilega urn- hverfi. Helena Kristín Jónsdóttir at- vinnulaus: Nei, en það verður að vera meira aðhald. Viti menn Staða niín er náttúrlega ekki til að hrópa húrra fyrir og það er voðalega þægilegt að sparka í liggjandi mann. Það er engin spurning að það er málið. Jóhann G. Bergþórsson um framkomu félaga hans i Sjálfstæðisflokknum í Hafnarfirði. Morgunpósturinn í gær. Nemendur við Menntaskólann á Akureyri standa sig frábær- lega í háskólanámi og betur en nemendur frá öðrum framhaldsskólum. Leiðari Dags 5. janúar. Ég held því fram að Lúxem- borgarar séu valdamesti 300 þúsund manna hópurinn í allri Evrópu. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður um ESB-mál í Fréttir frá ES. Sex kílóa risahumrar soðnir lifandi við sveinspróf í mat- reiðslu. Dauðastríðið stóð lengi yfir. Skýlaust brot á dýraverndunarlögum að mati Brynjólfs Sandholts yfirdýralæknis. Fyrirsagnir í Morgunpóstinum í gær. I stuttu máli finnst mér þessi grein dæmi um ömurlega íhaldssemi og það jafnvel þótt höfundur vitni í Milan Kund- era máli sínu til stuðnings. Umsögn Kolbrúnar Bergþórsdóttur um grein Árna Bergmanns í Tímariti Máls og menningar, þarsem hann varar við „yfirþjóðlegri Evrópu". Morgunpósturinn í gær. Óformlegar viðræður ASÍ og VSI: Rætt um 8 prósenta kauphækkun á 2 árum. Fyrirsögn í DV í gær. Algert rugl. Magnús Gunnarsson formaður VSÍ, að- spurður um DV- fréttina hér að ofan. Morgunútvarp Rásar 2 í gær. Rauður er snilldarverk; mynd eftir djúpvitran meistara sem manni finnst líkt og kunni allt. Umsögn Egils Helgasonar um kvik- myndina Rauður eftir Krzystztov Ki- eslowski. Morgunpósturinn í gær. Viðkvæmur unglingur sem lét lúskra á sér. Fyrirsögn fréttar um breska fjölda- morðingjann Frederick West. DV á laugardag. Ég hef ekki hugmynd um það, þannig að þú ert bara í skökku númeri. Þorgeir Þorgeirson rithöfundur, að- spurður af Morgunpóstinum hvort hann búist við hörðum verkfalls- átökum framundan. En kannski liggur galdurinn í því að Davíð hefur einmitt breytt ímynd sinni. Hann verður landsföðurlegri með hverjum deginum og raunar má segja að forysta hans hafi breyst í andhverfu sína. í stað þess að ögra og láta sverfa til stáls hefur formaður Sjálf- stæðisflokksins valið mjúku leiðina. Leiðari Ellerts B. Schrams i DV í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.