Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐU BLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 4- Alþýðublaðið spjallar við sóknarprestinn Róbert Krístjánsson um sögu Seyðisfjarðar: Seydisfjörður, kaupstadi „Mikill uppgangur varð á síðari hluta 19. aldar vegna síldveiða Norðmanna úti fyrir Austurlandi. Það var upp úr 1860. Þá fjölgaði íbúunum mikið. Tímamót urðu þegar mikill athafnamaður fluttist til bæjarins frá Noregi og settist þar að. Otto Wathne byggði upp stórveldi í verslun og sjávarútvegi." Seyðisfjörður er kaupstaður á Austfjörðum fyrir botni samnefnds fjarðar, en íbúar eru hátt í þúsund talsins. hefstu atvinnuvegir eru sjáv- arútvegur, sem um 40% íbúanna starfa við, þjónusta, iðnaður og verslun. Fjarðará heitir áin sem skiptir Seyðisfirði í tvennt. Að norð- an er Fjarðaralda/Alda og að sunnan Búðareyri. Á Seyðisfirði er meðal annars elsta landsímahús á Islandi, upphaflega byggt 1894, rafstöðin Fjarðarsel, byggð 1912 til 1913, en hún er fyrsta riðstraums- og há- spennustöð á Islandi, vatnsveita, lögð 1903 til 1907 og sjúkrahús, byggt 1898 til 1901. Kirkjan á Seyð- isfirði var endurbyggð árin 1921 til 1922. Byggð á Seyðisfirði á sér langa sögu. Um þá sögu er enginn maður fróðari en séra Kristján Róbertsson, sóknarprestur þar í bæ. Hann hefur nú lokið við að rita fyrra bindið af sögu Seyðisfjarðar og stefnir að því að hún komi út á þessu ári. Alþýðu- blaðið spjallaði við séra Kristján um upphaf og þróun byggðarinnar. Kristján rekur söguna frá upphafi, með frásögnum af Bjólfí landnáms- manni og það sem hægt er í gegnum heimildalítið tfmabil frá landnáms- öld og fram undir aldamótin 1800. Það er helst að heimilda sé að vænta í fomum bréfum og máldögum. Þó er ljóst að búið hefur verið í firðinum frá landnámsöld. Sú byggð mun ekki hafa verið mjög fjölmenn, svona tíu til ellefu bæir og einhverjar hjáleig- Það var svo í lok átjándu aldar að nokkrir danskir kaupmenn ákváðu að gera tilraun til verslunar um Seyðisfjörðinn. Það fór fljótlega út um þúfur, þar eð sú verslun var ólög- leg og illa séð af yfirvöldum. Hins vegar var fræjunum þar með sáð og hugmyndin lifði. Enda að vonum, því á Seyðisfirði er ein besta náttúru- lega höfnin á landinu. Héraðsbúar sýndu þessu tiltæki mikinn áhuga, því styttra var að versla um Seyðis- fjörð en Eskifjörð. Seyðisfjörður hlaut svo löggildingu sem verslunar- staður árið 1842. Árið 1848 voru reistar verslanir á Fjarðaröldu og 1851 á Versdalseyri. Þar með var kominn grundvöllur að því þéttbýli sem síðar varð. Mikill uppgangur varð á síðari hluta 19. aldar vegna síldveiða Norðmanna úti fyrir Austurlandi. Það var upp úr 1860. Þá fjölgaði íbú- unum mikið. Tímamót urðu þegar mikill athafnamaður fluttist til bæj- arins frá Noregi og settist þar að. Otto Wathne byggði upp stórveldi í verslun og sjávarútvegi. Hann keypti bryggjur og fiskverkunarhús. Hann var framsýnn maður og treysti ekki eingöngu á síldina, heldur hóf að verka annan fisk, svo sem þorsk, og versla með hann. Hann stofnaði fé- lag um út- og innflutning og á skip í fömm á milli landa með ýmsan vaming. Wathne var með útibú víðar á landinu, en höfuðstöðvamar vom ávallt á Seyðisfirði. Fólkinu fjölgar og ijölgar. Við fyrri þéttbýliskjama bætast Búðar- eyri og Eyrarstaðaþorp. Menn gæla við kaupstaðarstofnun. Árið 1893 er hreppnum skipt í tvennt. Árið eftir ákveður konungur íslands og Dan- merkur að Seyðisfjörður fái kaup- staðarréttindi l.janúar 1895. Þaðem slétt hundrað ár frá þeim atburði og því fagna Seyðfirðingar og aðrir landsmenn í ár. Ibúar em við kaupstaðarstofnun á milli sex og sjöhundmð og um aldamótin 1900 em þeir 1200 talsins. Síðan þá hafa verið miklar sveiflur í íbúafjölda bæjarins. Seyðfirðingar hafa ætíð verið mjög framsæknir. Þar byggir Wathne hús, sem þá er betur útbú- ið en nokkuð annað hús á íslandi, með miðstöðvarhitun, vatnssal- erni og rennandi vatni. Það hús hýsti síðar fyrstu símstöð lands- ins, en símsamband við útlönd komst á í gegnum Seyðisfjörð ár- ið 1906.1 þessu ágæta húsi em nú bæjarskrifsofur Seyðisfjarðar- kaupstaðar. Sjúkrahús er tekið í notkun á Seyðisfirði árið 1900, vatnsveitan er lögð 1903 og ekki má gleyma því að bærinn er sá fyrsti á land- inu til að vera allur lýstur með rafmagni, en árið 1913 er Fjarð- ardalsvirkjun reist. Hún er rið- straums- og háspennuvirkjun og verður strax almenningsrafstöð. Þar skýtur ýmis iðnaður rótum og er Vélsmiðja Seyðisfjarðar reist upp úr aldamótum. Hún verður fljótt stærsta véla- og jámsmíðaverkstæði á landinu og starfaði hún allt þar til fyrir fáum ámm. 1 bænum var fyrsta sútunarverksmiðja landsins frá þvf á dögum innréttinga Skúla fógeta, og stendur húsið sem hýsti hana enn. Á Versdalseyrir var verksmiðja sem framleiddi til útflutnings Kínalífs- elexír, sem var fluttur út sem heilsu- drykkur og var hann harla eftirsóttur, þar sem í honum var mikill spíri og þótti hressandi. Seýðisfjörður hefur ávallt verið mikill menningarbær. Þar hófst blaðaútgáfa fyrir aldamót og um aldamótin vom gefin út tvö vikublöð í bænum, Austri, sem Skapti Jóseps- son ritstýrði og Bjarki, sem skáldið Þorsteinn Erlingsson sá um, en Þor- steinn var atvinnurekandi á staðnum og stofnaði líka fyrsta verkalýðsfé- lag landsins, einmitt á Seyðisfirði. Þar varð síðar bókaútgáfa í tengslum við þær prentsmiðjur sem vom í bænum og störfuðu þær langt fram eftir öldinni. Þar var mikið félagslíf og eymir eftir af því enn. Þar vom starfræktir kórar uppúr aldamótum og jafvel kammerhljómsveitir þeirra borgara er áttu hljóðfæri og kunnu að spila. Seyðisfjörður varð ein helsta bækistöð Bandamanna á Islandi í seinni heimsstyijöldinni og má segja að það hafi verið blendin ánægja sem því fylgdi. Fjörðurinn var girtur tundurduflum, svo útgerð lagðist að mestu af. Allt fmmkvæði í atvinnu- málum var drepið í dróma, því nán- ast allir bæjarbúar unnu hjá hemum. Því var bærinn eftir stríð nánast svið- in jörð miðað við gullaldarskeiðið þar á undan. I bænum er meira af gömlum og fallegum húsurn en í flestum álfka bæjum á Islandi. Gangskör hefur verið gerð í því að endurbæta þau, því ætla má að framtíð sé fyrir ferða- mannaþjónustu á Seyðisfirði, jafnvel frekar en á öðmm stöðum landsins en Seyðisfjörður hefur verið við- komustaður færeysku bílaferjunnar Norrænu frá 1975. Bærinn byggist upp undir miklum norskum áhrifum og minnir því um margt á norskar fjarðabyggðir. Þar er einnig veður- sæld meiri en á flestum stöðum öðr- um á Islandi á summm. í stríðinu vom hermennimir þar margfalt fleiri en íbúarnir og í dag er það svo að á sumrin er mikið af út- lendingum í bænum vegna ferjunn- ar. Það má því með sanni segja að Seyðisfjörðurhafi alla tíð verið mjög alþjóðlegur bær. Eins og áður er nefnt, þá hófst ferlið að stofnun kaupstaðar með því að hreppnum var skipt í tvennt. Fyrir fimm ámm var hringnum lokað er Seyðisfjarð- arhreppur var sameinaður Seyðis- firði 1990. Kaupstaðurinn átti hundr- að ára afmæli á Nýársdag. Alþýðu- blaðið óskar Seyðisfirði til hamingju með áfangann. Vinningstölur 7. jan. 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 0! 5 af 5 1 4.811.760 0 +4af 5 7 70.500 a 4 af 5 135 6.300 pi 3 af 5 4.106 480 Aðaltölur: 4 I 17 22 28 30 BÓNUSTALA: Heildarupphæð þessa viku: kr. 8.126.640 UPPLVSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVABP 451 Húsbréf Onnur heimild: íslenska alfræðiorðabókin. „Seyðfirðingar hafa ætíð verið mjög framsæknir. Þar byggir Wathne hús, sem þá er betur útbúið en nokkuð annað hús á íslandi, með miðstöðvar- hitun, vatnssalerni og rennandi vatni. Það hús hýsti síðar fyrstu símstöð landsins, en símsamband við útlönd komst á i gegnum Seyðisfjörð árið 1906. í þessu ágæta húsi eru nú bæjarskrifsofur Seyðisfjarðarkaupstað- ar." Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokki: 4. flokki 1992 - 5. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1995. Öll númerin veröa birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæöis- stofnun ríkisins, á Húsnæöisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóöum og verðbréfa- fyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Stutt spjall við Hallstein Friðþjófsson, formann verkamannafélagsins Fram: Bjartara framundan í atvinnumálum Einn af forystumönnum jafn- aðarmanna á Seyðisfirði um langt skeið hefur verið Hall- steinn Friðþjófsson, formaður verkamannafélagsins Fram. Framundan eru annasamir tímar fyrir verkalýðsforingja í tengsl- um við komandi kjarasamninga- viðræður og sagði Hallsteinn helstu verkefni félagsins nú vera tengd undirbúningi þar að lút- andi. Atvinnuástandið á Seyðis- firði komst talsvert í umræðuna fyrir fimm árum þegar Fisk- vinnslan þar í bæ varð gjald- þrota. Þá missti um þriðjungur Seyðfirðinga atvinnuna. Al- þýðublaðið spurði Hallstein um atvinnuástandið á Seyðisfirði í dag. Hallsteinn sagði að það hefði ver- ið að koma upp úr nokkurri lægð að undanfömu, sem hefði komið til eft- ir að frystihúsið á staðnum fór á hausinn 1989. Menn væru hinsvegar bjartsýnni nú en löngum áður og leyfðu sér jafnvel að búast við tals- verðri loðnu á árinu. En hvemig skyldi ástandið vera í pólitíkinni? „Héma ríkir hundgamall íhalds- og framsóknarmeirihluti," sagði Hallsteinn. „Sameiginlegt framboð félagshyggjuaflanna náði ekki að skáka honum í síðustu kosn- ingum og missti jafnvel cinn mann. Starf vinstri aflanna hefur því undan- farið verið í talsverðri lægð.“ Um Alþýðuflokkinn á Seyðisfirði sagði hann vera svipaða sögu að segja, þó hann ætti von á því að menn fæm smám saman að komast í gang fyrir kosningar. Hallsteinn er fæddur og uppalinn Seyðfirðingur og vill hvergi annars- staðar búa. Hann sagði það vera gott að búa á Seyðisfirði, en þrátt fyrir það hefði fólki fækkað umtalsvert á undanfömum ámm. „Siglfirðingum hefur fækkað um tvöhundmð á fimm ámm og það þrátt fyrir að kaupstað- urinn hafi verið sameinaður Seyðis- fjarðarhreppi," sagði Hallsteinn. „Fólkið hefur streymt burt.“ Að- spurður sagðist hann ekki getað sagt hvaða hópar það væru sem helst fæm. Það væm ekkert frekar ungt fólk á leið í nám, heldur alveg eins fólk sem misst hefði alvinnuna eða óttaðist um atvinnu sína. Þrátt fyrir þetta em þó ýmsir ljósir Hallsteinn Friðþjófsson: Erum að komast upp úr lægð. punktar, svo sem vöxtur í ferða- mannageiranum á sumrin, í tengsl- um við ferðir Norrænu. „Þó er það ekki orðið nógu mikið til að hægt sé að halda uppi atvinnustarfsemi í kringunt þær ferðir allt árið um kring.“ Töluverð menningarstarfsemi er á Seyðisfirði og má þar nefna nokkuð virkt leikfélag, „en ntinna er um hvers kyns tónleikahald," sagði Hallsteinn að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.