Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 1
Sótt að Ragnari Arnalds í forvali Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra: Hörð barátta - segir Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, sem telur stöðu sína tvísýna eftir miklar smalanir Siglfirðinga. „Siglfirðingar virðast líta á þetta forval sem átök milli byggðarlaga, en ég gef kost á mér út á jafnréttis- sjónarmið,“ sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, en hún sækist eftir öðru sæti á framboðslista Alþýðubandalagsins til Alþingis- kosninga í vor í Norðurlandskjör- dæmi vestra. Þar er fýrir Sigurður Hlöðversson, varaþingmaður frá Siglufirði, en hann hyggst ekki láta sætið af hendi baráttulaust. Forval Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra erf tvennu lagi. I því fyrra, sem haldið var um miðjan desember, náði Anna Kristín öðru sætinu með átta atkvæða mun. Stuðningsmenn Sigurðar á Siglufirði hafa einsett sér að láta það ekki ger- ast á nýjan leik og náðu að smala inn í félag sitt, áður en kjörskrá var lok- að unt síðustu helgi, hátt á sjöunda tug félagsmanna. Það fer nærri að vera tvöföldun á félagaskránni. A meðan Siglfirðingar stóðu í ströngu við að smala virðist sem stuðnings- menn Önnu Kristínar hafi sofið á verðinum, því innan við tugur bættist við félagaskrána á Sauðárkróki. Sigri Sigurður forvalið verður það túlkað sem mikill ósigur fyrir Ragn- ar Arnalds, oddvita listans, þar sem hann er sagður hafa beitt sér fyrir Önnu Kristínu, þó hvorki hún né Sigurður Hlöðversson vilji kannast við afskipti Ragnars af slagnum um annað sætið. Einnig herma heimild- armenn blaðsins úr innviðum Al- þýðubandalagsins að margir Sigl- firðingar hyggist stíga skrefið til fulls og kjósa Sigurð í fyrsta sætið í stað Ragnars. Þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við Sigurð Hlöðversson til að spyrja hann út í ástandið, sagði hann sig vera einn af helslu stuðnings- mönnum Ragnar Arnalds. „Ragnar Amalds ber af öðrum stjómmála- mönnum þessa lands eins og gull af eir,“ sagði Sigurður. Hann taldi stöðu sína fyrir forvali um næstu helgi vera „ágæta,“ og sagðist ekki kannast við nein átök. Allt væri í hinu mesta bróðemi. Ekki var keppinautur hans um annað sætið á sama máli og sagði Anna Kristín að baráttan væri hörð og „mikil átök“ í gangi. Aðspurð unt Ragnar Arnalds: Hann ber af öðr- um stjórnmálamönnum þessa lands eins og gull af eir, segir Sig- urður Hlöðversson sem keppir að öðru sæti á Norðurlandi vestra. hvort að hún myndi taka úrslitunum ef þau yrðu á þann veg að hún næði ekki öðru sætinu, sagði Anna Kristfn að hún tæki þeim en „svo kemur í ljós hvað ég geri.“ Annað sem talið er geta mglað stöðuna á Norðurlandi vestra er þrá- látur orðrómur innan Alþýðubanda- lagsins þess efnis að Ragnar Amalds taki við formennskunni í flokknum á næsta landsfundi, sem mun vera í haust, af Ólafi Ragnari Grímssyni. Þessi ráðstöfun mun vera liður í stærri áætlun Ólafs Ragnars um að taka á ný við formennskunni að tveimur ámm liðnum, en lög flokks- ins gera honum það ókleift að sitja lengur en fram á haustið. Hins vegar er ekkert sem mælir gegn því að hann taki að sér formennskuna á ný efitir stutt hlé. Ólíklegt þykir að Ragnar Amalds sitji lengur á þingi en næsta kjörtímabil, þar eð þá hefur hann setið samfleytt í þrjátíu og funm ár, eða frá árinu 1963. Bæði Sigurði og Önnu hugnaðist vel sú tilhugsun að Ragnar yrði for- maður Alþýðubandalagsins, þó þau teldu að meint flétta hefði ekkert með framboð Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra að gera. Krytur innan Reykjavíkurlistans? Arni Þór vill hundabann, borgarstjórínn segir nei „Ég er fylgjandi því að banni við hundahaldi sé framfylgt vegna þess að borgarbúar voru spurðir að því sérstaklega í atkvæðagreiðslu fyrir sex árum hvort þeir vildu aflétta banni við hundahaldi. Þeir svöruðu mjög afgerandi að þeir vildu viðhalda banni við hundahaldi. Af þeim sökum finnst mér að það eigi að vera í gildi,“ sagði Árni Þór Sigurðsson, flmmti borg- arfulltrúi Reykjavíkurlistans, í DV í gær. Alþýðublaðið spurði Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur borgarstjóra hvort hún væri sama sinnis og Árni: „Ég held að það sé mjög erfitt að snúa til baka með þetta mál. Það er bara þannig komið, að það er mjög mikið af hundum í borginni og erfitt að eiga við þetta. Hvað á til dæmis að gera við þá hundaeigendur sem þegar hafa fengið leyfi? Það er nú hægara um að tala en í að komast. Einsog staðan er núna sé ég ekki að hægt verði að banna hundahald í náinni framtíð." Guðný Halldórsdóttir ofarlega á blaði alþýðubandalagsmanna á Reykjanesi: Guðný hefurfengið góða auglýsingu uppá síðkastið - segir alþýðubandalagsmaður á Reykjanesi. Ólafur Ragnar í efsta sæti. Vantar konur á Austurland íbúum á Austurlandi fækkaði úr 13.023 frá 1. desember 1993 í 12.909 á sama tíma í fyrra sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hagstof- unnar. Þetta er fækkun um 114 manns eða 0,88%. Blaðið Austri vekur athygli á því að á landinu öllu eru karlar 782 um- fram konur og það sé athyglisvert hversu stór hluti þeirra er búsettur á Austurlandi þar sem karlkyns íbúar eru 585 umfram konur. Það er aðeins í Bæjarhreppi sem fleiri konur eru heimilisfastar en karlar. 100 ára kaup- staoar- afmæli Seyðis- fjarðar Seyðisfjörður átti 100 ára kaupstaðarafmæli 1. janúar síð- astliðinn, en konungur Islands og Danmerkur tók þá ákvörðUn árið 1894 að veita honum kaup- staðarréttindi strax uni áramót- in. Uppúr því upphófst mikill blómatími á Seyðisfirði og kaup- staðurinn var í fararbroddi á Is- landi með ýmsar nýjungar. Al- þýðublaðið tileinkar blaðið í dag Seyðisfirði og óskar Seyðfirðing- um til hamingju með áfangann. „Guðný Halldórsdóttir hefur feng- ið góða auglýsingu uppá síðkastið," sagði alþýðubandalagsmaður í Reykjaneskjördæmi í samtali við Al- þýðublaðið í gær um niðurstöður skoðanakönnunar Alþýðubanda- lagsins í kjördæminu. Þar lenti Guð- ný óvænt mjög ofarlega á lista. 376 félagar tóku þátt í könnuninni, sem opin var öllum llokksmönnum, og gátu þeir úlnefnt sex manns til fram- boðs. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, varð efstur. 80% þátttakenda tilnefndu hann. Röð næstu manna er ekki gefin upp, aðeins nöfn þeirra í stafrófsröð sem lentu í 2. til 7. sæti. Þau eru: Guðný Halldórsdóttir kvikmynda- gerðarmaður og bæjarfulltrúi í Mos- fellssveit, Jóhann Geirdal bæjarfull- trúi á Suðumesjum, Lúðvík Geirsson bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Pétur Vil- bergsson vélstjóri í Grindavík, Sig- ríður Jóhannesdóttir varaþingmaður á Suðurnesjum og Valþór Hlöðvers- son bæjarfulltrúi í Kópavogi. Santkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins lentu Jóhann og Sigríður rnjög ofarlega á listanum, og í heild virðist hlutur Suðurnesjamanna hafa verið mikill. Talsverð smölun hefur verið að undanfömu í flokksfélög í öllum stærri bæjarfélögum kjör- dæmisins, einkurn á Suðumesjum og í Kópavogi. Góð útkoma Guðnýjar Halldórs- dóttur vekur mesta athygli, en hún hefur verið mjög f sviðsljósinu vegna gagnrýni á áramótaskaupið, sem hún er, ásamt fleirum, höfundur að. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins kemur Guðný til álita í ann- að sætið, enda er talsverð andstaða við að Sigríður Jóhannesdóttir skipi það áfram. Bæði Suðurnesjamenn og Kópavogsbúar gera sterkt tilkall til að fá 2. sætið. Sendiherra Rússa á íslandi: Skylda rússneskra stjórnvalda að tryggja mannréttindi íTétsjeníu. A-mynd: E.ÓI. Blóðbaðið í Tétsjeníu: Grosní er glæpahreiður - segir Júríj Reshetov sendiherra Rússlands á Islandi: Átökin mannskæð vegna þess að rússneski herinn hefur ver- ið hikandi í aðgerðum sínum. „Dúdajev, sem var foringi í rúss- neska flughemum, hefur hótað að fljúga sjálfur og eyðileggja Moskvu," sagði Júríj Reshetov, sendiherra Rússlands á Islandi, í er- indi sem hann fiutti á laugardag í húsakynnum MÍR. Reshetov varði hemað Rússa á hendur Tétsjenum, og sagði að um innanríkismál Rússa væri að ræða. Grosní, höfuðborg Tétsjeníu, hefði á síðustu ámm orðið eitt helsta glæpahreiður rússneska sambandsríkisins, og Dúdajev og hans menn hefðu þverbrotið bæði lög um þjóðarétt og stjómarskrá Rússlands. Sendiherrann, sem talar skínandi góða íslensku, Ijallaði vítt og breitt um ástandið í Rússlandi. Hann sagði uppgang þjóðemisöfgaflokka mikið áhyggjuefni, og þeir væm ein helsta ógnin við stjóm Jeltsíns. Spilling væri líka gríðarlegt vandamál, meðal annars vegna þess að háttsettir emb- ættismenn, sem sakaðir væm unt spillingu, sætu áffam í embættum án þess að hafa verið hreinsaðir af ásök- unum. Þá varaði sendiheiTann ntjög eindregið við fyrirhugaðri stækkun NATO til austurs, og sagði að með því væri Rússum stillt upp við vegg. „Rússland er vestrænt ríki,“ sagði Reshetov. „NATO og Rússland eiga raunhæfa möguleika á að taka hönd- um saman.“ Varðandi Tétsjeníu sagði Res- hetov, að átökin hefðu verið jafn mannskæð og raun bæri vitni vegna þess að rússneski herinn hefði verið hikandi í aðgerðum sfnum. „Ibúar Tétsjeníu em rússneskir ríkisborgar- ar,“ sagði hann, og því væri herinn varfærinn í aðgerðum sínum. Það væri hinsvegar skylda stjómvalda að tryggja mannréttindi í landinu. Tét- sjenískir uppreisnarmenn réðu yfir miklu vopnabúri, enda hefði rúss- neski herinn „gleymt nokkur hundr- uð flugvélum og nokkur hundmð skriðdrekum" þegar herstöðvum var lokað þar fyrir fáeinum missemm. Júríj Reshetov sagði að þegar væri hafinn undirbúningur að uppbygg- ingu Grosní. Hann sagði það til marks um varfæmi rússneska hers- ins, að þeir hefðu auðveldlega getað lagt forsetahöllina í Grosní f rústir, það hefði „ein flugvél á hálftíma“ auðveldlega getað. Það hefði hins- vegar ekki verið gert. Um kvöldið sýndi sjónvarpið síð- an nýjar myndir frá Grosní - þarsem forsetahöllin stóð í ljósum logum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.