Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 10. janúar 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins og Jóhann G. Bergþórsson frá Sjálfstæðis- flokki að taka við völdum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Meirihlutinn var óstarfhæfur - segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi. Staða bæjarverkfræðings var ekki rædd í viðræðunum við Jóhann Bergþórsson sem Davíð og Friðrik beittu báðir þrýstingi. Tryggvi segir Jóhann ekki verða bæjarstjóra. Annar bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í Hafnarfirði, ætlaði einnig ætlað að ganga til samstarfs við Alþýðuflokkinn en gaf eft- ir undan þrýstingi. Alþýðubandalagsmaðurinn Lúðvík Geirsson líkir ástandinu í Hafnarfirði við Chicago á tímum A1 Capone. „Þessi staða kom einfaldlega upp vegna þess að það var engin sam- staða í meirihlutanum um fjárhags- áætlunina og ýmis önnur veigamikil bæjarmál. Meirihlutinn var orðinn óstarfhæfur og gat ekki tekið ákvörð- un um eitt né neitt. Þá fómm við að kanna okkar gang því það gengur ekki upp að ekki sé starfhæfur meiri- hluti í sveitarféiagi," sagði Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi Alþýðu- flokkins í samtali við blaðið í gær- kvöldi. Viðræður stóðu þá yfir milli fulltrúa Alþýðuflokks og Jóhanns G. Bergþórssonar um myndun nýs bæj- arstjómarmeirihluta í Hafnarfirði. Allt benti til að af myndun nýs meiri- hlutayrði. Þegar ljóst varð að Jóhann G. Bergþórsson ællaði að leggja fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun meirihlutans á fyrirhuguðum bæjar- stjómarfundi í dag fórekki milli mála að uppúr myndi sjóða milli Jóhanns og annarra úr meirihlutanum. Sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðsins var Jóhann beittur þrýstingi af háffu formanns og varaformanns Sjálf- stæðisflokksins, Davíðs Oddssonar og Friðriks Sophussonar, til að hætta við að kljúfa sig út úr meirihlutanum. Var beitt hótunum og blíðmælgi á víxl í gær og fyrradag en Jóhann lét sig hvergi. Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði reyndu einnig að koma á samstarfi AÍþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjóm en kratar höfðu ekki áhuga. Raddir vom uppi um að annar bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Ellert Borgar Þorvaldsson, myndi fýlgja Jóhanni í samstarf við Alþýðuflokk, en sagt er að hann hafi ekki þorað að rísa gegn flokknum. „Eftir að við höfðum þreifað fyrir okkur kom í ljós að hugmyndir Jó- hanns Bergþórssonar og okkar fóru að mörgu leyti saman varðandi af- greiðslu fjárhagsáætlunar og fleiri mála. Þama opnaðist leið til að koma rekstri bæjarins á stað,“ sagði Tryggvi ennfremur. Hann sagði að til meirihlutsamstarfs Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks hefði verið stofnað eftir kosningar með þeim hætti að menn hafi verið barðir til samstarfs og hótanir í gangi. Það hefði því bara verið tímaspursmál hvenær slíkur meirihluti springi, enda hefði hann ekki gert neitt nema að reyna að klekkja á fyrrverandi bæjarstjóm. Tryggvi var spurður um fréttir þess efnis að embætti bæjar- verkfræðings og áhugi Jóhanns á því hafi verið aðalástæðan fyrir viðræð- um um nýjan meirihluta. „Þetta mál hefur í sjálfu sér ekkert að gera með okkar viðræður. Hann gerði samning við gamla nieirihlut- ann um þetta mál sem virðist hafa verið reiðubúinn til að bjóða honum embættið aftur eins og fram kom í fréttum. En við emm ekki að semja um embætti bæjarverkfræðings og það kemur þessum viðræðum ekkert við. Þetta embætti verður bara aug- lýst eins og lög gera ráð fyrir.“ -En verður Jóhann þá ef til vill bæjarstjóri? „Nei.“ -Hvernig fara skipti á meirihluta fram formlega í bæjarstjórn? „Það myndi líklega fara fram á þann hátt að við bæmm ffarn van- traust á bæjarstjórann," sagði Tryggvi Harðarson. „Eg er jafn agndofa á þessum at- burðum eins og flestir bæjarbúar sem ég hef hitt að máli. Maður á ekki mörg orð yfir þær uppákomur sem hér eiga sér stað, en það er kannski helst að leita fyrirmynda til Chicago í kringum 1930,“ sagði Lúðvík Geirs- son bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins og var þá væntanlega að vísa til þess tíma er Al Capone var á hátindi sínum. „Það hefur ekkert komið uppá í meirihlutasamstarfi Alþýðubanda- lags og Sjálfstæðisflokks sem gefur tilefni til að slíta samstarfinu. Það er heldur ekki að finna tillögur um eitt né annað frá Jóhanni G. Bergþórs- syni þar sem em aðrar áherslur en hingað til hafa verið lagðar. Hann hefur tekið fullan þátt í þessu sam- starfi og það er ekki fyrr en þetta fer að snúa að hans persónulegu málum að hlutimir fara að taka einhverja aðra stefnu. En það eina sem hann hefur lagt til í atvinnumálum em hans eigin atvinnumál," sagði Lúðvík. Lúðvík var spurður hvort nýr meirihluti Alþýðuflokks og Jóhanns gæti skipt um menn í nefndum og ráðum úl að ná þar meirihluta. ,Jú, þeir hafa tök á því ef þeim sýnist svo. Eg veit hins vegar ekki hvaða lið Jóhann ætlar að setja í nefndir nema fjölskylduna. En nefndimar vom bara kosnar til eins árs út af því að það átti að stokka upp stjórnkerfið," sagði Lúðvík. Alþýðubandalagsfélagið í Hafnar- firði boðaði til fundar um málið í gærkvöldi. Blaðinu tókst ekki að ná tali af Magnúsi Gunnarssyni forseta bæjar- stjómar í gær þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Nokkrir af forystumönnum Alþýöuflokksins í Hafnarfirði undirbúa fund með Jóhanni G. Bergþórssyni síðdegis gær. Frá vinstri: Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður og bæjarfulltrúarnir Ingvar Viktorsson og Trvaavi Harðarson. A- mvnd: E.ÓI. Hjörleifur að brjóta andstöðuna á Aust- fjörðum á bak aftur: Menn eru misjafn- lega kátir - segir alþýðubanda- lagsmaður á Austfjörð- um. „A fundi um helgina verður farið yfir tillögur uppstillingamefndar. I kringum 18. janúar verður síðan gengið frá listanum á fundi kjör- dæmisráðs," sagði Smári Geirsson á Neskaupstað en hann situr í uppstill- ingamefnd Alþýðubandalagsins á Austfjörðum. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins em tilraunir alþýðubanda- lagsmanna á Austfjörðum til að skipta Hjörleifi Guttormssyni út af listanum að renna út í sandinn. Flest bendir til þess, að hann verði áfram í efsta sæti, en hann hefur verið þing- maður síðan 1978. „Menn eru mis- jafnlega kátir með þessa niður- stöðu," sagði alþýðubandalagsmað- ur á Austíjörðum í samtali við blað- ið. Hann sagði jafnframt að eini þungavigtarmaðurinn sem gæti hugsað sér að fara gegn Hjörleifi væri Einar Már Sigurðarson á Nes- kaupstað. Einar Már gerði úlraun til að velta Hjörleifi fyrir síðustu kosn- ingar, en mistókst. „Hin misheppn- aða atlaga Einars Más hefur laskað hann, og því á hann miklu minni möguleika nú. Hjörleifur heldur blessuðu sætinu sfnu,“ sagði annar heimildarmaður í Alþýðubandalag- inu. Hjörleifur Guttormsson: Tilrauntil viðtals -Hjörleifur? „Það er hann.“ -Komdu sæll, ég heiti Stefán Hrafn Hagalín, blaðamaður á Al- hvðllhlnílinu... M e s t u v i n n ingslíkur s e m s é s t h a f a 8 MILLJONIR ÓSKIPTAR Á EINN MIÐA 12. JANÚAR Heppnin bíðurþín hér Eina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef hann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna hversu hár hann getur orðið. Stórgkesilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af þekktustu listamönnum okkar, í hverjum mánuði. Tryggðu þér möguleika j^j V/SA ÆJp Smáiort ... fyrir lífið sjálft UMBOD I REYKJAVIK REYKJAVIK: AÐALUMBOÐ Suðurgötu 10, sími 23130 NESKJÖR Ægissíðu 123, sími 19292 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 IÐNA LÍSA, BLÓMABÚÐ Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 676320 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN TEIGAKJÖR Laugateigi 24, sími 39840 ERLENDUR HALLDÓRSSON, TOPPMYNDIR Myndbandaleiga, Arnarbakka 2, sími 76611 0 G NAGRENNI: VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 GRIFFILL sf. Síðumúla 35, sími 688911 BÓKABÚÐ FOSSVOGS Grfmsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 873355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 MOSFELLSBÆ R: SIBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14,sími 666620 KOPAVOGUR: BORGARBUÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, sími 46777 GARÐABÆR: SIBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 Fáðu þér áskrift í tœka tíð. Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12. janúar. Upplýsingar um nœsta umboðsmann ísíma 91-22150 og 23130 j Verð tniða er óbreytt aðeins 600 kr. M e i r a e n a n n a r h v e r m i ð i v i n n u r a ð j a f n a ð i „Sæll vert þú.“ -Við erum að spá í stöð- una hjá ykkur á Austur- landi. Segðu mér, hefur uppstillingarnefnd farið þess á leit við þig að taka fyrsta sæti á framboðs- lista Alþýðubandalagsins á Austurlandi? „Sko, ég er nú ekki að rapportera neitt í ykkur. Sko, þið hagið ykkur alveg einsog vitleysingar." -Nú? „í fréttaflutningi. Einsog sést á því að þið eruð, hérna..., að spyrja menn, héma..., einhveija þriðju aðila um málið. Einsog þið gerið við Smára Geirsson. En hafið ekki fyrir því þeg- ar þið talið við sama mann að bera neitt undir hann.“ -Nú? „Þannig að ég hef ekkert við ykkur að tala.“ -Þannig að þú vilt ekk- ert segja um þetta? „Ekki neitt.“ -Og ekki um nokkurn skapaðan hlut...? „Ég, ég hef bara ekki neitt við ykkur að tala. Fréttamiðil sem hagar sér svona.“ -Og þú vilt ekki neitt tjá þig um Alþýðubanda- lagið á Austurlandi? „Nei. Ekki við ykkur." -Já, já. Heyrðu allt í Iagi. Takk fyrir spjallið. „Mmmm."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.