Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ur í 100 ár Gunnlaugur Stefánsson um lækkun húshitunarkostnaðar og fyrirgreiðslu til smábáta: Lrfsspursmál fyrir Austuriand 'y'/p \> „Það var svo í lok átjándu aldar að nokkrir danskir kaupmenn ákváðu að gera tilraun til verslunar um Seyðisfjörðinn. Það fór fljótiega út um þúfur, þar eð sú verslun var ólögleg og illa séð af yfirvöldum. Hins vegar var fræjunum þar með sáð og hugmyndin lifði. Enda að vonum, því á Seyðisfirði er ein besta nátt- úrulega höfnin á landinu. Héraðsbúar sýndu þessu tiltæki mikinn áhuga, því styttra var að versla um Seyðísfjörð en Eskifjörð. Seyðisfjörður hlaut svo löggildingu sem verslunarstaður árið 1842." Við samfögnum Seyðisfjarðarkaupstaður stendur föstum rótum og á athyglisverða sögu að baki. Nú fagna bæjarbúar merkum tímamótum, öld er liðin frá því að bæjarfélagið fékk kaupstaðar- réttindi. Það er erfitt að gera sér í hugarlund eða upplifa lífsaðstæður fólks í lok síðustu aldar. En víst er að þá skorti ekki framsýni, kjark og áræðni við að takast á við krefjandi og stór verkefni mannlífi til eflingar. Um það vitnar saga Seyðisijarðar. Ljóst er að nýfengin kaupstaðarrétt- indi fylltu bæjarbúa kraftmikilli von og framfarahug þótt við fátækt væri að stríða. Árið 1898 var myndarlegt sjúkrahús reist á einu sumri með fómfúsu söfnunarátaki bæjarbúa. Árið 1903 var lögð vatnsveita í bæ- inn, bamaskólahúsið reist á einu sumri árið 1907, sem enn gegnir hlutverki sínu og rafvæðing bæjarins hófst árið 1913 með umfangsmikl- um virkjunarframkvæmdum. Slfk verkefni sem hér hafa verið nefnd teljast enn til mikilla stórverkefna á mælikvarða nútímans, en hvílík þrekvirki mega þau teljast á þeim ár- um þegar tæknin var fábrotin og efn- in takmörkuð. Gjaman vill gleymast í kapphlaupi nútímans inn f framtíð- ina að horfa til baka, njóta reynslu hins liðna og þakka þær gjafir velferðar, sem skipta svo miklu máli fyrir daglegt líf. Það er því mikil ástæða til fagnaðar og há- tíðar þegar aldarafmælis kaup- staðar á Seyðisfirði er minnst. Og það ætla Seyðfirðingar svo sannarlega að gera, halda hátíð af stórhug og framsýni, sem ber gróskumikilli sögu vitni. Eg vil fyrir hönd jafnaðar- manna á Austurlandi samfagna og óska Seyðfirðingum hjart- anlega til hamingju á merkurn tímamótum. - Gunnlaugur Stefánsson. Gunnlaugur: Lækkun húshitunarkostnaðar er lang- stærsta lífskjaramál landsbyggðarinnar á köldu svæðunum. Þingmaðurinn hefur barist fyrir aukn- um niðurgreiðslum í þennan málaflokk allt kjör- tímabilið og má segja að þær hafi hækkað um næstum helming, eða úr 250 miiljónum í 450 millj- ónir. A-mynd: E.ÓI. „Lækkun húshitunarkostnaðar er langstærsta lffskjaramál landsbyggð- arinnar á köldu svæðunum," sagði Gunnlaugur Stefánsson alþingis- maður í samtali við Alþýðublaðið, en hann hefur barist fyrir auknum niðurgreiðslum í þennan málaflokk allt kjörtímabilið og má segja að þær hafi hækkað um næstum helming, eða úr 250 milljónum í 450 milljón- ir. Nú síðast í desember samþykkti meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hækkun á niðurgreiðslum til húshit- unar á köldu svæðunum um 50 millj- ónir, með því skilyrði að það yrði samkomulag við orkusölufyrirtækin að þau lækkuðu orkuverðið á móti. Iðnaðarráðherra vinnur í því þessa dagana að semja við þau. Þessar ráð- stafanir gætu því farið að skila sér fljótlega til fbúanna. „Eg er búinn að berjast fyrir þessu allt kjörtímabilið,“ sagði Gunnlaugur. „Eg hef áður sagt að mér fínnist niðurgreiðslumar ekki hafa skilað sér sem skildi, því bæði hefur raf- orkuverðið hækkað á kjörtímabilinu og virðisaukaskattur verið lagður á það. Þrátt fyrir það hafa þessar ráð- stafanir náð að halda orkuverðinu sem húseigendur greiða f skeljum og er það lægra nú en það var í upphafi kjörtímabilsins. Einnig hefur dregið saman með orkuverði á höfuðborg- arsvæðinu og verðinu á köldu svæð- urn landsins,“ sagði þingmaðurinn. „Smábátar njóti jafnréttis" Annað baráttumál Gunnlaugs Stefánssonar hefur verið að fá stjóm- völd til að viðurkenna þann vanda sem smábátaútgerð á aflamarki sé komin í vegna skerðingar á þorsk- kvóta og fá þau til að gera einhverjar ráðstafanir til að- stoðar við þá sem standa í þess hátt- ar útgerð. Nú hef- ur náðst um það samkomulag fyrir tilstuðlan Gunn- laugs að fjármun- um verði veitt inn í Byggðastofnun til að létta undir með smábátaút- gerðinni yfír erfið- asta hjallann, og verða það fjörutíu milljónir. „Þessi fjárhæð er vitaskuld ein- ungis dropi í það skuldahaf sem við er að etja, en þetta er mikilvægur áfangasigur að því leyti að þetta stað- festir vandamálið í augum stjóm- valda,“ sagði Gunnlaugur. Auk þessara fjörutíu milljóna, verður búið svo um hnútana að smábátaútgerðin fær loks aðgang að lánum úr fiskveiðisjóði, en hingað til hefur sá sjóður svo og byggðasjóður og atvinnuleysistryggingasjóður ver- ið lokaður henni og hún hefur þurft að fjármagna sig með bankalánum og kaupleigu. Málið hefur verið mikið til um- ræðu í liaust þar sem fyrir liggur að smábátar á aflamarki hafa tapað 71 % í þorskkvóta. Þessir bátar er að mestu bundnir þorskveiðum og við þetta bætist að sá kvóti sent þeir höfðu var ekki mikill fyrir. „Þessi útgerð er að þurrkast út,“ sagði Gunnlaugur og bætti því við að það hefði mikil áhrif á byggðaþróun á Austurlandi. „Smábátaútgerðin er stór þáttur í atvinnulífinu hér fyrir austan og hér em heilu byggðarlögin sem treysta á þetta. Ef hún hverfur er höggvið stórt skarð í búsetu á Aust- urlandi," sagði Gunnlaugur. Hann sagðist vona að hin táknræna fjár- veiting og fyrirgreiðslan í fiskveiði- sjóði yrði til þess að stjómvöld við- urkenndu vandann og smábátaút- gerðin nyti jafnréttis á við aðra. Vísitala j öfiiunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1995 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1980 vísitala 156 1. janúar 1988 vísitala 2.192 1. janúar 1981 vísitala 247 1. janúar 1989 vísitala 2.629 1. janúar 1982 vísitala 351 1. janúar 1990 vísitala 3.277 1. janúar 1983 vísitala 557 1. janúar 1991 vísitala 3.586 1. janúar 1984 vísitala 953 1. janúar 1992 vísitala 3.835 1. janúar 1985 vísitala 1.109 1. janúar 1993 vísitala 3.894 1. janúar 1986 vísitala 1.527 1. janúar 1994 vísitala 4.106 1. janúar 1987 vísitala 1.761 1. janúar 1995 vísitala 4.130 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.