Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1995 ALÞMBIMIID 20850. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hver er nú apaköttur? Á föstudaginn birti DV niðurstöður skoðanakönnunar sem meðal annars sýndu að persónulegar óvinsældir Ólafs G. Ein- arssonar menntamálaráðherra höfðu fímmfaldast frá siðustu könnun. í fyrradag tilkynnti Alþýðubandalagið í Reykjanes- kjördæmi að Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður hefði lent í einu af efstu sætum í skoðanakönnun meðal flokks- manna um skipan framboðslista fyrir kosningamar í vor. Milli þessara tveggja frétta er einkar ógeðfellt samhengi. Guðný Halldórsdóttir var einn af höfundum hins umdeilda áramótaskaups Sjónvarpsins. Þar voru tveir stjómmálamenn teknir fyrir í hverju atriðinu á fætur öðm: Ólafur G. Einarsson og Ámi Sigfússon. Sérstaklega var spjótum beint að mennta- málaráðherra með yfirdrifnum hætti. Fjöldamargt er gagnrýnis- vert við störf og embættisfærslu Ólafs G. Einarssonar á kjör- tímabilinu, en ástríðufullur áhugi umsjónarmanna skaupsins á að ata persónu ráðherrans auri leiddi þá handan við allt velsæmi - og fyndni. Miklar deilur urðu um skaupið, en að sönnu virtist nokkuð fjarstæðukennt að ásaka umsjónarmenn þess um pólitískar of- sóknir. Skýringin virtist einfaldlega vera fólgin í mislukkaðri - eða að minnsta kosti mistækri - kímnigáfu. Fréttir af framboðs- málum Alþýðubandalagsins á Reykjanesi setja hinsvegar þetta ófyndna mál í nýtt ljós. Forval Alþýðubandalagsins á Reykjanesi fór fram í síðustu viku. Haft er eftir heimildamanni í frétt Alþýðublaðsins í dag, að Guðný hafi „hlotið svo góða auglýsingu uppá síðkastið“, og þessvegna hafi hún fengið glimrandi kosningu. Hin „góða aug- Iýsing“ Guðnýjar var áramótaskaupið, sjónvarpsþáttur sem næstum allir landsmenn horfa á, þarsem æran var tætt var af Ól- afí G. Einarssyni - efsta manni á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Hin „góða auglýsing“ fleytir nú Guðnýju í framboð fyrir Alþýðubandalagið í Reykjaneskjördæmi. Hin „góða auglýsing“ Guðnýjar Halldórsdóttur er án efa helsta ástæða þess að óvinsældir Ólafs G. Einarssonar fímmfölduðust í einu vetfangi. Hver er nú „skíthæll“ og „apaköttur“? Hundalógík í Reykjavík I Reykjavík er í gildi afkáraleg reglugerð um hundahald. Fyrsta grein reglugerðarinnar hljóðar svo: „Hundahald er bann- að í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.“ Samkvæmt 2. grein er borgarstjóm hinsvegar heimilt að veita einstaklingum leyfi til hundahalds, að uppfylltum ótal skilyrðum. Á skrá Heilbrigðis- eftirlits Reykjavíkur em í kringum 1100 hundar. Hundahald er því bannað í orði en leyft á borði. Nú em hinsvegar teikn á lofti um að einhverjir boigarfúlltrú- ar vilji láta til skarar skríða gegn hundum í Reykjavík. Ámi Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, virðist ætla að verða ein- hverskonar krossfari í baráttu gegn hundahaldi. í DV í gær lýs- ir hann yfír því, að hundar „passi illa“ í borg. Ámi Þór vill hætta að veita undanþágur frá hundahaldi og „sjá til“ með þá hunda sem þegar em í borginni. I þessum orðum er fólgin lítt dulin hótun í garð hundaeigenda í Reykjavík. Það er vonandi að meirihlutinn í borgarstjóm Reykjavíkur finni sér verðugri verkefni en heilagt stríð gegn hundum. Á hinn bóginn er sjálfsagt að breyta hinni fráleitu reglugerð sem bannar hundahald um leið og það er leyft. Ámi Þór Sigurðsson á rætur í þeim stjómmálaflokki sem hefur mest dálæti á boðum og bönnum. Það er hinsvegar stefna sem „passar illa“ hjá frjáls- lyndu og nútímalegu stjómmálaafli á borð við Reykjavíkurlist- ann. Rökstólar Sjálfur skaust hann í iðu landsmálanna sem ritstjóri Þjóðviljans, sem honum tókst með góðra manna hjálp að skilja við gjald- þrota, og nota flokkstengsl í bankaráði Landsbankans til að koma þrotabúinu í geymslu í skúffu góðviljaðra bankastjóra, þar sem það þrífst í góðu yfirlæti. Góðvild bankastjóra Langflestir stjómmálamenn hasla sér völl í landsmálum af því þeir hafa þar einhver erindi að reka; og í upp- hafi bera sumir jafnvel með sér hug- sjónir í farteskinu. Frá þessu eru þó undantekningar. Fyrir hvað stendur til dæmis Svavar Gestsson? Flann hefur sjálfur sagt í viðtali við Alþýðublaðið að blaðið sé ger- samlega marklaust af því það sé flokksblað. Sjálfur skaust hann í iðu landsmálanna sem ritstjóri Þjóðvilj- ans, sem honum tókst með góðra manna hjálp að skilja við gjaldþrota, og nota flokkstengsl í bankaráði Landsbankans til að koma þrotabú- inu í geymslu í skúffu góðviljaðra bankastjóra, þar sem það þrífst í góðu yfirlæti. En ef frá er talin Pravda á tímum Stalíns, þá gat ekki hreinræktaðra flokksblað en einmitt Þjóðviljann sáluga. Svavar Gestsson var því ritstjóri blaðs sem samkvæmt hans eigin skilgreiningu var alger- lega marklaust, og hann hlýtur því að vera eini maðurinn sem að eigin áliti kom gersamlega marklaus inn í stjómmálin. í upphafi var svavar I upphafi var að vísu svo, að Svav- ar var krónprins örfárra, en valda- mikilla manna í Alþýðubandalaginu, sem trúðu á hugsjónir kommúnism- ans. Um langan aldur ríkti eins konar dulið tvíveldi í flokknum, þar sem tókust á annars vegar sanntrúaðir kommúnistar, dreggjar gamla Kommúnistaflokksins frá kreppuár- unum, og hins vegar ftjálslyndari sósíalistar sem rifu með sér hrif- næma, vel gefna unga menn á borð við Ragnar Arnalds. Einar Ol- geirsson var lengi vel leiðtogi kommanna innan Alþýðubandalags- ins, í fyrstu sem virkur foringi og fram í háan aldur sem hugmynda- fræðilegt leiðarhnoða hópsins. Helsti lautinant hans innan flokksins var Ingi R. Helgason. Þegar Lúðvík Jósepsson hætti fyrirvaralítið þátt- töku í stjómmálum fyrir 1980 þurfti nýjan kyndilbera fyrir arfleifð kommúnismans. Og Svavar Gests- son, sem fyrir tilstilli hópsins hafði ungum verið lyft til ritstjóra á Þjóð- viljanum, varð fyrir valinu. Met í klúðri Svavar santeinaði allt sem þurfti til að búa til strengjabrúðu djúpra hugsuða á borð við Inga R. og Einar Olgeirsson, sem var enn í fullu and- legu fjöri. Svavar hafði verið í námi í Austur-Þýskalandi meðan öryggis- gæslan Stasi réði lögum og lofum, var viðráðanlegur eins og Ólafur Ragnar Grúnsson átti síðar eftir að kynnast, fylgdi flokkslínunni á hveijum tíma út í æsar - og vera hans á Þjóðviljanum sýndi hvorki til- burði til gagnrýni né frjórrar hugsun- ar. Svavar Gestsson var með öðrum orðum eins og klipptur út eftir for- skriftinni sem fylgt var í skólum austur-þýsku kommúnistanna, þar sem ungir menn úr leir voru hnoðað- ir til að fylla upp í módel fyrirmynd- arleiðtoganna. Það er óþarfi að rekja formanns- feril Svavars Gestssonar. Honum tókst að klúðra sínu eigin pólitíska lífi með þvílíkum hætti, að fáum nú- lifandi mönnum tækist að leika það eftir. Ólafur Ragnar, sem í upphafi hafði lítinn stuðning í Alþýðubanda- laginu, tók örstuttan tíma í að brjóta hann niður, og hirti af honum for- mennskuna eins og frægt er orðið - með hjálp örfárra stráka og stelpna úr háskólanum, sem tættu Svavar sundur án þess að nota nema annað heilahvelið. Eítir Svavar lá þá ekkert nema hafa komið Alþýðubandalaginu nið- ur í 5 til 6 prósenta fylgi, auk þess sem hann launaði mentor sínum gömlum, Inga R. Helgasyni, með því að gera hann að forstjóra Brunabóta- félagsins. Ingi, Iciðtogi gamla geng- isins, sem fram á þennan dag hefur haft umtalsverð ítök í Alþýðubanda- laginu, launaði honum á móti með að tryggja honum áfram þingsæti fyrir flokkinn. Og í því sat Svavar, og sleikti sárin. Ekki ég, ekki ég! Sá karakterþáttur sem gömlu hugsuðunum fannst eftirsóknarverð- astur í Svavari Gestssyni var einmitt skortur hans á hugmyndalegu sjálfs- trausti, sem gerði það að verkum að hann fylgdi jafnan straumnum, og var yfirleitt á sama máli og þeir sem voru í kringum hann. Svo hrundi Berlínarmúrinn, og kommúnisminn fór í vaskinn. Allir „bræðraflokkarnir“ í Austur-Evrópu uppgötvuðu skyndilega, að Lenín hafði haft rangt fyrir sér, og komm- únisminn verið leiður misskilningur. Að bragði gerðist það þá, að Svav- ar Gestsson vaknaði einn morgun og uppgötvaði það lika, að hann hafði í rauninni aldrei verið kommúnisti! Síðan hefur hann keppst við að af- neita þeirri hugmyndafræði, sem hann varði þó löngum rösklega fyrr á tíð. Vera má, að sú afneitun gagnist honum lítt, þegar öll leyndarskjöl Stasi öryggislögreglunnar verða komin ffam í dagsljósið í fyllingu tímans. En vitað er að hún hélt skjöl yfir íslenska ungkommúnista í Aust- ur-Þýskalandi, - þó svo Svavar sé raunar ekki sá þingmaður Alþýðu- bandalagsins, sem helst er talinn þekkja innviði Stasi af eigin raun. En með afneitun sinni á eigin for- tíð undirstrikar Svavar Gestsson þá markleysu sem hefur einkennt hans pólitíska feril. Fyrst hann stendur ekki lengur fyrir þann sósíalisma sem hann lærði í Austur-Þýskalandi, fyrir hvað stendur hann þá? Svarið er einfalt og öllum ljóst, - en vissulega heldur dapurlegt: Svavar Gestsson stendur ekki fyr- ir neitt! Silfur Svavars Fyrir utan að vera þingmaður hef- ur Svavar aldrei gert neitt nema vera leigupenni pólitfskrar slefnu, sem hann sjálfur kannast ekki lengur við. Hvað ætti hann svo sem að taka sér fyrir hendur ef flokkurinn svipti hann þingsætinu, sem auðvitað er löngu kominn tími á? Af þessum sökum er Svavari Gestssyni það hrein nauðsyn að hanga á þingsætinu, hvað sem það kostar, af því hann hefur einfaldlega ekki að neinu að hverfa. Þetta skilur hann mæta vel. Þess- vegna kaus hann að svíkja bestu stuðningsmenn sfna með því að gera bandalag við helsta tjandmann sinn í lífinu, Ölaf Ragnar, um skiptingu vonarsæta á framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík - og hafna prófkjöri. Þannig kom hann í veg fyrir að löngu tímabær atlaga yrði gerð að honum sjálfum, en urn leið sveik hann til dæmis stuðningsmann sinn Auði Sveinsdóttur, sem óðfús vildi láta reyna á vaxandi styrk sinn í prófkjöri, og hefði að líkindum náð öðru sætinu. Fyrir vikið er líklegt að hún hrekist úr flokknum. Stefanía Traustadóttir, varaþingmaður og í innsta stuðningskjama Svavars, hef- ur jafnframt ákveðið að láta af starfi innan hans, og lesendur Alþýðu- blaðsins þekkja vel viðbrögð Alf- heiðar Ingadóttur (R. Helgasonar). Mannkynssagan þekkir mörg dæmi um menn, sem selja vini og sannfæringu fyrir eigin hag. Fáir áttu hins vegar von á því að Svavar Gestsson skipaði sér á gamals aldri í þann hóp. En vonandi ávaxtar hann silfurpeningana vel. Kannski hann gæti notað vextina til að grynnka á skuldum þrotabús Þjóðviljans við Landsbankann... Dagatal 10. janúar Atburðir dagsins 1645 William Laud, erkibiskup af Kantaraborg, hálshöggvinn í Lund- únum. 1917 Buffalo Bill deyr; per- sónugervingur Villta vestursins. 1935 Mary Pickford og Douglas Fa- irbanks, umtalaðasta parið í Holly- wood, slíta hjónabandi sfnu. 1946 Þjóðabandalaginu slitið, og það leyst af hólmi með Sameinuðu þjóðunum. Afmælisbörn dagsins Paul Heinreid kvikmyndaleikari, fæddur í Vínarborg; lék meðal ann- ars í Casablanca, 1908. Gustaf Hu- sak leiðtogi kommúnista í Tékkó- slóvakíu 1969-87, 1913. Rod Ste- wart rokkstjama, 1945. Annálsbrot dagsins Þar í Trékyllisvík var ófriður af aft- urgöngudjöfli sem og í Skagafirði. Sjávarborgarannáll, 1654. Málsháttur dagsins Líkar em menjar draums og skugga. Náttúra dagsins Kannski verður „Heimsbókmennta- saga“ Kristmanns Guðmundssonar langlífasta verk hans. Það kemur til af þeirri náttúm svívirðingarinnar að geymast sem vamaður kynslóð fram af kynslóð. Ritdómur Bjama Benediktssonar frá Hofteigi um Heimsbókmenntasögu Kristmanns; Þjó6- viljinn 22. nóvember 1955. Orð dagsins Að drepa sjálfan sig er synd gegn lífsins herra, að lifa sjálfan sig er sjöfalt verra. Hannes Hafstein. r r Lokaorð dagsins Berti... Hinstu orð Viktoríu Englandsdrottningar (1819-1901). Umræddur Berti var eiginmaður Viktoríu. Skák dagsins Staðan í skák dagsins kom upp í við- ureign tveggja stigalágra skák- manna, Floreans og Orals sem hafði svart og átti leik. Oral hristi framúr erminni snotra fléttu sem knúði Florean til uppgjafar í fáum leikjum enda var þá drottningu hans bani búinn. Hvað gerir svartur? 1. ... Bxh3! 2. Bg5! He8!! 3. gxh3 Dg3+ 4. Dg2 Bxd4+ 5. Khl Hel+ 6. Hxel Dxel+ Hvítur gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.