Alþýðublaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
*
I miðri Keflavíkurgöngu
Þegar ég vai' lítil stelpa í Kópa-
voginum var einn merkasti atburður
hvers sumars þegar Keflavíkurgang-
an stormaði í gegnum bæinn. Eg var
hins vegar með eindæmum feimið
bam og þorði þess vegna aldrei að
slást í hópinn. Fylgdist þess í stað
með úr fjarlægð og lærði slagorðin
sem hljómuðu úr gjallarhorninu.
Fékk kannski að hjálpa stóru bræðr-
um mínum við að
Pallborðið
hyggja er ég nú
eiginlega fegin að
hafa aldrei gengið
á enda í hópi þess-
ara fyrirmynda
rninna. Það virðist
nefnilega hafa
komið upp einhver
Mr. Schmidt vill ekki koma
„.. .sá samningur, sem hér liggur á
borðum opnar erlendum aðilum
fullan aðgang til jafnréttis við ís-
lenska aðila til að eignast hér orku-
fyrirtæki, vatnsból, lönd, jarðir og
aðrar náttúruauðlindir" (Ólafur
Ragnar Grímsson á Alþingi í ágúst
1992). Eitt það skelfilegasta sem
koma átti fyrir ef EES- aðild yrði
■■■ samþykkt var, að
Þóra
Arnórsdóttir
skrifar
veira sem þar hefur gengið manna á
milli, og látið fáa ósnortna. Þó virð-
ist hafa myndast einhvers konar
mótefni, því smám sarnan fækkaði
göngumönnum uns göngurnar lögð-
ust af ekki alls fyrir löngu. En hún er
lífseig, veiran, þar sem hún hefur á
annað borð náð að festa rætur.
Veira sem veldur alvarlegri
hugsýki
Það undarlega er, að þessi óskil-
greinda veira leggst ekki á lungu eða
maga, heldur sálina. Ahrifin eru líka
óskemmtileg. Þau felast yfirleitt í
því að vera á móti. Þar helgar til-
gangurinn meðalið, öllum hagsmun-
um er varpað fyrir róða, bara ef hægt
er að vera á móti. Þar hafa þeir kom-
ið sér upp ákveðinni tækni, sem felst
í því að tala mikið og innilega um
landið og þjóðina - þjóðemiskennd.
Persónulega tel ég mig hafa ríflega
þjóðemiskennd, einkum og sér í lagi
þegar maður fer til útlanda. Þá belg-
ist maður út af þjóðarstolti, jafnvel
rembingi. Ekkert nema gott um það
að segja að fólk sé stolt af eigin
landi. En einhvers staðar liggja
mörkin.
feitir Þjóðverjar
kæmu í hrönnum
og keyptu upp
laxár og heiðar-
dali. Við eftir-
grennslan hjá
fasteignasölum
vom þeirra svör á
einn veg: engin
eftirspurn af
Betur að svo væri.“
þessu tagi.
sagði einn. Sem sagt, ekkert hefur
gerst. Dalirnir em allir á sínunt stað
og bankastjóramir þurfa ekki að
borga einhverjum Mr. Schmidt fyrir
veiðileyftn í laxánum, sem enn
renna um óbreytta farvegi. Óttinn
við innstreymi erlendra fjárfesta
hefur því miður ekki átt við rök að
styðjast. Það væri hins vegar fagn-
aðarefni að mfnu mati, ef útlending-
ar fengjust á annað borð til að leggja
áhættuié í atvinnurekstur.
Olaf Ragnar Grímsson á
Völlinn
Sá hinn sami þingmaður og var
vitnað í hér áðan, fullyrti einnig að
íslenska rikið þyrfti að setja nokkur
hundruð embættismenn í fulla vinnu
ef af samþykkt samningsins yrði.
Staðreyndin er sú að engin fjölgun
opinberra embættismanna hefur átt
sér stað vegna EES. I utanríkisráðu-
neytinu þar sem mest hefur mætt á
fólki vegna þessa, hefur aðeins verið
ráðið í tímabundin verkefni svo sem
vegna þýðinga. Vissulega eiga þing-
menn það til að taka stórt upp í sig
þegar þeim hitnar í hamsi, en það af-
„...sá samningur, sem hér liggur á borðum opnar erlendum
aðilum fullan aðgang til jafnréttis við íslenska aðila til að
eignast hér orkufyrirtæki, vatnsból, lönd, jarðir og aðrar
náttúruauðlindir“ (Ólafur Ragnar Grímsson á Alþingi í ágúst
1992). Eitt það skelfilegasta sem koma átti fyrir ef EES-aðild
yrði samþykkt var, að feitir Þjóðverjar kæmu í hrönnum og
keyptu upp laxár og heiðardali. Við eftirgrennslan hjá
fasteignasölum voru þeirra svör á einn veg: engin eftirspurn
af þessu tagi. „Betur að svo væri.“ sagði einn.
sakar samt ekki helber ósannindi úr
ræðustól. Ólafur Ragnar ætti
kannski að prófa að ganga afturábak
til Keflavtkur og fá sér einn gráan á
offiséraklúbbnum. Aldrei að vita
nema það virki sem mótefni.
Höfundur er líffræðinemi og
formaður Félags ungra
jafnaðarmanna í Kópavogi.
Jarðsprengjur
dagsins
Samkvæmt talningu banda-
ríska utanríkisráðuneytisins eru
yfir 85 milljónir virkra jarð-
sprengja í heiminum - í 62 lönd-
um. Að meðaltali drepa þær 150
manns á hverjum degi (tæp 55
þúsund á ári!). Hvaða lönd skyldu
hafa flestar jarðsprengjumar?
Angóla: 9 milljónir
frak: 5-10 milljónir
Kúveit: 5-7 milljónir
Kambódía: 4-7 milljónir
Fyrrum Júgó.: 3^1 milljónir
Mósambík: 2 milljónir
Súdan: 1—2 milljónir
Sómalía: 1—1,5 milljón
Fyrrum Sovét.: 1 milljón
Eþíópía: 0,5-1 milljón
Kína: 100þúsund-l milljón
Bretland: 500 þúsund
Nikaragúa: llóþúsund
Armenía: 50 þúsund
EI Salvador: 20 þúsund
Líbanon: 20 þúsund
Egyptaland: 6 þúsund
Þýskaland: 13 hundruð
ADalvík er nýhafið
göngu sína frísklegt
fréttablað undir ritstjóm
Þrastar Haraldssonar,
gamalreynds blaðamanns.
Blaðið heitir Eyfirska
fréttablaðið og þaðan tín-
um við tvo mola úr pól-
itíkinni nyrðra. Um
daginn var stofnað
Félag ungra fram-
sóknarmanna á
Dalvík og ná-
grenni, og væri
kannski ekki í frá-
sögur færandi nema
fyrir það að stofnfélagar
voru 50 talsins, sem hlýtur
að vera æði drjúgt hlutfall
æskunnar í ekki stærra
byggðarlagi. Eyþór
Hauksson var kjörinn for-
maður félagsins...
Fleiri félög em nýstofnuð
á Norðurlandi. A stofn-
fundi Akureyrardeildar
Þjóðvaka um daginn vom
hundrað manns, og var
Vilhjálmur Ingi Arna-
son kjörinn formaður
deildarinnar. Aðrir í stjórn
em Elín Rósa Ragnars-
dóttir á Dalvík, Unnur
Þorsteinsdóttir á Akur-
eyri, Helga Kristinsdóttir
á Húsavík, Þórir V. Þór-
isson á Dalvík og klerkur-
inn skemmtilegi,
Hannes Örn
Blandon. Hannes
er lesendum Al-
þýðublaðsins að
góðu kunnur,
enda hefur
hann skrifað
jólahugvekjur í
blaðið. I hug-
vekju sinni fyrir síð-
ustu jól drap hann ein-
mitt lítillega á þá pólitísku
sálarkreppu sem hann var
í um þær mundir, en þá
togaðist hann millum Al-
þýðuflokks og Þjóð-
vaka...
Líkur hafa nú aukist
vemlega á því að f
Reykjavík verði tvö fram-
boð alþýðubandalags-
manna. Mikil óánægja er
meðal flokksmanna, bæði
í Alþýðubandalagsfélagi
Reykjavíkur og Sósía-
listafélaginu, yfir hinum
„sögulegu
sáttum" Ól-
afs Ragn-
ars Gríms-
sonar og
Svavars
Gestssonar
enda opin-
bert leynd-
armál í Al-
þýðubanda-
laginu að
þeir stefni í
stjórn með
Sjálfstæðis-
flokknum. Ögmundur
Jónasson, leiðtogi
„Óháða safnaðarins”,
einsog hann er nú kallaður
innan flokksins, vildi í út-
varpsviðtali ekki útiloka
stjóm með Davíð Odds-
syni, þótt reyndar tæki
hann fram, að fremur kysi
hann félagshyggjustjóm.
Gamalgrónum alþýðu-
bandalagsmönnum lýst
því ekki á blikuna og
hyggjast safna liði á sér-
lista...
Hinumegin
Veislan gekk með miklum ágætum og allir skemmtu sér
konunglega þangað til Marteinn gekk laumulegur að búri
marðanna og opnaði dyrnar.
Fimm á förnum vegi Verslar þú mikið á útsölum?
Gréta Hlöðversdóttir
laganemi: Já, frekar mikið. En ég
eyði litlu.
M
Sigurþóra Stefánsdóttir
bankamaður: Nei, ég geri það
ekki. Eg á enga peninga.
Vilborg Jóhannsdóttir
flugfreyja: Nei, bara í Evu og eyði
svona tíu þúsund krónum.
Guðrún Hálfdánardóttir nemi:
Já, frekar mikið. En ég passa mig á
að eyða ekki alltof miklum pening-
um við slík tækifæri.
Helga Lárusdóttir nemi: Nei,
ekkert. Fjármálin leyfa það ekki.
Viti menn
Reynsluleysi þeirra var algert
og þeir voru nánast titrandi og
f roöufellandi allan leikinn.
Þorgeir Haraldsson formaður
handboltadeildar Hauka um hollensku
dómarana sem dæmdu seinni leik
Hauka og portúgalska liðsins Braga í
Evrópukeppni. Tíminn í gær.
Tapleikirnir alls engin
lítillækkun.
Grétar Pálsson forsvarsmaður
körfuboltaliðsins Snæfells sem um
helgina vann loks leik eftir 22 töp í röð.
Tíminn í gær.
Það má segja allt er þegar
tuttugu og þrennt er.
Sami.
Sunnlensk þingmannsefni
enn í felum!
Fyrirsögn í Sunnlenska fréttablaðinu.
Leiðrétting í kjördæmamálum
er hluti af endurskoðun
mannréttindaákvæða
stjórnarskrárinnar.
Björn Bjarnason alþingismaður.
Mogginn í gær.
Getur eflt atvinnulífið.
Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær, höfð
eftir Guðmundi Stefánssyni formanni
atvinnumálanefndar Akureyrar vegna
tilboðs SH um að flytja 80 manna
starfsemi norður.
Áhrif 5-7 % launahækkana á
vísitöluna myndu þýða
atvinnuleysi fyrir alla þá, sem
hjá okkur starfa. Og tap
þeirra sem lögðu fjármuni
í fyrirtækið.
Páll Kr. Pálsson framkvæmdastjóri
Sólar hf. Morgunblaðið í gær.
Veröld ísaks
Á hátindi ferils síns var Claude
Monet eitt sinn að mála útundir
beru lofti mynd af gríðarlega stóru
og algjörlega lauflausu eikartré sem
staðsett var undir tilkomumiklu
klettabelti nálægt heimili hans í
bænum Givemy. Þá brá svo við að
gerði mikið vatnsveður sem hélst í
þrjár vikur og þegar Monet sneri
aftur á staðinn stóð eikartréð í mikl-
um blórna. Laufskrúðið hafði vita-
skuld gjörbreytt ásýnd þess, en
meistari Monet dó ekki ráðalaus:
Samkvæmt beiðni hans skipulagði
bæjarstjóri Giverny hóp manna sem
sendur var útað trénu til að tína
hvert einasta lautblað af því. Að
verki loknu hélt Monet áfram að
mála sitt nakta tré einsog ekkeri
hefði í skorist.
Úr staðreyndasafninu tsaac Asimov’s
Book of Facts eftir samnefndan höfund
næstum tvöhundruð vísindaskáldsagna.