Alþýðublaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Leiklist Snoturlega ofið leikhús Verkefni: Oleanna Höfundur: David Mamet Þýðing: Hallgrímur H. Helgason Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóm: Þórhallur Sigurðsson Persónur og leikendur: Jóhann Sigurdsson (John) Elva Ósk Ólafsdóttir (Carol). Sýningarstaður: Þjóðleikhúsið, litla sviðid „Orð eru viðsjárverð. Fáum hefur verið það jafnljóst á seinni árum og hugsandi einstaklingum í Bandaríkj- unurn. Menningarlega yfirlætisfull- um Evrópubúum kann að þykja Bandaríkjamenn bulla af meiri anda- gift um einskisverða hluti en þeir sjálfir gera. Samt sem áður em það Bandaríkjamenn en ekki Evrópubú- ar sem hafa átt háskalegt samband við tungumál sitt og hafa nauðugir orðið að gefa fólki og fyrirbærum ný nöfn. Til að ekki fari allt í háaloft í samskiptum kyn- þáttanna - og kynjanna." Svo segir Arni Ibsen í grein í leik- skrá. Þessi tilvitnun segir ansi mikið um þetta verk David Mamet. Þetta er leikhús orðsins og útaf fyrir sig snoturlega ofið. En veikleikinn er líka augljós. Hættan er á að verkið glati krafti sínum og meiningu við þýðingu á annað tungumál. Og þeg- ar helsti drifkraftur verksins er mi's- munandi skilningur persónanna á einstökum orðum og orðasambönd- um, vex hættan. Það er því ekki lítið á þýðandann Hallgrím H. Helgason lagt. Án þess að hafa fmmtexta til samanburðar virðist hann þó sleppa sæmilega frá verki sfnu. Textinn er liðlegur, rennur vel og sekkur ekki í það fen að verða of bókmálslegur. Þó var á einstöku köflum - sérstak- lega er átökin mögnuðust - að mað- ur hafði á tilfinningunni að átökin og spennuna í textanum skorti. Nú skal því ekki haldið frarn að einhver ann- ar hefði leyst verkið betur, kannski verður kjami þessa verks einfaldlega ekki fiuttur milli menningarsvæða og/eða tungumála. Sama spuming vaknar raunar um megininntak verksins: samskipti kynjanna, nem- anda og kennara, undirmanns og yftrmanns; hvern- ig við beitum valdi og hvemig við skynjum það. Hefur sá sem upp- lifir sig misrétti beittan alltaf rétt fyrir sér vegna þess að það er hans upplifun sem sker úr um rétt eða rangt í þessu tilliti? Því heldur skólastúlkan Carol fram í leikritinu er hún ásakar kennara sinn John um að hafa misboðið sér kyn- ferðislega. Höfundur svarar ekki þessum spumingum, nær er að segja að hann vekji þær. Og þeir atburðir sem áhorfandanum eru sýndir - og verða kveikjan að ákæm Carol - eru svo léttvægir að hann er skilinn eftir tneð spurninguna: Er það mögulegt, að ástandið sé svona hér? Hver verð- ur að svara fyrir sig, en umræðan er þörf og réttlætir vissulega að taka þetta verk til sýningar hér á landi þó að margir fietir verksins höfði efa- laust frekar til Bandarísks samtfma. Leikaramir þau Elva Osk Olafs- dóttir, sem Carol og Jóhann Sig- urðarson. sem John leysa verk sitt vel af hendi. Þeirn eru þó, nokkrar skorður settar frá höfundarins hendi þar sem persónumar eru frentur mál- pípur hans og félagslegra kenninga en fólk af holdi og blóði. Þannig að fjarri eru átökin, efinn og andstæð- umar í tilfinningalífinu sem knýja okkur dauðlega menn í gegnum hvunndaginn. Þó fær Jóhann heldur nteira að moða úr og nýtir sér það til fullnustu. Leikstjóm Þórhalls Sigurðsson- ar er ömgg, hljóðlát og fagmannleg í hvívetna. Verki höfundar er treyst og ekki reynt að troða upp á það tiktúr- um eða stælum, en viðeigandi með- ölum (svo sem hraðabreytingum, staðsetningum og hljómfalli) beitt af smekkvísi. Um leikmynd og búninga Sigur- jóns Jóhannssonar og reyndar lýs- ingu Ásmundar Karlssonar er það að segja, að fagmennska og smekk- vísi situr í fyrirrúmi, áherslan er lögð á að þjóna verkinu og er það vel. Niðurstaða: Smekklega og fag- mannlega unnin leiksýning, sem vekur spurningar um hvort mis- skilningur sé hinn fullkomnasti skilningur sem við getum vœnst. Arnór Benónýsson skrifar Leikararnir þau Elva Ósk Ólafsdóttir, sem Carol og Jóhann Sigurðarson, sem John leysa verk sitt vel af hendi. Þeim eru þó, nokkrar skorður settar frá höfundarins hendi þar sem persón- urnar eru fremur málpípur hans og félagslegra kenninga en fólk af holdi og blóði. Hvunndagsleikhúsið (í Kaffileikhúsinu) í Hlaðvarpanum Leggur og skel - barnaleikrit og söngvaspil eftir Ingu Bjarnason og Leif Þórarinsson verður frumsýnt á sunnudaginn. Hvunndagsleikhúsið frumsýnir næstkom- andi sunnudag, 29. janúar, söngvaspilið Legg og skel eftir Ingu Bjarnason og Leif Þórarinsson í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarp- anum. Sýningin hefst klukkan 15:00. Efni verksins er ævintýrið um legginn og skelina et'tir Jónas Haligríms- son, en ljóð skáldsnill- ingsins, einsog Vorið góða, Heiðlóukvœði og fleiri eru ofin inní leik- inn með nýjum lögum eftir Leif Þórarinsson. Leikarar eru fjórir: Hinrik Ólafsson, Sig- rún Sól Ólafsdóttir, Gunnar Gunnsteins- son og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Auk þess að leika stjórna þau fjögur jafnframt brúðum, en brúðuleik- ur er snar þáttur í sýn- ingunni. Leikmynd og brúður eru verk Guð- rúnar Svövu Svavars- dóttur og hljóðfæra- leikarar eru Una Björg Hjartardóttir fiauta og Leifur Þórarinsson víóla og píanó.^ Leggur og skel verður frumsýnt Hinrik Ólafsson inn: Á myndinni má sjá Hinrik leikur Jónas. Hinrik út- karakter"... skrifaðist frá Leiklist- arskóla fslands árið 1993. Hann hefur meðal annars leikið í Skilaboða- skjóðunni, Gauragangi og Hárinu og í kvikmyndunum Skýjahöllin, Einkalíf Alexanders og í sjónvarpsmynd- inni Hvíti dauðinn sem sýnd var nýverið.^ Sigrún Sól Ólafs- dóttir leikur skelina. Sigrún Sól útskrifaðist frá LI árið 1994 og starfaði síðasta sumar hjá Theatrale í Þýska- landi, sem er samevr- ópskt leikhús. Hún hefur fengist við leik- listarkennslu í ýmsum grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu nú í vetur auk þess að tal- setja barnamyndir fyrir Stöð 2. Gunnar Gunn- steinsson leikur legg- inn. Gunnar útskrifað- ist frá LÍ árið 1993. Hann lék í Standandi pínu þá um haustið, en auk þess hefur hann talsett fjölda bama- mynda fyrir Sjónvarp- ið, leikið f útvarpsleik- ritum, kennt leiklist og sett upp leiksýningar, meðal annars hjá Leik- félagi Hafnarfjarðar. Gunnar er einn af stofnendum Furðuleik- hússins og Drauma- smiðjunnar. Halla Margrét Jó- í Kaffileikhúsinu á sunnudag- hannesdóttir leikur Ólafsson leikara „setja sig í gjarðahringju og fleiri A-mynd: E.ÓI. hlutverk. Hún útskrif- aðist frá LÍ 1994 og einsog Sigrún Sól tók hún þátt í starfi Theatrale í sumar. Halla Margrét lék í stuttmyndinni Ertu sannur? sem sýnd var á Nordisk Panorama í Reykjavík síðastliðið haust. Veiran sem veldur visnu og mæði í sauðfé er náskyld alnæmisveirunni. Sígilt á FM 94,3 Útvarpsstöðin Sígilt FM 94,3 sendir nú út dagskrá allan sólar- hringinn til Reykjavíkur og ná- grennis. Stöðin flytur sígilda tón- lisl af ýmsu tagi, helstu verk hinna klassísku meistara, óperur, söng- leiki, djass og dægurlög frá fyni áratugum. Dagskráin er tjármögn- uð með auglýsingum. Sígilt FM 94,3 cr deild í fjölmiðlafyrirtæk- itiu Myndbær hf„ en fram- kvæmdastjóri þess er Jóhann Briem. Dagskrárstjóri útvarpsrás- arinnar er Guðmundur S. Krist- jánsson. Fyrirlestur Vísindafélags íslendinga Rannsóknir á alnœmi og sauðfjársjúkdómum Þriðji fundur Vísindafélags ís- lendinga á þessu starfsári verður haldinn í Norræna húsinu á morg- un, miðvikudaginn 25. janúar, og flytur þá Guðmundur Georgsson prófessor erindi sem hann nefnir: Um Karakúlpestir og alnæmi. „Frumherja rannsókna á svo- kölluðum Karakúlpestum, sem bárust til landsins á fjórða áratug þessarar aldar, mun vart hafa órað fyrir því að sú þekking sem þeir öfl- uðu á eðli þeirra sjúkdóma kynni að koma að notum í baráttunni við einn mannskæðasta faraldur sem nú hrjáir mannkynið. En sú hefur orðið raunin, því að veiran sem þeim tókst fyrstum rnanna að rækta og sýna fram á að veldur Karakúlpestunum mæði og visnu, er skyld alnæmLsveirunni, og margt er líkt með þeim sjúkdóm- um sem þær valda. Lífsferlar visnuveiru og alnæmisveiru eru það áþekkir að lyf sem rjúfa þann feril hafa áhrif á báðar. Þannig kann Karakúlpestin visna í sauðfé að koma að góðum notum við að prófa lyf gegn alnæmi,“ segir pró- fessorinn í kynningu erindisins. Fyrirlestur Guðmundar Georgs- sonar hefst klukkan 20:30, aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. Leikþáttur um sifjaspell Yfir 50 sýningum lokið Leikþátturinn Þá mun enginn skuggi vera til eftir Björgu Gísla- dóttur og Kolbrúnu Ernu Péturs- dóttur hefur nú verið sýndur meira en 50 sinnum frá því hann var frum- fluttur í október. Farið hefur verið með leikþáttinn víða um land meðal annars á Austfirði og Norðurland auk þess sem margar sýningar hafa verið á suðvestur hominu. Leikþátt- urinn tekur um 30 mínútur í flutningi og er ætlunin að sýna hann á vinnu- stöðum og hjá félagasamtökum fram á vor. Leikþátturinn fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess á áhrifamikinn og eftinninnilegan hátt. Eina per- sóna leiksins er kona sem gerir upp fortíð sína við óvenjulegar aðstæður. Konuna leikur Kolbrún Ema Péturs- dóttir en Björg Gísladóttir er sýning- arstjóri. Það er Menningar- og fræðslu- samband alþýðu og Stígamót sem standa að sýningunni ásamt höfund- um. Leikstjóri er Hlín Agnarsdótt- ir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.