Alþýðublaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995
Erlend hringekja
Nú þegar heimurinn býr sig undir að minnast þess, að 50 ár eru liðin frá stríðslokum í maí, þá hefur útgáfa á úrvali bréfa sem að-
dáendur Adolf Hitler skrifuðu honum, rifjað upp fyrir nýrri kynslóð það sem gleymist oft og skilst því síður: milljónir Þjóðverja á
þessum árum dýrkuðu Hitler. Bókin ber nafnið Liebesbriefe an Adolf Hitler - Briefe in den Tod og er ritstýrt af Helmut Ulshöfer.
Þetta eru fyrstu bréfin þessarar tegundar sem koma fyrir almenningssjónir
Lostafull bréf til
foringjans
Elskaður og dáður: Konurnar skrifuðu ástríðuþrungin bréf til Hitlers.
„Elskulegi kæri foringi, gerðu það, leyfðu mér að koma til þín í einrúmi,"
skrifaði Luise G.
Þann sjöunda febrúar, 1944, fjar-
aði hratt undan þýsku herjunum.
Ótölulegur fjöldi óbreyttra borgara
dó eða hrökklaðist að heiman und-
an loftárásum Bandamanna. Hin
martraðarkenndu endalok Þriðja
rfkisins voru skammt undan. Þrátt
fyrir það dreymdi Luise G frá Hoft
um það eitt að fá að sofa hjá Hitler.
„Elskulegi kæri foringi,“ skrifaði
hún í bréfi til hans, „gerðu það,
leyfðu mér að koma til þín í ein-
rúmi.“
Hún var ekki sú eina sem átti
slíka drauma. „Það er allt undir þér
komið. Ég er tilbúin til að gera
hvað sem er. Nefndu bara tímann
og korndu svo,“ grátbað Martha
H. frá Halle. Friedel S. frá Hart-
mannsdorf vildi meira. Hún vildi
eignast barn með Hitler. „Það er
mi'n æðsta löngun. Og ég þrái af
öllu hjarta mínu að fá hana upp-
fyllta."
Þetta eru einungis þrjár af ótelj-
andi konum sem voru ástfangnar af
Hitler. Þrátt fyrir hryllinginn og
hörmungarnar sem hann hafði
valdið og gegndarlausa illsku rfkis-
stjórnar hans, þá voru þær blindar í
ást sinni á hinum orðljóta yfir-
skeggjaða foringja. Hundruðir,
ungra og gamalla, einfaldra og stór-
gáfaðra, úthelltu hjartablóði sínu í
bréfum til goðsins.
Takmarkalaus
dýrkun Þjódverja
Nú þegar heimurinn býr sig und-
ir að minnast þess að 50 ár eru liðin
frá stríðslokum í maí, þá hefur út-
gáfa á úrvali þessara bréfa rifjað
upp fyrir nýrri kynslóð manna það
sem gleymist oft og skilst þvf síður,
hina takmarkalausu dýrkun mý-
margra Þjóðverja þessa tíma á Hitl-
er.
Þetta er þunn bók, sem ber nafn-
ið Liebesbriefe an Adolf Hitler -
Briefe in den Tod og er henni rit-
stýrt af Helmut Ulshöfer, sem er
stjórnmálamaður í flokki Græn-
ingja f Hessen. Þetta eru fyrstu
bréfín sinnar tegundar sem koma
fyrir almenningssjónir en þau varð-
veittust fyrir tilstuðlan Willy nokk-
urs Emker, sem er þýskættaður
Bandaríkjamaður. Hann var í
bandarískri hersveit sem staðsett
var í Berlín 1946 og heimsótti einn
góðan veðurdag leifarnar af stjórn-
arráði Hitlers. „Við ráfuðum um
sundurtætt herbergin. Sprengjugöt í
loftinu og pappír í haugum á gólf-
inu,“ segir hann í formála bókar-
innar. „Okkur var sagt að Rússarnir
hefðu stolið öllum eldtraustu
skjalahirslunum og þessvegna
lægju öll þessi skjöl á gólfinu. Ég
tók upp tvö bréf og þau voru stíluð
á „okkar elskaða foringja."
Hógvær, ástrídufull
og óskammfeilin bréf
Emker fór aftur og aftur og safn-
aði um 10.000 bréfum sem vöktu
athygli hans, þar til að einn daginn
var allur pappír horfmn og hefur
honum sennilega verið eytt. Safn
hans er einungis brotabrot af öllu
pappírsflóðinu sem hafði verið
þarna. Hann hefur ekki látið gefa
þessi bréf út fyrr þvf hann vildi að
eigin sögn komast hjá þvf að valda
bréfriturunum og fjölskyldum
þeirra óþægindum.
A annað hundrað bréfa í safni
hans eru ástarbréf frá konum. Mörg
þeirra eru hógvær, önnur tilfinn-
ingasöm og sum þeirra eru hreint
og beint óskammfeilin. Sum inni-
halda hryllilega léleg heimatilbúin
ástarljóð eða ljósmyndir af púka-
legum bréfriturum. „Elsku kærasta
hjartað mitt, minn einasti eini, ó dá-
samlegi, brennandi, náni ástmögur
minn,“ er upphafið á einu bréfanna.
Af öðrum lekur ástn'ðan: „Ég gæti
borðað þig af einskærri ást... ég
gæti kysst þig þúsund sinnum... Ef
ég hefði getað þá hefði ég dreift ró-
sum yfir alla götuna sem þú keyrð-
ir, eða lagt hana rauðu flauelsteppi,
því ekkert er of fallegt fyrir þig...
Ast mín á þér er hrein sem gull...“
Ein reyndi árangurs-
laust ad hætta skrifa
Fyrir sumar konur varð þetta að
þráhyggju. Kona sem kallaði sig
Míu, hafði rcynt árangurslaust að
hætta að skrifa. „Ég get ekki að því
gert, ég verð að skrifa þér!.“ Sumar
höfðu haldið uppteknum hætti í sjö
eða átta ár án þess að vera virtar
viðlits. Það er næstum öruggt að
Hitler sá aldrei þessi bréf. Mörg
þeirra voru merkt Ablage (skjal-
fest) á meðan heillaóskaskeyti, svo
sem á afmælisdögum, fengu hið
staðlaða, prenta þakkarkort. Líklegt
er að önnur bréf haft haft hörmu-
legar afleiðingar.
Talsverður fjöldi þessara kvenna
var augljóslega ekki í fullu jafn-
vægi. Sumar þeirra virðast hafa
gengið með þá grillu að þær væru
giftar Hitler. Ein sendi honum hjú-
skaparsáttmála til undirritunar.
Önnur hafði leigt íbúð, sem átti að
nýta sem ástarhreiður og sagði að
hann fengi lyklana senda fljótlega.
Sumar voru sannfærðar um að ást
þeirra væri endurgoldin. „Við hefð-
um getað búið saman síðustu tvö
árin, ef þú værir ekki svona dulur,"
skrifaði ein þeirra.
Sett á gedveikrahæli
vegna leidinlegheita
Bókin skýrir frá örlögum einnar
konu - Önnu W. Starfsfólk kan-
sellísins, sem greinilega hefur verið
búið að fá yfir sig nóg af skrifum
hennar, hafði samband við lögregl-
una sem lét loka hana inni á geð-
veikrahæli. A nasistatímanum jafn-
gilti innlögn á geðveikrahæli
dauðadómi. Vistmönnum var geftn
sprauta fyllt banvænu eitri. Af ein-
hverri tilviljun slapp Anna W. við
slík örlög, en skjöl sem Emker
safnaði gefa til kynna að sumar
konur, sem engin bréf finnast frá,
hafi verið sendar á áþekkar stofnan-
ir og þær hafa vafalaust ekki allar
veriðjafn heppnar.
En það var ekki bara kvenfólk
sem smjaðraði fyrir Hitler. Annað
bréfasafn, Die Riickseite des Hak-
enkreuzes (Hin hliðin á hakakross-
inum), valið til útgáfu af sagnfræð-
ingnum Helmut Heiber úr skjala-
hirslum Þriðja ríkisins, inniheldur
óteljandi beiðnir um að fá að skýra
fjöll, kirkjuklukkur, brýr, kaffihús,
eikartré, rósir, skóbón og jafnvel
nýtt jarðaberjaafbrigði eftir Hitler.
„Við skipum yður að hætta nú þeg-
ar framleiðslu yðar á hinum svo-
kölluðu Adolf Hitler kökum,“
skrifuðu nasistaforingjarnir í Aust-
ur- Prússlandi Bruno Utasch, kon-
fektframleiðanda. „Foringinn og
tákn hinnar þjóðernissósíalísku
hreyfmgar eru alltof göfug til að
vera misnotuð á jafn viðurstyggi-
lega skítugan og aumkunarverðan
hátt í auglýsinga- og sölumennsku-
brellum yðar.“
Starfslið Hitlers sjálfs var til
muna kurteisara. Venjubundið svar
við slíkum fyrirspurnum var „Vin-
samlegast látið það vera, í öllum
bænum.“
Óvidjafnanlega
vingjarnlegur Hitler
Einn maður bauð sig fram sem
smakkara Hitlers, til að koma í veg
fyrir að eitrað væri fyrir honum. En
Hitler hafði þá þegar einn slfkan í
þjónustu sinni. Konur í samkvæm-
islífinu jusu hann lofi: „Þú ert svo
óviðjafnanlega vingjarnlegur og
mannlegur í háttum," skrifaði ein
þeirra. Og það voru ekki bara Þjóð-
verjar. Winifred Wagner, hin
enska tengdadóttir tónskáldsins
fræga, skrifaði að hún væri „frá sér
numin af gleði, hamingju og þakk-
læti,“ þegar hún fékk senda mynd
af Hitler.
Hann var kaffærður með gjöfum,
allt frá hlébarðaskinnum og fugla-
böðum að ríflegum skömmtum
smjörs, sem aðdáendur þeir sem
síst máttu vera án þess sendu hon-
um. I bréfasafninu má einnig Ftnna
beiðni um persónulegar eigur sem
mætti hafa til sýnis í fangelsi í
Landsberg, þar sem Hitler hafði
skrifað bók sína Mein Kampf
vegna þess að „fangelsið væri orðið
tilefni pílagrímsferða."
A meðal annarra sérkennilegra
bréfa er eitt frá Otto Bene, sem
segist „ábyrgur“ fyrir Bretlandseyj-
um. Hann tilkynnir að vaxmynda-
safn Madame Tussaud (sem hann
stafsetur Tousseaud), hafi loksins
ákveðið að fjarlægja hina niður-
lægjandi vaxmynd af foringjanum
og koma annarri betri fyrir í stað-
inn. „Þvf meir sem við hjálpum
Madame, því minna getur hún spillt
vaxmynd foringjans."
Prakkaraskapur
SS-nasistanna
Bréftn opinbera að í stjórnar-
byggingunum var starfsfólkið ekki
alltaf eins og nasistarnir - og síðari
tíma kvikmyndaleikstjórar - hefðu
viljað sjá það. I þeim er stundum
kvartað yfir því að SS verðir gerðu
í því að rífa snaga af veggjunum, að
þeir væru stöðugt að hamast í lyft-
unum, að þeir væru illa rakaðir,
ógreiddir og kæruleysislega klædd-
ir, að þeir heilsuðu slappyldislega,
skytu úr skammbyssum sínum fyrir
slysni og síðast en ekki si'st að þeir
hefðu útvarpið í botni um miðjar
nætur. ByggtáTheSundayTimes/mám
Barentshafið
Fundað í Murmansk
Embættismenn frá utanríkis-,
forsætis- og sjávarútvegsráðu-
neyti áttu á dögunum fund í
Murmansk með fulltrúum utanrík-
isráðuneytis og sjávarútvegsráðs
Rússlands um sjávarútvegsmál.
Formaður íslensku sendinefndar-
innar var Helgi Ágústsson sendi-
herra en fyrir Rússum fór Nikolai
N. Uspenskyi sendiherra.
Aðal umræðuefni fundarins var
fiskveiðar í Barentshafi og um
möguleika á aukinni samvinnu ís-
lenskra og rússneskra fyrirtækja á
sviði sjávarútvegs. Niðurstaða
fundarins var að stefna bæri að
samningum sem fyrst um ágrein-
ingsmál varðandi veiðar í
Barentshafi. Ákveðið var í þessu
skyni að halda hið fyrst þríhliða
fund lslands, Rússlands og Nor-
egs.
Islenska sendinefndin átti
jafnframt fund með fulltrúum allra
helstu útgerðarfyrirtækja í
Norðvesturhéruðum Rússlands og
fulltrúa stjórnar Murmanskhéraðs.
Útgáfa Landsnefndar um Ár fjölskyldunnar 1994
Allt um fjölskylduna í bók
með á þriðja tug erinda
Landsnefnd um Ar fjölskyld-
unnar 1994 og félagsmálaráðu-
neytið hafa gefið út bókina Fjöl-
skyldan, uppspretta lífsgilda. Bók-
in hefur að geyma á þriðja tug er-
inda sem flutt voru á málþingi
fyrir einu ári þar sem sérfræðing-
ar fjöliuðu um ytri og innri að-
stæður fjölskyldna. Viðfangsefn-
ið er víðfeðmt og bókin fjölbreytt.
f Fjölskyldan, uppspretta lífs-
gilda er meðal annars fjallað um
opinbera fjölskyldustefnu, um
fjölskylduna í skuggsjá sögunnar,
um afkomu heimilanna, um laga-
lega stöðu fjölskyldunnar og
breytingar á hcimilum síðustu
áratugi. Sérhæfðari viðfangsefni
svo sem fötlun, öldrun og ung-
lingsárin fá sérstaka umfjöllun og
um ástina er fjallað í greininni
„Listin að elska, listin að Iifa“.
Bókin hefur einnig að geyma
skýrslu landsnefndarinnar sem
nefnist Umhverfi fjölskyldunnar.
Skýrslan var að mestu leyti unnin
á árinu 1992. Þar er meðal annars
að finna ýmsar tölfræðilegar upp-
lýsingar um fjölskyldugerðir á fs-
landi, um fjölskylduslit og barn-
eignir svo og ýmsan fróðleik um
réttindi og bætur til fjölskyldna
hér á landi. Bókinni er ætlað að
bæta úr brýnni þörf fyrir að-
gengilegar upplýsingar á einum
stað um aðstæður íslenskra fjöl-
skyldna.
Fjölskyldan, uppspretta h'fs-
gilda verður til sölu í Bóksölu
stúdenta, Máli og menningu, Ey-
mundsson og Bókabúð Jónasar á
Akureyri.
Rauði krossinn
Nýherji styrkir Vinalínuna
Vinalínu Rauða kross Islands var
á dögunum færður að gjöf litaprent-
ari að upphæð 50 þúsund krónur.
Það var tölvufyrirtækið Nýherji sem
færði Vinalínunni prentarann, en
áður hafði fyrirtækið styrkt þá um
tölvu. Tölvan og prentarinn nýtast
Vinalínunni til að halda utanum
skráningu á þeim símtölum sem
berast. Þannig er hægt að greina úr
hvaða landshluta er mest hringt,
kyn, fjölda símtala, ástæður þeirra
og margt fleira. Fyrsta árið sem
Vinalínan starfaði bárust 743 sím-
töl. Annað árið varð 10% aukning
og í fyrra varð um það bil 25%
aukning.
Vilhjálmur Guðjónsson, |
framkvæmdastjóri Vinalín-
unnar, segir í bréfi í tilefni af j
gjöfmni: „Markmið Vinalín-
unnar er að vera til staðar, ■
hlusta og gera sitt besta til að I
liðsinna þeim sem hringja |
og þarfnast mannlegrar j
hlýju og einhvers til að tala j
við. Ennfremur að fá fólk til j
að hjálpa sér sjálft með það [
að leiðarljósi, að einstak- ]
lingar haft afl og þekkingu I
til að breyta aðstæðum sínum Höfðingleg gjöf: Erling Ásgeirsson fram-
sjálfir. Vinalínan þakkar Ný- kvæmdastjóri Nýherja (vinstra megin) af-
herja fyrir stuðninginn.“ hendir Þorfinni Ásgeirssyni formanni Vina-
línunnar nýja prentarann.