Alþýðublaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.01.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1995 ALÞYÐUFLOKKURINN ALÞÝÐUFLOKKURINN - Jafnaöarmannaflokkur íslands Aukaþing 4.-5. febrúar Aukaþing Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík helgina 4. til 5. febrúar næstkomandi. Þingið er opið öllum flokksmönnum, en aðeins þeir sem kjörnir voru fulltrúar á 47. flokksþing Alþýðuflokksins í Suð- urnesjabæ, sumarið 1994, hafa atkvæðisrétt. Dagskrá aukaþingsins verður nánar auglýst síðar. Upplýsingar um þingið eru gefnar á aðalskrifstofum Al- þýðuflokksins, sími 91-29244, myndsendir 91-629155. Framkvæmdastjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur 25. janúar Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar. Mozart leikur kvartett sem hann tileinkaöi Joseph Haydn vegna mikilla áhrifa Haydn á tónlist hans. Fundurinn verður í Rósinni - félagsmiðstöð jafnaðar- manna í Reykjavík- og hefst klukkan 20:30. Kór Bústaðakirkju heiðrar einn mesta snilling allra tíma Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. UNGIR JAFNAÐARMENN Kosningaþing 28. janúar Ungir jafnaðarmenn halda kosningaþing laugardaginn 28. janúar næstkomandi. Þingið verður í Alþýðuhúsinu í Hafn- arfirði (við Strandgötu) og er dagskrá þess eftirfarandi: 09:30 Skráning og móttaka þinggagna. 10:00 Setning: Ávarp Jóns Þórs Sturlusonar formanns Ungra jafnaðarmanna. 10:15 Ávörp gesta: Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráð- herra og Petrína Baldursdóttir alþingismaður. 11:15 Skýrsla framkvæmdastjórnar: Baldur Stefánsson kosn- ingastjóri Ungra jafnaðarmanna. 11:30 Kynning á drögum að kosningastefnuskrá: Magnús Árni Magnússon. 11:45 Hádegisverðarhlé. 13:15 Kosningastarf Jafnaðarmanna: Arnór Benónýsson. 14:00 Hópastarf: (a) Stefnuskrá, (b) Skipulag, (c) Veiðar, (d) Út- gáfa og áróður. 16:00 Kaffihlé. 16:30 Niðurstöður hópastarfs. 17:00 Almennar umræður. 18:00 Kosning í embætti (þar á meðal í embætti veislustjóra Ungra jafnaðarmanna). 18:15 Afgreiðsla kosningastefnuskrár. 18:30 Kvöldverðarhlé. 21:00 Jörfagleði Ungra jafnaðarmanna. Skemmtiatriði: Mis- heppnaðir brandarar Ungra jafnaðarmanna; Skelfilegi ráðherrakvartettinn skemmtir (sér); Nató-skyggnulýsingar Gunnars Alexanders; Evrópu(sam)bandið leikur fyrir dansi og kvartettinn „Meir N orð" brillerará milli atriða. (Þinggjald er 1.000 krónur og innfalið í því er hádegisverð- ur og kaffiveitingar allan daginn. Þeir sem þurfa að ferðast lengra en 150 kílómetra til þingsins þurfa ekki að greiða þinggjald.) Allar nánari upplýsingar gefur Baldur Stefánsson, kosn- ingastjóri Ungra jafnaðarmanna (vinnusími 91-29244, myndsendir 91-629155, tölvupóstfang (E-mail) bald- stef@centrum.is). Framkvæmdastjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG PATREKSFJARÐAR Aðalfundi frestað Aðalfundi Alþýðuflokksfélags Patreksfjarðar og nágrennis - sem halda átti laugardaginn 4. febrúar í Félagsheimilinu á Patreksfirði - hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Formaður. Mozart í239 ár Leikfclag Menntaskóians við Hamrahlíð frumsýndi um síðast- iiðna helgi leikritið Ofsóknin og morðið á Jean-Paul Marat flutt af vistmönnum Charenton-geð- veikrahæiisins undir stjórn markgreifa de Sade. „Hvað gerist, þegar sjálfur maðurinn sem sadisminn cr kenndur við sviðsetur leikrit sem fjallar um morð á einum helsta foringja frönsku stjórnarbylting- arinnar 1789, á geðveikrahæli ár- ið 1808 með eintómum geðsjúk- lingum í hlutverkum?“ spyrja MH- ingar í kynningu verksins. „Þetta er sögulegt verk sem hlandað er heimspekilegum sam- ræðum milli Marat og de Sade, miklum söng, sögu byltingarára Frakklands, sálfræði, geðveiki, gleði og sorg, morð og kimni.“ Það er Rúnar Guðbrandsson sem stýrir uppfærslu á þessu magnaða leikriti eftir Peter We- iss, tónlistarstjóri er Guðni Franzson, búningahönnuður er Linda Björg Arnadóttir og Aróra Skúladóttir sér um förðun á þeim 43 leikendum sem taka þátt í sýn- ingunni. Sýningar á verkinu verða alls átta og lýkur þeim 2. febrúar. Miðaverð er krónur 500 fyrir skólafóik, en krónur 1.000 fyrir aðra. Sýnt cr í Tjarnarbíói. ustu erkibiskupsins þar í borg. Þrigg- ja ára að aldri hóf Mozart skyndilega að leika á sembal fjölskyldunnar án þess að hafa hlotið nokkra formlega kennslu. Innan tveggja ára hafði hann náð fullkomnu valdi á bæði sembalnum og fiðlunni, samið sín fyrstu tónverk og leikið opinberlega á hljóðfæri. Grídarleg frægd strax á unga aldri Leopold áttaði sig strax á óvenju- legri snilligáfu sonar síns og skipu- lagði hljómleikaferðalög um Evrópu fyrir hann ári síðar, þegar Mozart var sex ára. A því ferðalagi spilaði hann fyrir Habsborgar-keisaraynjuna Maríu Theresu, frönsku hirðina og enska konunginn. Níu ára að aldri samdi Mozart sína fyrstu sinfóníu og þremur ámm eftir það var fyrsta ópera hans frumflutt í Vín. Sama ár kom hann í fyrsta skipti fram sem stjómandi og fór í hljóm- leikaferðalag um gjörvalla Italíu þar- sem hann spilaði fyrir páfann og hreif hann og aðra áheyrendur uppúr skónum með snilli sinni. Þess má geta, að á mörgum af fyrstu hljómleikaferðalögunum var systir Mozart, María Anna Mozart, með í för en hún var einnig mikil- hæfur hljómlistarmaður hvers hjón- band batt enda á ferilinn. Févana grafinn í ómerktri gröf Það var síðan ekki fyrr en hann var orðinn 25 ára að Mozart ákvað að finna sér fasta búsetu. Arið 1781 flutti hann til Vínar og hóf störf hjá erkibiskupi nokkmm. Þar var illa farið með unga snillinginn og launin vom lúsarleg. Hann yfirgaf þess- vegna erkibiskupinn eftir aðeins eitt ár og kvæntist Constanze Weber (1763-1842). En þrátt fyrir ótrúlega frægð var Mozart stöðugt skuldum vafinn. Ar- ið 1787 réði þýski keisarinn Joseph II sem yfirtónskáld sitt, en launin héldu áfram að vera ömurleg og hag- ur tónskáldsins vænkaðist lítt; versn- aði ef eitthvað var. Mozart fékk ekki einu sinni greitt fyrir mörg stórbrotnustu verk sín á þessu tímabili. Hann seldi sína síðustu ópem, Töfraflautuna, til almenningsleik- húss árið 1791 og það var fram- kvæmdastjóri þess sem auðgaðist á verkinu, ekki tónskáldið sjálft - frek- ar en vanalega. Wolfgang Amadeus Mozart Chrysostom lést þetta sama ár úr taugaveiki og var þá að leggja síð- ustu hönd á hina mikilfenglegu Sdlu- messu. Hann var févana og stór- skuldugur og var samkvæmt því grafinn meðal fátæklinga í ómerktri gröf. 239 ára afmæli Wolfgang Ama- deus Mozart Chrysostom verður fagnað af kór Bústaðakirkju á fæð- ingardegi snillingsins, föstudaginn 27. janúar næstkomandi, en hann fæddist í Salzburg í Austurríki þann dag árið 1756 og lést 35 ámm síðar. Þijátíu manna kór Bú- staðakirkju mun á föstudaginn klukkan 20:30 flytja, ásamt sextán manna hljómsveit, tvö verk eftir Moz- art, það fyrra - D omi n i c u s messu í C-dúr- mun hann hafa samið þrettán ára gamall, en síðara verkið samdi hann fjórum ámm síð- ar, Exultate Jubil- ate. Svo skemmtilega vill til, að einsöngvarí í síðara verkinu, Guðrún Jóns- dóttir, á afmæli sama dag og Moz- art. Aðrir einsöngvarar verða Elín Huld Arnadóttir, Ingunn Osk Sturludóttir, Guðlaugur Viktors- son og Þórður Olafur Búason. Konsertmeistari er Laufey Sigurð- ardóttir og stjómandi Guðni Guð- mundsson. Wolfgang Amadeus Mozart Chrysostom Rifjum stuttlega upp feril snill- ingsins: Wolfgang Amadeus Mozart Chrysostom er óumdeilanlega eitt af stórkostlegustu tónskáldum vest- rænnar tónlistarsögu; ef ekki það stórkostlegasta. Hann lést aðeins 35 ára gamall, en á stuttri ævi náði hann tökum á öllum stílum sem fyrir var að finna á þessum tímum og samdi meistaraverk í nær öllum deildum tónlistarinnar; frábær- ar ópemr einsog Töfraflautuna, magn- aðar sinfóníur, yndis- lega kvartetta, hug- ljúfa píanó- og fiðlu- konserta, dásamleg kammerverk og feiknin öll af annarskonar tón- list. AIls er vit- 21 ars snillingur: Wolfgang Amadeus Mozart Chrysostom. að um 600 verk sem hann skildi eftir sig. Starfsferill Mozart var jafn ótrúlegur og hælileikar hans. Hann var fæddur í Salzburg, borg við rætur Austum'sku alpanna, þarsem faðir hans, Leopold Mozart (1719-1787), var vel þekktur hljóð- færaleikari og tónskáld og var í þjón- Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð sýnir „Ofsóknin og morðið á Jean-PaulMarat flutt afvistmönnum Charenton-geðveikrahœlisins undirstjórn markgreifa deSade a MH-ingar í hlutverkum sínum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.