Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 1
Dómur í máli Samherja gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins Samherji tapaði málinu og greiðir málskostnað Fyrirtækið krafðist 6,5 milljóna í bætur vegna synjunar leyfis til útflutnings á ísuðum karfa í gámum auk vaxta og málskostnaðar. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp dóm í máli Samheija hf. á Akureyri gegn Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðherra, íyrir hönd íslenska ríkisins, sem höfðað var í júní í fyrra. Samheiji krafðist 6.583.617 króna í bætur auk vaxta og málskostnaðar vegna ólögmætrar synjunar utanríkisráðuneytisins á ísuðum karfa í gámum í desember 1993. Utanríkisráðherra krafðist sýknunar og að Samheiji yrði dæmd- ur til að greiða málskosmað. Héraðs- dómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum Samheija og dæmdi fyrirtæk- ið til að greiða stefnda 400 þúsund krónur í málskostnað. Vegna synjunar á leyfi til útflum- ings taldi Samheiji sig hafa orðið af tekjum af sölu á afla togarans Viðis EA í Evrópu, þar sem talsvert hærra verð hafi verið að fá en bauðst hér á landi. Tekjutapið miðaðist annars Samtök fiskvinnslustöðva án út- gerðar, SFÁÚ, hafa leitað til Sam- keppnisráðs og óskað þess að ráðið taki til athugunarþá samkeppnismis- munun sem samtökin telja að nú viðgangist í fiskvinnslu. I bréfi sem Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent Samkeppnisráði í umboði SFÁÚ er bent á,að mismununin fel- ist aðallega í því að þau fyrirtæki sem bæði reka fiskvinnslu og út- gerð,og fengið hafa úthlutað kvóta „Það voru sex stundakennarar sem héldu áfram kennslu eftir að verkfall kennara hófst. En þessi kennsla er að ljara út vegna þess hve mæting nem- enda er orðin léleg og siðast þegar ég vissi var bara einn kennari eftir,“ sagði Valdimar Gunnarsson, skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri, í samtali við Alþýðublaðið. Valdimar sagði að þegar mæting væri komin niður í það að aðeins þriðjungur nemenda kæmi í kennslu- stund þætti sér ekki verjandi að halda kennslunni áfram. En stundakennar- amir væm ekki í Kennarasamtökun- um og því væri þessi kennsla heimil. Aðspurður um verstu afleiðingar af löngu kennaraverkfalli sagði Valdi- mar að það væri hættan á að ein- hverjir nemendur hrökkluðust burt úr skóla. Ovíst væri hvenær eða hvort þeir kæmu aftur til náms. vegar við umsamda sölu í Belgíu milli jóla og nýárs 1993 og í fyrstu viku janúar 1994 og hins vegar áætl- aðar tekjur vegna sölu á uppboðs- markaði í Frakklandi og Þýskalandi í fyrstu viku janúar 1994. Að teknu til- liti til flutningskostnaðar og erlends kostnaðar fæst skilaverð 11,2 milljón- ir og em frá þeirri fjárhæð dregnar tekjur vegna sölu aflans á íslandi, 4,6 milljónir. I niðurstöðum Héraðsdóms er vitn- að í lög frá 1988 um útflutningsleyfi og fleira sem heimila utanríkisráðu- neytinu að ákveða að ekki megi selja vömr til útlanda nema að fengnu leyfi. Útflutningsleyfi geti ráðuneytið bundið þeim skilyrðum sem nauðsyn- lega þykja. I reglugerð ffá 1993 hafi utanríkis- ráðherra sett nánari ákvæði þar sem karfi er meðal þeirra vömtegunda sem háðar em leyfi ráðuneytisins. endurgjaldslaust frá ríkinu, fénýti þessar heimildir. Fyrirtækin geti síð- an flutt þá ijármuni beint og óbeint frá útgerð til fiskvinnslu, þó að í raun sé um tvær atvinnugreinar að ræða. í Samtökum fiskvinnslustöðva án útgerðar eru nú 65 fyrirtæki með samtals um 1.400 starfsmenn. Að mati stjómar samtakanna er hér um stórmál að ræða. Niðurstaða þessa máls kunni að hafa úrslitaþýðingu um skilyrði til frjálsrar verðmyndun- ar á fiski. „Eg kenni í bekk sem telur 16 nemendur og fyrst eftir að verkfallið hófst mættu liðlega 10 í tíma en nú em ekki nema fimm til sex sem láta sjá sig. Þessu fer að verða sjálfhætt," sagði Stefán Þór Sæmundsson stundakennari í íslensku í samtali við blaðið. Hann sagði að það væri réttur nemenda að fá þá kennslu sem hægt væri að halda uppi. Hins vegar væm nemendur víðs vegar að af landinú og því eðlilegt að margir héldu til síns heima í verkfallinu. Valdimar Gunnarsson sagði að þeim mun ei-fiðari yrði að vinna upp námið eftir því sem styttri tími væri til vors þegar verkfallinu lyki. Hann ítrekaði að verstu afleiðingar verk- fallsins gætu orðið þær að nemendur skiluðu sér ekki allir þegar kennsla hæfist að loknu verkfalli. Síðan segir í niðurstöðum Héraðs- dóms: „Stefnandi sótti um útflutn- ingsleyfi á afla úr þeim ljómm veiði- ferðum Víðis EA, sem um ræðir í des- ember 1993 og fram f janúar 1994, ýmist til utanríkisráðuneytis eða Afla- miðlunar, sem afgreiddi umsóknimar í öllum tilvikum. Þegar var veitt leyfi til útflutnings afla úr fyrstu og fjórðu veiðiferð. Frá synjun varðandi aðra veiðiferðina var horfið að fenginni yfirlýsingu frá stefnanda þess efnis að hann mundi virða niðurstöðu Afla- miðlunar um úthlutanir heimilda til útflutnings á ferskum fiski. Jafnframt dró stefnandi til baka kæm til utanrík- isráðuneytisins. Eigi var látið reyna á úrlausn ráðuneytisins um útflutning afla þriðju veiðiferðar, sem bótakrafa í málinu er reist á heldur lýsti ffarn- kvæmdastjóri stefnanda yfir að engar aðgerðir yrðu hafðar uppi vegna þeirra ákvörðunar. Framkvæmda- stjórinn bar fyrir dóminum að yfirlýs- ingin hefði verið gefin undir þrýstingi frá erlendum aðila sem gerður hefði verið sölusamningur við. Sá samn- ingur, sem væntanlega hefur verið gerður í trausti þess að útflutnings- leyfi fengist, er án ábyrgðar stefnda. Ljóst þykir að sala alla Víðis EA, sem komið var með að landi þann 23. desember 1993, erlendis svo sem bótakrafa lýtur að hefði orðið stefn- anda hagfelldari en sala hans innan- lands. Á hinn bóginn skortir með öllu gmndvöll bótakröfu á hendur stefnda. Samkvæmt þessu er niðurstaða máls- ins sú að stefndi er sýknaður af kröf- um stefnanda. Dæma ber stefnda málskostnað sem ákveðst 400.000 krónur." Það var Sigurður Hallur Stefáns- son héraðsdómari sem kvað upp dóminn. „Man ég okk- ar fyrri fund" - skrifar Hrafn Jökulsson í pistli sínuni, Einsog gengur á blaðsíðu 2, sem ber fyrirsögnina „Eftirþankar Jóhönnu“. „Hvernig verða lífskjör ungs fólks?" - spyr Gunnar Alexander Olafsson í pallborðsgrein sinni á blaðsíðu 3. „Guðdómlegur sirkus geð- sjúks manns" - segir í umfjöllun á blaðsíðu 6 um merkilega sýningu Norsku óperunnar í Borgarleikhúsinu. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag Ingibjörg Sól- rúnf Vigdís og Guðrún Helga heiðursgestir - á baráttufundi kvenna í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur í kvöld klukkan 20:00. I dag, miðvikudaginn 8. mars, koma konur um allan heim saman og fagna því að fyrir 20 ámm gerðu Sameinuðu þjóðimar 8. mars að al- þjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir mannréftindum og friði. Af þessu til- efni gangast Menningar- og friðar- samtök íslenskra kvenna, ASÍ, BSRB, Félag íslenskra leikskóla- kennara, Hið íslenska kennarafélag, Hugleikur - leikfélag, Jafnréttis- nefnd Reykjavíkur, Kennarasam- band íslands, Meinatæknafélag ís- lands og Síung - félag höfunda bamabóka fyrir 8. mars-fundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundurinn hefst klukkan 20:00. Heiðursgestir fundarins verða Vig- dís Finnbogadóttir forseti, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri og Guðrún Helgadóttir al- þingismaður. Dagskrá samkomunnar í kvöld er eftirfarandi: Tríó frá Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar leikur Píanótríó númer 2 í D-moII eftir Fel- ix Mendelssohn og strengjasveit Suzukiskólans kemur fram. Leikfé- lagið Hugleikur flytur einþáttunginn Dúfur. Tríóið Hólmfríður Þórodds- dóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og Darren Stonham flytja nokkur lög. Ávörp flytja: Þórunn Magnúsdótt- ir vaiaformaður MFÍK, Sigríður L. Baldursdóttir formaður kvenna- þingsnefndar, Guðrún Alda Harð- ardóttir formaður Félags leikskóla- kennara, Björk Vilhelmsdóttir fé- lagsráðgjafi í Kvennaráðgjöfmni, Guðrún Ebba Ólafsdóttir varafor- ntaður KÍ, Olga Guðrún Árnadótt- ir formaður Síung og Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkra- liðafélags Islands. Valery í almenningsrými Listfræðingurinn Valery Smith heldur athyglisverðan fyrirlestur á Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan 20:30 sem hún nefnir List i almenningsrými. Þar mun listfræðingurinn miðla af áralangri reynslu sinni við sýningarstjórn hinnar þekktu Sonsbeek-sýningar í Hollandi og The Artist Space nú- tímalistahallarinnar í New York. Valery Smith hefur sérhæft sig í að brjóta upp form og hefðir og færa listina til almennings - bæði í Bandaríkjunum og Hollandi - og staðið fyrir uppákomum á hárgreiðslustofum, veitinga- stöðum og öðrum „rýmum" þar sem fólk vinnur eða dvelur. í fyrirlestri sínum hyggst hún varpa fram hugmynd- um um hvernig borg einsog Reykjavík geti hugsað um list á nýjan hátt. Aðgangur í kvöld er öllum heimill og ókeypis. Ljósmyndari Alþýðublaðsins hitti Valery Smith á Kjarvalsstöðum í gær og útkoma fundarins varð skemmtilegt samspil Ijóss og skugga... A-mynd: E.ÓI. Samtök fiskvinnslustöðva án útgerðar Samkeppni mis- munað í fiskvinnslu Menntaskólinn á Akureyri hefur haldið uppi takmarkaðri kennslu Stundakennslan erað fjara út - segir Valdimar Gunnarsson skólameistari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.