Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Hvernig verða lífskjör ungs fólks í framtíðinni? Til að svara spumingunni að ofan verður hver og einn að skoða þær að- stæður sem ríkja í dag og þá þróun sem átt hefur sér stað. Lítum hér á eftir á nokkur atriði: Flestir eru sam- mála unt að lífskjör t dag em sæmi- leg, þrátt fyrir erfið og mögur ár ef tekið er tillit til efnahagsmála. En samnefnari lífskjara hlýtur að vera Pallborðið Gunnar Alexander Ólafsson skrifar ríkissjóður og staða hans á hverjum tíma. Velferðarkerfið er borgað úr ríkissjóði og fólk greiðir skatt til rík- isins í formi beinna og óbeinna skatta. Staða ríkissjóðs hlýtur að segja til um hve há skattprósentan eigi að vera á hverjum tíma og þar með hvað ríkissjóður getur greitt til velferðar á hverjum tíma. Halli hefur veríð á ríkis- sjódi um langt árabil Undanfarin ár hefur hallað á ríkis- sjóð. Hann hefur verið rekinn með halla stöðugt frá árinu 1985 (síðast var ríkissjóður rekinn með tekjuaf- gangi 1984 í íjármálaráðheiratíð Al- berts Guðmundssonar) og nemur sá halli samanlagt 85 milljörðum (á verðlagi 1994). Ekki nóg með að rík- issjóður hefur verið rekinn með svo massívum halla, heldur hafa skuldir ríkisins aukist svo um munar. Skuld- ir ríkisins sem hlutfall af tekjum árið 1981 var 112%, en sama hlutfall fýr- ir árið 1994 var 213%. Tímabilið frá 1985 til 1994 hefur einkennst af öfgum í efnahagsmál- um Islands. Annars vegar var hér eitt mesta góðæri sem menn muna 1985 til 1987, en frá 1987 til 1993 hefur „Tímabilið frá 1985 til 1994 hefur einkennst af öfgum í efnahagsmálum Islands. Annars vegar var hér eitt mesta góðæri sem menn muna 1985 til 1987, en frá 1987 til 1993 hef- ur kreppuástand ríkt í efnahagsmálum hér á landi. Staða ríkissjóðs væri þannig ólíkt betri ef ráðherrum undir ríkisstjórnarforsæti Steingríms Hermannssonar og Þorsteins Pálssonar hefði hugnast að reka ríkissjóð með tekjuafgangi í góðærinu 1985 til 1987.“ kreppuástand ríkt í efnahagsmálum hér á landi. Staða ríkissjóðs væri þannig ólíkt betri ef ráðherrum undir ríkisstjómarforsæti Steingríms Her- mannssonar og Þorsteins Pálssonar hefði hugnast að reka ríkissjóð með tekjuafgangi í góðærinu 1985 til 1987. Skerðing á lífskjörum ungs fólks í framtíðinni Ungir jafnaðarmenn telja að nú þegar sé búið að skerða lífskjör ungs fólks í framtíðinni með núverandi hallarekstri og skuldasöfnun ríkis- sjóðs. Því var samþykkt á síðasta kosn- ingaþingi Ungra jafnaðarmanna ályktun um að sett verði í stjómar- skrá Islands, svo fljótt og auðið er, ákvæði sem banni ríkissjóðshalla. Ekki er verið með þessu að banna ríkissjóðshalla á hveiju ári, heldur á kjörtímabili. Þannig gefst stjóm- völdum ráðrúm að reka ríkissjóð tímabundið með halla, ef útséð er að hallinn á ríkissjóði jafnist út í lok kjörtímabilsins. Stjórnmálamönnum ber að taka ábyrgð á gjörðum sínum Margir hafa komið að máli við undirritaðan út af þessum hugmynd- um um stjómarskrárákvæðið og sagt að þær séu óraunhæfar og ófram- kvæmanlegar. Mitt svar við þessari gagnrýni er sú að ef sú staða kemur upp að stjómvöldum hafi ekki tekist að koma á jöfnuði í ríkisljármálum í lok kjörtímabils, þá ber viðkomandi ríkisstjómarflokkum að leggja fram fyrir komandi kosningar breytingu á stjómarskrá sem gerir ákvæðið um bann við ríkissjóðshalla óvirkt. Ef svo fer að ríkisstjórnarflokkar leggja fram breytingu á stjómarskránni til að réttlæta ríkissjóðshalla, ber þeim að sannfæra kjósendur unt það og þar með taka pólitíska ábyrgð á gjörðum sínum um að reka ríkissjóð með halla. I von um betri og bjartari framtíð! Höfundur er stjórnmálafræðinemi og forseti málstofu Ungra jafnaðarmanna um atvinnu- og efnahagsmál. Leiklistarráð hefur nú út- hlutað peningum til frjálsu leikhópanna svoköll- uðu. Þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir: 23 leikhóp- ar sóttu um en aðeins sjö fengu skerf af þeim ríflega 15 milljónum sem til ráð- stöfunar voru. Fjórir leik- hópar fá tvær milljónir hver: Möguleikhúsið, Leikhópurinn 10 fingur til uppsetningar á sýningu eftir skáldsögunni The Mists afAvalon, Hermóð- ur og Háðvör til uppsetn- ingar á nýju ónefndu leikriti eftir Árna Ibsen og Al- heimsleikhúsið til upp- setningar sýningarinnar Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur. Þá fær ís- lenska leikhúsið 900 þús- und til að setja upp sýning- una í djúpinu eftir Maxim Gorkí og Frjálsi leikhóp- urínnfær 400 þúsund til leikferðar utan Reykjavíkur með sýninguna Sannur vestri eftir Sam Shepard. Áður hafði Frú Emelía fengið 5,4 milljónir... Hinumegin Það sem hinir úrkynjuðu áhorfendur í hringleikahúsum Rómverja til forna óttuðust mest var hið langdregna atriði Doddus Makanus, fjölleikamannsins marghataða: Nudd- aðu-samtímis-á-þér-hausinn-og-magann-þangað-til-allir- verða-brjálaðir-ef-þú-þá-þorir-aumingjans-þrællinn-þinn. Þjóðvaki á Suðurlandi er í sárum eftir snarpa bar- áttu Þorkels Steinars Ell- ertssonar og Þorsteins Hjartarsonar um efsta sætið. Einsog kunnugt er sigraði Þorkell í forvali í kjördæminu en hann var flokksforystunni í Reykjavík ekki þóknanlegur sem vildi tefla Þorsteini fram. Þor- steinn hafði síðan nauman sígur í kynlegu prófkjöri sem efnt var til á fundi á Suðurlandi í síðustu viku og meðal annarra félaga Þjóðvaka í kjördæminu í framhaldi hans. Þorkell Steinar hefur áreiðanlega ekki sagt sitt síðasta orð í málinu, enda kunnur í sínu héraði sem mikill baráttu- jaxl... r Ymislegt bendir nú til þess að Kvennalistinn sé að útskrifast af Alþingi eftir 12 ára vist. Fylgið heldur áfram að fjúka burt og er nú komið niður í 3,5%. Ef fram heldur sem horfir verður erfitt að tryggja kjördæmakosningu Kristínar Ástgeirs- dóttur efsta manns í Reykjavík. Fylgismenn Kvennó virð- ast einkum hafa fært sig yfir á Þjóð- vaka og því er óhjákvæmi- legt að kvennalistakonur beini spjótum sínum í auknum mæli að Jóhönnu Sigurðardóttur og félög- um... Tölur dagsins Útlendingaeftirlitið sinnir skyldu sinni af tölfræðilegri alvöru og hefur verið svo vin- samlegt að senda Alþýðublaðinu yfirlit sitt yfir fjölda farþega sem komu til Islands með skipum og flugvélum í síðasta mánuði, febrúar 1995: ísland 7.764, Danmörk 1.281, Finnland 340, Noregur 673, Sví- þjóð 1.000, Alsír 2, Argentína 4, Ástralía 14, Austurríki 18, Bandaríkin 1.622, Belg- ía 41, Bólivía 1, Brasilía 1, Búlgaría 1, Chile 1, Eistland 7, Ekvador 1, Filippseyj- ar 12, Fílabeinsströndin 2, Frakkland 77, Grænhöfðaeyjar 2, Grikkland 6, Holland 239, Indland 7, íran 1, írland 27, ísrael 6, Italía 51, Jamaíka 2, Japan 145, Júgóslav- ía 1, Kanada 54, Kína 3, Kólunibía 2, Krótatía 1, Kýpur 1, Lettland 7, Lithácn 14, Lúxemborg 31, Malasía 3, Marokkó 3, Mexíkó 1, Nígería 3, Nýja-Sjáland 21, Pakistan 3, Panama 1, Paraguay 1, Perú 1, Pólland 15, Portúgal 18, ríklsfangslaus- ir 19, Saudi- Arabía 2, Singapore 2, Sov- ét/Rússland 46, Spánn 14, Stóra-Bretland 835, Suður-Kórea 6, Suður-Afríka 7, SvLss 41, Tékkland/Slóvakía 5, Thailand 15, Tyrkland 3, Ungverjaland 10, Ven- e/.úela 1, Þýskaland 820. -Áhugamönnum um austræna dulspekistefnu Al- þýöubandalagsins er sérstaklega bent á farþegana sem komu til landsins frá Malasíu, Singapore, Suöur- Afríku og Suður- Kóreu, en þetta eru þau lönd sem hinn ástsæli leiðtogi, Ólafur Ragnar Grímsson, horfir helst til vegna úrræða í efnahagsmálum. Hvern ann- an voru þessir Austuriandabúar að hitta? Hvern? Fimm á förnum vegi Standa íslendingar sig vel í umhverfismálum? Guðmundur Ólafsson, nemi: Nei. En ég held að við séum allir að koma úl. Ásdís Ásgeirsdóttir, Ijósmynd- ari: Nei. Það vantar til dæmis alla endurvinnslu héma. Haukur Eyjólfsson, matreiðslu- maður: Nei. Við stöndum okkur frekar illa. Enda er að verða dálítið skítugt héma. Margrét Valdimarsdóttir, þjónn: Mér finnst umhverfisráð- herra hafa staðið sig vel, en fólkið í landinu illa. Við emm bölvaðir sóðar. Dögg Hugosdóttir, nemi: Nei. Við stöndum okkur alls ekki vel. Við höldum að þetta kosti allt svo mikið og syndum bara áfram í lífsgæða- kapphlaupinu. Viti menn John Ma jor forsætisráðherra Bretlands varð fyrir áfalli í gær, er Robert Hughes vís- indaráðherra sagði af sér vegna framhjáhalds. Hughes, sem þótti eiga bjarta pólitíska framtíð, er níundi ráðherrann i ríkis- stjórn John Major sem segir af sér vegna hneykslismála frá árinu 1992. Kynlífsskandalar ihaldsins eru jú alltaf fréttamatur. Mogginn í gær. Ber bossinn hefði getað bjargað Barings. Virt fjármálatímarit segir að hugsan- lega hefði verið hægt að bjarga Barings bankanum frá hruni ef umheimurinn hefði frétt fyrr af þeirri tilhneigingu Nick Leeson að bera á sér afturendann á almannafæri. DV í gær. Eigum við ekki bara að segja, að eftir að ég rakst á tilvitnuð orð Ciceros, um að menn ættu ekki að hafa afskipti af stjórn- málum fyrr en eftir fimmtugt, að mér hafi orðið eiiítið rórra. Einar Oddur „Bjargvættur" Kristjáns- son, fæddur 1942, aðspurður um hvernig honum hafi liðið eftir að hafa lent í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Vesturland - málgagn vestfirskra sjálfstæðismanna. Þá þarf ekki að hafa áhyggjur af því að Jóhanna fari undir sæng með Davíð og Davíð þarf þá ekki að eyða tíma sínum í stjórnarmyndunarviðræður við Jóhönnu, úr því hún hefur afþakkað það fyrirfram. Mikið lifandis skelfing hlýtur hann að vera feginn. Hinn brokkótti Dagfari velti fyrir sér af- leiðingum yfirlýsingar Jóhönnu Sigurð- ardóttur að Þjóðvaki myndi ekki fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki að loknum kosningum. DV í gær. Nostradamus skrásetjari sam- tímasögu - ekki spámaður. Fræðimenn segja nú að Nostradamus - héreftir kallaður „hinn meinti spámað- ur" - hafi ekkert vitað um framtiðina, staðið nákvæmlega á sama um Andrés Önd og Margaret Thatcher og einungis verið þunglyndur læknir sem leið fyrir ofsóknir. Mogginn í gær. Veröld ísaks Þegar farið er í gegnum foma laga- bálka finnast ýmsar undarlegar tiktúrur. Ein slík varðar vasaklúta, það er að segja: hverjir máttu ganga með þá og hverjir ekki. Það var á Endurreisnartímabilinu sem Evrópubúar enduruppgötvuðu hinn foma menningararf Rómverja að ganga með vasaklúta. (Rómverjai' gengu vanalega með tvo slíka: einn við vinstri úlnliðinn og hinn niður í hálsmálinu eða mittislindanum.) Á fimmtándu öld í Evrópu varð það svo úl siðs um tíma, að einungis eðalborið hefðai fólk mátti ganga með vasaklúta. Og aðallinn gekk svo langt r að framfylgja þessari siðavenju að lagasetning kom inn í dæmið. Fyrir brot á vasaklúta- lögunum illræmdu mátti refsa miskunnarlaust. Isaac Asimov's Book ofFacts

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.