Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 8
K ✓ ■r tr TVrT\ii"|\T mr T|Tm * * K 1 #> \WREVFÍLU ii hvniiM iiiiii 'mV/FILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 HIjí 1 lf U IIIiIlIIIII 5 88 55 22 Miðvikudagur 8. mars 1995 38. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Vöruþróun ’95 Gæðavara úr góðum hugmyndum Iðnlánasjóður og Iðntæknistofnun hleypa nú af stokkunum.nýju þróun- arverkefni sem hlotið hefur nafnið Vöruþróun '95. Hugmyndin er að taka inn 10 verkefni þar sem unnið verður að því að koma hugmynd sem fyrirtækið hefur yfir í vöru sem upp- fyllir gæðakröfur markaðarins. Há- marksstyrkur verður ein milljón króna auk þess sem fyrirtækin fá áhættulán sem nemur 50% af áætl- uðum kostnaði. Hér er um að ræða sambærilegt verkefni og þessir aðilar hafa verið með síðustu ár en það eru nýmæli að auglýsa vöruþróunarverkefni með árs millibili eins og nú er gert. Þetta er fjórða áfangaverkefnið á þessu sviði frá árinu 1988 og alls hafa um 50 fyrirtæki tekið þátt í verkefninu frá upphafi. Þátttökufyrirtækjum er veitt fjár- hagsleg og fagleg aðstoð við vöru- þróun. Stefnt er að því að koma megi samkeppnishæfri vöru á markað sem fyrst og í seinasta lagi innan tveggja ára frá upphafi verkefnisins. Þau verkefni sem verða samþykkt hljóta styrk frá Iðntæknistofnun sem nem- ur 25% af viðurkenndum kostnaði en þó að hámarki ein milljón króna. Jafnframt fá verkefnin áhættulán frá Iðnlánasjóði samkvæmt reglum sjóðsins sem nemur 50% af áætluð- um kostnaði. Umsóknarffestur er til 17. mars næst komandi. Hreingerningavika stendur yfir í fjármálum fjölskyldunnar. Sæmundur Guövinsson kynnti sér málið Koma með skókassann undir hendinni - segir Anna Ólsen þjónustufulltrúi Landsbankans um þá sem leita ekki aðstoðar fyrr en í allt er komið í óefni. Anna Ólsen: Viö höfum verið vön að lifa nokkuð hátt og treysta á reddingar. í þessari viku beinist athyglin frek- ar að slíkum almennum vanda og stuðla að fyrirbyggjandi aðgerðum. Á heildina litið held ég að fjármál heimil- anna séu á réttri leið. A-mVnd:E.ói. útgjöld heimilisins og þurft að leita aðstoðar. Anna Ólsen var spurð hvort einhver ein ástæða væri áber- andi fyrir vanskilum fólks. „Síðasta sumar var áberandi hve margir leituðu aðstoðar vegna þess að þeir höfðu misst vinnuna, eða bú- ið var að skera niður alla yfirvinnu. Um leið og tekjur dragast saman um 10 til 15 þúsund krónur á mánuði er allt komið í hönk ef boginn er hátt spenntur. En í dag er þetta meira al- menns eðlis. Við höfum verið vön að lifa nokkuð hátt og treyst á að hægt væri að redda þessu. I þessari viku beinist athyglin frekar að slíkum al- mennum vanda og stuðla að fyrir- byggjandi aðgerðum. Til dæmis með því að hvetja fólk til að skrifa ekki upp á lán fyrir Pétur og Pál og að spara frekar fyrir ýmsum hlutum í stað þess að kaupa þá á lánum. Það er alltof mikið um það að fólk er að missa allt sitt vegna ábyrgða sem það hefur tekið á lánum annarra. Eg man eftir því fyrir jólin að þá komu þrjú slík mál hér í röð og það voru stórar skuldir. Þar var fólk að missa allt sitt vegna þess að ganga þurfti að þeim sem ábyrgðarmönnum. En fólk er líka að verða meðvitaðra um nauð- syn þess að hafa peningamálin í lagi og á heildina litið held ég að fjármál heimilanna séu á réttri leið,“ sagði Anna Ólsen. I fyrmefndri könnun Félagsvfs- indastofnunar, sem náði til 1200 manns á aldrinum 18 til 75 ára á öllu landinu, koma fram, að um 45% þeirra sem skulda vegna húsnæðis- kaupa eru með skuldir innan við tvær milljónir króna. Fólk á aldrin- um 25 til 39 ára skuldar að jafnaði mest, tæplega 3,8 milljónir króna að meðaltali vegna húsnæðisskulda og greiða að meðaltali 18% tekna sinna í þær skuldir. Þeir sem keyptu hús- næði 1979 eða fyrr skulda minnst, að meðaltali innan við eina milljón. Þeir sem keyptu húsnæði á árunum 1990 til 1995 skulda mest, að meðaltali liðlega 4,8 milljónir króna. Þeir borga að meðaltali 37 þúsund krónur á mánuði í afborganir, vexti og verð- bætur af lánum vegna húsnæðis- kaupa. Þeir sem hafa hæstar heimil- istekjur skulda mest. Skuldir fólks með yfir 250 þúsund í heimilistekjur eru tæpar fjórar milljónir króna. Seðlabankanum hefur verið falið að gera úttekt á skuldastöðu einstak- linga og heimila hjá innlánsstofnun- um, Húsnæðisstofnun ríkisins og líf- eyrissjóðum. Aflað er upplýsinga um þróun vanskila undanfarin ár og útlánatöp vegna einstaklinga. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður úr þessari umfangsmiklu könnun liggi fyrir í lok þessa mánaðar. „Það er búið að vera mikið að gera í ljármálaráðgjöf það sem af er þess- um mánuði og eftir að þetta átak hófst nú í vikunni hefur verið mjög mikið um fyrirspumir frá fólki um þá þjónustu sem er í boði, svo sem út- gjaldadreifingu," sagði Anna Ólsen þjónustufulltrúi hjá Landsbankanum f samtali við Sœrmmd Guðvinsson í gær. Á mánudaginn hófst kynningar- og fræðsluátak undir yfirskriftinni Gerum hreint ífjármálum fjölskyld- unnar. Það var Rannveig Guð- mundsdóttir félagsmálaráðherra sem kynnti átakið á fundi með frétta- mönnum, en það stendur út þessa viku. Markmiðið er að hvetja fólk til umhugsunar um fjármál sín, stuðla að ráðdeild og fyrirhyggju í ljármál- um heimilanna og efla þá ráðgjafar- og Ieiðbeiningarþjónustu sem fyrir er hjá ýmsum aðilum í landinu. Að átakinu standa félagsmálaráðuneytið og Húsnæðisstofnun ríkisins í félagi við viðskiptabankana, sparisjóðina, samtök lífeyrissjóða, ASÍ, BSRB, Neytendasamtökin og samtök sveit- arfélaga. Þjónustufulltrúar Landsbankans em með sérstakan símatíma frá klukkan 17:00 til 21:00 fram að helgi og Anna Ólsen átti von á því að lín- umar yrðu rauðglóandi. Auk þess em þjónustufulltrúar bankans til við- tals yfir daginn eins og venjulega. En em dæmi þess að fólk komi í öngum sínum með fullan plastpoka af ógreiddum reikningum og spyrji hvað sé til ráða? „Það em dæmi til um það, en við reynum að láta fólk setja þetta niður á blað svo það komi ekki með skó- kassann undir hendinni eins og við köllum það. Með því móti fær það betri yfirsýn og getur betur gert sér grein fyrir því hvemig það getur klofið þetta. Við reynum að finna farsæla lausn og hún er oft fólgin í skuldbreytingum, lengja lán eða jafnvel að frysta lán ef hægt er. Þetta fólk kemur síðan í greiðsluþjónustu til okkar, svo fremi að það hafi ein- hver laun til að standa undir þessu.“ Kemur fólk of seint til að leita aðstoðar? „Þetta er að breytast en samt er alltaf einhver hópur sem er búinn að bíða of lengi í þeirri von að þetta bjargist einhvem veginn. En sem betur fer er það orðið algengara að fólk kemur þegar það sér fram á að lenda í vandræðum, til dæmis vegna samdráttar í tekjum. Þá kemur það og spyr hvemig það eigi að snúa sér í málinu og það er mjög gott. Við reynum alltaf að hjálpa fólki eins og hægt er svo lengi sem það er innan skynsamlegra marka." í könnun sem Félagsvísindastofn- un Háskólans hefur gert á húsnæðis- aðstæðum og skuldum heimilanna kemur fram að 37% allra svarenda á aldrinum 25 til 39 ára hafa á síðustu tveimur ámm lent í vandræðum með að standa í skilum með hefðbundin Rannveig Guðmundsdóttir: Á mánudaginn hófst kynningar- og fræðslu- átak undir yfirskriftinni Gerum hreint í fjérmálum fjölskyldunnar. Félags- málaráðherra kynnti átakið á fundi með fréttamönnum, en það stendur út þessa viku. Að átakinu standa félagsmálaráðuneytið og Húsnæðis- stofnun ríkisins í félagi við viðskiptabankana, sparisjóðina, samtök lífeyr- issjóða, ASÍ, BSRB, Neytendasamtökin og samtök sveitarfélaga. A-mynd: E.ÓI. Umhverfisráðuneytið Verðlaun- aði þrjú fyrirtæki Umhverfisráðuneytið hefur í fyrsta sinn veitt íslensku fyrir- tæki sérstaka viðurkenningu fyrir góða viðleitni í umhverfis- málum á undanförnum misser- um. Það voru Umbúðamiðstöð- in hf., Gámaþjónustan hf. og Kjötumboðið sem hlutu viður- kenninguna. I gær fór fram ráð- stefna um umhverfísmál fyrir- tækja sem umhverfisráðuneytið stóð fyrir í samstarfí við Islands- banka, Olís, Skeljung og Sól hf. að Hótel Sögu. SAÁ heldur fræðslufundi fyrir foreldra Af hverju drekka unglingar? „Við erum að efna til fræðslu- og umræðufunda með foreldrum um vímuefnaneyslu unglinga þar sem rætt verður um málið vítt og breytt. Allt frá minnstu unglingadrykkju til þess að svara fyrir þá unglinga sem þurfa að leita sér meðferðar. Þetta er tímabært starf sem á eftir að mótast," sagði Þórarinn Tyrfingsson yfir- læknir og formaður SAÁ í gær í spjalli við Alþýðublaðið. Næstu mánuði verður SÁÁ með fræðslufundi í Reykjavík og á lands- byggðinni fyrir foreldra. Þar verður fjallað um vímuefnaneyslu unglinga og foreldrum hjálpað til að skilja að- stæður unglinganna. Meðal spum- inga sem íjallað verður um er hvers vegna unglingar fara að drekka. Einnig verður fjallað um til hvaða ráðstafana hægt er að grípa til að koma í veg fyrir að unglingar hefji neyslu áfengis eða annarra vímu- efna. Þórarinn Tyrfingsson sagði að SÁÁ hefði ráðið mann til að sinna forvamastörfum sérstaklega og þetta væri liður í forvörnum. Fræðslu- fundimir væm öllum opnir og að- gangur ókeypis. Þessir fundir hefðu verið lengi í undirbúningi og með fjölgun félaga í SÁÁ kæmi meira fé inn í formi félagsgjalda sem gerði SÁÁ kleift að gera átak á þessu sviði. Fundimir í Reykjavík verða á þriðjudagskvöldum í marsmánuði og hefjast klukkan 20:00. Fundir út um land verða auglýstir sérstaklega í Qölmiðlum á hverjum stað. Söngur og súkkulaði Reykjavíkurangi Kvennalistans opnar kosningaskrifstofu f dag, mið- vikudag, á Alþjóðabaráttudegi kvenna, að Laugavegi 17 klukkan 18. Krist- ín Ástgeirsdóttir þingkona, sem skipar I. sæti listans í Reykjavík, flytur ávarp, sönghópur skemmtir, súkkulaði og bakkelsi á borðum. Allir em vel- komnir við opnunina. Félag íslenskra fræða Laxness og íslenski skólinn Félag íslenskra fræða boðar til fundar með Jóni Karli Helgasyni í Skólabæ við Suðurgötu, íkvöld mið- vikudagskvöld, 8. mars klukkan 20.30. Á undanfömum áratugum hefur töluvert verið íjallað um hug- myndir fylgismanna íslenska skól- ans svokallaða, einkum Sigurðar Nordals, um íslenskar fombók- menntir. Ennfremur hafa viðhorf Halldórs Laxness til fornbókmennt- anna verið nokkuð til umræðu, en þau birtast í skáldverkum Halldórs, ritgerðum hans og útgáfu á einstök- um Islendingasögum. Hingað til hef- ur hinsvegar lítið borið á tilraunum til að gera grein fyrir sambandi Hall- dórs og íslenska skólans. í fyrirlestri sínum, Halldór Laxness og íslenski skólinn, gerir Jón Karl Helgason at- lögu að efninu og ver þá kenningu að Halldór haft verið óopinber fylgis- maður íslenska skólans, og þeirra djarfastur. Jón Karl Helgason er doktor í samanburðarbókmenntum frá The University of Massachusetts, Am- Laxness: Djarfur fylgismaður íslenska skólans. herst. Doktorsritgerð hans, The Saga ofNjáls Saga: A Study in Rewriting, fjallar um sex endurritanir á Njáls sögu sem út komu í Danmörku, Nor- egi, Bretlandi, Bandaríkjunum og á íslandi átímabilinu 1861 til 1945. Eftir framsögu Jóns Karls gefst mönnum kostur á léttum veitingum áður en almennar umræður hefjast. Fundurinn er öllum opinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.