Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995
ALÞÝÐUFLOKKURINN
- JAFNÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS
Utankjörsfaðaskrifstofa
. Jafnaðarmenn hafið samband við utankjörstaðaskrifstofu
Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - ef þið
verðið ekki heima á kjördag. Skrifstofan gefur allar upplýs-
ingar um allt það sem varðar kosningarnar 8. apríl.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumannin-
um Skógarhlíð 6, III. hæð, alla virka daga frá klukkan 9:30 til
15:30.
Sími utankjörstaðaskrifstofu Alþýðuflokksins er 55-29244,
myndsendisnúmer er 56-29155. Skrifstofunni stýrir Gylfi
Þór Gíslason.
Kosningastjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTURLANDI
Umhverfismál
Alþýðuflokkurinn boðartil fundar um umhverfismál í Hótel
Stykkishólmi, þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:30.
Frummælandi: Össur Skarphéðinsson.
Umræðuefni: Verndun Breiðafjarðar og önnur umhverfis-
mál. Fyrirspurnir og umræður.
Stjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKURINN í KÓPAVOGI
Kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi hefur verið
opnuð í Hamraborg 14a (II. hæð til hægri). Fyrst um sinn
verður skrifstofan opin mánudaga til föstudaga frá klukkan
11:00 til 21:00, laugardaga frá klukkan 10:00 til 16:00 og
sunnudaga eftir samkomulagi.
Kosningastjóri er Halldór E. Sigurbjörnsson þjóðréttar-
fræðingur.
Símar skrifstofunnar eru 554-4700, 564-4329 og 564-4767,
en myndsíminn er 554-6784. Heimasími kosningastjóra er
554-0146. Vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslu hafið
samband við skrifstofuna eða á aðalskrifstofur Alþýðu-
flokksins í Reykjavík í síma 91-29244 (Gylfi Þór Gíslason).
Alþýðuflokkurinn í Kópavogi.
JAFNAÐARMENN Á NORÐURLANDI EYSTRA
Kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra
hefur verið opnuð að Brekkugötu 7 á Akureyri. Skrifstofan
er opin alla virka daga frá klukkan 13:00 til 22:00 og um
helgarfrá klukkan 13:00 til 17:00.
Starfsmaður skrifstofunnar er Aðalheiður Sigursveins-
dóttir.
Heitt á könnunni og „með því" allan daginn.
Kosningastjórnin.
JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI
Sjávarútvegsmál
Jafnaðarmenn á Vesturlandi halda fund um sjávarútvegs-
„ mál í Gistiheimili Ólafsvíkur í Snæfellsbæ, miðvikudaginn
8. mars klukkan 20:30. Á dagskrá fundarins eru framsögu-
erindi, fyrirspurnir og umræður um fiskverndunarstefnu
Hafrannsóknastofnunar.
Frummælendur: Gunnar Stefánsson tölfræðingur og for-
maður fiskveiðiráðgjafarnefndar; Guðrún Marteinsdóttir
sjávarlíffræðingur; Fulltrúi Landssambands smábátaeig-
enda; Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur hjá LÍÚ.
Fundarstjóri: Sveinn Þór Elínbergsson 2. maður á fram-
boðslista Alþýðuflokksins á Vesturlandi.
Jafnaðarmenn á Vesturlandi.
JAFNAÐARMENN Á SUÐURNESJUM
Kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa jafnaðarmanna á Suðurnesjum hefur
verið opnuð að Hafnargötu 88 í Keflavík (gamla ÁTVR-hús-
ið). Opið verður alla daga frá klukkan 10:00 til 20:00.
Símarnir eru 92-11180 og 92-11380. Kosningastjóri er
Hilmar Hafsteinsson og starfsmaður kosningaskrifstof-
unnar er Erlingur Hannesson.
Kosningastjórnin.
KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS
í HAFNARFIRÐI
Bæjarmálin
Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund mið-
vikudaginn 8. mars í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði, klukkan
20:30, um bæjarmálin í Hafnarfirði og kosningarnar fram-
undan.
Gestir fundarins: Valgerður Guðmundsdóttir, Ingvar
Viktorsson, Tryggvi Harðarson og Guðmundur Arni
Stefánsson.
Hvað er að gerast í bæjarmálum í Hafnarfirði? Konur fjöl-
mennið. Látum okkur málin varða.
Stjórnin.
JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI
Kosningaskrifstofa
Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Akranesi hefur verð-
ur opnuð í félagsheimilinu Röst. Sími 93-11716.
Leitið upplýsinga.
Stjórnin.
JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI
Góugleði
Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í
félagsheimilinu Röst, laugardaginn 11. mars, klukkan
20:00. Boðið verður uppá glæsilegan kvöldverð, fjöldasöng
og skemmtiatriði. Miðaverð aðeins krónur 1.500.
Heiðursgestir kvöldsins verða hjónin Bryndís Schram og
Jón Baldvin Hannibaisson. Allir jafnaðarmenn eru vel-
komnir.
Stjórnin.
ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM
Kosningamiðstöð
Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur
verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísa-
firði. Fyrst um sinn verður hún opin frá klukkan 13:00 til
19:00 alla virka daga.
Kosningastjóri er Gísli Hjartarson sem jafnframt er rit-
stjóri Skutuls, málgagns jafnaðarmanna í kjördæminu.
Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346.
Farsímanúmer kosningastjóra er 985-39748 og heimasími
hans er 94-3948.
Jafnaðarmenn á Vestfjörðum.
ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG PATREKSFJARÐAR
Stjórnmálafundur
Alþýðuflokksfélag Patreksfjarðar auglýsir opinn stjórn-
málafund um með Sighvati Björgvinssyni ráðherra
sunnudaginn 12. mars klukkan 20.30.
Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði.
Formaður.
Ovenjuleg frumsýning Norsku
óperunnar í Borgarleikhúsinu
Guðdómlegur sirkus
geðsjúks manns
Norska óperan frumsýnir á morg-
un, fimmtudaginn 9. mars, óperuna
Sirkusinn guðdómlega í Borgarleik-
húsinu. Höfundur hennar er danska
tónskáldið Per Npgárd og er þetta
önnur sviðssetning á ópemnni.
Sirkusinn guðdómlegi var fmmflutt-
ur af Jósku ópemnni árið 1982 og
kvikmyndaði danska sjónvarpið þá
uppfærslu. Frumsýningin á morgun
verður að teljast nokkur viðburður í
norrænu tónÚstarlífi og er hún hluti
af dagskrá Sólstafa - norrænu menn-
ingarhátíðarinnar.
Per Npgárd er einn af merkustu
tónlistarmönnum Danmerkur og
starf hans sem tónskálds, tónlistar-
fræðings og fmmkvöðuls í tónlistar-
fræðslu yngri kynslóðanna þykir
ómetanlegt. Nögárd er fæddur árið
1932. Hann stundaði nám hjá tón-
skáldinu Vagn Holmboe og sfðan
við Konunglega Tónlistarskólann í
Kaupmannahöfn og síðar framhalds-
nám í París. Tónverk hans spanna
flestar tegundir tónsmíða, meðal
annars ópemr, hljómsveitarverk (þar
á meðal em fimm sinfóníur), stofu-
tónlist, kórverk og sönglög. Npgárd
hlaut tónlistarverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1974 fyrir ópemna Gilgam-
esh og Sonning-verðlaunin fyrir
stuttu.
Operan Sirkusinn guðdómlegi
segir frá undarlegu lífshlaupi Adolfs
Wölfli (fæddur 1864, dáinn 1930),
en hann var svissneskur og dvaldi
stærstan hluta ævi sinnar á hælum
fyrir geðsjúka. Skrautleg ævi þessa
ógæfusama utangarðsmanns hefur
síðan orðið Per Npgárd uppspretta
tónsmíða. Wölfli ólst uppvið ömur-
legar aðstæður og var um þrítugt
dæmdur til tveggja ára fangelsisvist-
ar fyrir áleitni við stúlkuböm. Hann
var ekki fyrr sloppinn úr fangelsi er
hann var handtekinn á ný og ákærð-
ur fyrir áreitni við þriggja ára bam.
Wölfli var þá greindur sem geðklofi
og dærndur til ævilangrar vistar á
geðveikrahæli. Þetta var árið 1895
og í hönd fóm erfið ár örvæntingar.
Arið 1899 er svo komið að þeim
tímapunkti að hann fer að finna sér
útrás í myndlist og þá umhverfðist
heimur hans í stöðuga vinnu við
myndverk sem flest em blýants-
teikningar. I myndlist sinni, riti og
tónsmíðum eftir eigin nótnakeifi
endurskapaði Adolf Wölfli heim
sinn, bjó sér til nýja bemsku, fór vítt
og breitt um heiminn og kont til tjar-
lægra staða þar sem hann byggði sér
draumaborgir. Hann lést árið 1930
og var þá þegar búinn að öðlast við-
urkenningu sem mikill listamaður.
Verk hans hafa verið sýnd vfða um
heim, meðal annars í hinu virta Lou-
isana-safni.
Sviðsetning Norsku óperunnar er í
höndum Per E. Fosser, en hann hef-
ur verið sérstakur áhugamaður um
sviðsetningu þessa meistaraverks
síðan hann var viðstaddur fmmsýn-
ingu þess fyrir þrettán ámm í Árós-
um. Fosser á að baki nær sextíu svið-
setningar á ópemm, óperettum og
söngleikjum af ólíku tagi. Hann hef-
ur starfað við Norsku ópemna frá ár-
inu 1969 og komið víða við sem
leikstjóri, leikmynda- og búninga-
hönnuður.
Fmmsýningin er styrkt af ýmsum
aðilum: Norræna menningarsjóðn-
urn, NOMUS, Ríkiskonsertum Nor-
egs, Flugleiðum og Reykjavíkur-
borg. Tvær sýningar verða á verkinu
á stóra sviði Borgarleikhússins á
vegum Leikfélags Reykjavíkur sem
er gestgjafi sýningarinnar.
Per Nogárd: Einn fremsti tónlistarmadur Dana heillaðist af lífshlaupi hins
svissneska listamanns, Adold Wölfli, er dvaldi stóran hluta ævi sinnar á
geðsjúkrahæli eftir að hafa verið fundinn sekur um kynferðislega áreitni
gagnvart stúlkubörnum.
Háskólatónleikar í Norræna húsinu í dag
Sónata Brahms og rúmenskir
dansar eftír Bda Bartók
Á háskólatónleikum í
Norræna húsinu í dag
klukkan 12:30 spila Ár-
mann Helgason klarínett-
leikari og Peter Maté pí-
anóleikari sónötu eftir Jo-
hannes Brahms og rúm-
enska dansa eftir Bela Bar-
tók. Aðgangseyrir er 300
krónur, en að vanda fá
handhafar stúdentaskírteina
frítt inn.
Ármann Helgason er
fæddur árið 1964. Hann
lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1988 og
vom kennarar hans þar Sig-
urður I. Snorrason og
Einar Jóhannesson. Ár-
mann hefur undanfarin tvö
ár verið búsettur á íslandi.
Hann hefur komið víða fram
sem einleikari, leikið reglu-
lega með ýmsum kammerhópum,
þar á meðal Cammerarctica og
Kammersveit Reykjavíkur
og leikið með hljómsveit-
um Islensku ópemnnar, Is-
lenska dansflokksins, Þjóð-
leikhússins og Sinfóníu-
hljómsveit Islands.
Peter Maté er fæddur ár-
ið 1962 í Roznava í Tékkó-
slóvakíu. Hann lærði hjá
Ludmillu Kojanová og út-
skrifaðist frá Tónmennta-
skólanum í Kosice árið
1982. Á þessum árum vann
hann meðal annars verð-
laun tónmenntaskólanna í
Slóvakíu 1979 og 1981 og
Smetana pfanókeppnina
1978 og 1980. Maté hefur
komið lfam sem einleikari
með mörgum hljómsveit-
um, meðal annars Sinfón-
íuhljómsveitinni í Prag, Ut-
varpshljómsveitinni í Berlín
og Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Auk þess hefur hann haldið
tónleika víðsvegar um Evrópu.
Johannes
Brahms.
Bela Bartók.