Alþýðublaðið - 08.03.1995, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995
H-
MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 1995
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna
Alþjóðlegur baráttu-
dagur kvenna er í dag
I dag, miðvikudaginn 8. mars,
koma konur um allan heim saman
og fagna því að fyrir 20 árum
gerðu Sameinuðu þjóðirnar 8.
mars að alþjóðlegum baráttudegi
kvenna fyrir mannréttindum og
friði. Það er því við hæfi að Sam-
cinuðu þjóðirnar gangast fyrir
fjórða alþjóðlega kvennaþinginu
og verður það haldið í Beijing. „Á
þessum tímamótum þurfa konur
að efla samstöðu sína og sameinast
um þær grundvallarkröfur sem
uppfylla þarf til þess að konur geti
lifað frjálsu og innihaldsríku lífi í
samfélaginu. Konur eiga rétt á því
að njóta sömu mannréttinda og
karlar. Konur eiga rétt á mann-
helgi innan heimilis og á almanna-
færi. Konur eiga rétt á heiðariegu
starfsmati sem taki tillit til mikil-
vægis umönnunar- og uppeldis-
starfa fyrir samfélagið. Konur
eiga rétt á sömu launum og kariar.
Konur eiga rétt til atvinnu. Konur
eiga rétt tii félagafrelsis og til þess
að hafa stjórnun og samninga
stéttarfélaganna með höndum til
jafns við karla. Við, íslenskar kon-
ur, sendum hugheilar baráttu-
kveðjur til þeirra systra okkar um
heim allan sem sæta harðræði fyr-
ir baráttu sína fyrir framtíð barn-
anna, friði og mannréttindum,“
segir í yfirlýsingu Menningar- og
friðarsamtaka íslenskra kvenna.
Alþjóðleg ráðstefna unvvernd hafsins á Hótel Loftleiðum
Ánægja ríkir með tillögur Islendinga
í jjnnnáhun
!
ÞAÐER
Kannanir sýna að margirsem ðafaÁi^ * ppi
ágætar tekjur lenda í vanskilum.UPMHri
o
ALLT
QF
DYRT
Nýttu þér ókeypis leidbeiningar og rádgjöf hjá
Húsnædisstofnun, Neytendasamtökunum, bönkum og
sparisjóöum um fyrirhyggju og ráðdeild í fjármálum
fj ölskyldunnar.
Verkalýöshreyfingin, lífeyrissjóöirnir og sveitarfélögin í
landinu hvetja fólk til að nýta sér þessa þjónustu.
Félagsmálaráðuneytið
Húsnœðisstofnun ríkisins
Á mánudaginn hófst á Hótel Loffleiðum undirbún-
ingsfundur fyrir ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um
vernd hafsins vegna starfsemi á landi. Sú ráðstefna
verður í haust í Washington. Nærri 200 fulltrúar frá
hátt í hundrað löndum sitja fundinn. íslendingar áttu
sinn þátt í að til þessa starfs var stofnað með sam-
þykkt Ríó-ráðstefnunnar um umhverfi og þróun
sumarið 1992 og síðar með ákvörðun stjórnar-
nefndar umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna
(UNEP) vorið 1992 um að efna til ráðstefnu í
Washington haustið 1995. Ríkisstjórn íslands bauð
til þessa fundar þó undirbúningurinn væri í hönd-
um UNEP. Fyrir fundinum liggja drög að fram-
kvæmdaáætlun sem fulltrúar íslands áttu þátt í að
semja og verða þau lögð til grundvallar samninga-
viðræðum. Alþýðublaðið átti stutt spjall við
nokkra fundarmenn á mánudaginn.
\
Árni Finnsson: „Við viljum að
ríki verði lagalega skuld-
bundin til að fylgja þessum
sáttmála." A-mynd: E.ÓI.
Árni Finnsson
fulltrúi Greenpeace
Lagaleg
binding
nauðsyn-
leg
„Við hjá Greenpeace erum
að fylgja efitir því sem við vilj-
um ná fram hér á þessari ráð-
stefnu. Það er lagalega bind-
andi samkomulag um að tak-
marka mengun sjávar af völd-
um þrávirkra lífrænna efna,
eins og PCB og fleiri efni sem
eru þannig að þau gufa upp í
Indlandi og rigna svo niður í
Norðurhöfum. Hér á ráðstefn-
unni hefur verið lögð fram til-
laga af hálfu fslands og annara
Norðurlanda sem er að mörgu
leiti góð, en því miður þá hafa
Svíar gert sitt besta til að veikja
þá tillögu. Þeir hafa lagst gegn
lagalega bindandi samþykkt af
einhverjum mjög annarlegum
ástæðum. Við teljum að það
hafi eitthvað stofnanabundna
þráhyggju að gera. Svíþjóð er
einfaldlega aftarlega á merinni
í umhverfismálum. Því miður.
Við viljum að ríki verði
lagalega skuldbundin til að
fylgja þessum sáttmála. Árið
1985 voru samþykktar í
Montreal það sem kallað hefur
verið Montreal Guidelines.
Það voru leiðbeiningar og
meðmæli, en því miður, þá fer
enginn eftir slíku. Þær þurfa að fá
lagalega bindingu þar sem ríki geta
treyst á að þeim verði fylgt eftir.
Þetta er tnjög mikilvægt hagsmuna-
mál fyrir Island, enda hafa Islending-
ar staðið sig mjög vel í þessu máli.
En eins og ég segi þá hafa Svfar
skemmt fyrir norrænu samstarfi í
þessu tilfelli. íslensku tillögumar
hafa verið góðar, en því miður þá
hefur þeim verið pakkað inn í Nor-
ræna tillögu og hún er veikari en ella
vegna Svíanna.
Stuðningur við bindandi alþjóð-
legar aðgerðir er fyrir hendi þannig
að það er alls ekki loku fyrir það
skotið að það geti komið góður texti
út úr þessu hér í vikulokin og síðar til
umræðu í Washington. Ef það tekst
ekki þá emm við aftur á byijunar-
reit.“
Þórir Ibsen: „Lönd hafa mismun-
andi forgangsröð og stóru þróun-
arríkin, sem fara fyrir þessum lönd-
um, eru oft á tíðum frekar upptek-
in af fjárhagslegri aðstoð frá
norðri." A-mynd: E.ÓI.
Þórir Ibsen
deildarstjóri alþjóðadeildar um-
hverfísráðuneytisins
Þarf alþjóð-
legan
samning
„Mér finnst of djúpt í árinni tekið
að segja þessar tillögur útvatnaðar af
Svíum. Málið er að frá upphafi hafa
öll Norðurlöndin verið sammála um
að það þurfi að gera eilthvað í vöm-
um gegn þrávirkum lífrænum úr-
gangsefnum og að það þurfi alþjóð-
legar aðgerðir. Hinsvegar eins og
gerist og gengur í tengslum á milli
ríkja, þá er hvert ríki með mismun-
andi leiðir að sameiginlegu mark-
miði. Því er ekki að leyna að Svíar
hafa litið svo á að það þurfi fyrst að
leggja áherslu á svæðisbundna
samninga. Á þeirri forsendu hafa
þeir verið meira leitandi og spyrjandi
hvort að það sé íysilegur kostur að
byrja á alþjóðlegum samningi. Það
er hinsvegar rétt að skoðanaskiptin
hafa fyrst og fremst verið milli Is-
lands og Svíþjóðar í þessu máli.
Frá okkar sjónarhóli og annarra
Norðurlanda en Svfþjóðar, er það
skýrt að það þurfi alþjóðlegan samn-
ing og að það sé ekki hægt að leysa
þetta á annan máta. Það eru hinsveg-
ar röksemdir í umræðunni að það sé
hægt að ná árangri með svæðis-
bundnum samningum sem komnir
em á, til dæmis í evrópsku samhengi,
sem em að vinna að því að semja sér-
staka bókun um þessi þrávirku líf-
rænu efni. Okkar röksemdir em hins
vegar þær að sú bókun yrði einungis
lagalega bindandi fyrir Evrópu og
Norður- Ameríku, hún næði ekki til
þróunarríkjanna og ekki til Asíu og
þaðan kemur mikið af þeim efnum
sem um ræðir. í öðm lagi þá fjallar
þessi samningur aðeins um loft-
mengun en ekki losun í hafið og
þessi efni fara jú þá leiðina líka. Þess
vegna höfum við talið að við þyrft-
um alþjóðlegan samning í þessum
efnum.
Afstaða þróunarríkjanna er þannig
að mörg þeirra em stíf á því að það
þurfi alþjóðlegt átak í þessum efn-
um. Þar ber sérstaklega að nefna
smáeyjaríkin sem eru mjög áhyggju-
full út af þessu. Stærri þróunarríkin
em ennþá leitandi í málinu og við
veltum þvf oft fyrir okkur hvort búið
sé að kynna málið nægilega vel fyrir
þeim. Við höfum gert allt sem við
getum gert til að kynna þetta fyrir
þeim, en það má ekki gleyma þvf að
það tekur yiirleitt töluverðan tíma að
hrinda svona hugmyndum í fram-
kvæmd.
Lönd hafa mismunandi forgangs-
röð og stóm þróunarríkin, sem fara
fyrir þessum löndunt, em oft á tíðum
frekar upptekin af fjárhagslegri að-
stoð frá norðri. Þau vilja yfirleitt ekki
tala um nýjar skuldbindingar nema
að það komi eitthvað með.
Því er ekki að leyna að þegar iðn-
ríkin hætta að nota ákveðna tækni þá
em þau gjörn á að sækja þessa tækni
suður á bóginn. Vandamálið fyrir
þróunarríkin er þá að komast yfir
nýjustu tækni til að losna við meng-
unarvandamálin sem fylgja þeirri
gömlu. Ef þau eiga að taka á sig
Er ísland í farar-
broddi í umhverfis-
málum?
- Spurt á alþjóðlegu umhverfisráð-
stefnunni á Hótel Loftleiðum.
Risto Rautianen, Finnlandi
,„Já, ég hef það á
tilfinningunni.
Norðurlöndin
hafa miklar
væntingar til
þessarar ráð-
stefnu, en fjár-
mögnun verkefna
er ávallt stærsti þröskuldurinn.“
John S. Waugh, Bandaríkjunum
^Já, ég held það.
íslendingar hafa
verið mjög virkir
á ýmsum sviðum
umhverfismála,
sérstaklega þegar
kemur að málefn-
um hafsins. Þeir
hafa mjög miðlæga stöðu þegar
kemur að mengun við Norður-
hcimsskautið. Einnig er ferill Is-
lendinga í að halda hreinleika síns
eigin umhverfis mjög glæsilegur.
Þar hafa þeir vitaskuld notið þess
að eiga örlátar og hreinlegar orku-
lindir í formi jarðhitans. Island er
hluti samvisku heimsins hvað
varðar mengun í höfunum því það
verður að vera það. Það verður að
taka frumkvæði ef það á að lifa
af.“
Radu Mihnea, Rúmeníu
„Ég get ekki sagt
til um hvort ís-
Iand er í farar-
broddi í umhverf-
ismálum, en ég er
mjög hrifinn af
því sem það er að
gera í sínu eigin
umhverfi. 1 öru lagi vil ég óska
hinum íslensku skipuleggjendum
þessa fundar til hamingju. Þið vit-
ið hvað umhverfismál eru mikils
virði og þessi fundur er mjög mik-
ilvægur.“
Barbara Rutherford, Sviss
,Já, svo sannar-
lega, því þeir eru
að verða fórnar-
lömb þrávirks líf-
ræns eiturefnaúr-
gangs frá öllum
heiminum. Því
eiga íslendingar
að vera í fararbroddi.“
An I. Beltagy, Egyptalandi
„Það að vera
gestgjafar á þess-
ari ráðstefnu er
að vera í farar-
broddi. Mér
finnst íslendingar
vera ein þeirra
þjóða sem hafa
hvað mestar áhyggjur af umhverf-
ismálum. Það er eitt norðlægra
landa, sem verða fyrir hvað mest-
um áhrifum frá mengun í heimin-
um.“
skuldbindingar þá verða þau að
tryggja að þau hafi aðgang að tækn-
inni seni gerir þeim það kleift. Þá
ríður á að iðnríkin séu tilbúin til að-
stoðar.
Við ætlum að nýta þessa viku til
að kynna okkar hugmyndir um að
stofnun alþjóðlegs samráðsvettvangs
til að rneta ástandið og koma með til-
lögur um hvað skuli gert til úrbóta.
Þar munum við beita okkur fyrir þvf
að það feli í sér alþjóðlegan samning
um þrávirk lífræn efni.“
Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra ásamt Tim Wirth aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og Elizabeth Dowdeswell forstjóra Umhverfis-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna við setningu alþjóðlegu umhverfisráðstefnunnar á Hótel Loftleiðum síðastliðinn mánudag. A-mynd:E.ói.
textavinnu. En það verður að leiða til
bindandi útkomu af þessari ráð-
stefnu, svo og í Washington. Við
viljum skerpa niðurstöður ráðstefn-
unnar. Það er komið undir hinum
pólitíska vilja ríkja. Og ef litið er á
þær ógnir sem steðja að lífríki sjávar
í dag þá hef ég trú á að sá vilji sé fyr-
ir hendi. Við verðum að gera eilt-
hvað.“
Blaise Kuemlangan: „í mínu
heimalandi í Suður-Kyrrahafi erum
við afar háð því sem sjórinn hefur
að geyma." A-mynd: E.ÓI.
Blaise Kuemlangan
lögmaður ríkissaksóknara
embættisins í Papúu-Nýju Gíneu
Háðir lífríki
bæði til þróunarríkja og iðnríkja og
að hún feli í sér útrýmingu þeirra
mengunarvalda sem dæla út eitruð-
ustu efnunum og fækkun þeirra sem
valda minni mengun, en þar sem rót-
tækra aðgerða er þó þörf.
Það er mikið samstarf á milli
áhugasamtaka um umhverfismál á
þessari ráðstefnu og okkar áherslur í
þessum efnum eru svipaðar. Við vilj-
um reyna að koma til leiðar allsheij-
ar átaki gegn mengun í heiminum.
Mér finnst afstaða Islenskra
stjómvalda til málsins vera mjög já-
kvæð. Islendingar búa við mjög sér-
stakt umhverfi og til allrar óham-
ingju veldur hnattstaða landsins því
að mikil mengun sækir hingað, þar
sem hún sækir á heimskautasvæðin.
Heimsskautalöndin eru ekki ábyrg
fyrir þessari mengun. Islenski um-
hverfisráðherrann hefur mjög já-
kvæða sýn á málin og við vonum að
það sem kemur út úr þessari ráð-
stefnu verði á þeim nótum.
Það er of snemmt að segja til um
hver útkoman verður. Mörg lönd eru
taugaveikluð yfir útkomunni hér.
Sumir em nýbúnir að sjá tillögumar
sem liggja fyrir fundinum og eiga
því eftir að móta sína afstöðu. En ég
er bjartsýn. Það er mikið verk að
vinna.“
sjavar
„Rfkisstjóm Papúu-Nýju Gfneu
hefur ekki átt þátt í tveimur síðustu
fundunum um þessi mál í Nafróbí og
Montreal. Okkar sjónarmið er sam-
hljóða sjónarmiði annarra smáeyja-
ríkja, að niðurstaðan verði staðföst
og ákveðin um hvemig við getum
komið í veg fyrir mengun í höfunum.
Það inniber jafnvel stuðning við
lagalega bindandi niðurstöður
Washington- fundarins í haust.
Það yrði samningur sem kvæði á
um að ríkisstjómum bæri lagaleg
skylda til að stöðva þá mengun hafs-
ins sem ógnar lífríki þess og um-
hverfinu í heild sinni. Það er li'fs-
nauðsyn fyrir framtíð þjóða okkar. I
mínu heimalandi í Suður-Kyrrahafi
erum við afar háð því sem sjórinn
hefur að geyma. Mörg samfélög
okkar eru við ströndina eða á eyjum.
Túnfiskveiðar er afar stór þáttur í
efnahagslífi okkar og ef þeim er ógn-
að af eiturefnaúrgangi þá eigum við
á hættu að missa mikið, ef við gerum
ekki eitthvað í málunum nú þegar.
Við teljum að undirbúningsvinnan
undir þessa ráðstefnu hafi verið góð
byrjun. Okkur finnst að við munum,
undir forystu íslensku sendinefndar-
innar, ná ákveðnum áfanga. Þetta er
tvíþætt. Fyrst þarf að koma saman
lýsingu á alþjóðlegu átaki í þessum
efnum. Það getum við gert með því
Sián Pullen: „íslenski um-
hverfisráðherrann hefur mjög
jákvæða sýn á málin og við
vonum að það sem kemur út
úr þessari ráðstefnu verði á
þeim nótum." A-mynd: E.ÓI.
Sián Pullen
starfsmaður World Wide
Fund For Nature (WWF),
Bretlandi
Afstaða ís-
lands já-
kvæð
„Við hjá WWF vonum að
þetta verði góður fundur fyrir
umhverfið. Við viljum gjarnan
sjá mjög ströng tilmæli um tak-
mörkun úrgangsefna og þá sér-
staklega þeirra sem eitruðust eru
og hættulegust fyrir dýralífið og
manneskjur. Þá er ég sérstaklega
að tala um þrávirk lífræn úr-
gangsefni, sem haldast hvað
lengst í umhverfinu. Þvf viljum
við sjá mjög ákveðna áætlun um
aðgerðir til að minnka losun
slíkra efna. Þá vonum við að sá
vandi sem umhverfið býr við
vegna uppsöfnunar slíkra efna
muni minnka og að lokum
hverfa.
Við viljum að þessi áætlun nái
fyrir:
RÆSTINGUNA?
Landsins mesta úrval af ræstivögnum og
moppuvögnum ásamt öllum fylgihlutum.
Verð frá kr. 16.996 /■ m/vsk. stgr.
Með allt á hreinu !
REKSTRARVÖRUR
RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554
I