Alþýðublaðið - 15.03.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.03.1995, Qupperneq 1
Formaður Alþýðuflokksins á fundum með forystumönnum kennara Viðræðurnar mjög gagnlegar - segir Jón Baldvin Hannibalsson og telur að tengja verði lausn kennaradeilunnar við umbætur í skólastarfinu. Milliliðalausar samræður Elna Katrín Jónsdóttir formaður HÍK kemur til fundar með Jóni Baldvin Hannibalssyni í gærmorgun. „Ég staldra fyrst og fremst við að það verði með einhverjum hætti að tengja lausnina núna við skipulagsumbætur í skólastarfi á næstu ár- um. Það er vantraust ríkjandi milli aðila," segir Jón Baldvin. A-mynd: E.ÓI. „Þessar viðræður mínar við for- ystumenn kennarasamtakanna voru gagniegar en ég vil ekki byggja upp neinar sérstakar vænt- ingar. Ég staidra fyrst og fremst við það núna, að það verði með einhverjum hætti að tengja lausn málsins við umbætur í skóiastarf- inu á næstu árum, þannig að sam- starf kennara og ríkisins geti byggst á einhverjum gefnum for- sendum sem traust skapist um að haldist,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra og for- maður Alþýðufiokksins, í samtaii við Alþýðublaðið í gær. Jón Baldvin átti í gærmorgun fund með Elnu Katrínu Jónsdóttur for- manns Hins íslenska kennarafélags og áður hafði hann rætt við Eirík Jónsson formann Kennarasambands íslands. Verkfall kennara hefur stað- ið síðan 17. febrúar. „Ég ræddi við þau Eirík Jónsson og Elnu Katrínu milliliðalaust til að fá þeirra hlið málsins ffam í dags- ljósið. En þessar viðræður fóru fram í trúnaði og ég skýri ekkert frá þeim í einstökum atriðum. Ég á eftir að gera ijármálaráðherra betur grein fyrir jjeim viðhorfum sem þama komu fram. Nú má búast við gagntilboði kennara á næstunni og ég hef ef til vill núna betri hugmyndir um hvað þær snúast. Ég hef ekki tekið að mér hlutverk sáttasemjara en allar við- ræður af þessu tagi eru gagnlegar. Það er ríkt í kennurum að þeir erfa mjög bráðabirgðalög fyrri ríkis- stjómar sem svipti þá umsömdum kjarabótum. Það situr í þeim að ríkið hefur ekki lengi getað náð samning- um við þá og þeir hafa dregist aftur úr. Það er einnig ráðandi viðhorf kennara að störf þeirra, sem em vandasöm og erfíð, séu ekki metin að verðleikum. Eftir að hafa kennt í 17 ár á ég mjög auðvelt með að setja mig í spor þeirra hvað þetta varðar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. „Það hefur legið íyrir ifá því að samningar tókust á almennum vinnumarkaði að kennumm stendur til boða sömu kjarabætur og þar samdist um sem við getum gróflega metið á sjö prósent á tveimur ámm. í annan stað hefur ríkið boðið 750 milljónir í auknum framlögum sem kæmu fram sem laun til kennara. Það er 10 prósent af launasummunni sem er sjö milljarðar til kennara. Tilboð ríkisins em þannig komin í 16 til 17 prósent á tveggja ára samningstíma. Þetta tilboð um 750 milljónir er hins vegar tengt skipulagsbreytingum, það er að segja fjölgun virkra kennsludaga um 12 á skólaárinu. Þriðja atriðið varðar síðan sérkjara- samninga en þar eru stærðimar nokkuð á reiki, en þar er meðal ann- ars um að ræða kennsluskyldu og launaflokkatilfærslur," sagði Jón Baldvin. „Ég staldra fyrst og fremst við að það verði með einhveijum hætti að tengja lausnina núna við skipulags- umbætur í skólastarfi á næstu ámm. Það er vantraust ríkjandi milli aðila. Við jafnaðarmenn viljum að á næsta kjörtímabili verði gerð ljögurra ára umbótaáætlun í skólamálum, rétt eins og Alþingi gerir í vegamálum. Þama vantar ffamtíðarsýn," sagði Jón Baldvin. Hann sagði ennfremur að sjónar- mið ríkisins takmarkaðist af því að í almennu samningunum væri ákvæði um að fái aðrir meiri kjarabætur en þar samdist unr væm samningar lausir. Það væri því takmarkað sem ríkið gæti lagt fram í fjármunum án þess að kollvarpa jæim vinnuffiði sem um var samið. Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar „Þeir sem eiga flesta vélsleoa fá flest atkvæði" „Hér er allt svoleiðis á kafi í snjó að við látum okkur ekki dreyma um að þetta verði farið 8. apríl. Þetta er nú enn eitt dæmið um hvað þessir þingmenn okkar em fjarri raunvemleikanum, að ætla sér að láta kjósa 8. apríl. Við verð- um að keyra kjósendur á vélsleðum á kjörstað. Þeir sem eiga flesta vélsleða fá flest atkvæði," sagði Kristján Möller, forsed bæjarstjómar Siglufjarðar og 9. maður á lista Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. „Við emm bullandi reiðir héma á Siglufirði útaf síðustu afrekum þing- manna Norðurlands vestra í vegamál- um. Við höfum verið að beijast fyrir fé til að byggja upp veginn að skíðasvæði okkar og höfum ekkert fengið, en svo er Sauðkræklingum úthlutað fé til að leggja veg að sinu skíðasvæði. Það er ömggt að ef einhver þingmanna kjör- dæmisins, sem stóðu að þessu, hefði verið flokksbróðir minn, þá væri hann það ekki lcngur," sagði Kristján. „Þess- ari umræðu er ekki lokið og þingmenn- imir þurfa að standa fyrir máli sínu gagnvart okkur. Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti því að byggð sé upp aðstaða til skíðaiðkunar á Sauðárkróki. Það er ungur og efnilegur Siglfirðingur sem er einn helsti hvatamaður íþróttar- innar þar í bæ. En það hryggir mig að það verði ekki ráðist í þetta á næstu ár- um.“ Aðspurður um hvemig kosningabar- áttan gengi sagði Kristján að hún endur- speglaðist í veðráttunni. „Hér er allt á bólakafr og um leið og það hreyfir eitt- hvað vind, þá er allt orðið ófært. Það er engin furða að menn séu reiðir, hér þarf að hækka veginn upp. Við búutn við þetta ófremdarástand, á meðan búið er að malbika heim að sumarbúsiað sumra þingmannakjördæmisins. Ég nefni eng- in nöfn, en fyrsti stafurinn er Stefán. Það er einnig búið að malbika heim að fjárhúsunum á Hólum í Hjaltadal," sagði Kristján. „Það er slæmt að þing- menn kjördæmisins, sem hafa setið á þingi í samtals 98 ár og em því að verða aldargamlir í starf, hafa verið að etja mönnum saman hér í kjördæminu með vitlausum útdeilingum á takmörkuðu fé. Við verðum að standa saman," sagði Kristján að lokum. Eyjastrákarnir eru komnir á beinu brautina í úr- slitakeppni 2. deildar „Þetta var bara hörkuleikur. Við höfum alltaf átt í erfiðleikum gegn Þór á Akureyri og við vorum dauðhræddir fyrir leikinn enda höfum við yfirleitt tapað á Akureyri. Við vorum efstir og þeir neðstir fyrir leikinn, svo við vissum að þeir myndu selja sig dýrt," sagði Sigbjörn Óskarsson aðstoðarþjálfari ÍBV í handbolta í samtali við Alþýðublaðið í gær, en lið hans sigraði Þór í hörkuleik í fyrrakvöld. Línur eru óðum að skírast í úrslitakeppni 2. deildar og er óhætt að segja að Eyjamenn hafi algerlega stolið senunni. Þeir tóku ekki með sér neitt stig í úrslitakeppnina en hafa unnið sex fyrstu leikina og eru á toppnum. - Sjá umfiöllun um handboltann í Vestmannaevium á blaðsíðu 4. Þrír af helstu leiðtogum Alþýðubandalagsins eru sammála um að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum „Alþýðubanda lagið stefnir ekki í stjórn með Sjálfstæðisflokki" - segir Ragnar Arnalds, sem gefur lítið fyrir þær yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur, að aldrei fari Þjóðvaki í stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég er sammála þeim sjónarmið- um Ógmundar Jónassonar og Steingríms J. Sigfússonar að Al- þýðubandalagið og Sjálfstæðisflokk- urinn eigi illa saman í ríkisstjóm og að slík stjóm yrði síðasti kosturinn," sagði Ragnar Arnalds þingflokks- formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ögmundur og Steingrímur J. hafa báðir lýst því yfir í Alþýðublaðinu að stjórnarmyndun með Sjálfstæðis- flokknum komi ekki tíl greina. „Ég held að það liggi alveg í augum uppi að það er afar ólíklegur kostur að mynduð verði samstjóm Alþýðu- bandalags og Sjálfstæðisflokks,“ Varðberg heldur Stasi-fund Það væri nú eitthvað skrítið // ef þeirfæru að bjóða mér" - segir Guðmundur Ágústsson bankastjóri sem mjög kom við sögu í margumtöluðum þætti Áma Snævarrs um íslenska njósnara kommúnista. Guðmundur Agústsson banka- stjóri í íslandsbanka hló dátt þegar Al- þýðublaðið sló þráðinn til hans og spurði hvort Varðberg - samtök ungra áhugamanna um vestræna sam- vinnu - hefðu boðið honum á fund sem þeir boða til á laugardaginn um Leyniveldið Stasi eins og það er orðað í tilkynningu frá samtökunum sem ungur jafnaðarmaður að nafni Kjart- an Emil Sigurðsson veitir for- mennsku. „Það væri nú eitthvað skrít- ið ef þeir færu að bjóða mér,“ sagði hann og kannaðist ekkert við það að fundurinn stæði tíl. Sem kunnugt er kom nafn Guðmundar mjög við sögu í miklum umræðum sem sköpuðust eftir frægan sjónvarpsþátt Ama Snævarrs og Vals Ingimundarson- ar sem fjallaði um tengsl íslendinga og kommúnistaríkjanna og hugsan- lega njósnastarsemi hér á landi. Breskur fræðimaður hefúr verið feng- inn úl landsins af þessu tilefni og mun hann halda fyrirlestur um Stasi. Hann heitir David H. Childs og hefur gert austur-Þýsku leyniþjónustuna Stasi að sínu sérsviði og væntanleg er bók eftir hann um njósnir, mannrán og hryðjuverk Stasi víða um heim. Ragnar: Tilburðir Jóhönnu eru heldur hlálegir. sagði Steingrímur í blaðinu í gær. „Pólitísk markmið Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks ganga í þveröf- ugar áttir.. .Ef stjómarsamstarf kæmi til greina þarf einhver að slá mjög af sínum sjónarmiðum og taka mjög krappa beygju. Það vil ég ekki gera,“ sagði Ögmundur í blaðinu síðastlið- inn fimmtudag. Ragnar sagðist aðspurður vera fyllilega sammála þessum sjónar- miðum þótt ávallt væri erfitt að úti- loka nokkuð í pólitík. „Alþýðu- bandalagið stefnir ekki í stjóm með Sjálfstæðisflokki," sagði hann. Ragnar gaf hinsvegar ekki mikið fyr- ir þær yfirlýsingar Jóhönnu Sigurð- ardóttur og Þjóðvaka að ekki kæmi til greina af þeirra hálfu að fara f rík- isstjóm með Sjálfstæðisflokknum. „Þessir tilburðir Jóhönnu og Þjóð- vaka em heldur htálegir í ljósi þess að Jóhanna sat með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjóm ámm saman án athuga- semda,“ sagði Ragnar. Alþýðublaðið í dag Eru „vinir bænda" hinir raunveru- legu óvinir þeirra - skrifar Hrafn Jökulsson í Einsog gengur á blaðsíðu 2. Kvótakerfið er mesti örlaga- valdur vestfirskra byggða - skrifar Ægir Hafberg í Pallborðinu á blaösíðu 3. „Ýmislegt hefur skilað sér við erf- iðar kringum- stæður" -segir Jón Karlsson á Sauðárkróki á blaðsíðu 5. Tíminn er naumur til samninga ef stúdenta á að útskrifa - segir Jón Hjartarson skólameistari á blaðsíðu 5. „Maður er ekki einhver móralskur hákarl" - segir Baldur Bragason í viötali á blaðsíðu 7. „í birtingu héld- um við tíu saman í leit að vatni" - segir í frumbirtu Ijóði Jóns Stefánssonar á blaðsíöu 7. Fyrrum alþýðubanda- lagsmenn leiða lista Þjóðvaka í að minnsta kosti helmingi kjördæma Snorri Styrkárs- son efstur á Aust- fjörðum I gær var birtur listi Þjóðvaka á Austijörðum og er Snorri Styrk- ársson í efsta sæti. Hann gekk úr Alþýðubandalaginu fyrir nokkr- um vikum og er einn margra fyrr- um alþýðubandalagsmanna sem eru áberandi á listum Þjóðvaka. Svanfríður Jónasdóttir fyrrum varaformaður Alþýðubandalags- ins og aðstoðarmaður Ólafs Ragn- ars Grímssonar í fjármálaráð- herratíð hans er í 1. sæti Þjóðvaka á Norðurlandi eystra. A Norður- landi vestra er Sveinn Allan Mort- hens efstur. Hann er fyrrum mið- stjórnarmaður í Alþýðubandalag- inu og var formaður kjördæmis- ráðs flokksins. Þá verður Runólf- ur Agústsson lögfræðingur í 1. sæti á Vesturlandi. Hann var einn af forystumönnum alþýðubanda- lagsfélagsins Birtingar. I Reykja- vík er svo Mörður Árnason, fyrr- um miðstjórnarmaður og upplýs- ingafulltrúi Ólafs Ragnars, í þriðja sæti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.