Alþýðublaðið - 22.03.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 22.03.1995, Page 1
Skoðanakönnun Skáís fyrir Alþýðublaðið Helmingur þjóðarinnar vill sækja um ESB-aðild 56% Reykvíkinga og 56% Reyknesinga segja já við spurningunni: Finnst þér að íslendingar eigi að láta á það reyna með aðildarumsókn hvernig samning- um er hægt að ná við Evrópusambandið? Staðan er hnífjöfn á Suðurlandi og 46% eru fylgjandi á Norðurlandi eystra. Vestlendingar afar neikvæðir. Jón Baldvin Hannibalsson: Niöurstööur þessarar skoðanakönnunar hljóta að skoðast sem viðvörun til þeirra stjórnmálamanna sem vilja kæfa umræðuna í fæðingu því fólk er að segja: Við viljum láta rannsaka málið til hlítar og við viljum láta reyna á það með aðildarumsókn hvaða kjör eru í boði. A-mynd: E.ÓI. Helmingur íslensku þjóðarinnar vill láta reyna á það með aðildarum- sókn hvemig samningum hægt er að ná við Evrópusambandið. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum sem Skáís gerði fyrir Alþýðublaðið dagana 18. til 20. mars. Úrtakið var þúsund manns, 81.5% svömðu og 74% tóku afstöðu. Það telst gott hlutfall. „Þetta staðfestir flestar fyrri kannanir og er önnur könnunin í röð með stóm úr- taki og góðu svarhlutfalli sem sýnir þessa afstöðu stórs hluta þjóðarinnar. Þessar niðurstöður em þeim mun merkilegri þarsem umræðan um málið hefur ekki komist uppúr hjól- fömnum vegna hræðsluáróðurs gegn umræðunni. Þetta er uppörvandi og gott veganesti fyrir okkur jafnaðar- menn í kosningabaráttunni," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins, í samtali við Alþýðublað- ið í gærkvöldi. „Einnig verður að segjast að nið- urstöður þessarar skoðanakönnunar hljóta að skoðast sem viðvömn lil þeirra stjómmálamanna sem vilja kæfa umræðuna í fæðingu því fólk er að segja: Við viljum láta rannsaka málið til hlítar og við viljum láta reyna á það með aðildarumsókn hvaða kjör em í boði. Ef vissir stjómmálaforingjar ætla að halda áfram að stinga hausnum í sandinn þá eiga þessir kjósendur ekki annan kost - ef þeir vilja lylgja málinu eftir - heldur en að fylgja Alþýðuflokkn- um að málum," sagði Jón Baldvin ennfremur. Ef litið er á útkomuna með tilliti til kjördæma og þeirra sem afstöðu tóku þá sögðu 56% já í Reykjavík en 44% nei. Nákvæmlega sama útkoma var í Reykjanesi. A Suðurlandi er út- koman hnííjöfn 50/50, á Norðurlandi eystra sögðu 46% já en 54% nei, á Vestfjörðum sögðu 40% já en 60% nei, á Austurlandi sögðu 37% já og 63% nei. Athygli vekur hversu af- staðan er afgerandi á Vesturlandi en þar sögðu 18% já en 82% nei. Sé lit- ið á landið í heild þá sögðu 49,9% já, en 50,1% nei. Munurinn er ekki marktækur. Aðspurður urn útkomu skoðana- könnunar Skáls eftir kjördæmum sagði Jón Baldvin: „Suðurland er náttúrlega tvískipt kjördæmi; þar er bæði mjög öflugur sjávarútvegur og landbúnaður. Eg er ekki frá því að bændur þar - sem hafa í stórauknum mæli verið að orða djúp vonbrigði sín með núverandi kerfi - séu nú famir að hugsa að það sé ómaksins virði að skoða hvaða kostir gefast landbúnaðinum í þessu máli. Um Norðurland gilda sjálfsagt svipuð lögmál og Suðurland. Mestu munar hinsvegar á Vesturlandi og það kem- ur mér nokkuð á óvart þar sem í því kjördæmi eru afar kraftmiklar sjáv- arbyggðir, en það væri óeðlilegt ann- að en að hræðsluáróður þess efnis að Evrópusambandsaðild þýði beinlínis afsal á auðlindinni hafi einhver áhrif. Málflutningur stuðningsmanna að- ildarumsóknar hefur kannski helst komist til skila hér á Suð-Vestur- hominu og ætli niðurstöðumar á Vesturlandi endurspegli ekki fyrst og fremst að þar þurfi meiri upplýs- ingar og meiri umræðu. En hvað segir Jón Baldvin um þá staðreynd skoðanakannanna, að ungt fólk sé harðasti fýlgishópur Evrópu- sambandsaðildar? „Ef nokkuð er að marka það sem maður hefur á til- fmningunni eftir að hafa farið víða og talað við mikinn fjölda ungs fólks, þá er ég ekki í nokkmm vafa um að það er munur á afstöðu kyn- slóðanna. Það er unga fólkið er mest á í húfi um að halda opnum mögu- leikum til framtíðar, sem tekið hefur þetta mál í vaxandi mæli uppá arma sína. Unga fólkið hefur jú opnastan hug gagnvart framtfðinni," sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. ÉT Finnst þér að Islendingar eigi að láta á það reyna með aðildarum- sókn hvernig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið? Já Nei Reykjavík 56% 44% Reykjanes 56% 44% Vesturland 18% 82% Vestfirðir 40% 60% Norðurland vestra 35% 65% Norðurland eystra 46% 54% Austurland 37% 63% Suðurland 50% 50% Allt landið 49,1% 50,1% (Af þeim sem tóku afstöðu.) Ríkisstjórnin samþykkir tillögu utanríkisráðherra Forkönnun á stofnun sjáva rútvegsskóla Skólinn yrði í tengslum við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Japan og rætt um að hann verði staðsettur á Akureyri. Umfangsmiklar aðgerðir áætlaðar til hjálpar sauðfjár- bændum Lausn birgðavandans og lækkun tilkostnaðar - er meðal þess sem ráðast þarf í, segir Ari Teitsson formaður Bændasamtakanna. Rikisstjómin samþykkti í gær til- lögu Jóns Baldvins Hannibalsson- ar utanríkisráðherra þess efnis að gerð verði forkönnun á því hvort rétt sé að setja á stofn sjávarútvegsskóla hérlendis í tengslum við Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókýó og verja til þess að allt að þremur millj- ónum króna. Að lokinni forkönnun er stefnt að því að Háskóli Samein- uðu þjóðanna láti gera hagkvæmnis- athugun á stofnun sjávarútvegsskóla á íslandi, væntanlega næsta haust. Háskóli Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mikilli ánægju með reynsluna af Jarðhitaskólanum og vill nú skoða möguleika á stofnun sjávarútvegs- skóla. Þetta mál hefur verið til um- ræðu hér á landi í mörg ár. Utanríkis- ráðherra ákvað síðast liðið haust að hefja undirbúning að málinu í kjölfar heimsóknar fulltrúa skólans hingað til lands. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur sýnt jressu máli áhuga, sérstaklega þeim möguleika að sjáv- arútvegsskólinn verði staðsettur á Akureyri. Ef af stofnun sjávarút- vegsskólans verður yrði hann mikil- vægur þáttur í þróunaraðstoð Is- lands. Skólinn mun einnig styrkja ímynd Islands sem lands sem stend- ur framarlega í heiminum á sviði sjávarútvegs. Skólinn mun auðvelda íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum og öðmm fyrirtækjum í greininni að hasla sér völl á erlendum mörkuð- um, sérstaklega í fjarlægari heims- hlutum. „Við munum fara að ræða við for- ráðamenn Jarðasjóðs um að sjóður- inn verði efldur svo hann geti keypt jarðir bænda sem vilja hætta búskap. Við þurfum einnig að ræða við land- búnaðarráðuneytið og sláturleyfis- hafa um birgðavandann og það er brýnt að ræða aðgerðir til að ná nið- ur kostnaði við framleiðsluna," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasam- taka Islands, í samtali við Alþýðu- blaðið. A nýafstöðnu Búnaðarþingi voru erfiðleikar sauðfjárbænda mjög til umræðu. Talið var brýnast að heimild verði fengin til að flytja út kindakjöt, innan heildargreiðslu- marks, á erlenda markaði þannig að birgðastaðan 1. september verði ekki umfram 500 tonn. Jafnframt þurfi sérstakar ráðstafanir til að allt slátur- fé komi í sláturhús í haust með því að greiða tiltekna upphæð á allt innvigt- að kindakjöt umfram efri mörk greiðslumarks. Til þess að tryggja framgang þessara aðgerða þurfi að koma til sérstakir fjármunir frá hinu opinbera. Ari Teitsson taldi að það þyrfti að flytja út sjö til átta hundruð tonn af kindakjöti til að leysa birgða- vandann. Hann sagði að menn væru bjartsýnir um að eitthvað væri að rofa til á erlendum mörkuðum um sölu á kjöti. Það væri ekki ætlunin að þrýsta á aukinn útflutning nema við- unandi verð fengist fyrir vöruna. Ari taldi nauðsynlegt að taka upp við- ræður við stjómvöld um endurskoð- un búvörusamningsins en hins vegar gæfist vart tóm til þess fyrr en eftir kosningar. Hinum nýkjöma for- manni Bændasamtakanna leist ekki alls kostar á tillögur þess efnis að bændur fái sendar beingreiðslur óháð ffamleiðslu og kvóti á fram- leiðslu verði afnuminn. ,Jaf farið yrði að greiða mönnum án framleiðslu væri verið að greiða fólki fyrir að dvelja á búum sínum hluta ársins án þess að gera nokkuð. Þá helst ekki byggðin í landinu nema á pappímum," sagði Ari. Hann taldi afnám framleiðslukvóta ekki leið til að bæta stöðu bænda. Víða væm ónýttir möguleikar til framleiðslu og telja mætti víst að gífurleg offram- leiðsla færi á stað sem endaði síðan með fjöldagjaldþroti, ekki aðeins meðal sauðfjárbænda heldur einnig í öðmm búgreinum. Afleiðingin kæmu fram í miklum félagslegum vandamálum. En meðal þess sem nú þyrfti að gera væri að vinna skipu- lega að hagræðingu við sauðfjár- ffamleiðslu og lækkun kostnaðar við slátrun og vinnslu afurða. Ríkisskatt- stiórí lætur afstörfum Friðrik Sophusson ijármála- ráðherra ætlar að gera skurk í gagnkvæmum samningum um skattlagningu á milli ríkja. Stefnt er að því að gera samninga við þau ríki sem Island á eða líklegt er að það eigi viðskipti við. Hefur Frið- rik í þessu skyni skipað þriggja manna samninganefnd til að stýra viðræðum um tvísköttun við er- lend ríki og hefur Garðar Valdi- marsson, ríkisskattstjóri, fengið leyfi frá störfum frá og með 1. maí til að gegna formennsku nefndar- innar. Snorri Olsen, yfirlögfræð- ingur fjármálaráðuneytisins, hefúr verið settur ríkisskattstjóri 1. maí til tveggja ára. Garðar Valdimarsson. „Þad er ágætt að kyssa Sigurjón - hann er sjéntil- maður" - segir hinn margslungni Jón Gnarr í viðtali við Alþýdublaðið á blaðsíðu 5. Jón gengur undir ýmsum nöfnum svo sem Jón Gunnar, Jón Krakk og Jón Gunnar Kristinsson - svo ein- hver séu nefnd. Þá er hægt að klína á manninn ótrúlega mörg- um titlum: Fyrirsæta, leikari, út- varpsmaður, leikskáld, áfengis- fulltrúi og Svfavinur. „Ég er bara svona hæfileikaríkur eða kannski kann ég mér engin takmörk," segir Jón Gnarr hann aðspurður um það hvernig allt þetta rúmist í einum kroppi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.