Alþýðublaðið - 22.03.1995, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 22. MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
ó r n m á I
Vytautas Landsbergis, leiðtogi frelsisaflanna í Litháen og einn af persónugervingum lýðræðisbaráttunnar
í Austur-Evrópu, kemurtil íslands um næstu helgi til fundar- og tónleikahalda
o
ti
staðnum myndi ef til vill hafa ein-
hver áhrif á stöðuna. Þeir kalla dag-
inn sem þegar öryggissveitir Sovét-
ríkjanna létu til skarar skríða Blóðs-
unnudaginn.
Það sem gerði útslagið um það, að
Landsbergis lifði til að sigra, var sá
stuðningur sem barst ffá vestrænum
ríkjum og þar gegndu íslendingar
lykilhlutverki. Þar skipti sköpum að
lokum, byltingartilraun hægri afl-
anna í Moskvu í ágúst 1990 þegar
það gerðist að lokum að Jeltsín stóð
uppá skriðdrekunum, varð tákn lýð-
ræðishreyfmgarinnar og byltingartil-
raunin rann útí sandinn. Utanríkis-
ráðherraráð Atlantshafsbandalagsins
var á fundi þann sama dag. Það var
gert hlé á fundinum og Wömer hafði
milliliðalaust samband við Jeltsín.
Hann fullvissaði Wömer um að bylt-
ingartilraunin hefði fjarað út og lýð-
ræðisöflin hefðu undirtökin. Á þess-
um sama ráðherrafundi hvatti ég
mjög til þess að Atlantshafsbanda-
lagið tæki nú af skarið og lýsti af-
dráttarlaust yfir stuðningi við for-
ystuöfl lýðræðisins innan gömlu
Sovétríkjanna; þau væri að finna í
Eystrasaltsríkjunum og lýðveldun-
um. Því var nú svarað á þeirri stundu
með þögn, en eftir þennan fund kom
ég við í Kaupmannahöfn og mann-
aði alla sfma; hafði samband við
utanríkisráðherra Lettlands, forseta
Eistlands og Landsbergis sjálfan og
boðaði þá til fundar í Reykjavík inn-
an tveggja daga til að ganga frá
formlegri viðurkenningu Islands á
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og
upptöku stjómmálasambands. Þeir
samþykktu þessa áætlun og þar með
rúllaði boltinn af stað. Innan fárra
daga skiptu ríkin sem fetuðu í fót-
spor íslendinga í þessu máli tugum.
Þar með var hættan liðin hjá.
Ég hef hitt Landsbergis í tvígang
eftir atburðina 1990, ef ég man rétt. I
annað skiptið var ég boðinn á ársaf-
mæli Blóðsunnudagsins til þess að
taka þar við heiðursmerki. Það er
reyndar eina heiðursmerkið sem ég
hef þegið um dagana. Hitt skiptið var
á ráðstefnu Stofnunar um öryggi og
samvinnu í Evrópu - sem nú heitir
ÖSE. Þá var Landsbergis nýbúinn að
tapa kosningum og leiðir þannig í
dag stjórnarandstöðuna. Sú tílfinn-
ing var þá þegar orðin útbreidd, að
þrátt fyrir að stjómmálamaðurinn
Vytautas Landsbergis hefði verið
rétti maðurinn til að leiða frelsisbar-
áttuna, þá væri tónlistarmaðurinn
Vytautas Landsbergis ekki endilega
rétti maðurinn til að leiða friðinn og
takast á við breytingar - sérstaklega
á sviði atvinnu- og efnahagsmála.
Það verður fagnaðarefni að hitta
Landsbergis á laugardaginn kemur
og ég vonast til að komast á tónleik-
ana hans síðar um daginn.”
Aðdáunarvert að fylgjast
með baráttu Landsbergis
Gunnar Alexander Ólafsson
stjómmálafræðinemi situr í stjóm
Varðbergs. Hvað segir hann um
Landsbergis og fundinn á laugardag-
inn?
„Vytautas Landsbergis er fýrrver-
andi forseti þings Litháens og gengdi
stöðu þjóðhöfðingja landsins á um-
brotatímum þeim er þeir tóku sig til
og lýstu yfir sjálfstæði 11. mars
1990. Hann leiddi þjóðina í gegnum
þær hremmingar sem fýlgdu í kjöl-
farið og leitaði eftir viðurkenningu
annarra þjóða. Það var aðdáunarvert
að fýlgjast með baráttu hans og loks
urðum við íslendingar - með Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra í broddi fýlkingar - fýrstir til
þess að viðurkenna sjálfstæði Lithá-
ens.
Landsbergis á íslandi er hann var enn forseti þingsins í Litháen: „Landsbergis er hinn dæmigerði mennta
maður - reyndar hámenntaður tónlistarmaður. Hann er hugrakkur maður og var fullkomlega reiðubúinn til
að láta lífið i baráttunni fyrir sjálfstæði lands síns," segir Jón Baldvin Hannibalsson. A-mynd:E.ói.
Sú þróun hefur síðan átt sér stað í
Austur-Evrópu, að lýðræðissinnar
hafa leitt þjóðimar í sjálfstæðisbar-
áttunni og síðan hafa flokkar
fyrmrn kommúnista náð völd-
um á ný í fyrstu ftjálsu þing-
kosningunum. Þessi þróun
hefur átt sér stað allsstaðar í
Austur-Evrópu og Litháen er
þar ekkert einsdæmi. Við sá-
um þetta gerast í Póllandi,
Búlgaríu, Rúmeníu og víðar.
Fólkið hefur fengið að kynnast
ffelsinu en vandamálin sem
þessar þjóðir stóðu frammi
fýrir vom gríðarleg. Allt hafði
verið undir hrammi ríkisins og
menn vom að reyna að fá
markaðinn til að taka við.
Fólkið hefur hins vegar talið
að hægja þyrfti á þeirri þróun.
Það útskýrir góða útkomu
fýrmm kommúnista. Lands-
bergis er annars íhaldsmaður
og það er erfitt að dæma um
vinsældir hans heima fýrir.
Það er nú oft svo með þá aust-
ur-evrópsku stjómmálamenn
sem em áberandi á Vestur-
löndum, að þeir em ekki vin-
sælastir stjómmálamanna í
sínum löndum. Mikhail Gor-
batsjov er gott dæmi um þá
staðreynd. Þegar kreppir að
hjá fólki, þá hneigist það oftast
til þess að kjósa þá sem bjóða því
bestu kjörin hvað svo sem er inni
fýrir því. Landsbergis stóð í fylking-
arbijósti þeirra sem vildu sjálfstæði
Litháens á sínum tíma og er að
mörgu leyti persónugervingur þess
anda sem reið yfir Ausmr-
Evrópu er hún var að frelsa sig
undan oki Sovétríkjanna.
Þetta er maður með fingurinn
á púlsi austur-evrópskrar lýð-
ræðisþróunar.
Það verður skemmtilegt að
heyra á laugardaginn hvemig
til hefur tekist í Litháen þessi
síðustu ár, sérstaklega efna-
hagslega. Það verður áhuga-
vert að spyija út í samskiptin á
milli Rússa og Litháa. Hvað
sér Landsbergis fýrir sér ef
þjóðemisöfgasinninn Zjír-
inovský kemst til valda í Rúss-
landi? Zjírinovský hefur sagt
það opinberlega að það yrði
hans fyrsta verk að endur-
skoða afstöðu Rússlands til
Eystrasaltsríkjanna. Hvað er
maðurinn að gefa í skyn? Það
verður einnig ffóðlegt að
heyra mat Landsbergis á stöðu
mála í Rússlandi og hvaða ugg
Litháar bera í brjósti gagnvart
Rússum. Eystrasaltsríkin hafa
lýst yfir áhuga á því að skoða
aðild að Atlantshafsbandalag-
inu sem kost í öryggismálum
sínum og til að tryggja sjálf-
stæði sitt.“
Tónleikar Vytautas Landsbergis,
Grazina Rucyté- Landsbergi-
ené og Gintaré Skeryté
Frelsishetja Litháens kem-
urfram Vináttutónleikum
íslands og Litháens
f tilcfni heimsóknar Vytautas Landsbergis og
eiginkonu hans, Grazina Rucyté-Landsbergiené,
verða haldnir tónleikar í Listasafni Sigurjóns
Ólafssonar, laugardaginn 25. mars, klukkan
17:00. Landsbergishjónin eru bæði mjög vel
þekktir píanóleikarar og tónlistarmenn, en með
þcim kemur ung söngkona, Gintaré Skeryté, sem
lauk píanónámi frá ríkistónlistarskóla Litháens
árið 1983 og fjórum árum síðar söngnámi frá
sama skóla. Hún er virkur þátttakandi í tónlist-
arlífi heimalands síns, en hefur auk þess komið
fram á tónleikum í Póllandi, Bandaríkjunum,
Hollandi og Sviss. Gintaré Skeryté starfar með
hópi tónlistarfólks sem nefnist Ex Tempore. Hún
hefur útsett verk eftir núlifandi tónskáld Lithá-
ens, til að mynda O. Balakauskas, F. Bajoras og V.
Bartulis og komið fram með kammerhljómsveit-
inni Saulius Sondeckis, Kammerhljómsveit
Riga, Sinfómuhljómsveit Litháens og auk þess
ýmsum hljóðfæra og söngsveitum. Aðgangseyrir
á tónlcikana í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar er
1.000 krónur.
Gunnar Alexander Ólafsson: Það
er nú oft svo með þá austur-evr-
ópsku stjórnmálamenn sem eru
áberandi á Vesturlöndum, að þeir
eru ekki vinsælastir stjórnmála-
manna í sínum löndum. Þegar
kreppir að hjá fólki, þá hneigist
það oftast til þess að kjósa þá
sem bjóða því bestu kjörin hvað
svo sem er inni fyrir því. A-mynd: e.ói.
- í baráttunni fyrir sjálfstæði lands síns, segir
Jón Baldvin Hannibalsson: „Vytautas Lands-
bergis var réttur maður á réttum stað og á réttum
tíma þegartækifæri opnaðistfyrir Litháa til að
hrista af sér hlekkina eftir hálfrar aldar undirokun
hins sovéska nýlenduveldis."
Á laugardaginn kemur verður
fundur á vegum Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs í Átt-
hagasal Hótel Sögu, þar sem Vy-
tautas Landsbergis, leiðtogi stjóm-
arandstöðunnar í Litháen, fyrram
forseti þingsins og ein helsta sjálf-
stæðishetja landsins, flytur erindi.
Fundurinn er haldinn í samvinnu við
Vináttufélag íslands og Litháen og
hefst klukkan 12:00. Sama dag
klukkan 17:00 spilar Landsbergis
síðan á tónleikum ásamt konu sinni,
en frá því er sagt á öðram stað hér á
síðunni. Alþýðublaðið ræddi í gær
við Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisraðherra og Gunnar Alex-
ander Ólafsson stjómarmann í
Varðbergi um Vytautas Landsbergis
og sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkj-
anna.
„Vytautas Landsbergis var réttur
maður á réttum stað og á réttum tíma
þegar tækifæri opnaðist fyrir Litháa
til að hrista af sér hlekkina eftirhálfr-
ar aldar undirokun hins sovéska ný-
lenduveldis. Landsbergis er hinn
dæmigerði menntamaður - reyndar
hámenntaður tónlistarmaður. Hann
er hugrakkur maður og var fullkom-
lega reiðubúinn til að láta lffið í bar-
áttunni fýrir sjálfstæði lands síns.
Við íslendingar urðum fyrstir er-
lendra þjóða úl að taka upp málstað
Eystrasaltsþjóðanna á alþjóðavett-
vangi á áranum 1988 til 1990 þegar
flestir aðrir þögðu. Forysturíki Vest-
urlanda þóttust bundin á höndum og
fótum; Bandaríkin vegna þess að þar
var ríkjandi sú skoðun að ef gengið
væri gegn stefnu Gorbatsjovs þá
myndu harðlínumenn festast í sessi
og Þjóðveijar vegna þess að þeir sáu
ekkert annað en sameiningu Þýska-
lands og vildu ekki skaða það ferli
með því að styggja Sovétmenn. Það
var þess vegna sem ffumkvæði ís-
lendinga birúst í formi samstöðu
smáríkja. Og með því að taka þetta
mál upp á hverjum þeim vettvangi
sem okkur var tiltækur - innan Atl-
antshafsbandalagsins, Sameinuðu
þjóðanna, Evrópuráðsins og annars-
staðar - þá varð það okkar hlutverk
að minna önnur ríki á grundvallar-
mannréttindi Eystrasaltsþjóðanna:
Hver er Vytautas
Landsbergis?
Vytautas Landsbergis er fæddur ár-
ið 1932 í Kaunas. Faðir hans var arkitekt
og móðirin læknir.
Hann lauk stúd-
entsprófi og tón-
listarnámi í heima-
bæ sínum, en
framhaldsnámi í
tónlist við Tónlist-
arskólann í Vilnius.
Að því loknu varð
Landsbergis pró-
fessor í tónlist og
gegndi því starfi þartil hann var kosinn
forseti þings Litháens árið 1990. Dokt-
orsprófi í tónlistarsögu lauk hann 1968.
Árið 1988 var Vytautas Landsbergis
kosinn i stjórn frelsishreyfingar Lithá-
ens, Sajúdis, og síðar sama ár forseti
hennar. Hann tók þátt í stofnun Ihalds-
og heimastjórnarflokks Litháens árið
1993 og varð síðan fyrsti formaður
flokksins. Árið 1989 tók hann um tíma
sæti í Æðstaráði Sovétríkjanna sem
einn fulltrúa Litháa. Þegar sjálfstæðis-
barátta Eystrasaltsríkjanna hófst varð
hann fljótt einn helsti leiðtogi frelsisafl-
anna og sat meðal annars í stjórn
Eystrasaltsríkjaráðsins. I dag er hann
leiðtogi stjórnarandstöðuflokkanna í Lit-
háen.
Landsbergis hefur hlotið fjölda alþjóð-
legra viðurkenninga fyrir þátttöku sína í
frelsisbaráttu Litháa, til dæmis norsku
Friðarverölaun fólksins. Hann notaði
verðlaunaféð til að stofna Vytautas
Landsbergis-sjóðinn sem er styrktar-
sjóður fyrir fötluð börn og efnilegt ungt
tónlistarfólk. Sjálfur er han vel þekktur
og afar fær píanóleikari. Eiginkona hans
er píanóleikarinn Grazina Rucyté-
Landsbergiené.
Jón Baldvin Hannibalsson: Mér er
það ógleymanlegt persónulega
þegar kallið kom frá Landsbergis í
janúar 1990 er Litháar horfðu
fram á að Sovétríkin myndu láta
til skarar skríða og kúga Eystra-
saltsþjóðirnar til hlýöni með her-
valdi. A-mynd: E.ÓI.
Það væri óveijandi að ætla gleyma
þeim og samþykkja undirokun þeirra
með þögninni.
Mér er það ógley manlegt persónu-
lega þegar kallið kom frá Landsberg-
is í janúar 1990 er Litháar horfðu
fram á að Sovétríkin myndu láta til
skarar skríða og kúga Eystrasalts-
þjóðimar til hlýðni með hervaldi.
Landsbergis bað um að ég kæmi úl
Vilnius til þess að sýna samstöðu og
í hans huga var það einskonar trygg-
ing; það er að segja, að sú staðreynd
að fulltrúar vestrænna ríkja væra á
„ Hann er hugrakkur maður
var fullkomlega reiðubúinn
að láta lífid