Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 4
I B4 FRAMTÍÐIN MARS 1995 Hallgrímur Helgason rithöfundur og Bryndís Bjarnadóttir heimspekinemi höfðu hugrekki til að taka afstöðu - með Alþýðuflokknum n Fátt er ömurlegra en sitja stikkfrí hjá // - og liggja svo eins og blóðsjúgandi ópólitísk mara á spenum þjóðfélagsins, þiggja barna- og örorkubætur, námslán, styrki og starfslaun um leið og segjast vera orðinn hundleiður á þessu pólitíska þrasi og sitja heima á kjördag og lesa... já lesa um frönsku byltinguna, segir Hallgrímur. Hallgrímur Hallgrímur Helgason, rithöfundur [bókarinn- ar Þetta er allt að koma], Ijóðskáld og mynd- listarmaður, skipar 28. sæti framboðslista Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Is- lands - í Reykjavík. í viðtali við Jakob Bjarn- ar Grétarsson og Alþýðublaðið fyrir stuttu opinberaði listamaðurinn loksins sálu sína fyrir alþjóð. Framtíðin rifjar hér á eftir upp nokkur ummæli Hallgríms í viðtalinu: Að taka afstöðu „Fátt er ömurlegra en sitja stikkfrí hjá og liggja svo eins og blóðsjúgandi ópólitísk mara á spen- um þjóðfélagsins, þiggja bama- og örorkubæt- ur, námslán, styrki og starfslaun um leið og segjast vera orðinn hundleiður á þessu pólitíska þrasi og sitja heima á kjördag og lesa... já lesa um frönsku byltinguna.“ Að kjósa í kosningum „Margir af minni kynslóð og yngri - og þá ekki síst listamenn - hafa verið í lausu póiitísku lofti og verið að kjósa hitt og þetta og jafnvel ekki neitt, aldrei þorðu almennilega að taka afstöðu og standa með henni. Maður á að kjósa í kosn- ingum.“ Að eyða vafanum „Með því að taka sæti á framboðslista gengur maður hreint til verks, tekur afstöðu, og hvetur um leið aðra til að gera það. Og þá veit maður líka hvað maður á að kjósa. Eg mæli eindregið með þessu fyrir fólk sem er í vafa.“ Að vera sér á báti „Alþýðuflokkurinn er jafnaðarmannaflokkur Islands, eini tlokkurinn sem stendur almenni- lega fyrir þessa fallegu stefnu, þessa glæsilegu evrópsku líberal hefð, sem er afrakstur 2000 stritandi og blóðugra ára sögu og hin eina sanna Hallgrímur Helgason: Alþýðuflokkurinn fylgir raunsærri mannúðarstefnu og er ekki barnalegt fórnarlamb útópískrar ósk- hyggju. A-mynd: E.ÓI. Persónuleg þjonusta gjörið svo vel Þjónustufulltrúarnir veita Vöröufélögum persónulega fjármálaráðgjöf og sjá um að halda utan um fjármálin fyrir þá. Varðan þjónar þeim sem vilja vera sínir eigin húsbœndur. u varða víðtæk f jármálaþ jónusta Landsbanki íslands pólitíska stefna.“ Að sýna þroska „Alþýðufiokkurinn fylgir raunsærri ntannúðar- stefnu og er ekki bamalegt fómarlamb útópískr- ar óskhyggju. Hann er einnig eini flokkurinn sem vinnur gegn öllurn hinum framsóknar- flokkunum." Að hafa sterka sjálfsmynd „Flokkkurinn þarf fleiri menn eins og mig.“ Banki allra landsmanna Að senda skýr skilaboð „Kjósið mig.“ Að yrkja Ijóð Komið allir kratasveinar komið mér nú inn á þing á tríeðan ég mitt kratakvœði um Kratarínu litlu syng. Lálið œla og orga af reiði allraflðkka gömul svín Kratarína Kratarína Kratarína er stúlkan mín. um? eða Hvað er þessi fegurðardrusla að trana sér fram í stjómmálum? Þegar maður mætir uppí skóla alls ófeimin með barmmerki og þessháttar þá skáskýtur fólk til að mynda á mann augunum, en ég er bara glaðhlakkaleg." Að efla jafnaðarmenn „Á Islandi þurfum við að efla einn flokk mátu- lega vinstra megin við miðju, en ekki stofna fleiri á persónulegum forsendum. Við þurfum einn stóran og nútímalegan krataflokk eins og þeir eru til í flestum öðrum Evrópulöndum. Um þetta eru flestir sammála en þráast við að viður- kenna það að Alþýðuflokkurinn er sá flokkur." Að taka virkan þátt í pólitík „Ég tel afar mikilvægt að ungt fólk taki virkan þátt í að láta hugsjónir sem varða almannaheill verða að veruleika. Ég treysti engum betur en Alþýðuflokknum til að leiða okkur íslendinga til bjartari og öruggari framtíðar. Þetta er eini flokkurinn sem hefur mótað sér skýra stefnu um það hvemig leysa eigi eilífðarvandann." Að sökkva í pyttinn „fsland er smáborgarapyttur: fólk dæmir stjóm- málamenn ekki af gerðum þeirra, heldur af því hvemig þeir vom í partýi." Að vinna eða vinna ekki „Frá því að mínu síðasta brúarvinnusumri lauk - mig minnir að það hafi verið haustið ’81 -hef ég ekki unnið að öðm en eigin list og fyrr mun ég fara á höggstokkinn en að taka við launastarfi. Djobb erdauði iistamannsins." Að ganga í Evrópusambandið „Innganga í Evrópusambandið er á dagskrá, takk fyrir. Það þýðir ekki að segja mér, að það sé ekki á dagskrá, að auka menntun og atvinnu- möguleika, tryggja frjálst flæði vöm og mann- afls, toilfrelsi og þessháttar. Lausnin á eilífðar- vandanum felst í losun hafta og eyðingu margra áraeinokunarog fákeppni hérálandi. Við verð- um að skoða inngöngu sem raunhæfan mögu- leika. Ég segi bara: Davíð, þú ert ekki á dag- skrá." Að vitkast með árunum „Ég bar út Þjóðviljann í æsku. Ég starfaði fyrir Alþýðubandalagið í kosningunum '71. Siðar skrifaði ég í Þjóðviljann og kaus nokkmm sinnum G. Síðasta vor kaus ég R- listann. Maður vitkast með árunum. Jafnað- arstefnan er stefnan. Ailt annað er annað- hvort tvískinnungur frá hægri eða barna- skapurtil vinstri." Að kvarta sífellt og kveina „Ungt fólk hefur því miður iengi kvartað mis- kunnariaust um að hér á landi sé ekkert að fá og úr engu sé að moða - það hafi engin áhrif, en samt skirrist það við að taka afstöðu og taka þannig þátt í að móta eigin framtíð. Þetta er áberandi afstaða og unga fólkið hefur of lengi látið sig það litlu skipta hvemig lífskjörum verði háttað hér á landi í framtíðinni og hvaða menntunar- og atvinnumöguleikar bjóðist. Maður skyidi halda það af litlu áliti þeirra hing- Bryndís Bryndís Bjamadóttir, 22 ára lieimspeki- nemi og fyrirsæta, skipar 16. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykja- vík. I samtali við Stefán Hrafn Hagalín og Alþýðublaðið í síðustu viku talaði hún um líf sitt og tilveru, gildi þess að taka afstöðu og sinnuleysi X- kynslóðarinnar, heim- spekina og draumana. Framtíðin grípur hér á eftir niður í nokkra hiuta viðtalsins: Bryndís Bjarnadóttir: Nú langar mig til að fullnægja eigin metnaði og innri þörf til þess að vinna góð framfaraverk í þágu heildarinnar; samfélagsins. A-mynd: E.ÓI. aðtil allavega á beinni og virkri þátttöku í stjómmálum." Að fljóta að feigðarósi „Hugmyndin á bakvið þessa X-kynslóðar- nafngift gengur útá það, að unga kynslóðin í dag eigi sér engar hugsjónir og sé almennt dofin gagnvart því samfélagi sem hún lifir í. Og það er bara hárrétt því unga kynslóðin sefur vissulega fast á meðan hún fiýtur að feigðarósi félagslegs sinnuleysis. Það er tími tilkominn fyrir olekur öll að vakna og.. .taka afstöðu." Að fullnægja metnaði „...ég hef haldið mig fjarri stjómmálunum þangað til núna - ásamt þvf að ég taldi mig ef til vill ekki hafa þroska í átökin við hákarlana í stjórnmálahafinu. Nú Iangar mig hinsvegar að fullnægja eigin metnaði og innri þörf til þess að vinna góð framfaraverk í þágu heildarinnar; samfélagsins." Að vera glaðhlakkalegur „Það angrar mig lítið þótt einhverjar smásál- ir velti fyrir sér: Hvem andskotann er þessi Bryndís Bjarnadóttir að gera þama á listan- Að fylgjast vel með „Þetta er allt svo jákvætt í Alþýðuflokknum og bjartsýni ríkjandi á útkomu kosninganna. Ég hef síðan reynt að vera dugleg að mæta á hina og þessa fundi og fylgjast með. Mér líst grfðar- lega vel á hópinn sem skipar listann og sérílagi er mikið af efnilesiu æskufólki á honum." Lmm Vinningstölur miðvikudaginn: 23. mars 1995 VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 6a,e 2 23.280.000 C1 5 af 6 L33+bónus 1 2.812.600 RH 5 af 6 3 87.850 H 4af6 221 1.890 PB 3 af 6 Cfl+bónus 771 230 Aðaltölur: 9)(23)(25; (SSS> BÓNUSTÖLUR 14 27 34 Heildarupphæð þessa viku: 50.231.170 á Isl.: 3.671.170 UPPLÝSINGAB. SÍMSVARt 91- 66 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 ÖIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVlLLUR I Uinningur fi fór til Danmerkur og Svíþjóðar S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.