Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 11
MARS 1995
FRAMTÍÐIN
B11
■ Selfyssingurinn íris Jónsdóttir, 22 ára, er orðin bóndi
á Þrasastöðum í Fljótunum. Við slógum á þráðinn norður
heiðar til að forvitnast um hagi hennar í fannferginu.
íris reyndist vera í góðu formi, þvertókfyrir að mikið væri
þrasað á Þrasastöðum, og segir:
Náttúruböm
hugsa vel um
Góöan og blessaðan
daginn, er þetta bónda-
konan á Þrasastöðum
nyrðra?
, Jú, það er hún.“
Komdu sæl,
þetta er hér á
Framtíðinni,
viltu spjalla örlít-
ið við okkur?
„Þó það nú væri.“
Sérkennilegt bæjarnafn
hjá ykkur...
, Já, það má nú ekki skilja
það sem svo að hér séum við
alltaf þrasandi - bærinn er
kenndur við tröll eða mann
sem hét Þrasi.“
Hvar eru Þrasastaðir? -
Norður í afdölum?
„Ekki alveg, þó mér sé alveg
óhætt að fullyrða að núna
séu þetta hálfgerðir afdalir í
öllum þessum snjó.“
Snjóar hjá ykkur í dag?
,Já... (dillandi hlátur hinumegin lín-
unnar)... þessar spumingar hljóma
eins og ég sé í beinni útsendingu í út-
varpi en ekki í blaðaviðtali."
Þú segir nokkuð. En þessi mikli
snjór hlýtur að vera óvanalegur
fyrir þig sem kemur héðan frá flat-
lendinu snjólétta?
, Jú, annars er snjórinn ágætur.“
Er hann ekki helst til þreytandi til
lengdar?
„Eilíf ofankoma og bylur er mjög
þreytandi, en ef veðrið er gott er þetta
bara ágætt. Best væri náttúrlega ef
snjórinn væri aðeins í fáa mánuði, þá
gæti maður notið þess að ganga á
skíðum, en ...“
Hva, þú hljómar eins og það sé
snjór allan ársins hring hjá ykkur?
„Nei, kannski ekki alveg, en það er
umhverfið
Kappklædd stelpa af Selfossi í
snjóþungri sveit norðanlands
spjallar við Tomma tík.
ekki langt frá því. I fyrra var hér snjór
frá október til júní og systir mín getur
vitnað um, að hún kom hér þann 17.
júní og enn var snjór sumsstaðar á
túnum. Núna er 3ja metra jafnfallinn
snjór hjá okkur á flatlendinu."
Það er þá líklega ekki fært til ykkar
á venjulegu farartæki?
„Nei, hingað er ekki fært yfir vetrar-
mánuðina, nema á tröllauknum jepp-
um eða á snjósleða. Við fömm á vél-
sleða fram eftir og þaðan komumst
við keyrandi á Sauðárkrók eða Siglu-
ijörð tii að útrétta. Annars emm við
vel byrg af mat og nauðsynjavörum,
því ekki er alltaf veður til að ferðast."
En íris, af hverju ertu
þama?
, Jig náði mér nú bara í
bóndason hér norður í landi.
Hann átti þessa jörð og því
var tilvalið að heíja hér bú-
skap.“
Náðirðu þér í, segirðu,
hvar nær maður sér í
bændasyni?
„Þeir em mjög auðfundnir á
bændaskólanum á Hvann-
eyri. Og þar kynntist ég Jóni
E1 vati, sem var í búfræði-
námi eins og ég.“
Hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir
bústörfum og sveitinni?
.Áhuginn kom nú þegar ég var send í
sveitina sjö ára gömul. Og áhuginn
var svo mikill að ég fór við hvert ein-
asta tækifæri með mjólkurbílnum og
var þar.“
Hvar varstu í sveit?
„ Á Barkarstöðum í Fljótshlíð hjá
honum Daða. Þar var ég látin reka
beljumar, fylgjast með ánum og reka
þær úr túninu.
Tengjst þessi áhugi þinn eitthvað
ímynd þinni þegar þú varst sjö ára
í fótbolta með strákunum og gekkst
undir nafninu ,Jitli Gvendur“. Eða
getur bóndastaríið verið kvenlegt?
„Það getur nú alveg verið kvenlegt
eins og hvað annað. Þó getur það vel
verið að maður þurfi að vera svolítill
íris og Jón Elvar, húsráðendur á Þrasastöðum. „Rómantíkin í sveitinni fylgir kalli náttúrunnar og blómstrar
á vorin.
skömngur í þessu starfi."
Ertu enn kölluð, Jitli Gvendur“?
, Já, mamrna kallar mig stundum
Gvend og afi, Guðmundur Finnboga-
son, gerir það alltaf, enda held ég að
upphaflega hafi hann byijað á þessu.“
Veistu af hverju?
„Ég held nú að það hafi komið til
vegna þess hversu stráksleg ég var frá
upphafi."
Hvernig var að alast upp á Selfossi?
„Fínt, alltaf nóg að gera og prakkar-
ast.“
Er þér eitthvað minnisstætt?
„Duran, Duran, hin vinsæla hljóm-
sveit sem tróð upp á skólaskemmtun-
um og böllum. Eg glamraði á tennis-
spaða sem virtur gítarleikari hljóm-
sveitarinnar, æfingar vom haldnar
heima í Reyrhaga.“
Skreppum aftur í Fljótin - hvernig
búskap eruð þið með?
„Aðallega sauðfjárbúskap, annað
gengi víst ekki. Svo emm við með
nokkra hesta og eina kú til að mjólka
til heimilisins og tvo kálfa.“
Erfið vinna við erfiðar aðstæður?
„Nei, nei, ekki svo.“
Er ekki vonlaust að lifa af búskap?
„Nóg hefur sá sér nægja lætur. Utan-
landsferðir og annar lúxus bíður betri
tíma.“
Mér er tjáð að tíkin á bænum heiti
Tommi. Kyngreinduð þið hana eitt-
hvaðrangteða...?
„Tja, eigum við ekki bara að segja að
hún sé svo mikill ærslabelgur að hún
hafi fengið nafn kattarins, - þetta með
kyngreininguna hljómar ekki nógu
vel!“
Hvað er gert í f rístundum á Þrasa-
stöðum - skroppið á hestbak, lesið
eða rætt um pólitík?
„Pólitík ber stundum á góma þegar
við ræuðm nýjar leiðir til að draga
fram lífið. Enginn fer á hestbak í slík-
um snjó. Við lesum blöðin sem hing-
að berast. Dag, Sunnlenska og stund-
um fáum við Alþýðublaðið til að
glugga í.“
Hafið þið einhverjar lausnir í land-
búnaðarmálum?
, J>að er nú eitthvað sem við ræðum
okkar í millum - ég ræði það ekki í
þessu viðtali.
Ertu mikið náttúrubam - hlustar á
blómin vakna og fossana hugsa?
,Já, já það get ég alveg gert. Náttúm-
böm hugsa vel um náttúmna og um-
hverfið og heyra og sjá ýmislegt sem
þar gerist."
Eykur einangrun ykkar hjóna ekki
á rómantíkina í bænum?
, Jú, það er nú líklega, auk þess sem
rómantík í sveitum fylgir kalli náttúr-
unnar. Hún blómstrar á vorin.“
Hugsarðu mikið suður yfir heiðar,
eða rennur þér orðið skagfirskt
blóð í æðum?
„Ég hugsa mikið til fjölskyldu minnar
sem öll er fyrir sunnan. Ég verð alltaf
Sunnlendingur og skagfirska blóðið
getur ekki mnnið í mínum æðum.“
Húsbóndinn tjáði mér, þegar hann
svaraði í síntann, að hann væri að
steikja dindla af lömhum, er það
einhver sérréttur í Fljótunum?
„Ég held það sé nú alveg sérréttur
Jóns Elvars, þetta botðar hann með
bestu lyst og ég smakka einn og einn
dindil. Þetta er ágætis snakk.“
Hvað er nú framundan hjá ykkur á
þessu herrans ári 1995?
„Sauðburður, vinna við sundlaugina í
Fljótum í sumar, auk þess sem ég
hugsa um Barðskirkju og hitt og þetta
annað.“
Viltu í lokin senda kveðjur eða
Ijúka þessu spjalli á annan hátt?
„Ég þakka bara vel fyrir mig og sendi
öllum bestu kveðjur."
Þakka þér fyrir skemmtilegt rabb
og bcstu kveðjur í bæinn.
■ Sigþóra Guðmundsdóttir skipar 6. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins á
Suðurlandi. Hér svarar hún ýmsum áleitnum spurningum
Steypa? Sjávarútvegsstefna
Sjálfstæðisflokksins!
Fædd: 23. september 1974 í
Vestmannaeyjum.
Ertu í sambúð? Já, ég ertrúlofuð og
heitirsá hamingjusami Geir Reynisson.
Menntun: Útskrifuð sem stúdent af
félagsfræðibraut og stefni á að komast
að í Kennó.
Starf: Málari í
Skipalyftunni.
Hefurðu stundað
einhverjar íþróttir?
Ég hef stundað flestar
íþróttir sem hægt er
að æfa í Vestmanna-
eyjum, til dæmis
sund, frjálsar íþróttir,
badminton, fótbolta,
handbolta og borðt-
ennis. Síðustu fimm
ár hef ég nær ein-
göngu haldið mig
við fótboltann.
Hvað finnst þér
um þá umræðu
sem er í Eyjum
um að sameina
ræðu um að sameina félögin því ég tel að
það sé af hinu góða fyrir uppbyggingu
íþróttalífs í Eyjum.
Skemmtilegasta minningin úr íþrótt-
unum? Það er alveg tvímælalaust þegar
við urðum íslandsmeistarar í knattspyrnu
Eyjastelpa og íþrottafikill. Sigþóra hefur stundaö
frjálsar íþróttir, sund, handbolta, badminton, fót-
bolta, borðtennis - en er nú á atkvæðaveiðum. Hér
er frambjóðandinn í fanginu á hamingjusömum
Geir Reynissyni.
beri Tý og Þór? Ég er hlynnt þessari um-
árið 1991.
Einnig var
mikið
gaman þegar stelpurnar sem ég þjálfaði
urðu Gull og silfur
meistarar í fyrra.
Eftirlætis tónlistarmaður: Phil Collins
er í miklu uppáhaldi, en annars
er ég alæta á tónlist.
Hvað telur þú raunhæft markmið hjá
íslenska landsliðinu á HM? Ég tel
skynsamlegt að taka einn leik í einu
en ég tel raunhæft að setja takmarkið
á að ná einu af sex efstu sætunum,
og þar með tryggja okkur farseðilinn
á næstu Ólympíuleika.
Uppáhaldsíþróttamaður: Pele og
Maradona.
Hvað dettur þér í hug þegar þú
heyrir eftirtalin orð:
Steypa: Stefna
Sjálfstæðisflokksins í
sjávarútvegsmálum.
Kjarkur: Sigur kostar kjark.
Sjónvarp: Eldgos.
Mörgæs: Nunnudvergur.
Ufsaspaði: Reiðhjól.
Vinningur: Þvottavél og þurrkari.
Eitthvað að lokum: Ég hvet alla til þess
að hafa kjark til að taka afstöðu
komandi kosningum.
Restaurant
Q/íícUóe&Ul
Forréttur
á ávnýcw/eógeáÁc//a
Aðalréttur
mecá /y^e/e^eááéi^ááu
Eftiiréttur
Aúóácmá'
Verð aðeins 1800 krónur íslenskar.
Opið alla helgina frá 10:00 - 14:00 og 18:00 - 22:00