Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 9
MARS 1995 FRAMTÍÐIN B9 I Jón Bragi Arnarson meistaraflokksmaður með ÍBV ífótbolta og handbolta í hressilegu viðtali Skulda strákunum í löggunni góðan slatta afvöktum Það em ekki margir sem halda merki íþróttabandalags Vestmanna- eyja eins hátt á loít og Jón Bragi Arn- arson. Hann hefur leikið bæði hand- bolta og fótbolta með meistaraflokki ÍBV um árabil, hafði reyndar lagt handboltaskóna á hilluna íVrir nokkr- um árum en tók þá fram að nýju í vet- ur þegar mest lá við. Ævintýralegur árangur ÍBV í úr- slitakeppni 2. deildar hefur vakið verðskuldaða athygli og þar hefur Jón Bragi verið kjölfesta í ungu og efnilegu liði. Það var ekki heiglum hent að ftnna . tíma fyrir smá spjall við kappann, enda maðurinn með eindæmum upp- tekinn þessa dagana, sem og flesta aðra daga ársins. Þegar við hittum Jón Braga á heimili hans og konu hans Helenu Jónsdóttur var Jón Bragi, aldrei slíku vant, einn heima með bömin tvö; Þorgils Ona og Margréti Steinunni. Við byrjuðum á þvf að óska hon- um til hamingju með nýfengið 1. deildar sæti handboltaliðsins og hóf- um síðan spumingahríðina. Þegar þú byrjaðir að æfa í vetur, bjóstu þá við því að liðið næði að komast strax upp í 1. deildina? ,Jaaa, mér fannst Iiðið hafa get- una, en bjóst kannski ekki við að það tækist að vinna úrslitakeppnina í sjö leikjum, þetta hefur verið alveg ótrú- legt.“ Hverju viltu þakka þennan frá- bæra endasprett? „Siggi (Sigurður Gunnarsson þjálfari) tók þá ákvörðun þegar fimm leikir voru eftir í deildinni, að það skipti ekki máli fyrir liðið hvort við fengjum stig með okkur í úrslita- keppnina og tók þá mjög æfingatíma- bit og lét síðustu leikina f deildinni ekki hafa nein áhrif á það. Hann lagði alla áherslu á að „toppa" í úrslita- keppninni.“ Býstu við að vera með í 1. deild- inni að ári? „Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Ætli maður sjái bara ekki til hvemig skrokkurinn verður á sig kominn. Maður er orðinn það „gam- all" að ef einhver meiðsli kæmu upp í sumar myndi maður íhuga alvarlega að hætta þessu sprikli öllu saman.“ Heldurðu að þessir ungu strákar í handboltanum eigi nokkurt er- indi í 1. deildina, eða verður þetta bara eitthvert IH- dæmi? „Nei, þetta verður ekkert ÍH- dæmi, það eru þama margir mjög efnilegir leikmenn en þá vantar þessa reynslu sem er svo dýrmæt. Það er ekkert launungamál að við þurfum tvo reynda leikmenn til að styrkja lið- ið og binda það saman. Það væri til dæmis gott að fá peyja eins og Guffa (Guðfinn Kristmannsson sem nú leikur með ÍR) heim aftur, en fýrst og fremst verður að halda utan um þessa ungu peyja. Auk þess væri æskilegt að Siggi Gunn yrði áfram með liðið." Nú ertu að æfa bæði handbolta og fótbolta, auk þess að vera í fullu starfi sem lögregluþjónn. Er sólar- hringurinn nógu langur fyrir tveggja barna föðurinn, Jón Braga? „Sólarhringurinn svona rétt slepp- ur í þetta. Annars lendir uppeldið og heimilisstörfin mest á konunni þó ég reyni að grípa í þetta þegar ég er heima. Maður hefur verið að æfa þetta upp í fjórtán tíma á viku undan- farið, plús tveir leikir f úrslitakeppn- inni og einn æfmgaleikur í fótboltan- urn. Næsta vika verður nokkuð strembin, þá keppi ég fimm leiki á átta dögum, fyrir utan æfingar. Svo er maður víst í vinnu líka. Annars væri þetta ekki hægt nema af því að vinnufélagamir í Löggunni era duglegir að standa vaktir fyrir mig þegar á þatf að halda, maður skuldar þeirn orðið góðan slatta af vöktum.“ En snúum okkur þá að fótbolt- anum. Hvernig líst þér á saumarið framundan? „Mjög vel, við erum með mjög góðan og breiðan hóp, líklega þann breiðasta í mörg ár og svo Iíst mér vel á Atla -Eðvalds sem þjálfara. Það er samt búið að vera óvenju erfitt að æfa í vetur vegna þess að malarvöllurinn hefur verið meira og minna á kafi í klaka og við hiaupum ekki inn í fþróttahúsið hvenær sem er. Annars bind ég miklar vonir við æfingaferð sem við ætlum í til Þýska- lands og við leikmennirair erum að safna fyrir þessa dagana. Þá er líka.frábært að fá „Skyttumar þrjár“ aftur. Ingi, Leifur Geir og Tryggvi eru allt menn sem vilja Suðurlands keppir í fegurð höfum við ekki getað gert lengi. Að- eins skroppið eitthvað smá í lok hvers fótboltatfmabils.“ í þessu kemur Helena, eiginkona Jóns Braga, heim og ég spyr hana hvemig sé að eiga svona upptekinn mann. „Það getur verið eifitt og stundum leiðinlegt en það gleymist þegar vel gengur og við reynum að nota tímann vel þegar hann gefst og með sam- vinnu gengur þetta allt saman upp. Þetta er líka miklu auðveldara eftir að hann bytjaði i Lxjgreglunni, en áður var hann að vinna í Vinnslustöðinni og þá gat þetta orðið ansi erfitt á köfl- um. Hann má eiga það að hann sinnir heimilisstörfum eins mikið og hann getur þegar hann er heima við. En ég hef líka áhuga á íþróttum þannig að þetta er allt í góðu lagi.“ Að svo búnu kveð ég þau hjónin enda varla hægt að tmfla heimilislífið meira, loksins Jtegar bóndinn er heima. Mestur meyjarblómi Suðurlands tekur þátt í fegurðarsamkeppnni Suðurlands sem haldin verður á Hótel Örk á Sunnlensk fegurð 1995. Efsta röð frá vinstri: Ingveldur Geirsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Aðalheiður Konráðsdóttir. Miðröð frá vinstri: Bryndís Einarsdóttir, Hildur Sigursteinsdóttir, Guðmunda Sigríður Davíðs- dóttir og María Höbbý Sæmundsdóttir. Fremst eru þær Júlía Þorvaldsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir. föstudagskvöld. Alls níu stúlkur taka þátt keppninni sem sjaldan eða aldrei hefur verið jafn glæsileg. Það eru stúlkur víða að úr byggðum Suðurlandskjördæmis sem taka þátt í keppninni. Framkvæmdastjóri hennar er Solveig Sigurjónsdóttir, en fjölmargir aðrir koma einnig að undirbúningi. Sólarhringurinn rétt sleppur í þetta: Á næstunni eru fimm leikir á átta dögum -fyrir utan æfingar. Striðsdans tyjamanna ertir ao l. deildarsætiö var i notn. sanna sig fyrir Eyjamönnum í sumar, plús það að við fáum Ivar Bjarklind og Kára Hrafnkelsson. Og ekki má gleyma að Rútur og Malli, sem lítið léku í fyrra vegna meiðsla, em allir að koma til.“ Hvert er markmiðið í sumar? „Eg vona að við lendum ofar en í 8. sæti. Það er kominn tfmi til að sýna árangur og jafnvel ná í titil. Þegar samkeppnin er orðin svona hörð, um stöðu í liðinu hlýtur það að skila sér í betri árangri." Hefurðu hugleitt hvað þú munt gera við frítíma þinn þegar þú hættir að stunda þessar keppnis- íþróttir, eitthvað leynt hobbí sem blundar í þér? „Það er aldrei að vita hvað maður gerir, alltaf nóg að gera. Ætli maður skelli sér bara ekki í golfið, það er íþrólt sem maður getur tekið konuna með sér og bætt upp þessi ár. Maður myndi jafnvel láta það eftir sér að taka sér alvöru sumarfrí en það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.