Alþýðublaðið - 24.03.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Page 8
B8 FRAMTÍÐIN MARS 1995 -f ■ Sigurður Fannar Guðmundsson er aðeins 23 ára en hefur þegar skrifað tvö leikrit sem sýnd hafa verið á Selfossi. Nemendur Sólvallaskóla sýna nú leikritið Án gríns Á fimmtudagskvöldið frum- sýndí leikhópur 10. bekkjar Sól- vallaskóla á Selfossi nýtt leikrit, Án gríns. Fjölmargir nemendur tóku þátt í uppsetningunni - en leikritið er eftir ungan Selfossbúa, Sigurð Fannar Guðmundsson, 23 ára. „Þetta leikrit fjailar um krakka sem eru á sama aldri og leikend- umir, þetta 15 til 16 ára. Á þessum aldri em þau að vakna til lífsins og leita að hinum helmingnum af sjálfum sér,“ segir höfundurinn og leikstjórinn Sigurður Fannar í stuttu spjalli. Leikrit sem þetta er ekki hið fyrsta sem Sigurður Fannar setur á fjalimar. Fyrir tveimur ámm samdi hann og leikstýrði verkinu Sigurður Fannar: Án gríns er nýtt leikskáld vaknað til lífsins. Vaknað til lífsins, en þátttakendur í þeirri sýningu vom nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Og án gríns er nýtt leikritaskáld nú vaknað til lífsins, segir Sigurður Leiklestur í Sólvallaskóla. Fannar og brosir út í annað - og boðar þamteð að fleiri leikverk séu í bígerð. Það leikrit sem nú er á fjölunum samdi Sigurður Fannar í jólafríi sínu frá bókmenntafræðinámi við Háskóla íslands, en í fríinu dvaldi hann á Spáni þarsem faðir hans og sambýliskona em búsett nú. Að- spurður segist Sigurður Fannar Vaskur hópur stendur að leiksýn- ingunni í Sólvallaskóia. hafa afar gaman af verkefnum sem þessum, að setja saman leik- rit. Yrkisefna kveðst hann sífellt leita, og skoða hið daglega líf út frá því „með augum þess sem lær- ir, og þannig leita ég nýrra og nýrra hugmynda,“ sagði leik- skáldið að lokum. Í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.