Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.03.1995, Blaðsíða 3
MARS 1995 FRAMTÍÐIN B3 Hvað á ég að kjósa? fyrirframtíðina Guðjón Ægir Sigur- jónsson skrifar um Al- þýðuflokkinn, Evrópu- málin, tækifæri unga fólksins og þá sem nota 1X2- aðferðina í pólitík. Innan tíðar ganga Alþingiskosn- ingar í garð og þá mun íslenska þjóð- in hafa áhrif á það hverjir fara með stjóm landsmálanna næstu fjögur ár- in, eða með öðrum orðum: þá velur fólk þá fuíltrúa sem þad treystir best til að fara með þau mál sem varða hvaðeina sem við gerum í hinu daglega amstri Það er því ekki laust við, að það val sem kjósendur standa frammi fyrir í komandi kosningum sé þýðingarmikið og gamla góða lX2-aðferðin við að velja sér stjóm- málaafl, sem treystandi er til góðra verka, hlýtur að vera of tilviljana- Kosningar | Guðjón Ægir Sigurjónsson skrifar iur hitti á þann flokk sem að samræmist best þeim hug- sjónum sem að maður hefur hug á að náist fram að ganga. Það er ekki alltaf auðvelt að velja úr og gera sér grein fyrir, hvað hver flokkur er að fara og hvað hver flokkur vill gera til að ná fram þeim markmiðum sem að þeir stefna að. Það er auðvelt að dmkkna í öllum slagorðunum og áróðurspésunum. Þess vegna hafa ýmsir, og örugglega alltof margir, ákveðið að fara þá leið að berast bara með straumnum og kjósa þá sem þeir halda að flestir hinna muni kjósa eða að kjósa bara það sama og mamma eða pabbi hafa gert. Og sumir velja sér jafnvel bara flokk til að halda með, líkt og þeir völdu sér lið í ensku knattspymunni á sínu tíma, og kjósa hann, burtséð frá því hvaða málefni liggja að baki stefnu flokksins. Farsælasta leiðin til að gera upp hug sinn varðandi það hvem á að kjósa, hlýtur þó að vera sú að gefa sér örlítinn tíma lil að líta yftr stefnu- mál flokkanna á gagnrýninn hátt. Það er vert að pæla aðeins í hvað þeir hafa gert á undanfömum missemm (ef þeir hafa verið lil áður) og síðast en ekki síst hverju þeir geti líklega áorkað í Ijósi þessa á komandi ámm. Alþýðuflokkurinn hefur á undan- fömum ámm verið sá flokkur sem hefur skapað sér hvað mesta sér- stöðu þeirra flokka sem hvað lengst hafa verið við lýði. Sú sérstaða hefur gmndvallast á því að Alþýðu- flokkurinn hefur verið óhræddur við fara ótrodnar slóðir í leið sinni að því markmiði að jafna kjör fólks og bæta hag okkar Islendinga . Þetta kom hvað skýrast fram á síðasta kjörtímabili þecar Alþýðuf lokkur- ínn, einn flokka, tók skýra afstöðu með EES- samningnum og sigldi þeim samningi í raun farsællega í höfn. Þá vom fulltrúar annarra flokka tilbúnir til að tjá sig um það hvurslags böl þessi samningur myndi leiða yfir þjóðina og einnig vom þeir fullvissir um að sjálfstæði þjóðarinnar væri í bráðri hættu. I dag em raddir þessara sömu fulltrúa hljóðnaðar og menn geta í raun varpað öndinni léttar yfir því að samningurinn náði f höfn vegna þess að þegar hefur verið sýnt fram á þjóðhagslega hagkvæmni samnings- ins og allar þær bölsýnisspár um að sjálfstæði þjóðarinnar væri stefnt í hættu hafa reynst á sandi byggðar. Fyrir komandi kosningar hefur Alþýðuflokkurinn svo aftur, einn flokka, tekið sérstaka afstöðu til Evr- ópumála. Hefur flokkurinn nú lagt á það ríka áherslu að Island sæki um aðild að ESB oa láti þar með á það reyna hvaða samningum hægt er að ná víð sambandið, með hugsanlega aðild í huga. Lokaorðið um þa aðild hefðu þó alltaf hinir almennu kjósendur, þar sem um inngöngu í ESB yrði kosið i þjóðar- atkvæðagreiðslu. Fuiitrú- ar annarra llokka hafa ekki þorað að taka þessa afstöðu og reyna annað- hvort að þagga málið niður með þeim furðulegu rökum að málið sé ekki á dagskrá eða reyna að búa til einhverskonar „Grýluímynd" af ESB, sem muni hrifsa til sín landið og miðin og gera ísland að hjáleigu skriffinna á meginlandi Evrópu. Það er ljóst að aðild að ESB getur verið hagstæð fyrir okkur Islend- inga, ef rétt er á spilunum haldið og hagstæðir samningar nást. Til þess aðjeida hlutverk fslands í þessum málum er enginn betur til þess fallinn en Alþyðuflokkurinn í íjósi þeirrar reynslu sem við höfum nú þegar af framgangi þeirra í EES- málinu. Fyrir unga kjósendur og næstu kynslóðir okkar er mikilvægt að í þessum efnum verði vel á spilunum haldið til þess að við getum notið þeirra kjara sem best sem ótvírætt er að aðild að ESB muni veita okkur. Hér má til dæmis nefna aukinn aðgang að mennta- stofnunum Evrópu- sambandsríkja, hvort sem er háskólum eða öðrum skólastigum. Þannig má auðvelda þeim sem dreymir um að fara í nám erlendis að láta þann draum rætast, auk þess sem ijölbreytnin yrði meiri enn hún er í dag. Möguleikar á að komast til útlanda til að stunda atvinnu eða að fá fjármagn erlendis frá tifatvinnu- uppbyggingar á vegum einstaklinga myndi aukast. Síðast en ekki síst þá er vert að minnast á það að samkvæmt niðurstöðum Hag- fræðistofnunar Háskólans mun matarverð lækka um 35-45%, en þessu til staðfestingar þá má „í Suðurlandskjördæmi er raunhæfur möguleiki á að ná inn fulltrúa þess hóps er raunverulega horfir til framtíðar - unga fólksins og fólks sem vill notfæra sér tækifæri nútímans til að skapa sem bestar aðstæður. Þetta er þó ekki hægt nema menn taki raunverulega afstöðu og kjósi til framtíðar: setji X við A.„ benda á að þessi hefur orðið þróunin í þeim löndum sem hafa gerst aðilar að ESB. Auk þessa eru ótaldir ýmsir aðrir kostir ESB aðildar, það er ef íslendingar ná hagstæðum samningum, þá fyrst og fremst varðandi fullkominn yfirráð yfir ftskimiðunum við Iandið. Aðild að ESB er þó ekki aðeins eitthvað sem varðar ungt fólk, heldur alla sem hafa trú á framtíðinni og trú á hæfileikum sínum og þekkingu og vill notfæra sér þau tækifæri sem bjóðast út í ystu æsar. Þannig er stefna Alþýðuflokksins skynsamleg að hún miðar að því að skapa bestu hugsanlegar aðstæður þannig að at- vinnu-, menningar-, mennta- og mannlífið fáist sem best þrifist, á grundvelli þeirra aðstæðna sem að við sköpum okkur. Jafnvel í land- búnaðarmálum er þetta stefna Al- þýðuflokksins þó svo að áróðurs- meistarar allra „framsóknarflokk- anna“ reyni að telja mönnu trú um annað. I landbúnaðar- málum er Alþýðu- flokkurinn eini flokkurinn sem býður upp á stefnu sem horfir til breytinga á því óbreytta ástandi sem menn eru almennt sam- mála um að sé slæmt, nema kannski fyrir fáa útvalda sem njóta góðs af. Til þess að vinna að þessum mark- miðum Alþýðuflokksins hefur valist valinkunn sveit fólks sem telur bæði gamla refi í pólitík auk ungs, fersks fólks sem er tilbúið að koma með ferska strauma inn í stjómmálin og láta raunverulega til sín taka. Þetta má í raun segja að endurspegli stefnu flokksins í því að vinna að markmið- um er horfi til framtíðar, til dæmis varðandi atvinnumál og húsnæðis- mál auk þess það sem snertir framtíð íslands innan Evrópu. I Suður- landskjördæmi er raunhæfur möauleiki á að ná inn fuíltrúa þess hóps er raunveru- lega horfir til framtíðar - unga fólksins og fólks sem vill notfæra sér tæki- færi nútímans tii að skapa sem bestar aðstæður. Þetta er þó ekki hægt nema menn taki raunveruleaa afstöðu og kjósi til framtíðar: setji XviðA. Höfundur er laganemi og stuðnings- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks (slands. Gunnþóra Steingrímsdóttir framhaldsskólanemi, Selfossi Ég vil láta reyna á ESB-að- ild, þarsem hún myndi auka möguleika fyrir námsfólk. Þórir Tryggvason iðnnemi, Selfossi Ég tel að með ESB-aðild muni hagur ungs fólks vænkast á næstu árum. Gudni Kristinsson framhaldsskólanemi, Skarði í Landssveit Alþýðuflokkurinn ber hag ungs fólks sér fyrir brjósti. Gísli R. Kristjánsson húsasmiður, Eyrarbakka Vegna ákveðinnar stefnu Alþýðuflokksins í Evrópu- málunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.