Alþýðublaðið - 12.04.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 F ■ Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaga á Suðurnesjum ■ í árlegum víking í Normandí Aframhald á stjómarsamstarfinu Aðalfundur fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Keflavík, Njarðvík og Höfnum skorar á þingflokk Al- þýðuflokksins að gera allt sem mögulegt er til að tryggja áframhald- andi stjómarsamstarf. I ályktun fundarins segir að Al- þýðuflokknum sé nauðsynlegt, eftir tímabil mikilla efnahagserfiðleika og harðra varnaraðgerða að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem nú sé möguleg með batnandi efnahags- ástandi. .Jafnaðarstefnunni verður ekki komið á framfæri með hjásetu Alþýðullokksins við stjóm landsins, það er því þjóðinni og flokknum nauðsynlegt að Alþýðuflokkurinn sitji við stjómvölinn," segir í álykt- uninni. Aðalfundur fulltrúaráðsins var haldinn 10. apríl. Kjörin var ný stjórn og er hún þannig skipuð: Hjalti Örn Ólafsson, formaður, Reynir Óiafsson, Ingibjörg Magn- úsdóttir, Bergþóra Jóhannsdóttir, Guðmundur R. J. Guðmundsson. Til vara: Björn Herbert Guðjóns- son, Jenný Þ. Magnúsdóttir. Fé- lagslegir endurskoðendur: Guðfinn- ur Sigurvinsson, Vilhjálmur Skarphéðinsson. Mjög góð mæting var á fundinum. Umræður um nafnamál nýja bæjar- félagsins vom ofarlega á baugi. Þar vom skiptar skoðanir um niðurstöðu nýafstaðinna nafnakosninga. Fund- urinn var á einu máli um að nafna- rnálið þyrfti að skoða vandlega, með tilliti til allra viðkomandi aðila. Á fyrsta þingflokksfundi Alþýðuflokksins að loknum kosningum kysst- ust Rannveig Guðmundsdóttir og Sighvatur Björgvinsson innilega á meðan Gísli S. Einarsson stóð hjá og glotti - hálf öfundsjúkur útí Sig- hvat sýnist okkur. A-mynd: E.ÓI. Ert þú að tapa réttindum? Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1994: Almennur lífeyrissjóður iðnaðarmanna Lífeyrissjóður Vesturlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður framreiðslumanna Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóður Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissjóður starfsfólks í veitingahúsum Lífeyrissjóður verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður verksmiðjufólks Lífeyrissjóður Vestfirðinga Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður matreiðslumanna Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna Lífeyrissjóður verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður verkstjóra Lífeyrissjóður Vestmanneyinga FÁIR ÞÚ EKKI YFIRLIT, en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð er hætta á að réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYRI BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðasjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður ein- ungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Á Norrænni kvikmynda- hatið i Rúðuborg Margrét Elísabet Ólafsdóttir fór á kvikmyndahátíðina í Rúðuborg og segir hér lesendum Alþýðublaðsins frá verðlaunamyndum og fleiru markverðu. Það var varla að Marius Holst vissi hvaðan á sig stóð veðrið þegar tilkynnt var í kvikmyndasal Gaum- ont í Rúðuborg á dögunum að hann hefði unnið Aðaldómnefndarverð- launin á Norrænu kvikmyndahátíð- inni fyrir mynd sína 77 kniver í hjertet (sem þýða mætti Upp á tíu fingur). Þessi síðhærði ungi Norð- maður, sem ekki hafði haft fyrir því að fara í sparifötin fyrir kvöldið, hafði aðeins nokkrum mínútum áð- ur tekið við Ahorfendaverðlaunum hátíðarinnar, fyrir sömu mynd. I fylgd með leikstjóranum á sviðinu, var Martin Grafalk, strákurinn sem leikur aðalhlutverkið í Ti kni- ver. Martin og Örvar Arnarson, hetjan úr Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar, urðu félagar þama í Rouen. Það mátti sjá þá krunka saman í sælgætissölunni fyrir verð- launaathöfnina og stinga svo saman af út af Bo Widerbergs-mynd, sem sýnd var á undan verðlaunaafhend- ingunni, skömmu síðar. Ekki veit ég hvort úrslitin hafa haft áhrif á vináttuna sem þama tókst, en eitt er víst að Örvar naut aðdáunar, með verðlaun eða án. Eftir athöfnina tókst aðdáanda að króa hann af úti í horni til að taka af honum mynd og fá eiginhandaráritun og þegar um- ræða fór fram eftir sýningu Bíó- daga stundu stelpurnar í salnum þegar Örvar birtist í fylgd með Friðriki. Svæsin hryllingsmynd! Þeir örfáu Islendingar sem á svæðinu vom höfðu auðvitað von- að í hjarta sfnu að Bíódagar hrepptu hnossið, en þeir fengu harða keppni. f röðinni fyrir framan Club b á föstudagskvöldinu, til að kom- ast inn á Nœturvörð Ole Bornedal frá Danmörku læddist sá orðrómur inn með þvögunni að þetta væri besta myndin og hún myndi vinna. Mér leist þá ekki á blikuna, því troðningurinn var hvílíkur að það var hreint ekkert útlit fyrir að mér myndi auðnast að sjá „snilldarverk- ið“. Með laumulegri íslenskri biðr- aðafrekju tókst mér þó að mjaka mér að miðasölunni og rétt slapp inn í eitt af síðustu sætunum. Lenti þar við hliðina á breiðum hvíthærð- um herramanni, sem upplýsti mig um það að þetta væri svæsin hryll- ingsmynd. Ég hafði reyndar búið mig undir taugaspennu eða f það minnsta drungalegheit, því sagt var í dagskrá að sögusvið myndarinnar væri líkhús. En ég bjóst ekki við hryllingsmynd, og það allra síst á virðulegri kvikmyndahátíð! Mynd- in reyndist þó fyrst og fremst taka á taugarnar, að minnsta kosti fram að loka sprettinum. Sessunautur minn fullvissaði þó reglulega þann sem sat við hina hlið hans, að ekki væri hann enn orðinn hræddur. í upphafi myndar kynnast áhorfendur laga- nemanum Martin, sem gerist næt- urvörður í líkhúsi til að þyngja pyngjuna, og vinar hans og sam- stúdents, Jens. Þeir gera með sér samning, um að skora hvor á annan að fremja ýmis strákapör, en sá sem guggnar fyrstur á að giftast kærust- unni sinni. Smám saman snýst glensið þó upp í vafasama leiki, sem virðast veita Jens hina mestu ánægju. Á sama tíma berast fréttir af geðsjúkum vændiskonumorð- ingja, sem áhorfendur fá vitneskju af, líkt og Martin og Jens, í gegnum sjónyarpsfréttir og blaðafyrirsagn- ir. í fyrstu virðast morðin ekki tengjast þeim félögum á annan hátt en þann, að lfk vændiskvennanna lenda inni á líkhúsinu hjá Martin. En brátt fara bönd lögreglunnar að beinast að honum og svo fer að hann veit varla sjálfur nema hann sé geðveikur. Ur þessum efniviði hefur Ole Bornedal tekist að búa til hinn kræsilegasta trylli, með listi- lega vel spunnum söguþræði og myndatöku sem ekki spillir fyrir áhrifunum. Það sem síðan lyftir myndinni upp yfir að vera „bara“ hryllingur, er hæðnislegum húmor, sem ekki er síst að þakka snilldar- legum leik Kim Bodina í hlutverki hins tvíræða Jens. Það er því ekki hægt að segja annað en Bodina hafi verið vel kominn af verðlaununum, Besti karlleikarinn. Þá er bara að fylgjast með danska Næturverðin- um áfram til Cannes, þar sem hann mun keppa um Gullkvikmyndavél- ina síðar í vor. Ljóðrænn Rússíbani En sögur um að Næturvörðurinn ætti möguleika á sigri, var víst aldrei neitt nema orðrómur. Önnur mynd var miklu nær því að fá hnossið, nefnilega eistneska mynd leikstjórans, Peeter Simms, Rúss- íbaninn. Hún er fjórða kvikmynd Simms í fullri lengd, en hinar þrjár, Akkerið, Fullkomið landslag og Maður sem ekki var til, hafa allar verið verðlaunaðar á hátíðum. Rússíbaninn - eða Kanabaninn eins og myndin heitir á eistnesku, því þetta leiktæki kallast því nafni þar í landi - er ljóðræn mynd, á mörkum veruleika og draums, raunsannrar frásagnar og ævintýris. Hún segir frá Alexander, hálffimmtugum Eistlendingi, sem var fluttur til Síb- eríu ásamt foreldrum sínum snemma í æsku þar sem hann hefur búið nær alla sína ævi. Nú er hins vegar komið að því að hann eigi að losna úr þrælabúðunum, þökk sé breyttum stjórnarháttum. En þá taka yfirhöndina í lífi hans aðrir og ekki höndlanlegra vald, en komm- úníska stjómkerfið. Alexander er áfram leiksoppur afla sem hann ræður ekki við. Mafían fær áhuga á honum, en þessi mafía er ósýnileg, óraunveruleg og markmið hennar óljós. Hún er hins vegar ólík vald- höfum Kremlar, því hún eys dollur- um í hetjuna og sendir hana heim til Eistlands. Þar kynnist hann Alex- ander barnfóstrunni, Sirje, sem tek- ur upp á arma sína þennan áttavillta fyrrum útlaga með úttroðnar töskur af peningum. En Alexander lætur sér ekki nægja ástir Sirje, hann heillast líka af Ruth, líkt og hann er ekki sáttur þegar hann hefur látið draum sinn um byggingu rússíban- ans rætast. Þessa rússíbana sem hann sá í bandarískri bíómynd, skömmu fyrir brottförina til Síber- íu. Myndin, sem í fyrstu virðist bera varnarorð til samlanda Simms vegna ástandsins í löndum fyrrum Sovétríkjanna, hefur því ekki síður að geyma almennan siðferðisboð- skap er varðar freistingar lífsins, hégóma og eftirsókn eftir vindi; óhamingjusamur kölski þetta hljómar hátíðlega, en yfirborð myndarinnar er gáskafullar persón- ur, hlátur, litagleði og fáránlegar

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.