Alþýðublaðið - 27.04.1995, Page 7
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
n n
7
D a u ð i
■ Dauðinn hefur verið feimnismál en það er að breytast, segir Rúnar Geirmundsson útfararstjóri í samtali við
Jakob Bjarnar Grétarsson, en honum lék meðal annars forvitni á að vita hvort útfararstjórar séu ekki upp til hópa
grindhoraðir, grafalvarlegir, náfölir eldri menn með hrægamm á öxlunum og útstæð eyru sem standa undan
pípuhattinum... og fékk svör við því
„Etertak-
marka-
lausa
virðingu
fyrir
starfl
mlnu"
- segir Rúnar en kannast við
brandara tengda starfi útfararstjórans.
Rúnar Geirmundsson: Ég fæ ekki séð að í því sé fólgín nein óvirðing við dauðann þó að þó að menn sem starfi við þetta séu ekki grafalvarlegir
Út í eitt. A-mynd. E.ÓI
Er samkeppni á sviði útfarar-
þjónustu?
,Já og nei. Það er reyndar sam-
keppni milli þessara þriggja fyrir-
tækja en samt sem áður er um sam-
vinnu að ræða og gagnkvæma virð-
ing. Við látum í það minnst ekki hafa
okkur út í það að beijast um líkin ef
það er það sem þú ert að fiska eftir.
En það er að sjálfsögðu samkeppni á
öllum sviðum. Nú var ég að frétta
það að útfararfyrirtæki af Skaganum
ætli að hasla sér völl í Reykjavík og
ég býð þá velkomna á þennan mark-
að.“
En er þetta ekki ákaflega al-
vöruþrungið og þungt starf? Eruð
þið ekki alltaf eins og dauðinn
uppmálaður?
„Það var einu sinni prestur sem
sagði að þetta væri andlegt og mjög
líflegt staif. Það má kannski segja að
í því felist sannleikskom. Það er að
sjálfsögðu lykilatriði að útfarir fari
fram í vinsemd og virðingu fyrir hin-
um látna og að hann sé kvaddur með
þeim sóma sem honum ber. Það eiga
allir rétt á því að fá sómasamlega at-
höfn. En húmor þarf ekki endilega að
vera víðsfjarri þegar dauðinn er ann-
ars vegar. Til dæmis er stutt í húmor
á milli okkar sem standa að þvi ver-
aldlega sem snýr að útförinni og
prestanna. Enda skilar samstarf sér
einfaldlega betur ef það er á léttari
nótunum. Það held ég að flestir geti
verið sammála um. Eg held að það
hafi orðið ákveðin viðhorfsbreyting
gagnvart þessu. Til dæmis urðum við
fyrir því í Kirkjugörðunum fyrir um
tíu árum að kvartað var undan því til
Kirkjugarðanna að við sáumst hlæja
í líkbíl með prest á milli okkar. Þetta
var eftir útför og athöfnin afstaðin.
Það þótti ekki við hæfi en ég fæ ekki
séð að í því sé fólgin nein óvirðing
við dauðann þó að þó að menn sem
starfi við þetta séu ekki grafalvarleg-
ir út í eitt.“
Nú hafa útfararstjórar verið í
gegnum tíðina skotspónn grínista
og teiknara sem draga upp mjög
afgerandi mynd. Þar getur að líta
grindhoraðan, náfölan eldri
mann, helst mcð útstæð eyru sem
standa undan pípuhattinum og
með dollaramcrki í augunum.
Jafnvel með hrægamm á
öxlunum. Þetta er ekki
beinlínis fögur mynd?
Jú, þetta er kannski ekki beinlínis
draumastarf krakka sem hafa þessa
ímynd fyrir augunum. Eg skal ekki
segja hvort það hafi einhvem tíma
verið eitthvert sannleikskom í þess-
ari ímynd útfararstjóra. A undan-
fömum ámm hafa komið margir
ungir menn inn í þessa starfsgrein og
þeim er það vissulega ekkert fagnað-
arefni að það sé litið á það sem slíka.
Við emm að reyna að breyta þessari
ímynd og meðal annars emm við
með í burðarliðnum stofhun Félags
fslenskra útfararstjóra í samvinnu við
Kirkjugarðana þar sem meðal annars
þetta atriði verður skoðað. Eg er
kannski ekkert að kveinka mér und-
an því sérstaklega en óneitanlega
verður maður fyrir ýmsum bröndur-
um vegna starfsins. Ég hef til dæmis
sungið með ópemnni og kórfélagar
mínir þar, sem jafnffamt syngja mik-
ið fyrir mig við jarðarfarir, skjóta oft
á mann. Deyi einhver á sviðinu, sem
er nú ekki óalgengt í ópemm, þá fæ
ég undantekningarlaust að heyra
það: ,3rtu ekki með málbandið?"
Slíkt er fylgifiskur sem ég tek sem
góðlátlegu gríni. En þó að ég sé létt-
ur að eðlisfari þá ber ég takmarka-
lausa virðingu fyrir starfi mínu.“
Hafa átt sér einhverjar breyt-
ingar í þessu starfl frá því að þú
kynntist því?
„Eðli útfararinnar hefúr lítið sem
ekkert breyst. Það er þessi venjulega
kirkjulega athöfn. Það sem einna
helst hefur breyst er að það hefur
komið meira val á söngfólki, söngur-
inn er orðinn meiri frá því sem var,
meira val á líkkistum og krafa fólks
hefur orðið æ meiri í átt persónulegri
þjónustu. Þetta er að gerast víðs veg-
ar um heiminn. Þetta var í miklu fast-
ari skorðum áður en fólk vill tengja
athöfnina meira persónu hins látna.
Það lýsir sér meðal annars í því sem
ég nefndi varðandi söng og kistur og
einnig í samskiptum við þá sem ann-
ast útförina. Þetta held ég að sé
vegna þess að fólk er farið að ræða
dauðann miklu meira en það gerði
áður. Þá var dauðinn feimnismál. I
því sambandi má nefna að böm inn-
an fermingar máttu ekki helst ekki
vera viðstödd jarðarfarir þegar ég var
ungur en f dag er svo ekki. Þama
hafa prestar unnið mikið starf til
dæmis með því að tala um dauðann
við böm. Krakkar spyija mjög mikið
um þessi mál og áður fyrr var bara
sussað á þau en núna fara prestamir í
gegnum þetta ferli með þeim sem að
sjálfsögðu er jákvætt og hjálpar þeim
að takast á við þessa hluti. Þetta
hjálpar ekki síður þeim foreldmm að
komast sjálf í gegnum sorgina með
bömum sínum.“
Nú eru mismunandi trúarbrögð
í þessu landi. Mismunandi trúar-
brögð hljóta að kalla á mismun-
andi athafnir þegar látinn að-
standandi er kvaddur?
„Við sem störfúm í útfararþjón-
ustu tökum ekki afstöðu til trúar
fólks - enda teljum við það ekki í
okkar verkahring. Við reynum að
fara í einu öllu eftir óskum aðstand-
enda og vilja hins láma varðandi at-
höfnina. Samkvæmt nýrri reglugerð
sem gefin var út núna í mánuðinum
af Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
þá ber okkur, sem höfum leyfi til
reksturs útfararþjónustu, að kunna
skil á hinum ýmsu siðum mismun-
andi trúarbragða. Þetta er sterkt atriði
í siðareglum útfararstjóra á Norður-
löndum, siðareglum sem við erum að
tileinka okkur. Ef við tökum dæmi
þá eru athafnir kaþólskra frábrugðn-
ar athöfnum lútherskra. Það er meiri
kirkjuleg athöfn sem er eins og hefð-
bundin messa. Þar er gengið til altar-
is í miðri athöfninni og síðan kastar
presturinn vígðu vatni á kistuna og
gengur í kringum hana með reykelsi.
Vottar Jehova kjósa að hafa sínar at-
hafnir í ríkissal sínum við Sogaveg
og uppbygging athafnarinnar er frá-
brugðin lútherskum ef við miðum
við þá. Nú annað dæmi má nefna.
Víetnamar kveðja sitt fólk með því
að konur úr fjölskyldunni koma og
smyija líkið og klæða það í sérstök
föt og leggja hann í kistu. Síðan er
ávaxtaskál sett ofan á kistuna í stað
blóma eins og viðtekið hefur verið
hjá okkur."
Hefur þú orðið fyrir því að sá
látni hafi verið með einhverjar sér-
stakar óskir sem ekki hefur verið
hægt að verða við? Einn veit ég til
dæmis sem ætlast til þess þegar
hann skilur við að leikið verði lag-
ið „Don’t let me down“ með Bítl-
unum án þess að ég sé endilega að
segja það óyfirstíganlegt atriði?
„Nei, nei, það væri ekkert mál að
leika þetta lag. Ég gæti hæglega út-
vegað til dæmis útvegað organista
sem gæti spilað það. En útfærsla á
slíkum atriðum em í höndum prests-
ins og aðstandenda og það er ekki
mitt mál að taka afstöðu til slíkra
mála. Það em mismunandi óskir í
gangi, einkum varðandi sálmalög og
dægurlög, og við reynum að leysa
þau mál til dæmis með því að spila
lagið fremur en að syngja það. Og
þama ert þú reyndar kominn inn á
nokkuð flókinn hlut og ákveðið
vandamál sem prestar eiga við að
stríða. Þetta á þó einkum við um
brúðkaup ffemur en jarðarfarir. Ég
veit eitt dæmi þess að einn ágætur
prestur hér í bæ þurfti að þýða texta
fyrir brúðhjón sem vildu láta spila
lagið Please realese me, let me go.
Cause I don 't love you anymore með
Tom Jones við athöfnina. Það er
sem betur fer ffemur sjaldgæft að
slíkar óskir komi ffam við jarðarfar-
ir. Eitt sinn var ffægur maður hér í
bæ sem skildi eftir blað með ósk um
að vera jarðaður í sérstakri kistu sem
var þannig að hún átti að vera
eikarmáluð upp á gamla mátann. Það
er þannig að það eru ekki nema mjög
fáir gamlir menn sem kunna það
handbragð. Því miður var ekki hægt
að verða við því vegna þess að hand-
bragðið er næstum horfið. í staðinn
fékk hann kistu með eikaráferð eins
og þær eru í dag. Þetta er eina dæm-
ið sem ég man sem ekki var hægt að
verða við ósk þess látna.“
Er líkbrennsla vaxandi?
,Já, þeim hefur farið fjölgandi
með árunum. Nú em um 150 bálfarir
á ári sem em um 15% af jarðarförum
hér í Reykjavík. Athöfnin fer ffam
nákvæmlega fram eins og hefðbund-
in útför nema kistan er að sjálfsögðu
ekki keyrð í kirkjugarðinn heldur í
bálstofuna í Fossvoginum. í öllum
engilsaxneskum löndum ern bálfarir
um 90% af öllum jarðarfömm. Það
kemur til vegna plássleysis fyrst og
fremst. Við höfum enn nægt pláss
þannig að sú er ekki ástæðan fyrir
því hvers vegna fólk kýs ffentur bál-
för. Þar ræður hugarfarsbreyting og
mér sýnist yngra fólk jákvæðara
gagnvart bálför en eldra þannig að ég
á von á enn ffekari aukningu í
þessa átt.“
Það er líkast til rúmenska leik-
skáldið og einn af forkólfum absúrd-
leikhússins, Ionesco, sem á setning-
una þess efnis að dauðinn er það eina
sem menn geta gengið út ffá sem
gefnum hlut í þessu jarðlífi. Samt er
það nú svo að dauðinn hefur verið
hálfgert tabú og kannski ekkert
skrýtið: Flestir óttast dauðann ein-
faldlega. Og orð verða ósköp fátæk-
leg þegar staðið er frammi fyrir sorg-
inni sem fylgir því þegar náinn að-
standandi fellur frá. Dauðinn er
dauðans alvara og ein af fáum leið-
um sem menn hafa fundið til að
nálgast hann er með hálfkæringi.
Fjöldi vafasamra gamansagna og
orðaleikjabrandara hafa þróast með
tímanum: Það er lík-legt að við hitt-
umst í kirkjugarðinum, og svo ffam-
vegis. Ótti manna við dauðann
holdgerist í útfararstjómm eins og til
dæmis teikningar í Lukku-Láka bera
með sér. í dag em slétt fimm ár síðan
Útfararþjónustan hf. hóf starfsemi í
Reykjavík. Útfararstjóri fyrirtækis-
ins og einn stofnanda er Rúnar /
Geirmundsson en hann hefur starf-
að í návist dauðans um langt skeið. /
Hvemig er að starfa í þetta
nánu samneyti við sorgina?
„Þetta er mjög krefjandi starf og
ég gef virkilega af mér. Ég lenti eig-
inlega fyrir tilviljun í þessu starfi en
ég er lærður bólstrari. Ég hóf störf
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur 1983
þar sem ég kynntist því ferli sem
liggur að baki útför. Þar var ég í sjö
ár og ákvað þá að stoffia fyrirtæki
mitt. í starfinu felast talsverð sam-
skipti við aðstandendur og eðlilega
þá snertir mann sú sorg sem þeir hafa
orðið fyrir. Öllu skiptir að hin prak-
tísku atriði þurfi ekki að leggjast of-
an á áfallið og við gemm okkar besta
til að létta áhyggjum af fólki varð-
andi þau. Ég er auðvitað mannlegur
og þetta snertir mig en það lærist að
lifa með þessu - annars gæti ég ekki
starfað við þetta. Dauðinn er hluti af
okkar lífi, það er það eina sem er ör-
uggt og ég hlýt að temja mér heim-
spekilega afstöðu gagnvart honum.
Svo má ekki líta fram hjá því að það
veitir mér ákveðna lífsfýllingu að
geta hjálpað fólki í neyð.“
í hverju felst starfið?
Við andlát á spítala fá aðstandend-
ur bæklinga fra öllum útfararstofn-
unum sem em starfandi í Reykjavík.
Þær eru þijár, það er Útfararþjónust-
an, Útfararstofa Kirkjugarðana og
elsta fyrirtækið er Líkkistuvinnu-
stofa Eyvindar Amasonar sem er 95
ára gamalt Ijölskyldufyrirtæki. í
þessum bæklingum er að finna upp-
lýsingar um hvað það er sem þarf að
annast eftir andlát. Það em margvís-
leg atriði svo sem flutningur á hinum
látna frá dánarstað í líkhús, kistu-
leggja og ganga ffá hinum látna í
kistu, ákveða kistulagningartíma í
samráði við prest og aðstandendur
og kirkju fyrir útförina. Allt þetta er í
höndum útfararstjóra. Jafnffamt
þurfum við að hafa milligöngu um
að útvega söngfólk, organista, panta
blómaskreytingar, prentun á sálma-
skrá, pöntun legstaða í garði og
fleira. Af þessu má sjá að starfið er
umfangsmeira en flestir gera sér
grein fyrir."
Rúnar Geirmundsson: Ég veit eitt dæmi þess að einn ágætur prestur
hér í bæ þurfti að þýða texta fyrir brúðhjón sem vildu verða láta spila
lagið Please realese me, let me go. Cause I don't love you anymore
með Tom Jones við athöfnina. Það er sem betur fer fremur sjaldgæft
að slíkar óskir komi fram við jarðarfarir. A-mynd: E.ÓI.