Alþýðublaðið - 03.05.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 03.05.1995, Qupperneq 1
Miðvikudagur 3. maí 1995 Stofnað 1919 65. tölublað - 76. árgangur ■ Stjórnarliðar deila enn um formennsku í fjárlaganefnd. Málið líklega útkljáð í dag Kemur ekki til greina að við gefum eftir -segir þingmaður Framsóknar. Sturla Böðvarsson, Sjálfstæðisflokki: Þingflokkurinn ræðir málið í dag. „Það kemur einfaldlega ekki tO greina að við gefum eftir í þessu máli,“ sagði einn af reyndari þingmönnum Framsóknar í samtali við Alþýðublaðið í gær um deilur sjálfstæðismanna og framsóknar- manna um formennsku í fjárlaganefnd Alþingis. Framsóknarmenn tefla fram Jóni Kristjánssyni en Sturla Böðvarsson er kandidat Sjálfstæðisflokksins. Sturla sagði í gær að ekki væri enn búið að leiða málið tíl lykta, en sjálfstæðismenn vOdu að formennskan kæmi í þeirra hlut. Þá stað- festi Sturla að hann væri kandidat Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarmenn leggja mikla áherslu á að fá formennsku í fjár- laganefnd. „Við getum ekki bakkað með þetta. Það er nú þegar búið að saka okkur um að hafa látið Sjálfstæðisflokknum eftir mikOvæg- ustu ráðuneytin,“ sagði þingmaður Framsóknar í gær. Hann kvaðst telja líklegustu niðurstöðuna þá, að sjálfstæðismenn myndu gefa eftir. Sturla Böðvarsson kvaðst hinsvegar ekki eiga von áþví. r •• Skálað fyrir körlum í „karlaathvarfinu" í Dugguvogi Blaðamaöur Alþydublaðsins brá sér í Dugguvoginn í gær þar sem Ak- ureyringurinn og erkihljómsveitartöffarinn Ragnar Gunnarsson (til hægri á myndinni) rekur nú virðulegt baðhús fyrir karla; sannkallað „karlaathvarf". Ragnar - eða Raggi Sót einsog hann er jafnan nefndur - hefur víða komið við á litríkum æviferli og tjáir sig í samtali við Alþýðublaðið um samskiptin við konurnar, sveitaballabransann, Skriðjöklana, nektardansmeyjar, ranghugmyndir almennings, Vini vors og blóma, Stjórnardæmið og margt fleira. „Mað- ur er orðinn einhver annars flokks þegn. Ég held að það veiti ekkert af karlaathvarfi og mér virðist sem við verðum að fá okkur sterkari hengilás. Þær eru að labba yfir okkur. Það er jafnrétti annan daginn og forréttindi hinn. Það er eiginlega stefnan hjá þeim," sagði Raggi og skálaði kokhraustur við blaðamann fyrir framtíðarvelgengni hins undirokaða kyns: karlanna. A-mynd: e.ói. Sjá viðtal á blaðsíðu 5. I Harðar deilur um hlut kvenna innan Sjálfstæðisflokksins Mismunandi áherslur - segir Elsa B. Valsdóttir í „Það eru mismunandi áherslur í þessu máli. En ég get ekki samþykkt að við höfum verið að tala niður til þeirra eða gert h'tið úr starfi kvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna," sagði Elsa B. Valsdóttir háskólanemi sem tilheyrir hreyfmgunni Sjálfstæðar konur. „Við höfum haft samstarf við þær alveg frá upphafi. Á ráðstefnunni sem við héldum á Borginni í byrjun september talaði Þórunn Gestsdóttir frá Hvöt og við höfum lagt mikla áherslu á að reyna að hafa gott sam- starf við alla aðila innan flokksins.“ En er það rétt að þið haldið því fram að ekki sé hægt að krefjast meira núna og það þurfi að fara aft- ur á byrjunarreit? MMUBIMÐ Frá og með deginum í dag er Al- þýðublaðið prentað í ísafoldar- prentsmiðju. Brot blaðsins er því aftur orðið einsog á hinum dagblöð- unum. Starfsmenn Alþýðublaðsins vilja á þessum tímamótum þakka harðsnúnum Oddaverjum gott samstarf síðustu ár. hópi Sjálfstæðra kvenna. „Staðan er ekki þannig að við séum komnar aftur á byrjunarreit, en það sem er gert er gert og verður ekki breytt héðan af. Við munum vitaskuld standa saman um þau mál sem fram- undan eru.“ Munið þið þá þrýsta á að konur veljist í þær stöður sem eftir er að skipa í? „Við munum eftir sem áður leggja áherslu á að það verði valdir einstak- lingar sem eru tilbúnir til að fram- fylgja þeirri stefnu sem við erum að boða.“ Þið leggið þá ekki fram kröfu um að það verði konur? „Það væri auðvitað í hróplegu ósamræmi við allt sem við höfúm ver- ið að segja fram að þessu," sagði Elsa B. Valsdóttir. Siá baksíðu. Fyrsta frímerki í heimi gefið út 1. maí 1840. Þarna má sjá Viktoríu Bretadrottningu. ■ í tengslum við Landsþing frímerkjasafnara verður haldin mikil frímerkjasýning um næstu helgi Frímerki bjarg- vættur unga fólksins? „Ömmur og langömmur liðins tíma.“ „Ránfughir í útrýmingarhættu." Jlútó og vinir hans.“ Þeir sem engan þráð fá í þuluna eru ekki frímerkja- safnarar en þetta er meðal sýningar- efnis á mikilli frímerkjasýningu sem haldin verður um næstu helgi í Safnað- arheimili Háteigskirkju. í tilkynningu sem Garðar Jóhann, formaður Félags frímerkjasafnara, hefur sent frá sér kemur fram að ungir frímerkjasafharar eigi stóran hlut í sýningunni. „Það er vel þess virði að kynna sér hvað ís- lenskir unglingar geta gert annað en að hanga niður á Hlemmi," segir Garðar. Það er því ekki eins og þetta sé deyj- andi tómstundaiðja heldur þvert á móti. Meðal þess sem ætti að gleðja augu frímerkjasafhara eru söfnin: Flugpóst- saga 1945-1960, Póstsaga Farsund, Dönsku Vestur-Indíur, Fuglar kannað- ir á frímerkjum, í heimi apanna, Kvennasafh og OAT stimplar svo fátt eitt sé nefnt. I unglingadeildinni verða meðal sýningarefnis: Tónskáld, Risar fortíðar, Gæludýr frá Affíku, England 2 drottningar þannig að ekki skortir fjölbreytni í ævintýralegan heim frí- merkjasafharans. í tengslum við frímerkjasýninguna verður einnig ljölmargt annað sem ætti að gleðja safnara af öllum stærðum og gerðum. Stafrófskver séra Ragnars Fjalars Lárussonar, spil, póstkort, bókamerki (ex libris), fingurbjargir, uglusafn og eldspýtustokka og fleira. Garðar Jóhann segir ekki hafa verið unnt að fá skósafn Imeldu Marcos sem líklega myndi fylla Laugardals- höllina en þess í stað sýnir Anna Ól- afsdóttir Björnsson safn sitt af smá- skóm. I Verkalýðsfélögin krefjast auðlindaskatts Utgerðin kaupir kvóta en þjóðin fær ekki andvirðið - segir Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. „Menn horfa auðvitað til þess að útgerðir eru að greiða verulegar upp- hæðir fyrir kvóta. Það liggur því fyrir að útgerðin er tilbúin til að kaupa þetta einhveiju verði. Því liggur beint við að spyija hvort það séu einhveijir tilteknir menn á íslandi sem eiga fisk- ana í sjónum. Er þetta ekki þjóðareign og á ekki þjóðin öll að fá greitt fyrir afnot auðlindarinnar?," sagði Magnús L. Sveinsson formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í samtali við Alþýðublaðið. í 1. maí ávarpi full- trúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík var krafist auðlindaskatts á útgerð- ina. „Utvegsmenn skattleggja sjálfa sig með kvótabraski en neita að greiða auðlindaskatt,“ segir í ávarpinu. „Ég held að það fari ekki milli mála að þjóðin er ekki þeirrar skoðunar að þótt einhver maður eigi bát þá fylgi það með að hann eigi eitthvað ákvéð- ið magn af fiski í sjónum. Fyrst að þessi kvótasala er í gangi þá er rétt að spyija hvert andvirðið eigi að fara. Út- gerðin hefur greinilega efni á að kaupa kvóta en andvirðið fer bara til tiltekinna manna en ekki þjóðarinnar sem á fiskinn. Því er eðlilegt að gerð sé krafa um útgerðin borgi auðlinda- skatt og ég hef lengi verið þeirrar skoðunar," sagði Magnús L. Sveins- Magnús L. Sveinsson: Eðlilegt að gerð sé krafa um útgerðin borgi auðlindaskatt. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.