Alþýðublaðið - 03.05.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 03.05.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ö a n i r Þýlyndar konur „Þegar upp er staðið eru Sjálfstæðar konur vart annað en hulduher Friðriks Sopussonar, sem undir merkjum kvennabaráttu hefur tekið að sér að verja óbreytt ástand og mæra hina framsýnu foringja Sjálfstæðisflokksins. Mikil er dýrð flokksins mannsins míns og þá kannski sérstaklega maðurinn minn. Þetta er eitthvað annað en mæðrahyggjan í Kvennó." Fyrir kosningar fór Sjálfstæðis- flokkurinn mikinn í auglýsingum Sjálfstæðra kvenna og mátti skilja það sem svo að nú væm nýir tímar mnnir upp í Júragarði íslenskra stjómmála: Sjálfstæðisflokknum. Flottar vom aug- lýsingamar og mikið í þær lagt. Sjálf- stæðar konur virtust hafa ótakmarkað- an aðgang að kosningasjóðum flokks- ins, sjálfsagt vegna þess að einhver skoðanakönnun benti til þess að slíkt væri nauðsynlegt til að ná í fylgi kvenna, sérstaklega ungra kvenna. Sjálfstæðar konur em hópur ungra kvenna innan Sjálfstæðisflokksins sem á síðasta ári vildi blása til nýrrar jafn- réttisumræðu á for- sendum hægri stefnu. í þessari hug- myndavinnu sinni nutu þær fulltingis Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur, fynum þingkonu Kvenna- listans, sem eins og góðri eiginkonu sæmir hefúr nú söðlað um og notar nú hvert tækifæri til að hnýta í fyrram samstarfskonur sínar í Kvennó. Kvennalistinn er helsti skot- spónn Sjálfstæðra kvenna. Kvennalist- inn er að þeirra dómi vinstri flokkur sem lítur á konur sem kúgaðan minni- hlutahóp; flokkur sem þjakaður er af mæðrahyggju sem kúgar konur meir en karlveldið. Sjálfstæðar konur vilja þess í stað líta á konur sem sjálfstæða einstaklinga sem beri að meta að eigin verðleikum, en ekki sem undirokaðan hóp. Það er auðvitað broslegt að mitt í allri einstaklingshyggju Sjálfstæðra kvenna komi þær fram sem hópur og ræði um baráttu ákveðins hóps: kvenna. Ef eitthvert vit á að vera í hugmyndum þeirra verða þær að hafna hugtakinu kvennabarátta, enda er það hóphyggjuhugtak sem vísar til rétt- indabaráttu einstaklinga vegna þess að þær séu hluti af hóp sem á undir högg að sækja. Þetta hafa kvenréttindakonur fyrr og síðar skilið, erida hefur það ekkert með hægri eða vinstri stefnu að gera. Samhliða þessum æfingum í hug- myndasmíð stafar frá Sjálfstæðum konum ákveðin fyrirlitning á starfi og hugmyndum eldri kvenréttindakvenna. Sjálfstæðar konur eru ungar og vel menntaðar, fullar sjálfstrausts - hroka myndi einhver segja - og telja að nú séu mnnir upp nýir tímar. Þegar betur er að gáð eru hugmyndir þeirra þó ákaflega ófmmlegar og lausar við alla róttækni. Kjaminn í boðskap þeirra er sá að viðhorfsbreyting sé nauðsynleg. Þetta tók flokkurinn upp sem sína línu í kosningabaráttunni og komst upp með það - árið 1995! Maður hlýtur að spytja sig hvar Sjálf- stæðisflokkurinn og Sjálfstæðar konur sér í lagi hafi verðið undanfarin ár. í öðm orðinu er sagt að kvenréttindi séu og hinu að mannréttindi kvenna sé spuming um viðhorfsbreytingu. Það þarf því ekki að koma á óvart að körlunum í forystu Sjálfstæðis- flokksins hafi þótt það alveg upplagt að taka Sjálfstæðar konur upp á arma sína í kosningabaráttunni. Af Sjálf- stæðum konum stendur engin ógn inn- an flokksins, en ungar og frískar stelp- ur em auðvitað tilvaldar til atkvæða- veiða. Eitthvað annað en kerlingamar í Hvöt éða Landsambandi sjálfstæðis- kenna, sem gætu tekið upp á því að heimta völd. Hugarfarsbreytingin í Sjálfstæðis- flokknum virðist þó hafa náð það gmnnt að þegar úthluta átti embættum að kosningum loknum komu konur ekki til álita hvað þá annað. Þetta þótti Sjálfstæðum konum alveg sjálfsagt, enda konur ekki kúgaður minnihluta- hópur. Konur í Sjálfstæðisflokknum væm þess einfaldlega ekki verðar að verða ráðherrar í samanburði við þær mannvitsbrekkur sem flokkurinn gerði að ráðherrum. Að halda öðru fram væri vinstri villa og nánast niðurlæg- ing fyrir konur, því engin kona vill verða ráðherra bara vegna þess að hún er kona! En nú var jafnvel virðulegum Hvat- arkonum nóg boðið. Vonarpeningur Sjálfstæðisflokksins, hinar þýlyndu konur, höfðu í hugmyndafræðilegri endumýjun kvennabaráttunnar gengið það langt að kyssa á vöndinn. Þegar upp er staðið eru Sjálfstæðar konur vart annað en hulduher Friðriks Sop- ussonar, sem undir merkjum kvenna- baráttu hefur tekið að sér að verja óbreytt ástand og mæra hina framsýnu foringja Sjálfstæðisflokksins. Mikil er dýrð flokksins mannsins míns og þá kannski sérstaklega maðurinn minn. Þetta er eitthvað annað en mæðra- hyggjan í Kvennó. Sigríður Dúna er sjálfstæð kona. Mikil ósköp. Höfundur er stjórnmálafræðingur v i t i m e n n Sýslumanni stefnt til að grafa upp lfk. - Deilur uni eignaraðild snúast upp í hundastríð. - Stóð eftir með sextán mánaða dóttur á arminum og þijár bleyjur í poka. - Búnir að reyna allar helstu píumar í bænum. - Var ekki saknað fyrr en fimm mánuðum eftir að hann hvarf. - Hafa þegar hagnast um meira en þeir borguðu. Forsíðufyrirsagnir Mánudagspóstsins í gær voru með hressilegra móti. Mikil þreyta á lokaprófinu. - Við munum toppa á réttum tíma. Aðalfyrirsögn á íþróttasíðu og ummæli Þorbergs Aðalsteinssonar landsliðsþjálf- ara um leikina gegn Austurríkismönn- um. DV í gær. Spila brids og gera Múllers-æfingar. Hjónin Þorbjörg S. Jónsdóttir og Halldór Guðjónsson áttu aldarafmæli um helgina. Morgunblaðið greindi frá áhugamálum þeirra. Nú er hafið nýtt kjörtímabil og það þykir sjálfsagt ekki við hæfi að forseti Alþingis sé ekki þar sem honum ber. Það má vel vera að það hafi áhrif að Ólafur er karlmaður og hefur áður gegnt ráðherraembætti. Ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera segja um það, en það auðveldar mönnum kannski að sjá að þetta gengur ekki. Salome Þorkelsdóttir, fyrrum forseti Alþingis. MP greindi frá þvi í gær að forsætisráðherra hafi ákveðið að láta reyna á hvort forseta Alþingis beri ekki ráðherralaun samkvæmt kjaradómsúr- skurði. Hann hækkar þvi ef til vill um 100 þúsund. Vikublaðið - blað sem vit er í. Umdeilt forsíðuslagorð Vikublaðsins. Ég tel mig fulltrúa sjálfstæðisfólks í öllum kjördæmum, bæði karla og kvenna, burtséð frá aldri og búsetu. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. DV í gær. Geimdiskurinn Geimdiskurinn nefriist fréttabréf Fé- lags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti (FAFFH) og er því ritstýrt af hinum vel ættaða Magnúsi Skarphéðinssyni. I nýjasta tölublaði Geimdisksins er sagt frá fundi sem haldinn verður sunnudaginn 30. apríl að Vegmúla 2 þar sem sýndar verða glæmr af geimdiskum og geimver- um er náðst hafa og/eða vitni hafa séð. Einnig verða sýnd myndbönd af fljúgandi diskum og fleiru. Fræðslu- sími FÁFFH er 561-6050 og eru menn eindregið hvattir til að láta vita af furðuhlutum sem þeir sjá á himni. Algjörri nafnleynd er heitið og bent á brýna nauðsyn þess að halda töl- fræðilega skrá yfir slíka atburði. Beethoven samdi þriðju sinfóníu sína, Eroica, til heiðurs Napóleóni en tón- skáldið var mikill aðdáandi hans. Sú aðdáun breytist reyndar snögglega þegar Napóleón lýsti því yfir að hann væri keisari. Beethoven reiddist og reif út tileinkunnina úr nótnabókini og breytti henni í: „Til minningar um mikinn mann.“ Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts. h i n u m e q i n "FarSide" eftir Gary Larson. Vestfirskir sjálfstæðis- menn voru grátt leiknir þegar framsóknarmenn gerðust pólitískir rekkjunaut- arsjálfstæðismanna. Litlar tilslakanir voru gerðar í sjáv- arútvegsmálum, en þeir Ein- ar K. Guðfinnsson og Ein- ar Oddur Kristjánsson höfðu gefið afdráttarlausar yfirlýsingar um að þeir styddu ekki ríkisstjórn nema gerðar yrðu grundvallar- breytingar. Þeim félögum var líka talsvert uppsigað við Þorstein Pálsson sem ver- ið hefur dyggastur varðgæslu- maður kvótakerfis- ins. Við vit- um að á meðan stjórnar- myndun stóð yfirfór sendinefnd á fund Þorsteins til að kanna hvort hann fengist til að skipta um ráðuneyti. Þor- steinn var reiðubú- inn að skipta við Friðrik Sophusson og gerastfjármála- ráðherra. En þá kom þabb í þennan þát: Friðrik þverneitaði að gerast sjávarút- vegsráðherra. Kannski er það ekki skrýtið-vinsældir Þorsteins Pálssonar hafa ekki aukisttil mikilla muna við veru hans í sjávarút- vegsráðuneytinu... Sjálfstæðar konur í Sjálfstæðis- flokknum höfðu sig mikið ( frammi í kosningabaráttunni, og náðu að stela sen- unni frá Kvennalistan- um. Helsti hugmynda- fræðingur „sjálfstæðra kvenna" er einmitt Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræð- ingur, vara- formannsfrú - og fyrrum þingmaður Kvennó. Heldur var hlutur „sjálf- stæðra kvenna" hins- vegar rýr þegar upp varstaðiðfrá stjórnar- myndun. Sjálfstæðis- barátta sjálf- stæðiskvenna mun nokkuð hafa verið til umræðu mill- um Sigríðar Dúnu og Ingi- bjargar Sól- rúnar Gísladóttur í boði á Bessastöðum um daginn. Þeir voru vitaskuld ekki á eitt sáttar og munu víst hafa deilt svo harkalega að Sigríð- ur Dúna komst við... „Ókei, Halldór. Við höfum þá náð samkomuiagi og getum nú látið mitt fólk og þitt fólk um að ganga frá smáatriðun- um." Fimm á förnum Hvað kostar á úrslitaleikina á HM '95 í handknattleik? (Rétt svar: 7.900 krónur í sæti og 3.900 í stæði.) 4 Guðmundur Sigursteinn Þórður Birgir Bogason, Hólmfríður Brynjóifsdóttir, Gestur Pálsson, nemi: Það Guðríður Jóhannesdóttir, Jónsson, nemi: Eg hef ekki verkfræðingur: Það kostar húsmóðir: Ég held að það sé kostar svona um það bil 5.000 starfsstúlka á Kópavogs- hugmynd, en mun skoða málið 7.900 krónur í sæti og 3.900 í 9.700 krónur - eða svona þar krónur. hæli: Það kostar eitthvað í fljótlega. stæði. um bil. kringum 1.000 krónur. Pallborðið | P skrifar mannréttindi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.