Alþýðublaðið - 03.05.1995, Page 9

Alþýðublaðið - 03.05.1995, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 ALÞYÐUBLAÐK) 9 „Kaup á bensíni á bílinn, rafmagni til lýsingar og heimilistækja og á heitu vatni eða rafmagni til húshitunar vega þungt í rekstri heimila og er áætlað að vísitölufjölskyldan verji tæplega 200 þúsund krónum á ári í þessu skyni." ■ Orkan og heimilið Húsráð til spa handa fyrirtækjunum eru þeir að fyrir- tækin tryggja öruggari greiðslur, þau geta valið um gjalddaga, eindaga og dráttarvexti og losna við kostnað vegna útskrifta og póstburðarreikn- inga. Fyrirtækin greiða bankanum ákveðið gjald fyrir hveija skuldfærslu samkvæmt gjaldskrá. Fyrirtæki losna við að kaupa innheimtukerfi. Þau nýta sér gott innheimtukerfi bankans og hafa góða yfirsýn yfir heimtur. Fyrir- tækin fá síðan reglulega sent yfirlit yfir greidda og ógreidda seðla. Boðlínan er lykilatriði í þjónustu okkar við fyrirtækin. Hún gerir fyrir- tækjum kleift að sinna öllum bankaer- indum í gegnum tölvu og er þá um að ræða erindi sem fýrirtækin hafa fram til þessa eytt mestum tfma og snúningi í. Með þessu hefur fyrirtækjunum ver- ið gert kleift að opna sýna eigin af- greiðslu inn á skrifstofunni. Kosturinn við það er meðal annars sá að fyrir- tækin hafa aðgang að bankanum til klukkan sjö á kvöldin virka daga. Þessi heimur er á hverfanda hveli og með þjónustu okkar erum við með öðrum orðum að reyna að fá við- skiptavininn til að taka upp pappírs- laus viðskipti," segir Edvald. ■ Íslandsbankínn Kúnnar metnir eftir gæðum Aðalsmerki þjónustu íslandsbank- ans er Vildarþjónustan. Hún byggir á þeirri hugsun að verðlauna þá sem eiga mikil viðskipti við bankann með enn betri þjónustu. Þeir sem eiga mikil viðskipti við bankann fá sérstakan að- gang að þjónustufulltrúa, beinan síma, frf tékkhefti, fn kredikort og margvís- lega aðr'a þjónustu. í framtíðinni ætlar bankinn að leggja aukna áherslu á greiðslujöfnun og greiðsluþjónustu ýmis konar þar sem reyna á að jafna útgjöld ársins með jöfnum mánaðargreiðslum. Markaðsstjóri Islandsbankans, Þórður Sverrisson, segir að Vildar- þjónustan aðgreini íslandsbanka frá öðrum bönkum. „Hugmyndin er þekkt í öllum viðskiptum en hún byggir á því að eftir því sem þú átt meiri og betri viðskipti við fyrirtæki nýturðu þess í kjörum eða þjónustu á einhvem hátt. Eigir þú mikil innlán í öðmm bönk- um þá færðu bara vexti en í íslands- banka færðu meira en vexti. Það skil- yrði sem bankinn set- ur er að þú eigir fimm hundruð þúsund krón- ur í innlánum, þannig að þetta er ekki nein millj ónamæringaþj ón- usta. Þetta er gagn- kvæmur samningur, eigir þú þetta fé áttu kost á sérstakri þjón- ustu og færð annars vegár beintengingu inn í ráðgjöfina og síðan niðurfelld ákveðin gjöld. Það hefur enginn banki eða sparisjóður þorað að taka upp þetta fýr- irkomulag. Banki allra landsmanna, Landsbankinn, myndí aldrei fara að „mis- muna“ fólki. I dag eru yfir fimm þúsund manns sem notfæra sér þessa þjónustu hjá okkur. Með þessu er skapaður ákveðinn hvati fyrir fólk að sameina spamað sinn í einum banka.“ Fyrirtæki með betri tryggingar eða ábyrgðamenn en önnur njóta þess í kjöranum á sama hátt og einstaklingar. Þetta er að sögn Þórðar sambærilegt við það þegar ríkisbankar era að taka lán erlendis, þeir fái betri kjör en einkabankamir af því þeir eru ríkis- bankar. „Menn meta það nefnilega svo að því fylgi meiri áhætta að lána einkabanka. Erlendir aðilar flokka, sem sagt, kúnnana eftir gæðum." Má ekki gagnrýna ykkur og segja að láglaunafólk og eignalítið fái lé- legri þjónustu hjá ykkur heldur en þeir sem meira eiga? „Jú, auðvitað má gagnrýna okkur fýrir það. Hins vegar eiga allir kost á því að fá þjónustu eins og hún er boðin í öllum öðrum bönkum eða sparisjóð- um. f upphafi skoðuðum við hjá ís- landsbanka það mjög gagnrýnið hvort þetta myndi hafa þau áhrif að bankinn yrði álitinn einhver ríkisbubba eða milljónamæringabanki sem ekkert gerði íýrir litla manninn. Það er, aftur á móti, alveg tryggt að við erum með mjög frambærilega þjónustu við allan markaðinn." Framtíðarþróun í Bankaþjónustu Hver verður framtíðarþróunin í bankaþjónustu hérlendis? „Ég sé fýrir mér tvenns konar þró- un. I fyrsta lagi, mun öll sjálfsaf- greiðsla og fjarskipti aukast hvort sem það verður í gegnum Intemetið eða hraðbanka. Biðraðir í bönkum verða sjaldséðar. Útibúin munu breytast, þau verða í auknum mæli ráðgjafamið- stöðvar, bankaferðir fólks verða þá frekar með það að markmiði að afla ráðgjafar í fjármálum." Hvemig standa íslenskir bankar í samanburði við til dæmis banka í Evrópu á þjónustusviðinu, erum við langt á eftir? „Nei, ég held ekki. Varðandi þjón- ustuna þá er hún fullboðleg og jafnvel persónulegri og betri en víðast hvar í Evrópu. Nýsköpun og vöraþróun hef- ur kannski fyrst og fremst verið á ein- staklingshliðinni en þar hefur baráttan verið mest um að halda innlánum, vegna þess að innlánin eru, jú, það hráefni sem bankarnir þurfa til að skapa tekjur. í dag hefur aukin áhersla verið lögð á að beita tækjum til að draga úr geng- isáhættu hjá fyrirtækjum. Stjómendur fyrirtækja á Islandi hafa komið fram á aðalfundum og skýrt tap eða hagnað út frá einhverri gengisþróun sem átti sér stað Kkt og um náttúralögmál væri að ræða sem ekki væri hægt að bregðast við. Þjónusta við fyrirtæki á þessu sviði hefur farið vaxandi en það teng- ist allt opnun Evrópu og auknum gjaldeyrisviðskiptum.“ Hvað þýðir það fyrir viðskipta- vini bankanna á Islandi að ísland gerist aðili að ESB? „Þegar við gengum í EES héldu menn að hingað kæmu ljótir útlend- ingar og keyptu allt hér allt upp, banka og fleira. Við eram í samkeppni við útlendinga í dag, stór fyrirtæki eins og Flugleiðir, Eimskip eða Grandi fara bara til útlanda þurfi þau einhveija sér- staka þjónustu eða fjármagn sem ekki er í boði hér. Það mun því fátt breytast með aðild að ESB. Islendingar era í auknum mæli fam- ir að kaupa sér erlend verðbréf. Við verðum einfaldlega að vera samkeppn- ishæfir í ávöxtun á pappíram eða inn- lánum. Þetta þýðir að markaðirnir þurfa að fljóta saman og við getum ekki sett upp einhver hestagleraugu og litið á landið sem stikkffítt. Við þurf- um að taka tillit til umhverfisins og í Evrópu era, jú, þeir markaðir sem við íslendingar eram að reyna að keppa á með útflutningi á vörum okkar. Ég held að með ESB aðild opnist fleiri möguleikar sem munu verða til þess að halda mönnum á tánum.“ Kaup á bensíni á bílinn, rafmagni til lýsingar og heimilistækja og á heitu vatni eða rafmagni til húshitunar vega þungt í rekstri heimila og er áætlað að vísitölufjölskyldan veiji tæplega 200 þúsund krónum á ári í þessu skyni. Bensínið kostar um 110 þúsund krónur á ári, hitinn um 55 þúsund krónur og heimilisrafmagnið um 35 þúsund krónur. Það þarf um tvöfalt meiri orku til að hita híbýlin en til að knýja bílinn og um áttfalt meiri en á heimilistækin og til lýsingar. Verðið á orku er því lægst til hitunar hér á landi og er það raunar lægra en í nokkru öðra ríki sem býr við markaðs- búskap. Astæðan er ódýrar hitaveitur og niðurgreiðslur á verði rafmagns til hitunar. Talsverður munur er á verði á hitaorkunni, sá munur er þó mun minni'en hann hefur verið um áratuga skeið, einkum vegna aukinna niður- greiðslna ríkisins og afsláttar orkufyr- irtækja á raforku til hitunar íbúðarhús- næðis. Margt má gera til þess að draga úr kostnaði heimila við orkukaup. Ymis húsráð ení þekkt til þess að spara ork- una án þess að stofna til kostnaðar og spamaður við margvíslegar aðgerðir endurgreiðir kostnað vegna þeirra á stuttum tíma. Hér verður reynt að gefa nokkrar hugmyndir um hvað unnt er að gera til þess að draga úr orkukostn- aði heimila. Bíllinn Ómar Ragnarsson gerði fyrir nokkram áram sjónvarpsþátt um bens- ínspamað sem hann nefndi Hœgri fót- urinn fimadýri. Með heitinu höfðaði Ómar til þess að hægri fóturinn er bæði bensín- og bremsufóturinn og ræður því miklu um bensíneyðslu bfls- ins. Rykkjóttur akstur er frekur á bens- ínið og með því að forðast spymur, sýna forsjálni og haga akstri eftir að- stæðum má spara mikið bensín. Það kostar mikið bensín að rífa bflinn upp á umferðarljósum til þess að snögg- hemla við næstu ljós? Bensíneyðsla vex eftir því sem bfln- um er ekið hraðar, til dæmis er áætlað að bensíneyðsla á 90 kflómetra hraða á klukkustund sé 20 prósent meiri en ef ekið er á 70. Bensíneyðsla vex einnig með auknum snúningshraða vélar, því er mikilvægt að velja ekki of lágan gír miðað við aksturshraða. Bíllinn eyðir líka bensíni í tómagangi það er því skynsamlegt að drepa á bílnum ef stöðvað er eina mínútu eða lengur. Of lítið loft í hjólbörðum eykur bensíneyðslu. Opnir gluggar og topp- grind auka loftmótstöðuna og meira bensín þarf til að knýja bflinn áfram. Bensíneyðsla eykst með aukinni þyngd bflsins. Það kostar því að aka með þunga hluti í bflnum að óþörfii. A veturna vilja þungir klakadrönglar setjast á undirvagninn og innan á hjólaskálar þar sem þeir þrengja jafh- vel að hjólbörðum og valda því auk- inni mótstöðu. Bensíneyðsla er mest þegar vélin er köld. Það er því óhagkvæmt að aka á köldum bíl stutta vegalengd og oft tek- ur Ktið lengri tíma að ganga. Með því að skipuleggja akstur áður en lagt er af stað má oft stytta vega- lengdir verulega. Ekki má heldur gleyma því að stundum getur síminn komið í stað ferðar. Almenningssamgöngur era ódýrari en einkabíllinn. Farþegi í strætó er áhyggjulaus og getur notað tímann til að lesa, hugsa eða tala við sessunaut- inn. Viðhald bflsins, vélarstilUng, endur- nýjun kerta, loftsíu og flena er mikil- vægt til að halda bensíneyðslunni niðri. Með eðlilegu viðhaldi endist bfllinn lflca betur. Við kaup á bfl - jafnt nýjum sem gömlum - er skynsamlegt að hugsa ekki bara um kaupverðið, rekstrar- kosmaðurinn er ekki síður mikilvægur og þar vega bensínkaup þungt. Minni bensíneyðsla er ekki bara hagkvæm, hún skilar sér einnig í betra umhverfi. Hitinn Orkunotkun við hitun húsnæðis er afar breytileg. Því valda fjölmargir þættir, svo sem ástand húsnæðisins, aldur þess og staðsetning. Við ýmsar athuganir hefur einni komið í ljós að íbúamir ráða miklu um orkuþörfina, hitunarvenjur þeirra og umgengni skiptir miklu. Þetta kom skýrt fram í athugun á orkunotkun til upphitunar tæplega 100 húsa sem vora byggð eftir sömu teikningu Húsnæðismálastofn- unar. Mena en tvöfalt meiri orku þurfti til að kynda þau hús sem vora orku- frekust en í þau sem notuðu minnst. Það er því engan veginn einfalt að bera orkureikninga milli byggðalaga saman. Mörg ráð era til að ráðast gegn hitunarkostnaðinum, hér verður drepið á nokkur. Hiti í vistarverunum ræður miklu um orkunotkunina. Fyrir hverja gráðu sem hitinn er ofan við 20 gráður á cel- síus vex orkunotkunin um hér um bil 6 prósent. Þannig eykst orkuþörfin um nálega þriðjung ef hitinn er hækkaður úr 20 til 25 gráður. Almennt er talið að hæfilegt hitastig sé rúmlega 20 gráður, lítið eitt hærra í stofum sem setið er í en lægra í svefnherbergjum, göngum og svo framvegis. Hurðir og opnanlegir gluggar þurfa að falla vel að körmum svo að ekki trekki inni með þeim. Þéttilistar borga sig í lægri orkukostnaði á skömmum tíma og það tekur stutta stund að herða gluggjakrækjumar. Það er óþægilegt að búa í húsi sem ekki er sæmilega þétt. Við loftræstingu híbýla er best að opna glugga og skapa gegnumtrekk í nokkrar mínútur, en hafa gluggana lokaða þess á milli. Illa stilltir ofnar eða hitunarkerfi nýta heita vatnið illa. Ofna þarf að stilla þannig að enginn einn þeirra sé heitari en hinir. Frárennslislögn frá ofnum á jafnframt að vera hálfköld viðkomu. Enn era til hús með einföldu gleri, þá borgar sig að skipta í tvöfalt eða þrefalt gler. Einnig er til gler með sér- stakri filmu sem hleypa minni varma út. Nokkuð er um illa einangruð hús eða jafnvel hús án einangranar, eink- um eldri hús. Óeinangrað eða illa ein- angrað þök bræða af sér snjó og undir þakskegg myndast oft myndarleg grýlukerti. Einangran þaka er sérstak- lega mikilvæg og einangrun illa eða rnaða r óeinangraðra þaka skilar sér til baka í lægri orkureikningum á mjög stuttum tíma. Sömuleiðis þarf að einangra kjallara og önnur rými sem ekki era upphituð, annars tapast mikill varmi. Við klæðningar útveggja gefst oft tækifæri til að bæta einangrun án mik- ils kostnaðar. Því fylgir velKðan að búa í vel ein- angraðu og þéttu húsi. Heimilistæki og lýsing Heimilin era búin fjölmörgum tækj- um sem nota rafmagn og ný tæki era stöðugt að ryðja sér rúms, nægir þar að nefna geislaspilara, tölvur og fýlgihluti ,með þeim. Rafmagnsnotkun heimila hefur ekki aukist að sama skapi þar sem tæki, eins og ísskápar, þvottavélar og útvörp, sem koma á markaðinn í dag eru spameytnari en sams konar tæki sem fýrir era. Það er margt hægt að gera til þess að halda rafmagns- notkuninni í skeljum, án þess að það komi niður á þeim þægindum eða ánægju sem við sækjumst eftir. Ein- faldasta ráðið er að „slökkva á eftir sér.“ Það þjónar ekki neinum tilgangi að hafa ljós í herbergi sem enginn er í, eða kveikt á sjónvarpi sem enginn fylgist með. Kæliskápur og frystikista era meðal þeirra heimilistækja sem nota mest rafmagn. Hæfilegt hitastig í kæliskáp er 4 til 5 gráður á celsíus og í frysti- kistunni mínus 18 gráður. Lægri hiti veldur óþarfa orkunotkun. Þannig leið- ir til dæmis 2 gráðu hiti í kæliskáp í stað 5 til um 20 prósent meiri raf- magnsnotkunar. f frystihólfum kæli- skápa og í ftystikistum safnast oft fyrir hrím, sem virkar eins og einangrun milli ftystirýmisins og kælikerfisins og hrímið veldur þá aukinni rafmagns- notkun. Tryggja þarf að loft geti auð- veldlega leikið um kæligrindina aftan á ísskápnum og frystikistan er best geymd á köldum stað, til dæmis í kaldri geymslu eða búri. Veralegur hluti rafmagnsnotkunar á heimilum er bundinn eldamennskunni. Við steikingu eða suðu á mat er best að nota potta og pönnur með sléttum botni sem falla vel að hellunni. Það er hrein orkusóun að sjóða loklausum potti eða láta hjá Kða að lækka straum- inn þegar suða er komin upp. Þvottavélar og uppþvottavélar nota jafnmikið rafmagn hvort heldur þær era hálfar eða fullar. Það er þvf skyn- samlegra að þvo sjaldnar. Þunkarinn notar mikla orku og slítur oft fatnaði, það er því hagkvæmt að hengja þvott á snúrar til þerris. Lýsing er afar mikilvæg jafnt á heimili sem á vinnustað. Best er að lýsingin Beinist að því sem verið er að vinna við hverju sinni. Sum ljós og lampar gefa Ktla birtu, jafnvel þótt not- aðar séu orkufrekar perar. A markaði eru bæði svokallaðar sparperur og flúrperar, þessar perur nota margfalt minna rafmagn en venjulegar perur. Við kaup á nýjum tækjum er skyn- samlegt að Kta ekki bara á verð þeirra, því oft er hagkvæmt að kaupa lítið eitt dýrara tæki sem notar minna rafrnagn. Framkvæmd nýrra laga um upplýs- ingaskyldu varðandi orkunotkun heim- ilistækja munu stuðla að því að svo verði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.