Alþýðublaðið - 10.05.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UHHHUD 20915. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Simi 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 • Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Klessulist Kristínar Kvennalistinn beið sögulegt afhroð í þingkosningunum og var reyndar við dauðans dyr á tímabili. Fylgishrunið kom enganveg- inn á óvart: sá ferskleiki sem eitt sinn fylgdi flokknum er að engu orðinn og málefnasérstaðan fokin út í veður og vind. Valdníðsla og ólýðræðisleg vinnubrögð einkenndu val á frambjóðendum og fyrir vikið vom kvennalistakonur sviptar þeim einkarétti á heiðar- leika í pólitík sem þær höfðu reyndar sjálfar úthlutað sér. Fjórtán mánuðum fyrir kosningar mældist Kvennalistinn him- inhár í skoðanakönnunum og virtist albúinn að margfalda fylgi sitt. Skýringin var einföld: persónuvinsældir Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Eftir að hún varð borgarstjóri bókstaflega tættist fýlgið af Kvennalistanum. Það er til marks um tvennt. Annars- vegar að hugmyndafræðileg sérstaða flokksins reyndist ekki traustari en svo að hún varð að engu í hugum kjósendanna með brotthvarfi Ingibjargar Sólrúnar. Hin skýringin á afhroði Kvenna- listans var síðan vitaskuld sú, að Kristín Ástgeirsdóttir, sjálfskip- aður foringi hinnar femínínsku ffímúrarareglu, var allsendis ófær um að taka við merki Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Til þess hafði Kristín Ástgeirsdóttir því miður ekkert nema viljann. Eina baráttumál Kvennalistans í kosningabaráttunni var að koma flokknum í ríkisstjóm. Kvennalistakonur fóm ekki dult með, að þær væm reiðubúnar að setja stefnu flokksins á útsölu að öðm leyti. Kvennalistanum tókst ekki ætlunarverk sitt og nú blandast fáum hugur um að flokkurinn muni endanlega útskrifast af löggjafarsamkundunni eftir íjögur ár. Hvað gerir Kristín Ástgeirsdóttir eftir að hafa næstum leitt flokk sinn ofan í gröfina? Jú, hún leitar að blóraböggli í borgar- stjóranum í Reykjavík - skýringin á tapi Kvennalistans felst sem- sagt í þeirri staðreynd að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leyfði sér að þiggja boð á fundi þeirra flokka sem standa að Reykjavíkur- listanum. Kristín Ástgeirsdóttir hefur áður vakið athygli fyrir sér- kennilegar söguskýringar, en nú hefur hún bókstaflega sett met í pólitískri sjálfsblekkingu og bamaskap. í DV í fyrradag svarar Ingibjörg Sólrún fyrir sig. Borgarstjórinn segir: „Greining Kristínar á vanda Kvennalistans er afskaplega yfirborðskennd. Ef á annað borð á að velta við steinum verður að gera það til fulls. Þá verður að horfa til þingflokks Kvennalistans á síðasta kjörtímabili, framboðslistans og stefnunnar. Ef það á að mála mynd þá verður að mála hana alla. Ég held að útkoman í kosningunum tengist minni persónu afskaplega Ktið.“ Öllu beinskeyttari gætu skilaboð Ingibjargar Sólrúnar til Krist- ínar varla verið: Skýringar á hmninu er að leita í þingflokki Kvennalistans, framboðslistum og stefnumálum. Jafnvel Kristín Ástgeirsdóttir ætti að skilja hvað felst í þessum orðum borgar- stjórans í Reykjavík. Nú er að vita hvort Kristín tekur áskomn Ingibjargar Sólrúnar og málar til fulls myndina af ófömm Kvennalistans - eða hvort hún heldur sig við klessulist sjálfsblekkingarinnar. ■ s k o ð a n MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 r Af pólitísku skírlífi Einhver furðulegasta, afturhalds- samasta og ellilegasta hugmynd sem um getur í pólitík er hugmyndin um hreinlynda gáfumannaflokkinn, afl hinnar sjálfskipuðu intellígensíu, hinna skírlífu postula, sem eiga sér það markmið einasta í pólitík að segja nei. Það vakti sérstaka athygli mína að slíkri hugmynd var hreyft á prenti lyr- ir skemmstu: bón um pólitískan skír- lífisflokk. Raunár minnti þetta mig líka á umræðu, sem átti sér stað fyrir einum sex árum á síðum nokkurra dagblaða og snerist um uppstokkun á íslensku flokkakerfi, en þá var einmitt rætt um stjómfælni og tekið klassískt dæmi af þýskum græningjum. Það skulum við einnig gera núna. Gestaboð I Pegar tlokkur grænmgp^aí^in kringum 1980 ætlaði hann sér ekki í stjóm. Hann ætlaði sér hins vegar að Uta alla hina flokkana græna, laga þá að sjálfum sér. Þessi hugmynd var fullkomlega útópísk eins og nærri má geta um og hún beið endanlegt skip- brot þegar græningjar duttu út af þingi 1990. Með þeim ósigri var stefnu- breytingin innsigluð og endanleg: græningjar eiga sér núna það markmið helst að komast í stjórn og bjarga þannig skjólstæðingum sínum: skóg- unum og vömunum. En þetta er ekki eina dæmið um stjómfælni, sem breyst hefur í ein- dreginn vilja til stjórnarþátttöku: Kvennalistinn okkar Islendinga hefur gengið nákvæmlega sömu götu, hann vill núna í stjóm, og það tók hann álíka langan tíma að komast að því eins og græningja: rúman áratug. Mér finnst það enn og aftur furðu- legt og óskiljanlegt að hugmyndir um pólitíska skírlífisflokka skuli koma upp hér á landi. Ég lýsi eftir stefnu þeirra, sem vilja stofna slíkan flokk á Islandi. Hvað vilja þeir? Vilja þeir þjóðernishyggju, einangrun, sjálfs- þurftabúskap, ríkisvæðingu - eða em þeir kannski fyrst og fremst á móti Evrópusambandinu, er það grýlan eða stalíninn þeirra? Ég lýsi eftir svömm við þessu! Það er auðvitað rétt að sumir hafa kallað á gagnrýni með stjórnar- þátttöku sinni og víst er að mönnum getur verið hollt að fara úr stjóm og ná vopnum sínum á ný, saíha fylgi til að eiga möguleika á að hrinda stefnumál- um sínum í framkvæmd síðar. En gmndvallarmarkmið allra, sem'em í pólitík, hlýtur að vera það að komast í stjóm, enda hefur sagan margsannað það, að pólitfskt skírlífi er ekki lík- legra til að bera ávöxt en annað skír- lífi. Og þar komum við að annarri stað- reynd: söguleg vitund þeirra sem tjá sig um pólitfk á íslandi og jafnframt viðleitnin til að leita samanburðar við útlöndin er oft furðanlega lítil hér á landi: íslensk stjómmálaumræða getur Leggjum niður fjórflokkinn - Endurreisum fjórflokkakerfið Hver skyldi hafa fundið upp glós- una um jjórflokJánnl Vilmundur? Sennilega, því hugsunin að baki er upphaflega róttark og fmmleg - í henni er sprengiafl og 6þoL en um leið fylgir henni hamagangur og mglandi og hún leiðir svo sem ekki til ncins. Þetta cr hugsunin um að sami rassinn sé undir þeim öllum, sem má vissulcga dl sanns vcgar Vikupiltar | ■ Guðmundur Andri Thorsson skrifar Is^S^ómmá!? menn gxta ákaflega ólíkra hags- muna. Þeim er veiu aðhald úr ólíkum áttum. Við cigum til allrar hamingju fáa stjómmálamenn á borð við Dav- íð Oddsson scm einkum er upptek- inn af þvf að byggja fotógnarmikla minnisvarða um stórhug sinn eins og kcmur ágxtlega fram í lýsingu Hrafns Gunnlaugssonar I nýlegri xvisögu á því þegar þeir stóðu tveir og fylgdust mcð vígslu Pcrlunnar og Hrafn skildi að Davfð var f stjóm- málum scm listamaður að láta drauma rætast, en skildi ekki að þama var Davíð Oddsson að henda . ómxldu almannafé í að reisa prest- i vfgðan helgidóm án guðs, galtóml tákn án táknmiðs, gullkálfum sem { snýst um sjálfan sig og vfsar á sjálfan sig - og stórhug Davíðs. Þvf að Dav- í íð límr á kjóscndur sem þcgna og hefur það belst fram að fxra í land- í búnaðar-, sjávarútvegs- og Evrópu- mál um - stjómmálum - að fólk skuli bara treysta þvf að hans ákvörðun verði rétt Og sanngjöm þegar hann sé búinn að hlýða á málflutning okkar þegnana. Yfirleitt eru nútímastjóm- málamenn hxttir að líta á okkur sem þegna. Hver er þessi fjórflokkur sera allir klifa á? Flokkamir sem voru hér við lýðí áður en Samtök fijálslyndra og vinstri manna votu stofhuð? Var það slxmt flokkakerfi? Þá var að minnsta kosti auðvcldara fyrir okkur kjósendur að gera upp hug okkar... Eftir þxr sálaikvaÚr scm ég leið í kjörklefanum hugsaði ég: ekki gera mér þctta aftur kxru vinir. Ég gat telrið undir raeð Shady Owens: Eg elska alla... Og það tann upp fyrir mér að við eigum að afnema fjór- flokkinn en enduneisa fjórflokka- kcrfið. Fjórflokkurinn scm bcr að af- nema er þessi: Alþýðuflokkur. AÞ þýðubandalag, Kvennalisti og fjóð- vaki. Þetta eiu þeir flokkar sem eiga „Alþýduflokkurinn er einhentur. Og það sem verra er: hann vill vera ein- hentur. Um ieið og vex fram vinstri stúfur er hann höggvinn af - kratar hafa tekið full alvarlega boð Krists: Ef hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af." hann vill ven einhentur. Um lcið og vex fnun vinstri stúfur er hann böggvinn af - kratar hafa tekið full alvarlega boð Krists: Ef höod þ£n hneykslar þig, þá snið hana af... Sem örvhentur tnaður stcri ég krata til að lita vinstri stúfinn nú vaxa. Fyrr verður hér ekki stór og öflugur jafnaðarmannaflokkur á evrópska vísu sem reistur er í senn á Erasmusi W RnflMtt.ni I4ni SimrAnvni no sem þcir þekkja. Þeir kusu fjór- flokkakerfið gamla. Ég legg til að vinstri menn hxtti að stofna aftur'og aftur Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Málin sem sundruðu þeim - hin raunvetu- legu málefni sem ágreiningur var um - eru útrædd. Sjálfttxðisflokkurinn og Pramsókn eru gasluflokkar fyrir áframhaldandi fjáraustur til fýrir- tirlria nm allt larvt hafa há hnmión krataflokki aðhald frá vinstri og er miklu hreinlífari og um leið fijórri í afstöðu sinni til þjóðmála en Al- þýðubandalagið sem vcit ckknt hvað það á að gera við sjálft sig. Slíkur flokkur á ekki að vera f ríkis- stjómum. Hann á að vera andstððu- hluti kerfisins. Hann á ekki að gera samsekan. Hann á ekki að vera fjðldaflokkur heldur hugmynda- hanki bnr vrfíi umianlromiö flllt „Mér finnst það enn og aftur furðulegt og óskiljanlegt að hugmyndir um pólitíska skírlífisflokka skuli koma upp hér á landi. Ég lýsi eftir stefnu þeirra, sem vilja stofna slíkan flokk á íslandi." verið ótrúlega einangruð í tíma og rúmi. Og það er kannski þess vegna, að héma komast menn upp með það að snúast eins og skopparakringlur í kringum málefnin. Raunar gæti það orðið eitt af vandamálum íslensks skírlífisflokks að gera það upp við sig hvað sé að vera á móti og hvað sé að vera með, hann myndi verða að skipta oft um pólitíska akstursstefnu, sakir þess, að það gæti reynst erfitt að greina bakkgírinn og bremsuna frá framgírunum á neitunarinnar farar- tæki. Hugsum okkur til dæmis skírlíf- isflokk og EES-málið. Hvað hefði hann gert? Verið hatrammlega á móti, uns umræða um ESB-aðild hófst, og efnahagssvæðið varð að þeirri Lilju, sem þeir vildu sjálfir helst kveðið hafa, sem áður vom mest á móti því. Það er lykilspurning til þeirra, sem vilja skírlífisflokkinn, hvort sá flokkur væri núna.með Evrópska efnahags- svæðinu eða ennþá á móti því? Það er erfitt markmið í stjómmálum að ætla sér að vera alltaf á móti öllu. Menn em einfaldlega með sumu og á móti öðm, ef þeir ætla sér yfirleitt að taka málefnalega afstöðu, fremur en að styðjast við trúarkreddur - það er einföld hundalógík. Eg hef hins vegar oft undrast það á Islandi, hversu menningin getur verið gagnrýnislítil, segir sjaldan nei en oft já og amen í veraldarvafstrinu. Hlutverkaskipting og raunar öll sam- skipti menningar og stjórnmála er gamalt viðfangsefni, sem mér sýnist brýnt og gott að ræða um hér á ís- landi, einmitt núna í tóminu í kjölfar kosninga, þegar auknar líkur em á því að hljóta athygli og hljómgrunn. Svig- rúm manna er nefnilega oft meira í menningunni heldur en í stjómmálun- um - þar geta línumar verið skýrari, tilfmningankari og veitt meira rými fyrir óbeislaðan húmanisma, enda ekki mótaðar af málamiðlunum, og það er því engin tilviljun að menn hafi talað um menninguna sem sérstakt afl eða áhrifavald í þjóðfélaginu við hlið stjómmálanna, dómstólanna, vísind- anna og fjölmiðlanna, svo eitthvað sé nefnt. Það skyldi þó ekki vera vanda- málið á fslandi, að menningin sé orðin of lík stjómmálunum með sínum óhjá- kvæmilegu málamiðlunum, farin að lúta svipuðum lögmálum og þau, lög- málum sem stundum skafa undan og ofan af persónuleikum og þrengja við- fangsefni? Þá ættu menn frekar að taka undir menningarboð þess ágæta skálds Wolfgang Borchert, sem skaut af sér puttann á rússneskri freðmýri í þeim tilgangi að komast hjá því að drepa menn: SEGIÐ NEI! Þegar á þarf að halda. ■ Höfundur er kvikmyndahöfundur og sagnfræðingur. a t a I m a Atburdir dagsins 1811 Brelar taka pappírsseðla í notkun. 1933 Þýskir nasistar hefja bókabrennur. 1940 Win- ston Churchill leysir ráðafáan Neville Chamberlain af hólmi sem forsætisráðherra Bret- lands. 1940 Bretar hemema ís- land. 1941 Rudolf Hess, stað- gengill Hitiers, flýgur til Skot- lands. 1977 Bandaríska kvik- myndastjaman Joan Crawford deyr. 1981 Francois Mitterrand verður forseti Frakklands í þriðju tilraun. Afmælisbörn dagsins John Wilkes Booth maðurinn sem myrti Abraham Lincoln, 1838. Dimitri Tiomkin rúss- neskt tónskáld sem flutti til Bandaríkjanna og samdi vin- sæla kvikmyndatónlist, 1894. Fred Astaire bandarískur leik- ari, dansari og söngvari, 1899. David O. Sclznick bandarískur leikstjóri, kunnastur fyrir Gone with the Wind, 1902. Annálsbrot dagsins Bóndi einn fann að fjósverkum við son sinn, þó ei mikið, en þá út var komið, var hann hengdur í fjósinu. Það er stór þörf menn biðji drottinn vernda sig og varðveita frá öllum skaða og háska. Guð minn veri oss náð- ugur og miskunnsamur. Húnvetnskur annáll, 1772. Orð dagsins Sárast raun þá síst ég met silfur mitt að þijóti. Þegar bezt mér h'fið lét lék ég mér að gijóti. Kolbeinn Högnason. Boðorð dagsins Sá yðar sem syndlaus er, fang- elsi fyrsta Steininn. Kröfuspjald aðdáenda töffaranna í Rolling Stones þegar þeir voru dregnir fyrir dómara þennan dag 1967, sakaðir um eiturlyfjaneyslu. Háski dagsins Sigurður Nordal hefur verið... hin síðari ár beinlínis þjóð- hættulegur maður því að undir hans vemdarvæng hefur byrjað grófgerð og siðlaus úrkynjun- arstefna í íslenskum bókmennt- um og listum. Jónas Jónsson frá Hriflu í grein í Tímanum, þennan dag 1942. Skák dagsins Sjáum nú hvemig Suetin gamli rúllar yfir Wilson nokkurn í Berlín 1991. Suetin hefur hvítt og á leik og fléttar til sigurs. Hvað gerir hvítur? 1. Bxn+! Rxf7 2. Df5 Rge5 3. Bxe5 Dxd7 4. Dg6+! Kf8 5. Bg7+ Wilson gafst upp: mát vofir yfir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.